Borgarstjórn - Borgarstjórn 5.11.2024

Borgarstjórn

Ár 2024, þriðjudaginn 5. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:10. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dagur B. Eggertsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Skúli Helgason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram til fyrri umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024. Jafnframt eru lagðar fram tillögur borgarstjóra undir eftirtöldum liðum í fundargerð borgarráðs frá 1. nóvember 2024. 4. liður; lántökur á árinu 2025, 5. liður; tillaga um álagningarhlutfall útsvars 2025, 6. liður; tillaga um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu 2025, 7. liður; tillaga um gjalddagaskiptingu fasteignaskatta og lóðarleigu 2025, 8. liður; tillaga um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2025 og 9. liður; tillaga að gjaldskrám 2025.

    -    Kl. 14:40 víkur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir af fundinum og Sandra Hlíf Ocares tekur sæti.
    -    Kl. 16:55 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum og Ásta Þórdís Skjalddal tekur sæti.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2025 að fjárhæð 16.500 m.kr. til að fjármagna áformaðar fjárfestingar á árinu 2025 og til að fjármagna stofnframlög borgarinnar vegna byggingar og kaupa á almennum íbúðum. Ennfremur verði lántakan nýtt til fjármögnunar á stofnframlögum B-hluta fyrirtækja og hlutdeildarfélaga. Jafnframt er lagt til að veita sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast skuldabréfaútgáfu borgarsjóðs, sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.

    Greinargerð fylgir tillögunni. FAS24010022
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024:

    Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2025 verði 14,97% og er það sama hlutfall og tekjuárið 2024.

    Greinargerð fylgir tillögunni. FAS24010022
    Samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024:

    Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2025 verði sem hér segir: 1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,18%. 2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%. 3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr.4/1995 með síðari breytingum verði 1,60%. 4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði. 5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði.

    Greinargerð fylgir tillögunni. FAS24010022

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-1 um álagningahlutfall fasteignaskatta 2025:

    Borgarstjórn samþykkir að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði fyrir árið 2025, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2024 og 2025. Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta vegna ársins 2025 verði sem hér segir: 1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,162%. 2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði áfram 1,32%. 3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,52%.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Breytingartillagan er felld með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-5:

    Lagt er til að álagningarhlutfall A-hluta fasteignaskattsálagningar, þ.e. fasteignaskattur af íbúðahúsnæði, verði 0,165% í stað 0,18%. Jafnframt leggur Flokkur Fólksins til að álagningarhlutfall í C-hluta, þ.e. fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði, verði 1,42% í stað 1,6%. Tekjulækkun vegna tillögunnar nemur 2.784 m.kr. og er lagt til að hún færist til lækkunar á áætlað handbært fé.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Breytingartillagan er felld með fimmtán atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Tillaga borgarstjóra er að öðru leyti samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024:

    Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2025 verði eftirfarandi: Greiðendur fasteignagjalda skulu gera skil á fasteignagjöldum ársins 2025 með 11 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 3. maí, 1. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 1. september, 4. október, 1. nóvember og 3. desember. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 1. febrúar. Lagt er til að gjalddagar krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 1. nóvember og 3. desember árið 2025 og 3. janúar 2026. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 7. nóvember 2025.

    Greinargerð fylgir tillögunni. FAS24010022
    Samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks flokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024:

    Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2025 verði eftirfarandi: Viðmiðunartekjur I. Réttur til 100% lækkunar: einstaklingur með tekjur allt að 5.750.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 8.020.000 kr. II. Réttur til 80% lækkunar: einstaklingur með tekjur á bilinu 5.750.001 til 6.580.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 8.020.001 til 8.890.000 kr. III. Réttur til 50% lækkunar: einstaklingur með tekjur á bilinu 6.580.001 til 7.650.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 8.890.001 til 10.620.000 kr. Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

    Greinargerð fylgir tillögunni. FAS24010022

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-4:

    Lagt er til að viðmiðunartekjur tillögunnar verði eftirfarandi: I. Réttur til 100% lækkunar: einstaklingur með tekjur allt að 5.412.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 7.555.000 kr. II. Réttur til 80% lækkunar: einstaklingur með tekjur á bilinu 5.412.001 til 6.196.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 7.555.001 til 8.370.000 kr. III. Réttur til 50% lækkunar: einstaklingur með tekjur á bilinu 6.196.001 til 7.202.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 8.370.001 til 10.000.000 kr. Kostnaðarauki vegna tillögunnar nemur 50 m.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09205 ófyrirséð og fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði (ÖNN) verði hækkaðar á móti.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Breytingartillagan er felld með þrettán atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Tillaga borgarstjóra er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram tillaga borgarstjóra að gjaldskrám Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025, dags. 29. október 2024, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024. FAS24010022

