Borgarstjórn
Ár 2025, þriðjudaginn 2. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:04. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Helga Þórðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sandra Hlíf Ocares, Skúli Helgason og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 4. nóvember 2025. Einnig er lagður fram 6. liður fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2025; breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, merktar SPJFV-1 til SPJFV-27. Lagðar eru fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D1-D23, breytingartillögur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins merktar B1-B8 og breytingartillögur borgarfulltrúa Viðreisnar merktar C1-C5.
- Kl. 15:35 er gert hlé á fundinum.
- Kl. 15:35 víkur Helgi Áss Grétarsson af fundinum og Þorkell Sigurlaugsson tekur sæti.
- Kl. 15:54 er fundi fram haldið.
- Kl. 17:17 tekur Birna Hafstein sæti á fundinum og Þorkell Sigurlaugsson víkur af fundi.
- Kl. 18:10 víkur Guðný Maja Riba af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti.
- Kl. 18:10 er gert hlé á fundi.
- Kl. 18:55 er fundi fram haldið.Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2026 sem fyrir liggja.
SPJFV-1 Tillaga að virkari fjarvistastjórnun vegna veikinda meðal starfsfólks. Lagt er til að fjárheimildir mannauðs- og starfsumhverfissviðs verði hækkaðar um 41.000 þ.kr. til að fjármagna stuðningsteymi sem er meðal annars ætlað að styðja við stjórnendur starfsstaða vegna veikindafjarvista. Markmiðið er að draga úr veikindafjarvistum og kostnaði starfsstaða við afleysingar vegna þeirra með markvissri meðhöndlun fjarvista í anda viðverustefnu Reykjavíkurborgar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-2 Tillaga vegna áframhaldandi reksturs stuðnings- og ráðgjafateymis. Lagt er til að fjárheimildir mannauðs- og starfsumhverfissviðs verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. til að fjármagna áframhaldandi rekstur stuðnings- og ráðgjafateymis fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-3 Tillaga vegna hækkunar á sérstökum húsnæðisstuðningi. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 180.000 þ.kr. vegna hækkunar á hámarki samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings úr 100 þ.kr. í 110 þ.kr. sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. nóvember 2025. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-4 Tillaga vegna kjarasamningsbundinna hækkana NPA. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 66.946 þ.kr. vegna breytinga á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu stéttarfélag fyrir hluta árs 2024 og allt árið 2025. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum varasjóði launa, kostn.st. 09126.
Samþykkt.SPJFV-5 Tillaga vegna borgarrekinna grunnskóla – sértækur stuðningur. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 195.888 þ.kr. vegna magnbreytinga í stuðningsþörf í borgarreknum grunnskólum í gegnum úthlutunarlíkanið Eddu. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.SPJFV-6 Tillaga vegna borgarrekinna grunnskóla – íslenskukennsla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 34.415 þ.kr. vegna aukningar á fjármagni til íslenskukennslu (ÍSAT) í gegnum úthlutunarlíkanið Eddu. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.SPJFV-7 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi leikskóla – fjölgun barna og breyting á reiknuðu framlagi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 230.303 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna og uppfærslu á framlagi til sjálfstætt starfandi leikskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205 og varasjóði launa, kostn.st. 09126.
Samþykkt.SPJFV-8 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi leikskóla – sértækur stuðningur. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 293.161 þ.kr. til að fjármagna sértækan stuðning við börn í sjálfstætt starfandi leikskólum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.SPJFV-9 Tillaga til að auka öryggi og faglegt starf í leikskólum Reykjavíkur. Lagt er til að skóla- og frístundasvið ráðstafi 150.000 þ.kr. til að fjármagna úrbætur sem lúta að auknu innra og ytra eftirliti og aðgerðir til að styrkja starfsemi og starfsumhverfi og auka forvarnir í leikskólum Reykjavíkur. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af því svigrúmi sem myndast við fjármögnun á stuðningi.
