Borgarstjórn - Borgarstjórn 4.3.2025

Borgarstjórn

Ár 2025, þriðjudaginn 4. mars, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:04. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sanna Magdalena Mörtudóttur, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Helga Þórðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf,  Skúli Helgason og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna á grundvelli samstarfsyfirlýsingar.

    -    Kl. 14:36 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti.
    -    Kl. 14:38 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir tekur sæti.
    -    Kl. 14:57 víkur Árelía Eydís Guðmundsdóttir af fundinum og Þorvaldur Daníelsson tekur sæti.

    Er þá gengið til atkvæða um tillögur aðgerðaáætlunarinnar.

    SPJFV-1 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um nýjar leiðir í uppbyggingu Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar er samþykkt. með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Viðreisnar. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-2 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um nýja staðsetningu fyrir hjólabúa er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Viðreisnar. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-3 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um tilraunaverkefni um kjarnasamfélag er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-4 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um að vinna markvisst gegn lóðabraski er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-5 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um endurskipulagningu Mjóddarinnar..

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela umhverfis- og skipulagsráði að ráðast í heildarendurskipulagningu Mjóddarinnar í samráði við íbúa og hagaðila. Þá skal strax hefjast handa við að vinna tillögur að úrbótum á biðstöðinni sjálfri og umhverfi hennar til skemmri og lengri tíma.

    Breytingatillagan er samþykkt. 
    Tillagan er samþykkt svo breytt.

    SPJFV-6 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um nýja hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-7 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um breytingu á bílastæðareglum.

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela umhverfis- og skipulagsráði að gera tillögur að breytingum á bílastæðareglum borgarinnar með það fyrir sjónum að rýmka þær m.a. með því að endurskoða gjaldskyldusvæði án þess að fjölga gjaldskyldusvæðum, gjaldskyldutíma og önnur þau atriði sem íbúar hafa bent á. Einnig er lagt til að öll fækkun bílastæða verði stöðvuð þar til að borgarlína hefur hafið akstur. Mikilvægt er að tryggja raunhæft val fólks um ferðamáta.

    Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar. 
    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-8 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um endurskoðun á reglum um íbúakort er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-9 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um bættar ljósastýringar.

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Vinna við bættar ljósastýringar hefur verið í gangi hjá umhverfis- og skipulagsráði en lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela sviðinu að setja það í forgang að gera tillögur að endurbótum á ljósastýringum. Þá skal jafnframt skoðað í samvinnu og samráði við Betri samgöngur hvernig hægt sé að flýta öðrum endurbótum á ljósastýringum sem falla undir samgöngusáttmálann.

    Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar. 
    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-10 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um bættar starfsaðstæður í leik- og grunnskólum er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-11 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um fjölgun leikskólaplássa er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-12 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um skólaþjónustu leikskólaplássa er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-13 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um eflingu skólabókasafna er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-14 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um betri aðstöðu Húsdýragarðsins er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-15 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga er samþykkt.
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-16 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aðgerðir gegn ofbeldi er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-17 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um skilvirkara vinnulag um viðhald og rekstur eigna borgarinnar er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-18 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aukna skilvirkni í upplýsingamálum borgarinnar er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-19 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um endurskoðun innkaupastefnu og innkaupareglna.

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela innkaupa- og framkvæmdaráði að koma með tillögu að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum fyrir Reykjavíkurborg með það fyrir augum að hagræða í innkaupum borgarinnar.

    Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar.
    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-20 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um bætt yfirlit yfir innkaup og innkaupaheimildir er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-21 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um að skerpa á keðjuábyrgð er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-22 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna.

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela forsætisnefnd að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna og fulltrúa atvinnulífsins á vettvangi borgarinnar.

    Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar.
    Tillagan er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-23 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um hugmyndaleit um sparnaðartillögur er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-24 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um að skerpa á verkefnavali í stafrænni þjónustu  er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    SPJFV-25 Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aukið samstarf um stafrænar lausnir og eflingu net- og gagnaöryggis er samþykkt. 
    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020106

    Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrsta aðgerðaáætlun nýs samstarfs er lögð fram á grundvelli samstarfsyfirlýsingar. Nýjar leiðir verða farnar í húsnæðisuppbygginu í auknu samstarfi við verkalýðshreyfinguna; fundin betri staðsetning fyrir hjólabúa, hafið tilraunaverkefni um kjarnasamfélög og unnið markvisst gegn lóðabraski. Farið verður í heildarendurskipulagningu Mjóddarinnar, unnið að nýrri hjólreiðaáætlun, ljósastýringar verða bættar, bílastæðareglur rýmkaðar og íbúakortin endurskoðuð og gerð sveigjanlegri. Þá verða starfsaðstæður í leik- og grunnskólum bættar í samvinnu við starfsfólkið, skólabókasöfnin efld og styrkt og sérfræðingum í skólakerfinu líkt og talmeina- og sálfræðingum fjölgað. Einnig verður áhersla lögð á að fjölga enn frekar leikskólarýmum. Samstarfsflokkarnir leggja ríka áherslu á að vinna gegn ofbeldi og sér í lagi meðal ungmenna. Aðstaða dýra í Húsdýragarðinum verður bætt með áherslu á dýravelferð og sumaropnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur um helgar. Þung áhersla verður lögð á ráðdeild og skilvirkni í rekstri með skýrara vinnulagi um utanumhald á viðhaldi og rekstri eigna borgarinnar, aukinni skilvirkni í upplýsingamálum, endurskoðun innkaupastefnu og innkaupareglna, bættu yfirliti um innkaup og innkaupaheimildir og hugmyndaleit um sparnaðartillögur. Samhliða því verður skerpt á keðjuábyrgð og reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna verður formgert. Síðast en ekki síst verður skerpt á verkefnavali í stafrænni þjónustu og samstarf við ríkið og önnur sveitarfélög um stafrænar lausnir verður aukið.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja aðgerðaáætlun nýs meirihluta sýna metnaðarleysi í mikilvægum verkefnum í rekstri borgarinnar og þjónustu við borgarbúa. Samstarfsyfirlýsing meirihlutans er lítið annað en ófjármagnað og ókostnaðarmetið orðagjálfur án mælanlegra markmiða. Þá vekur athygli að hvergi er getið aðgerða í þágu atvinnulífsuppbyggingar, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrika mikilvægi verðmætasköpunar svo standa megi undir velferð og þjónustu borgarinnar. Ljóst er að skýrt ákall er meðal borgarbúa eftir kröftugum aðgerðum í þágu húsnæðisuppbyggingar, samgöngu- og leikskólamála í Reykjavík. Jafnframt er nauðsynlegt að ráðast að rekstri borgarinnar með skipulagsbreytingum, hagræðingu, eignasölu og skipulegri niðurgreiðslu skulda. Þakka ber fyrir að vinstrimeirihlutinn í borginni hefur takmarkaðan tíma til starfa en ljóst er að næsta meirihluta bíður mikið verk svo fá megi Reykjavík til að virka.

    Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar, leggur fram svohljóðandi bókun:

    1: Hið norræna velferðarsamfélag sem við þekkjum byggir á þríhliða samstarfi, ríkis, verkalýðsfélaga og atvinnurekanda. Mikilvæg forsenda þess er að traust ríki milli aðila sem ekki hefur alltaf verið raunin á Íslandi. Fulltrúar Framsóknar leggja áherslu á og hvetja til að ef á að formgera samstarf séu fulltrúar atvinnulífsins hafðir með í því samráði. Einnig fulltrúar lífeyrissjóða landsins. 2: Öllum er heimilt að óska eftir því að kaupa lóð af Reykjavík með það fyrir augum að koma þar upp hjólhýsabyggð. Það er hinsvegar ekki verkefni Reykjavíkurborgar að niðurgreiða búsetu einstaklinga í hjólhýsi eða koma upp sérstakri hjólhýsabyggð. Ekki er þá fyrirséð að fólk geti fært lögheimili sitt í hjólhýsi. 3: Kjarnasamfélög auka fjölbreytt val fólks til búsetu og geta verið skemmtileg viðbót við íbúðaflóru borgarinnar. Ekki er þó þörf á sérstöku tilraunaverkefni um kjarnasamfélag enda er heimilt að koma slíku á fót í dag sé óskað eftir úthlutun lóða til þess. 5: Oft hefur verið reynt að ganga í það að endurskipuleggja Mjóddina en það hefur aldrei gengið upp því ekki hefur verið haft samráð við verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Það er því mikilvægt að bjóða öllum hlutaðeigandi að borðinu við slíka endurskipulagningu, því annars er hætt við að þessi tilraun verði ekki mikið annað en nákvæmlega það; tilraun. Fulltrúar Framsóknar fagna því að breytingatillaga okkar hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

    Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknar, leggur fram svohljóðandi bókun:

    7: Fulltrúar Framsóknar lögðu fram breytingatillögu þess efnis að gjaldskyldusvæði væri endurskoðað án þess að fjölga gjaldskyldum svæðum. Einnig lögðum við til að öll fækkun bílastæða verði stöðvuð þar til að Borgarlína hefur hafið akstur. Meirihlutinn var ekki tilbúinn til að samþykkja þá tillögu. 8: Framsókn styður tillögu um endurskoðun á reglum um íbúakort. Íbúar á gjaldskyldum svæðum hafa lengi horft til endurskoðunar á fjölda korta per íbúð en einnig leitað eftir lausnum, s.s. gestakorti fyrir þá sem sem koma í heimsóknir. Framsókn styður þau sjónarmið heilshugar og minnir á að yfirgnæfandi meirihluti íbúa notar bílinn sem sinn aðal samgöngumáta. 9: Vinna við bættar ljósastýringar hefur verið í gangi hjá umhverfis- og skipulagsráði. Því er réttara að borgarstjórn samþykki að fela sviðinu að setja það í forgang að gera tillögur að endurbótum á ljósastýringum. Það vekur undrun að meirihlutinn greiði atkvæði gegn breytingatillögu okkar um að setja bættar ljósastýringar í forgang. 10: Mikilvægt er að tryggja starfsaðstæður en það vekur áhyggjur hvað þetta er óljóst. Það kemur ekki fram hvernig þetta verður útfært, t.d. hvort þetta verði gert í starfshóp. 11: Þessi hópur er þegar til og því óþarfi að setja hann á fót. Hópurinn var leiddur af fyrrverandi borgarstjóra frá því í október. Hópurinn hefur fundað að jafnaði 1-2 í mánuði og hefur þegar skilað fjármögnuðum og tímasettum tillögum um útboð á einingahúsum fyrir leikskóladeildir í þeim hverfum þar sem biðlisti eftir plássum er lengstur, auk forgangsröðun áforma um viðhaldsframkvæmdir á leikskólum sem hafa verið lokaðir vegna myglu.

    Þorvaldur Daníelsson, borgarfulltrúi Framsóknar, leggur fram svohljóðandi bókun:

    13: Fögnum áhuga á eflingu skólabókasafna. Nú þegar er í grunnskólalíkaninu Snorra fjármagn til skólabókakaupa en svo virðist sem það sé nýtt í önnur verkefni. Mikilvægt er að skólastjórnendur hlúi að bókakosti og tryggi að það fjármagn sem líkanið gerir ráð fyrir til bókakaupa rati þangað. 14: Í ljósi fjárhagsstöðu borgarinnar er furðulegt að ný selalaug í Húsdýragarðinum sé forgangsverkefni nýs meirihluta. Einnig vakna upp spurningar um hvers vegna selir eru til sýnis í Húsdýragarðinum enda verða þeir seint taldir húsdýr. 16: Á borgarstjórnarfundi í janúar var aðgerðaráætlun gegn ofbeldi 2025-2028 sem unnið hefur verið að undanfarin misseri samþykkt í borgarstjórn. Það vekur því furðu að þessi tillaga sé lögð fram. Eðlilegra væri að nýta tíma og fjármagn borgarinnar til þess að ráðast í þær aðgerðir sem þar er kveðið á um. Þar sem aðgerðaáætlunin er svo nýlega samþykkt ættu samstarfsflokkarnir fimm að þekkja vel til hennar og geta nýtt hana sem vinnuplagg í stað þess að leggja ómælda vinnu á starfsfólk borgarinnar upp á nýtt. Það getur varla talist góð nýting á fjármunum og vinnutíma fólksins. 22: Hið norræna velferðarsamfélag sem við þekkjum byggir á þríhliða samstarfi, ríkis, verkalýðsfélaga og atvinnurekanda. Mikilvæg forsenda þess er að traust ríki milli aðila sem ekki hefur alltaf verið raunin á Íslandi. Fulltrúar Framsóknar leggja áherslu á og hvetja til að ef formgera á samstarf í forsætisnefnd, sem fjallar um atvinnumál, séu fulltrúar atvinnulífsins hafðir með í því samtali. Fulltrúar meirihlutans voru ekki tilbúnir til að formgera reglulegt samtal við bæði atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna eins og Framsókn lagði til.

    Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, leggur fram svohljóðandi bókun:

    19: Við fögnum því að innkaupastefna og innkaupareglur Reykjavíkurborgar verði endurskoðaðar en leggjum áherslu á að það verði gert með það fyrir augum að hagræða í innkaupum borgarinnar. Við verðum að tryggja að innkaup borgarinnar séu alltaf sem hagstæðust fyrir borgarbúa og farið sé vel með almannafé. Það vekur undrun að meirihlutinn sé á móti því að bæta við áherslu um hagræði við innkaup í tillöguna. 6: Gert er ráð fyrir því að markmiði hjólreiðaáætlunarinnar 2021-2025 um lagningu á 50 km af hjólastígum muni nást og Framsókn fagnar þeim árangri. Ljóst þykir að áframhald á stækkun á innviðum fyrir hjólreiðafólk er nauðsynlegt skref til að auka hlut umhverfisvænni samgöngumáta í borginni en ekki síður til að stuðla að bættri lýðheilsu borgarbúa. 12: Farsældarlögin og verkefnið betri borg fyrir börn byggir á hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Grundvöllur þess er að við höfum ávallt að skipa færustu sérfræðinga sem þörf er á. Að þessu hefur verið unnið og mikilvægt er að þeirri vinnu verði haldið áfram. 23: Tökum undir mikilvægi þess að fá hugmyndir um sparnaðartillögur frá starfsfólki en það er hægt að gera það með ódýrari hætti en ráðast í rökræðukönnun og hakkaþon. 25: Á þessu kjörtímabili hefur samstarf á milli borgarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis tekið stakkaskiptum. Rétt fyrir jól var undirritað samkomulag um starfrænu lausnina Veitu. Mikilvægt er að huga að net- og gagnaöryggi í borgarkerfinu.

    Borgarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Viðreisnar óska nýjum meirihluta til hamingju með samstarfssáttmálann. Er þar marga góða kosti að finna en þykir fulltrúum Viðreisnar rétt að komi fram eftirfarandi athugasemdir. Við þekkjum að þegar félagslegt húsnæði er ekki blandað öðru húsnæði getur það aukið verulega á félagslega einangrun þeirra sem hafa þörf fyrir slíkar íbúðir. Aðstaða fyrir hjólabúa vekur óhug er þetta verkefni sem ætti í raun heldur heima hjá svæðisskipulagsnefnd enda er það ekki verkefni sem er bundið við Reykjavík. Þarf að horfa til þeirrar ábyrgðar sem slíkum verkefnum fylgir, hvort sem er rekstarleg, velferðaleg eða félagsleg. Viðreisn styður hugmyndir um fjölbreytt framboð á húsnæðismarkaði en teljum að þar sé skýrt verkefni Reykjavíkur og skýrt hvernig slík heimili falla að þeim lögum sem við störfum samkvæmt í dag en margt í okkar þjónustukerfum er bundið við heimilisfang, svo sem skólar, heilbrigðisþjónusta og fleira. Fögnum við þeim áherslum sem snúa að bættum rekstri, lóðabraski, keðjuábyrgð og leit að hugmyndum að sparnaðartillögum og bíðum spennt eftir að sjá hvernig þessar hugmyndir þróast.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 10. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 4. febrúar sl.:

    Borgarstjórn samþykkir að fela fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar, í samráði við umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar, að kostnaðarmeta mögulegar sviðsmyndir tengdar framtíð stálgrindarhússins við Álfabakka. Þær sviðsmyndir sem skulu metnar eru meðal annars: 1. Flutningur húsnæðisins á aðra hentuga lóð, sem ekki er í miðri íbúðabyggð, ásamt öllum tilheyrandi kostnaði, svo sem bótagreiðslum, byggingarréttargjöldum, flutnings- og lögfræðikostnaði. 2. Finna vöruhúsinu næst íbúðablokkinni annan stað. 3. Óbreytt ástand þar sem húsið stendur áfram á núverandi stað, með tilliti til málaferla og lögfræðikostnaðar tengdum þeim, hugsanlegra bótagreiðslna og áhrifa á umhverfið og nágrenni. 4. Breytingar á húsnæðinu sem miða að því að lágmarka áhrif þess á umhverfið og lífsgæði íbúa í nágrenninu. 5. Aðrar sviðsmyndir sem unnt er að leggja fram til lausnar málinu.