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-1 um frystingu á gjöldum ákveðinna minnihlutahópa.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-2 um gjöld í Árbæjarsafn.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-3 um hundagjöld.
    Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-1 um frístundaheimili.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-2 um skólahljómsveitir og Tónlistarskólann Klébergi.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-3 um námsgjald í leikskólum.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-4 um fæðisgjald í leikskólum.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-5 um bílastæðakort.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-6 um aukastöðugjald.
    Tillagan er felld með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-7 um sundstaði.
    Tillagan er felld með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-8 um frístundastarf í Hinu húsinu.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-9 um menningarkort 67 ára og eldri.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Lögð fram breytingartillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna merkt V-10 um Listasafn Reykjavíkur og Borgarsögusafn.
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Tillaga borgarstjóra að gjaldskrám Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Samþykkt að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 til síðari umræðu í borgarstjórn sem fram fer 3. desember nk. FAS24010022

    Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkennir fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025 þar sem gert er ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu (A- og B-hluta) skilar 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Meirihlutinn lýsir yfir ánægju með þessa niðurstöðu en leggur áherslu á að halda áfram að gera vel þegar kemur að rekstri borgarinnar til að geta veitt sem besta þjónustu.

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vandi sveitarfélaganna er tekjuvandi. Fjármagnstekjur eru ekki skattlagðar með sambærilegum hætti og launatekjur sem þýðir að tekjuhæstu borgararnir eru undanþegnir því að greiða eins og aðrir til nærsamfélagsins á meðan kostnaðinum er velt yfir á lág- og millitekjuhópa. Sveitarfélögin verða af milljörðum ár hvert vegna þessa. Ekki er hægt að byggja gott samfélag á óréttlæti. Niðurskurður í þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa er óásættanlegur og veltir vandanum yfir til komandi kynslóða og nú þegar bitnar niðurskurður fyrri ára á samfélaginu. Sama á við um kostnað sem borgin ber af húsnæðisstuðningi, vegna sturlunar húsnæðismarkaðarins. Húsnæði er grunnforsenda velferðar en áframhaldandi ábyrgðarleysi má finna í áætlunum borgarinnar sem gera ekki ráð fyrir félagslegri uppbyggingu miðað við þörf.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins í Borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsir áhyggjum yfir rekstri og fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Hann er ekki einn um slíkar áhyggjur því þær hafa verið staðfestar með erindi eftirlitsnefndar sveitarfélaga þar sem fram kemur að Reykjavíkurborg uppfyllir ekki öll viðmið ráðuneytis sveitarstjórnarmála um fjárhagslega sjálfbærni. Þessar áhyggjur hafa einnig verið staðfestar í blaðaviðtali með lýsingu borgarstjóra á upplifun hans af fjárhagsstöðu borgarinnar þegar hann tók við starfi borgarstjóra. Í þriðja lagi má minna á að Reykjavíkurborg hefur ítrekað á undanförnum misserum neyðst til að draga til baka skuldafjárútboð vegna áhugaleysis markaðarins á að eiga viðskipti við Reykjavíkurborg á því sviði. Bættur hagur borgarsjóðs frá fyrra ári byggist fyrst og fremst á hækkun fasteignaskatts á íbúa borgarinnar vegna hærra fasteignamats og meiri útsvarstekna en ekki vegna betri rekstrar. Á yfirstandandi ári lítur út fyrir að veltufé frá rekstri verði 10,6 milljarðar eða 5,5% af heildartekjum. Af þessum 10,6 milljörðum koma 6,0 milljarðar frá Orkuveitu Reykjavíkur sem greiddur arður. Því er raunverulegt veltufé frá rekstri hjá A-hluta borgarsjóðs samkvæmt útkomuspá 2,3% sem er langt fyrir neðan allar viðmiðanir. Skammtímaskuldir eru hærri en lausafjármagn sem þýðir að veltufjárhlutfall er óhæfilega lágt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2025-2029, ásamt greinargerð, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember 2024.
    Samþykkt að vísa frumvarpi að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2025-2029 til síðari umræðu í borgarstjórn sem fram fer 3. desember 2024. FAS24010022

