Borgarstjórn - Borgarstjórn 7. júní 2022

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2022, þriðjudaginn 7. júní, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:02. Voru þá komnir til fundar eftirtaldir borgarfulltrúar: Dagur B. Eggertsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón R. Friðjónsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kolbrún Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sabine Leskopf, Skúli Helgason, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Dagur B. Eggertsson, starfsaldursforseti borgarstjórnar, les upp bréf yfirkjörstjórnar Reykjavíkur frá 1. júní sl., þar sem skýrt er frá því að eftirtaldir fulltrúar hafi verið kjörnir í Borgarstjórn Reykjavíkur í borgarstjórnarkosningum 14. maí sl. MSS21110010

Af B-lista:    Einar Þorsteinsson

Árelía Eydís Guðmundsdóttir 

Magnea Gná Jóhannsdóttir 

Aðalsteinn Haukur Sverrisson 

Af C-lista:    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Af D-lista:    Hildur Björnsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir

Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson 

Af F-lista:    Kolbrún Baldursdóttir 

Af J-lista:    Sanna Magdalena Mörtudóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon

Af P-lista:    Dóra Björt Guðjónsdóttir

Alexandra Briem

Magnús Davíð Norðdahl 

Af S-lista:    Dagur B. Eggertsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Skúli Helgason

Sabine Leskopf

Hjálmar Sveinsson

    

Af V-lista:    Líf Magneudóttir

2.    Fram fer kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og fjögurra varaforseta. MSS22060040

Forseti er kosin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með 16 atkvæðum. 7 atkvæðaseðlar eru auðir. 

Varaforsetar voru kosnir án atkvæðagreiðslu:

1. varaforseti er kosin Magnea Gná Jóhannsdóttir 

2. varaforseti er kosin Líf Magneudóttir

3. varaforseti er kosin Sabine Leskopf

4. varaforseti er kosin Marta Guðjónsdóttir 

3.    Fram fer kosning borgarstjóra til 16. janúar 2024. 

Borgarstjóri til 16. janúar 2024 er kosinn Dagur B. Eggertsson með 14 atkvæðum. 9 atkvæðaseðlar eru auðir. MSS22060042

4.    Fram fer kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara. 

Kosnir voru án atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Trausti Breiðfjörð Magnússon.

Varaskrifarar voru kosnir með sama hætti Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. MSS22060040

5.    Fram fer kosning varafulltrúa í forsætisnefnd til fjögurra ára. MSS22010060

Kosin voru án atkvæðagreiðslu:

Pawel Bartoszek

Gísli S. Brynjólfsson

Stefán Pálsson 

Skúli Helgason

Hildur Björnsdóttir

6.    Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Borgarstjórn samþykkir að sameina málaflokk mannréttinda og ofbeldisvarna í nýju mannréttindaráði sem tekur við hlutverki ofbeldisvarnarnefndar. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir mannréttindaráð í samráði við mannréttindaskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september og kemur í stað gildandi samþykkta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og ofbeldisvarnarnefndar. Ráðið starfar samkvæmt samþykktum mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og ofbeldisvarnarnefndar þar til ný samþykkt liggur fyrir. MSS22060044

Frestað.

7.    Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Borgarstjórn samþykkir að stofna stafrænt ráð Reykjavíkurborgar. Ráðið skal taka við málaflokki stafrænna umbreytinga, þjónustu, lýðræðis- og gagnsæismála auk samfélagslegrar og opinberrar nýsköpunar. Um er að ræða fastanefnd sem verður í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttindaskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykktum mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs þar til ný samþykkt liggur fyrir. MSS22060050

Frestað.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur óskað eftir að tillögu meirihlutans um að málaflokkur stafrænna umbreytinga og þjónustu verði styrktur með nýju stafrænu ráði verði frestað. Flokkur fólksins hefur á annað ár gagnrýnt gegndarlausa sóun á almannafé í tilraunir og uppgötvun á fjölda stafrænna lausna sem sumar hverjar litu aldrei dagsins ljós og ekki var brýn þörf á. Tugir milljóna hafa farið í erlenda ráðgjöf sem hvergi sér hvernig skilaði sér. Alls hefur 13 milljörðum verið veitt í stafræna vegferð á aðeins þremur árum. Borgarfulltrúi vill fá að sjá áætlun um kostnað á hinu nýja ráði og innviði þess áður en lengra er haldið. Flokkur fólksins er ekki einn um gagnrýni á hvernig farið hefur verið með þessa 13 milljarða króna. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta opinberlega. Stafræn þróun hjá Reykjavíkurborg hefur snúist upp í stafræna sóun. Mun hagkvæmara og viturlegra hefði verið að fara strax í upphafi þessarar vegferðar í samstarf við Stafrænt Ísland eins og önnur sveitarfélög hafa gert í stað þess að eyða ómældu fjármagni í að finna upp hjólið. Reykjavík á ekki að stofna sitt eigið hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavík er sveitarfélag sem hefur skyldur við borgarbúa sem ekki er verið að sinna með viðunandi hætti.