    Samþykkt að vísa tillögunni frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. USK24120135

    Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umhverfis- og skipulagssvið og forsvarsfólk þar á í samtali og hefur um nokkurt skeið átt í samtali við lóðarhafa/uppbyggingaraðila um hugsanlegar lausnir vegna málsins, þ. á m. hvaða leiðir séu færar til að lágmarka áhrif á nærliggjandi byggð. Þá er þegar hafin vinna á umhverfis- og skipulagssviði og hjá embætti borgarlögmanns við að leggja mat á ýmsa þætti málsins og stendur sú vinna enn yfir.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Framsóknar:

    Fulltrúar Framsóknar leggja til að komið verði á fót heimgreiðslum til foreldra og forsjáraðila sem lokið hafa fæðingarorlofi og eru með virka umsókn um dagvistun barns sem náð hefur 12 mánaða aldri. Greiðslur skulu vera skilyrtar við virka umsókn um dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldra í Reykjavík og falla niður þegar vistun hefst eða boð um dagvistun er hafnað af forsjáraðila. Upphæð skal vera 115.000 krónur á mánuði.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS25020057
    Fram fer nafnakall að ósk borgarfulltrúa. 
    Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Langur biðtími eftir dagvistun kallar á að borgarstjórn mæti foreldrum sem róa þungan róður á meðan þeir bíða eftir leikskólaplássi. Það er okkar verkefni að leggjast á árarnar með foreldrum og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum leiðum. Tímabundnar og skilyrtar heimgreiðslur eru ein leið til að takast á við þennan vanda og styðja við foreldra með því að draga úr framfærslukvíða þeirra. Framsókn lagði því fram tillögu um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Það er miður að sjá að meirihlutinn vilji ekki samþykkja þessa tillögu og sýna það í verki að hann styðji við þær fjölskyldur sem bíða eftir dagvistun.

    Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Heimgreiðslur til reykvískra fjölskyldna gætu numið vel yfir milljarði á ári. Á meðal samstarfsflokkana er þetta eitt af þeim verkefnum sem ekki náðist að mynda samstöðu um það sem eftir lifir af kjörtímabilinu. Á sama tíma verður allt kapp sett á verkefnið framundan sem er að efla leikskólastigið, fjölga leikskólaplássum, fjölga leikskólakennurum, bæta starfsaðstæður og byggja upp stöndugt og öruggt fyrsta menntastig barna í öllum hverfum.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar:

    Lagður er til sparnaður uppá 657 milljónir kr. eða 3,3 milljarða kr. í gildandi fimm ára áætlun með því að leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur og finna lögbundnum verkefnum hennar nýjan stað innan borgarinnar. Að hætta við verkefnið Hverfið mitt og leggja niður hverfapotta. Að hætta við nýsamþykktar breytingar á mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði og að það ráð ásamt stafrænu ráði verði lögð niður og verkefnunum fundinn viðeigandi staður í fagráðum borgarinnar. Einnig er lagt til að fjölmenningarráð, öldungaráð og aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks verði breytt í undirnefndir velferðarráðs Reykjavíkur.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Frestað. MSS25030004

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að leita samstarfs við vinnustaði í Reykjavík um rekstur leikskóla og/eða daggæsluúrræða. Mótuð verði umgjörð og sveigjanleiki tryggður svo vinnustöðum gefist kostur á að opna daggæslu, eða eftir atvikum leikskóla, fyrir börn starfsmanna. Unnið verði að aðlögun reglna um niðurgreiðslur og stofnstyrki vegna daggæslu í heimahúsum svo þær taki einnig til daggæslu á vinnustöðum. Lausnirnar verði í framhaldinu kynntar atvinnurekendum í Reykjavík og áhugasömum veittur stuðningur til að setja á fót slík úrræði á vinnustað. Þess verði gætt að tryggja sömu niðurgreiðslur og gæðakröfur og almennt gilda fyrir daggæslu í heimahúsum eða sjálfstætt starfandi leikskóla.

    Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands,  Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar. MSS25010063

    Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Undir forystu Framsóknar hefur verið unnið að umgjörð nýs rekstrarforms um vinnustaðaleikskóla og lengst voru komnir samningar við Alvotech. Uppleggið var að 50% barna kæmi frá starfsmönnum fyrirtækisins og 50% úr hverfinu. Allt væru þetta börn úr Reykjavík. Það er leitt að sjá að meirihlutinn hefur hætt við þessi áform. Það sést að pólitískar kreddur ráða frekar för en skilningur á aðstæðum barnafjölskyldna sem bíða eftir dagvistunarúrræðum.

    Borgarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölbreyttar lausnir í leikskóla- og daggæsluúrræðum eru til bóta fyrir fjölbreytilega samsetningu íbúa í Reykjavík. Teljum við tillöguna í takt við þær áherslur sem við höfum viljað leggja í þessum málaflokki. Hafa fulltrúar Viðreisnar einnig horft til aðkomu ríkisins í þessum lið og þá mætti helst nefna í því samhengi gríðarstóran vinnustað inni í borginni, þ.e. Landspítalann.

    Fylgigögn

  6. Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna að fresta umræðu um bílastæðin í borginni. MSS25010129

  7. Lagt til að Sara Björg Sigurðardóttir taki sæti í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Hjálmars Sveinssonar. Jafnframt er lagt til að Birkir Ingibjartsson taki sæti sem varafulltrúi í innkaupa- og framkvæmdaráði í stað Péturs Marteins U. Tómassonar.
    Samþykkt. MSS22060064

    Fylgigögn

  8. Fram fer kosning í heilbrigðisnefnd.

    Kosnir eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Hjálmar Sveinsson
    Birkir Ingibjartsson
    Einar Sveinbjörn Guðmundsson

    Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Sandra Hlíf Ocares

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Aðalsteinn Haukur Sverrisson

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Pétur Marteinn U. Tómasson
    Ólöf Helga Jakobsdóttir
    Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

    Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Birna Hafstein

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ásta Björg Björgvinsdóttir

    Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu: Hjálmar Sveinsson. MSS22060075

  9. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 20. febrúar. MSS25010002

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 28. febrúar, menningar- og íþróttaráðs frá 21. febrúar og skóla- og frístundaráðs frá 19. febrúar.
    9. liður fundargerðar forsætisnefndar, lausnarbeiðni Jórunnar Pálu Jónasdóttur, er samþykktur.
    10. liður fundargerð forsætisnefndar, ráðningarsamningur borgarstjóra, er samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25010033

    Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðar menningar- og íþróttaráðs:

    Ánægjulegt er að nýting frístundastyrksins hefur vaxið mikið frá því fjárhæð hans var hækkuð um 50% í upphafi þessa kjörtímabils. Nýtingin er að meðaltali 82% í borginni og hefur vaxið úr 65% á undanförnum tíu árum. Í þremur hverfum er þó nýtingin undir meðallagi, í Breiðholti, Miðborg og á Kjalarnesi, en í því hverfi er kynjamunur áberandi mestur eða 13% stúlkum í óhag. Það var ekki síst kveikjan að þessari vinnu sem skilar hér niðurstöðum sínum með ýmsum tillögum um hvernig megi auka fjölbreytni frístundastarfs á Kjalarnesi, með sérstaka áherslu á að auka þátttöku stúlkna. Í viðhorfskönnun meðal barnanna í hverfinu komu fram sterkar óskir, ekki síst frá stúlkum, um tækifæri til að stunda dans en líka fjölbreyttara listnám, s.s. leiklist og myndlist. Tillögurnar endurspegla þessar óskir þar sem m.a. er lagt til að auka framboð frístundatilboða á sviði dans og listnáms, bjóða upp á kórastarf, fjölbreyttara framboð íþróttastarfs og þátttöku ungmenna í starfi björgunarsveitarinnar Keilis á Kjalarnesi. Næsta skref verður að fela sviðsstjóra að móta áætlun um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna sem komi fyrir ráðið síðar á þessu vori.

    Borgarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðar forsætisnefndar:

    Því skal haldið til haga að hér er um að ræða nákvæmlega sama ráðningarsamning og gerður var við síðasta borgarstjóra, Einar Þorsteinsson. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 21:05

Sanna Magdalena Mörtudottir Líf Magneudóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 4.3.2025 - prentvæn útgáfa