Samþykkt.SPJFV-10 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi grunnskóla – fjölgun barna og breyting á reiknuðu framlagi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 285.400 þ.kr. til að fjármagna fjölgun barna og uppfærslu á framlagi til sjálfstætt starfandi grunnskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum launa- og starfsmannakostnaður, kostn.st. 09126. Þá er útgjaldaauki fjármagnaður að hluta til með hækkun tekna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða.
Samþykkt.SPJFV-11 Tillaga vegna tilfærslu á fjárheimildum innan sviðs. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild til að innvista í auknum mæli eftirliti og verkefnastýringu verkefna tengdum rekstri og viðhaldi lóða og opinna svæða, sem undanfarin ár hefur verið sinnt af ráðgjöfum. Ekki er um að ræða breytingar á fjárheimildum, en tillagan felur í sér breytingar á dreifingu fjármagns, það er lækkun kostnaðar vegna sérfræðiþjónustu og hækkun launakostnaðar vegna ráðningar í þrjú stöðugildi í staðinn.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-12 Tillaga vegna flutnings á stöðugildi milli sviða. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 17.661 þ.kr. vegna flutnings á stöðugildi frá fjármála- og áhættustýringarsviði. Á sama tíma verða fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs lækkaðar. Breytingin er vegna fjármálaþjónustu verkefna sem flutt voru frá fjármála- og áhættustýringarsviði til umhverfis- og skipulagssviðs vegna eignaumsjónar og reksturs eignasjóðs.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-13 Frístundakortið. Lagt er til að tekið verði frá fjármagn á liðnum ófyrirséð, 150.000 þ.kr., til að fjármagna útgjöld menningar- og íþróttasviðs vegna notkunar á frístundakorti á árinu 2026. Farið verði reglubundið yfir nýtingu á frístundastyrk og fjárheimildum sviðsins breytt til samræmis, enda beri sviðið ekki halla af nýtingu í samræmi við réttindi barna skv. reglum borgarinnar.
Samþykkt.SPJFV-14 Stuðningur við börn sem ekki nýta frístundastyrk. Lagt er til tekið verði frá fjármagn á liðnum ófyrirséð, 5.000 þ.kr., til að fjármagna útgjöld menningar- og íþróttasviðs vegna barna sem ekki nýta frístundastyrk. Gert er ráð fyrir að verkefnið sé tilraunaverkefni í þrjú ár.
Samþykkt.SPJFV-15 Frístundastarf fatlaðra ungmenna. Lagt er til að fjárheimildir til frístundastarfs fatlaðra ungmenna á framhaldsskólaaldri í Hinu húsinu verði hækkaðar um 141.000 þ.kr. vegna fjölgunar ungmenna í þjónustu. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með 60.000 þ.kr. af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205, og með 81.000 þ.kr. blandaðri aðgerð á menningar- og íþróttasviði til lækkunar útgjalda og nýtingar á tekjusvigrúmi sviðsins.
Samþykkt.SPJFV-16 Endurmat starfa. Lagt er til að fjárheimildir á varasjóði launa verði lækkaðar um 49.908 þ.kr. vegna endurmats á störfum sem framkvæmt var í júní, júlí og ágúst 2025. Á móti verða fjárheimildir mannauðs- og starfsumhverfissviðs, skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og velferferðarsviðs hækkaðar til að mæta útgjaldaauka sviða vegna endurmats.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-17 Tillaga vegna breytinga á innri leigu. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða verði hækkaðar um 326.498 þ.kr. vegna hærri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar í samræmi við breyttar forsendur um vísitölu neysluverðs innan ársins sem tekur mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 14. nóvember 2025. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir eignaskrifstofu verði hækkaðar um 326.498 þ.kr. vegna hækkunar á tekjum af innri leigu. Breytingum á fjárheimildum er lýst í meðfylgjandi töflu.