8.    Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Borgarstjórn samþykkir að færa málaflokka atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu til forsætisnefndar. Forsætisnefnd er falið að vinna tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sem skal lögð fram til fyrri umræðu á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. MSS22010060

Frestað.

    

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Reykjavíkurborg er sjálfstætt stjórnvald sem stjórnað er af lýðræðislega kjörinni borgarstjórn í umboði íbúa sveitarfélagsins, sbr. 2. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Forsætisnefnd hefur því hlutverki að gegna að tryggja vel skipulagða fundi borgarstjórnar og þar með stuðla að góðum starfsanda, sbr. 50. gr. áðurnefndrar samþykktar. Af síðastnefnda ákvæðinu má ráða að það sé ekki hlutverk forsætisnefndar að taka afstöðu til efnisatriða er varða stjórn Reykjavíkurborgar enda þekkist það vart að nefnd á vegum löggjafarþings, þjóðþings eða stjórnar sveitarfélags sem sér um fundarstjórn blandi sér í pólitísk efnisatriði. Það bókast hér með að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gjalda varhug við því að í störf forsætisnefndar blandist verkefni atvinnulífs, nýsköpunar og ferðamála, sem eru veigamiklir og mikilvægir málaflokkar innan borgarkerfisins. Við óskum því eftir frestun á þessum lið og frekari umræðu um breytinguna.

9.    Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Borgarstjórn samþykkir að stofna umhverfis- og skipulagsráð. Ráðið fari með umhverfis-, skipulags-, samgöngu- og byggingarmál og verði í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna samþykkt fyrir ráðið í samráði við umhverfis- og skipulagssvið sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykktum skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs þar til ný samþykkt liggur fyrir og fer með gildandi fullnaðarafgreiðsluheimildir þess ráðs. MSS22060046

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

10.    Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Borgarstjórn samþykkir að stofna heilbrigðisnefnd. Nefndin fer með lögbundin verkefni heilbrigðisnefnda og verður í flokki II skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna samþykkt fyrir nefndina í samráði við umhverfis- og skipulagssvið sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Nefndin starfar samkvæmt samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs þar til ný samþykkt liggur fyrir. MSS22060075

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

11.    Fram fer kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara, formannskjör. MSS22060043

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Einar Þorsteinsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Kosnar eru af DJ-lista án atkvæðagreiðslu: 

Hildur Björnsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Einar Þorsteinsson.

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Skúli Helgason

Alexandra Briem

Pawel Bartoszek

Kosin eru af DJ-lista án atkvæðagreiðslu: 

Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon

12.    Kosning sjö fulltrúa í mannréttindaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. MSS22060044

Frestað. 

13.    Kosning sjö fulltrúa í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. MSS22060045

Kosnir eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Skúli Helgason

Kristinn Jón Ólafsson

Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Pawel Bartoszek

Kosnir eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Kjartan Magnússon

Björn Gíslason

Kosinn er af JV-lista án atkvæðagreiðslu: 

Stefán Pálsson

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Skúli Helgason. 

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Birkir Ingibjartsson

Rannveig Ernudóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Kosin eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Friðjón R. Friðjónsson

Birna Hafstein

Kosin er af JV-lista án atkvæðagreiðslu:

Andrea Helgadóttir

14.    Fram fer kosning sjö fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. MSS22060046

Kosin eru af SBPCV-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson

Pawel Bartoszek

Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Líf Magneudóttir

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Hildur Björnsdóttir

Kjartan Magnússon

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPCV-lista án atkvæðagreiðslu:

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Birkir Ingibjartsson

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Gísli S. Brynjólfsson

Friðjón R. Friðjónsson

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Marta Guðjónsdóttir

Björn Gíslason

15.    Fram fer kosning sjö fulltrúa í skóla- og frístundaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. MSS22060048

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Guðný Maja Riba

Alexandra Briem

Sabine Leskopf

Kosin eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Marta Guðjónsdóttir

Helgi Áss Grétarsson

Kosinn er af JV-lista án atkvæðagreiðslu:

Trausti Breiðfjörð Magnússon

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Árelía Eydís Guðmundsdóttir.