    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skortur er á langtímasýn sem tekur á grunnvanda misskiptingar sem er til staðar í samfélaginu. Áætlunin miðar ekki að því að vinna gegn ójöfnuði og styrkja félagslegar stoðir, þvert á móti er niðurskurðarhnífnum beitt ótæpilega á öryggisnetin. Skattar hafa verið lækkaðir á fyrirtæki, hér er lagt til af Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins að lækka þá skatta enn frekar. Sósíalistar telja eðlilegt að þrepaskipta fasteignasköttum eftir tekju- og eignastöðu einstaklinga eða fyrirtækja, ekki lækka skatta flatt á fyrirtæki eða fólk sem á eignir. Greiðslugeta ætti einnig að hafa áhrif á stöðubrot svo tekjuháir greiði hærri sektir, og íbúakort í bílastæði ættu að vera handhafakort gefin út á hverja íbúð en ekki á bílnúmer, til þess að halla ekki á hlut þeirra sem velja að deila bifreiðum með öðrum. Gjaldskrár ættu alltaf að taka mið af því að börn og tekjulágir hópar greiði ekki, en að gestir og þeir tekjuhærri borgi fyrir þjónustuna á móti. Stjórnvöld ættu ekki að taka þátt í að ýta undir verðbólgu með almennum prósentuhækkunum á gjaldskrár. Sósíalistar styðja þó hækkun á greiðslu til stuðningsfjölskyldna.

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eftir viðvarandi erfiðan rekstur Reykjavíkurborgar á undanförnum árum er áhugavert að sjá hvað björt framtíð er framundan að mati meirihlutans. Gengið er sennilega of langt í að halda að brátt muni smjör drjúpa af hverju strái í rekstri borgarinnar. Framundan bíða áframhaldandi erfiðleikar þótt ákveðinn viðsnúningur hafi orðið. Á sama tíma munu afborganir langtímalána hækka um allt að 100% og veltufjárhlutfall er stöðugt undir viðmiðunarmörkum, sem þýðir að meiri líkur eru á að dráttarvextir fari hækkandi. Fram kemur í skýringum að enn sé nokkuð í land að málefni fatlaðra séu fjármögnuð að fullu. Reykjavíkurborg verður auðvitað að finna leiðir til þess að tafir á greiðslum frá ríkinu komi ekki niður á þeim sem eiga samþykkta NPA-samninga né heldur frekari uppbyggingu húsnæðisúrræða. Ekki er heldur fengin niðurstaða í samningaviðræðum við ríkisvaldið vegna annarra samninga. Fyrir liggur að uppsöfnuð viðhaldsþörf á húsnæði í eigu borgarinnar er gríðarleg og mun taka mörg ár og mikla fjármuni að vinna hana niður. Fjárhagsáætlun til fimm ára er mikilvægt stjórntæki því þar kemur fram framtíðarsýn kjörinna fulltrúa um hvert skuli stefna í fjármálum borgarinnar. Því er grundvallaratriði að hún sé unnin af raunsæi og tekið mið af varfærnisreglunni frekar en að byggja upp óraunhæfar væntingar.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í breytingu á aðalskipulagi sem heimili rekstur matvöruverslunar á reit M9c (Bauhaus-reit) sem er á skilgreindu miðsvæði við Lambhagaveg-Vesturlandsveg. Nú er óheimilt að vera með matvöruverslun á umræddum reit samkvæmt aðalskipulagi.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu.
    Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS24110023

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við mótmælum þeim vinnubrögðum meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar, að fresta umræðu og afgreiðslu á tillögu Sjálfstæðisflokksins um að heimiluð verði matvöruverslun á Bauhaus-reit (M9c), sem er á skilgreindu miðsvæði í Úlfarsárdal. Grafarholt og Úlfarsárdalur eru ört vaxandi hverfishlutar og þar búa nú um níu þúsund manns. Íbúar hverfisins hafa lengi óskað eftir því að í hverfinu verði sköpuð skilyrði fyrir rekstri stórverslunar með lágu vöruverði og miklu vöruúrvali. Tillagan var fyrst borin fram 3. apríl sl. á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs. Málið hefur því verið til skoðunar í borgarkerfinu í rúma sex mánuði og engin ástæða til að fresta umræðu um það frekar.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 17. og 31. október og 1. nóvember. MSS24010001
    10. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember; niðurfelling á yfirfærslu fjárheimilda vegna ársins 2023 yfir á árið 2024. FAS24010022