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-18 Tillaga vegna breytinga á arðgreiðslum. Lagt er til að áætlaðar tekjur vegna arðgreiðslna frá Orkuveitu Reykjavíkur verði lækkaðar um 1.870.780 þ.kr. til samræmis við breytta fjárhagsspá frá 24. nóvember 2025. Breytingin er fjármögnuð með lækkun á liðnum ófyrirséð um 700.000 þ.kr. og lækkun á rekstrarniðurstöðu um 1.170.780 þ.kr.
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-19 Tillaga vegna hækkunar útsvarstekna. Lagt er til að áætlaðar tekjur vegna útsvars verði hækkaðar um 992.985 þ.kr. annars vegar vegna endurmats á tekjugrunni ársins 2025 og hins vegar vegna breytinga á verðlags-, launa- og vinnumagnsforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 14. nóvember 2025. Áhrif hærri verðlags- og launaforsendu á útsvarstekjur eru jákvæð vegna þess að útsvarstekjur eru háðar launum íbúa Reykjavíkur. Breytingin hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu til hækkunar.
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Magnea Gná Jóhannsdóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-20 Tillaga vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar. Lagt er til að áætluð gjaldfærsla lífeyrisskuldbindingar verði hækkuð um 300.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 14. nóvember 2025. Áhrif hærri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar eru jákvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Áhrif hærri launaforsendu eru neikvæð vegna þess að skuldbindingar sjóðsins eru uppreiknaðar með launavísitölu. Hækkun útgjalda hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu til lækkunar en ekki á veltufé frá rekstri né handbært fé. Breytingin felur jafnframt í sér hækkun á liðnum „breyting lífeyrisskuldbindingar“ um 300.000 þ.kr. í sjóðstreymi aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.
Samþykkt.SPJFV-21 Tillaga vegna breytinga á fjármagnskostnaði A-hluta. Lagt er til að hreinn fjármagnskostnaður A-hluta verði hækkaður í samræmi við breyttar verðlags- og vaxtaforsendur í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 14. nóvember 2025. Tillagan felur í sér að rekstrarniðurstaða lækkar vegna hærri verðbóta um 854.634 þ.kr. Á móti er gert ráð fyrir að handbært fé lækki um 39 m.kr. vegna endurskoðaðrar vaxtaforsendu og þar sem verðbætur hafa ekki áhrif á handbært fé. Í meðfylgjandi töflu má sjá áhrif breytingarinnar á aðalsjóð og eignasjóð. Breytingin felur jafnframt í sér hækkun á liðnum „verðbætur, afföll og gengismunur“ um 815.654 þ.kr. í sjóðstreymi A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.
Samþykkt.SPJFV-22 Lækkun á stofnframlagi til Þjóðarhallar ehf. Lagt er til að áætlað stofnframlag til Þjóðarhallarinnar ehf. verði lækkað um 742.000 þ.kr. Stofnframlagið á árinu 2026 verði 925.000 þ.kr. en lækkunin skýrist af breytingum sem orðið hafa á framvindu verksins.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-23 Eiginfjárframlag til Félagsbústaða hf. Lagt er til að Reykjavíkurborg greiði eiginfjárframlag til Félagsbústaða að fjárhæð 513.000 þ.kr. til fjölgunar félagslegra íbúða. Samhliða verði nýtt viðskiptalíkan Félagsbústaða undirbúið með hliðsjón af sjálfbærni félagsins. Breytingin er fjármögnuð með lækkun á stofnframlögum, sbr. tillögu 22.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-24 Breytingar á fjárfestingaráætlun. Lagt er til að fjárfestingaráætlun verði hækkuð um 229.000 þ.kr. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig breytingin skiptist. Breytingin er fjármögnuð með lækkun á stofnframlögum sbr. tillögu 22.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-25 Tillaga um betri nýtingu á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar. Lagt er til að vísa tillögum sem unnar hafa verið út frá hugmyndasöfnun meðal starfsmanna og íbúa Reykjavíkur um hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best, til meðhöndlunar og frekari útfærslu á fag- og kjarnasviðum og miðlægri stjórnsýslu. Vísað er til hugmyndasöfnunar sem fór fram í samráðsgátt borgarinnar í maímánuði. Alls bárust 265 álit sem flokkuð hafa verið og gróflega kostnaðarmetin. Sviðum og skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu er falið að taka tillögurnar til rýningar og undirbúa aðgerðir í samræmi við niðurstöður. Fjárhagslegum ávinningi verði varið til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar eða í mikilvæg stefnumótandi verkefni á sviðum í samræmi við forgangsröðun sviða og áherslur fagráða. Tillögurnar liggi fyrir þann 15. febrúar 2026 og verði lagðar fyrir viðkomandi fagráð og samanteknar tillögur frá ráðunum verði lagðar fyrir borgarráð.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Magnea Gná Jóhannsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.SPJFV-26 Tillaga vegna breytingar á fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Lagt er til að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur 2026 verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu í samræmi við samþykkta áætlun stjórnar félagsins dags. 24. nóvember 2025.