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Ásta Björg Björgvinsdóttir

Stein Olav Romslo

Kristinn Jón Ólafsson

Þorleifur Örn Gunnarsson

Kosnar eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Birna Hafstein

Kosin er af JV-lista án atkvæðagreiðslu:

Líf Magneudóttir

16.    Fram fer kosning sjö fulltrúa í velferðarráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. MSS22060049

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Heiða Björg Hilmisdóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir

Magnús Davíð Norðdahl

Þorvaldur Daníelsson

Kosnar eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Helga Þórðardóttir

Kosin eru af JV-lista án atkvæðagreiðslu: 

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Heiða Björg Hilmisdóttir.

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Ellen Calmon

Ásta Björg Björgvinsdóttir 

Rannveig Ernudóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir

Kosnar eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Sandra Hlíf Ocares

Kolbrún Baldursdóttir

Kosinn er af JV-lista án atkvæðagreiðslu:

Stefán Pálsson

17.    Kosning sjö fulltrúa í stafrænt ráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. MSS22060050

Frestað. 

18.    Kosning fulltrúa í almannavarnarnefnd til fjögurra ára og tveggja til vara. MSS22060051

Kosinn er af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Einar Þorsteinsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin er af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Hildur Björnsdóttir

19.    Kosning þriggja fulltrúa í endurskoðunarnefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. MSS22060052

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Lárus Finnbogason

Sigrún Guðmundsdóttir

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Einar S. Hálfdánarson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Danielle Pamela Neben

Ólafur B. Kristinsson

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Páll Grétar Steingrímsson

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Lárus Finnbogason.

20.    Kosning þriggja fulltrúa í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. MSS22060053

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Egill Þór Jónsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Rannveig Ernudóttir

Ásta Björg Björgvinsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Þorkell Sigurlaugsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir.

21.    Kosning tveggja fulltrúa í fjölmenningarráð til fjögurra ára og tveggja til vara; formannskjör. MSS22060054

Kosin er af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Magnea Gná Jóhannsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Helgi Áss Grétarsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin er af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Unnur Þöll Benediktsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Egill Þór Jónsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Magnea Gná Jóhannsdóttir.

22.    Kosning fimm fulltrúa í heilbrigðisráð til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. MSS22060075

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson

Guðný Maja Riba

Kosnar eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Sandra Hlíf Ocares

Jórunn Pála Jónasdóttir

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Unnur Þöll Benediktsdóttir

Ellen Calmon

Ólöf Helga Jakobsdóttir

Kosin eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Birna Hafstein

Egill Þór Jónsson

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Haukur Sverrisson.

23.    Kosning fimm fulltrúa í innkaupa- og framkvæmdaráð til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. MSS22060064

Kosnir eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Hjálmar Sveinsson

Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek

Kosin eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Björn Gíslason

Sandra Hlíf Ocares

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Sara Björg Sigurðardóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Kosin eru af DF-lista án atkvæðagreiðslu: 

Kjartan Magnússon

Jórunn Pála Jónasdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Hjálmar Sveinsson.

24.    Kosning þriggja fulltrúa í öldungaráð til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. MSS22060068

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Sara Björg Sigurðardóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Birna Hafstein

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Ellen Calmon

Dagbjört Höskuldsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Þorkell Sigurlaugsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Sara Björg Sigurðardóttir.

25.    Kosning þriggja fulltrúa í yfirkjörstjórn Reykjavíkur og þriggja til vara. MSS22060067

Kosin eru af SBC-lista án atkvæðagreiðslu:

Eva B. Helgadóttir

Tómas Hrafn Sveinsson

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Ari Karlsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBC-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Sif Tynes

Þóra Hallgrímsdóttir

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Katrín Helga Hallgrímsdóttir

26.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060055

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Þorkell Heiðarsson

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Björn Gíslason

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnir eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Konráð Gylfason

Arnór Heiðarsson

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Jórunn Pála Jónasdóttir

27.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Breiðholts til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060056

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Sara Björg Sigurðardóttir

Þorvaldur Daníelsson

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Helgi Áss Grétarsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Alondra Veronica V. Silva Muñoz

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Arent Orri Jónsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Sara Björg Sigurðardóttir.