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-6:

    Lagt er til að heimilt verði að flytja 50% af ónýttri fjárheimild milli ára. Ef miðað er við stöðu sviða þá er kostnaðarauki vegna tillögunnar 127,5 m.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09205 ófyrirséð og fjárheimildir viðeigandi sviða hækkaðar á móti.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Breytingartillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Tillaga borgarstjóra að niðurfellingu á yfirfærslu fjárheimilda vegna ársins 2023 yfir á árið 2024 er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    11. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember; fjárhags- og starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2025, er samþykktur. FAS24010022
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    12. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember; fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029, er samþykktur. FAS24010022

    13. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember; gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er samþykktur. FAS24010022

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október og 9. lið fundargerð borgarráðs frá 1. nóvember:

    1. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. október: Grunnástæða fyrir því að húsnæði er dýrt er að það vantar húsnæði. Flokki fólksins finnst það ekki sannfærandi að segja að það sé vegna þess að verktakar þurfi að greiða of háa vexti. Þeir munu við núverandi aðstæður geta sett slíkan kostnað inn í söluverð húsnæðis. Líkleg skýring er að borgarskipulagið sé ekki með nægjanlega mikið framboð á lóðum. Byggingarheimildir ganga kaupum og sölum og við hverja hreyfingu hækkar verðið. Málið er einfaldlega það að ekki er nægilegt framboð. 9. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember: Flokkur fólksins lýsir sig andvígan niðurfellingu á möguleikum til að flytja fjárheimildir milli ára og vill að heimilt verði að flytja 50% af ónýttri fjárheimild milli ára. Það er hvati fyrir forstöðumenn að geta nýtt ávinning af hagræðingu í rekstri og útsjónarsemi við að reka viðkomandi stofnun, til að bæta aðstæður eða styrkja starfsemi hennar. Sjálfsagt er að stofnun og starfsmenn njóti þess ef góður árangur næst. Sé enginn hvati til slíkra hluta þá verður stofnunin rekin með það eina markmið í huga að fullnýta fjárheimildir, sama hvaða aðferðum er beitt í því sambandi, því litið verður á fjárheimild sem ekki er fullnýtt sem tapað fé.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. október, fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 14. október, fundargerð stafræns ráðs frá 23. október, fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. og 30. október og fundargerðir velferðarráðs frá 11. og 30. október. MSS24010034

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. og 10. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs og 3. lið fundargerðar velferðarráðs frá 30. október:

    1. liður fundargerðar skóla- og frístundaráðs: Staða innleiðingar á Barnasáttmálanum. Staðfestur er vilji skóla- og frístundaráðs að taka mið af þeim skuldbindingum sem leiða af lögfestingu Barnasáttmálans. Í byrjun árs 2022 lagði Flokkur fólksins til að skipa stýrihóp sem greinir og leggur mat á hvað vanti upp á til að hægt verði að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Það sætir undrun að stærsta sveitarfélagið sé ekki komið lengra í að innleiða Barnasáttmálann sem lögfestur var á Alþingi 2013. 10. liður fundargerðar skóla- og frístundaráðs: Spurt var hvernig bregðast eigi við ef það verður aukin matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur, þegar skólamáltíðir verða orðnar gjaldfrjálsar. Matarsóun er ekki mæld formlega og til þess að allir skólar geti mælt matarsóun þyrfti að kaupa þar til gerða vog fyrir þá alla. Kaup á slíkri vigt er án efa fjárfesting sem getur margborgað sig. 3. liður fundargerðar velferðarráðs frá 30. október: Loks á að breyta gjaldskrám fyrir sameiginlega akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu sbr. álit umboðsmanns Alþingis. Fulltrúi Flokks fólksins mótmælti þessu því þessi börn höfðu fengið fría akstursþjónustu áður. Um er að ræða fáa einstaklinga. Minnt er á loforð meirihlutans um ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri. 

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri grænna:

    Hefur verið gert ráð fyrir rekstri þeirrar miklu stafrænu vegferðar sem farið hefur verið í og hvernig hefur hún skilað sér í hagræði og aukinni þjónustu við íbúa? Hvernig sparar þetta íbúum og starfsfólki sporin og hafa stafrænar lausnir sparað borginni einhverja fjármuni? MSS24110030

Fundi slitið kl. 17:48

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 05.11.2024 - Prentvæn útgáfa