Samþykkt.SPJFV-27 Framkvæmd. Lagt er til að sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið.
Samþykkt.D-1 Tillaga um að ekki verði ráðist í frekari fjárfestingu í áhöldum, tækjum og hugbúnaði þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Lagt er til að ekki verði ráðist í frekari fjárfestingu í áhöldum, tækjum og hugbúnaði þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrr en fyrir liggja ábatagreiningar fyrir sérhverja fjárfestingu. Batagreiningar sýni fram á það hagræði sem næst í rekstri borgarinnar með sérhverri fjárfestingu og með hvaða hætti því hagræði verður náð fram í kjölfarið. Áhersla verði lögð á að ráðast ekki í frekari fjárfestingu nema hún leiði af sér bæði sýnilegt rekstrarhagræði og betri þjónustu við borgarana. Fjárfesting verði því lækkuð sem nemur 1.525 milljónum króna þar til ábatagreiningar liggja fyrir og afstaða hefur verið tekin til þeirra. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemi 1.525 milljónum króna, og er lagt til að hún færist af kostnaðarstað 2102 yfir á liðinn ófyrirséð á kostnaðarstað 09205.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-2 Tillaga um frestun fjárfestinga í miðborg. Lagt er til að fjárfestingum vegna Hlemmsvæðis verði frestað að hluta, framkvæmdum við vistgötur og göngusvæði í Kvos verði frestað í heild og framkvæmdum við Káratorg verði frestað í heild. Kostnaðarlækkun vegna frestunar við Hlemmsvæði nemi 230 milljónum króna, kostnaðarlækkun vegna frestunar við göngugötur í Kvos nemi 50 milljónum króna og kostnaðarlækkun vegna frestunar Káratorgs nemi 120 milljónum króna. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur samanlagt 400 milljónum króna og fer af kostnaðarstað 3105. Lagt er til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.D-3 Tillaga um frestun fjárfestingar í Grófarhúsi. Lagt er til að fjárfestingu vegna Grófarhúss verði frestað að hluta. Kostnaðarlækkun vegna frestunar nemi 100 milljónum króna og fari af kostnaðarstað 1103. Lagt er til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.D-4 Tillaga um frestun fjárfestingar vegna þéttingar byggðar. Lagt er til að fjárfestingu vegna þéttingar byggðar verði frestað. Kostnaðarlækkun vegna frestunar nemi 90 milljónum króna og fari af kostnaðarstað 3104. Lagt er til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.D-5 Tillaga um breytta forgangsröðun á fjárfestingaráætlun. Lagt er til að skipaður verði spretthópur sem skili rökstuddum tillögum um breytingar á fjárfestingaráætlun eignasjóðs Reykjavíkurborgar þannig að framkvæmdum á skólabyggingum sem hafa staðið yfir lengur en frá og með 1. júlí 2024, fari í forgang og fjármunir færðir til svo að þeim framkvæmdum ljúki eigi síðar en 1. desember 2026. Í þessu á að felast trygging um að framkvæmdir á leikskólum á borð Árborg og Hlíð verði lokið á almanaksárinu 2026. Tillögur spretthópsins liggi fyrir eigi síðar 15. janúar 2026.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.D-6 Tillaga um stjórnkerfisúttekt. Lagt er til að ráðnir verði óháðir sérfræðingar til að framkvæma stjórnkerfisúttekt á borgarkerfinu, þar sem lögbundin verkefni borgarinnar yrðu sundurgreind annars vegar og ólögbundin verkefni hins vegar. Jafnframt yrði leitað tækifæra til að ná fram auknu hagræði í rekstrinum. Niðurstöðum og tillögum verði skilað eigi síðar en 1. maí 2026. Í framhaldinu verði fjármunum forgangsraðað í þágu lögbundinnar grunnþjónustu, auk leikskólaþjónustu. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.