28.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060057

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Guðný Maja Riba

Stefán Pálsson

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Marta Guðjónsdóttir

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Margrét Sverrisdóttir

Elín Björk Jónasdóttir

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Herdís Björnsdóttir

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Guðný Maja Riba.

29.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Grafarvogs til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060058

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Fanný Gunnarsdóttir

Ingimar Þór Friðriksson

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Kjartan Magnússon

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Lárus Helgi Ólafsson

Rakel Glytta Brandt

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Helgi Áss Grétarsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Fanný Gunnarsdóttir.

30.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Háaleitis og Bústaða til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060059

Kosnir eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Birkir Ingibjartsson

Ívar Orri Aronsson

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Friðjón R. Friðjónsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Hjördís Sveinsdóttir

Inga Þyrí Kjartansdóttir

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Birna Hafstein

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Birkir Ingibjartsson.

31.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Kjalarness til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060060

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Kristjana Þórarinsdóttir

Ellen Calmon

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

 Egill Þór Jónsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Sigrún Jóhannsdóttir

Ingiríður Halldórsdóttir

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Þorkell Sigurlaugsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Kristjana Þórisdóttir.

32.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Laugardals til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060061

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Rannveig Ernudóttir

Þorleifur Örn Gunnarsson

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Birna Hafstein

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Atli Stefán Yngvason

Sabine Leskopf

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Andrea Sigurðardóttir

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Rannveig Ernudóttir.

33.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Miðborgar og Hlíða til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060062

Kosnir eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson

Geir Finnsson

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Sandra Hlíf Ocares

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Samúel Torfi Pétursson

Gréta Dögg Þórisdóttir

Kosinn er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórður Gunnarsson

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Pétur Marteinn Urbancic Tómasson.

34.    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Vesturbæjar til fjögurra ára og þriggja til vara. MSS22060063

Kosnir eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Stein Olav Romslo

Halldór Bachmann

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SBPC-lista án atkvæðagreiðslu:

Ragna Sigurðardóttir

Björn Ívar Björnsson

Kosin er af DF-lista án atkvæðagreiðslu:

Ágústa Guðmundsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Stein Olav Romslo.

35.    Lagt er til að Helga Lára Haarde taki sæti í barnaverndarnefnd í stað Söndru Hlífar Ocares. MSS22060069

Samþykkt.     

36.    Lagðar fram til undirritunar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. MSS22060077

37.    Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 5. maí 2022.

- 15. lið; Starmýri – deiliskipulag er frestað. 

- 27. lið; Einarsnes – úthlutun lóðar og sala byggingarréttar er frestað.

Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 25. maí 2022. MSS22010003

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 17. lið fundargerð borgarráðs frá 25. maí sl. 

Flokkur fólksins vill bóka við fundargerð íbúaráðs Breiðholts í fundargerð borgarráðs frá 25. maí undir liðnum málefni hverfisins. Tillaga EFLU f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga var frestað að beiðni fulltrúa Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði 25. maí þar til ný borgarstjórn hefur tekið við störfum. Nú hefur ný borgarstjórn tekið við og vonast Flokkur fólksins til að málefni Arnarnesvegar verði skoðuð að nýju með það að markmiði að gert verði nýtt umhverfismat. Flokkur fólksins vill að tekið verði vel í tillögu flokksins og Vina Vatnsendahvarfs sem lögð verður fram aftur á fyrsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Tillagan er um að gert verði nýtt umhverfismat áður en hafist er handa við þessa miklu framkvæmd. Ekkert getur réttlætt að byggja lagningu fjárfrekrar vegagerðar á 20 ára gömlu umhverfismati. Einnig þarf að skoða af hverju ekki var athugað með að leggja veginn í stokk eða í göng þar sem hann liggur um dýrmætt grænt náttúru- og útivistarsvæði. Tillagan sem liggur fyrir, með ljósastýrðum gatnamótum við Breiðholtsbraut, mun þess utan valda verulegum töfum á umferð og skapa fleiri vandamál en vegurinn á að leysa. Endurskoða þarf þessa vegalagningu með tilliti til umhverfisins, heildarmyndarinnar og Vetrargarðsins sem þarna á að rísa. 

38.    Lagt fram yfirlit yfir tilnefningar áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. MSS22010060

Fundi slitið kl. 16:20

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon    Aðalsteinn Haukur Sverrisson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 7.6.2022 - prentvæn útgáfa