Fellt með12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-7 Tillaga um ráðningarbann í miðlægri stjórnsýslu. Lagt er til að bann verði lagt við frekari ráðningum innan miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar út árið 2026. Þess í stað verði einblínt á að manna framlínustörf og nauðsynleg störf við framfylgd lögbundinnar þjónustu. Dregið verði úr þeirri þróun að starfsmönnum borgarinnar fjölgi hlutfallslega meira en íbúum, líkt og raunin hefur gjarnan verið síðastliðinn áratug. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.D-8 Tillaga um lækkun veikindahlutfalls starfsmanna. Lagt er til að borgin ráðist í tafarlausar aðgerðir sem miði að því að lækka veikindahlutföll starfsmanna Reykjavíkurborgar niður í að hámarki 5%. Árið 2024 var veikindahlutfallið 7,5% og kostaði borgarsjóð 6,2 milljarða króna. Má ætla að með aðgerðinni megi ná fram hagræði í rekstri sem nema myndi hátt í tveimur milljörðum króna auk þess sem vellíðan starfsfólks myndi aukast til muna. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-9 Tillaga um að mannréttindaskrifstofa verði lögð niður. Lagt er til að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar verði lögð niður en þau verkefni sem snúa að þjónustu við innflytjendur (09512), aðgerðir gegn heimilisofbeldi (09526) og Bjarkarhlíð (09527) verði færð undir velferðarsvið. Mannréttindaráð og verkefni þess muni jafnframt heyra undir velferðarsvið. Áætlað er að breytingin muni fela í sér hagræðingu sem nemur 150 milljónum króna árlega, sem færðar verða af kostnaðarstað 01271 yfir á handbært fé.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.C-2 Tillaga um að mannréttindaskrifstofa verði lögð niður. Lagt er til að leggja niður mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar frá og með 1. júní 2026.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-10 Tillaga um að leggja niður stafrænt ráð. Lagt er til að stafrænt ráð verði lagt niður og verkefni þess færð undir borgarráð. Áætlað er að breytingin muni fela í sér hagræðingu sem nemur 3,1 milljón króna sem færðar verða af kostnaðarstað 01286 yfir á handbært fé.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-11 Tillaga um að hagræða á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um 100 milljónir króna. Lagt er til að hagrætt verði á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara (01100) sem nemur 100 milljónum. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01100 verði því lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.D-12 Tillaga um fækkun upplýsingafulltrúa á vegum borgarinnar. Lagt er til að hagrætt verði um 100 milljónir króna á skrifstofu samskipta og viðburða. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01288 verði lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.D-13 Tillaga um að hagræða í sameiginlegum kostnaði um 10 milljónir króna í móttökur.
Fjárheimildir af kostnaðarstað 09202 verði því lækkaðar um 10 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-14 Tillaga um að hagræða við skipulag borgarstjórnarfunda. Borgarstjórnarfundir hefjist klukkan 9 að morgni, tvo þriðjudaga í mánuði, og verði þannig dregið úr kostnaði við yfirvinnu starfsfólks og fjölskylduvænna vinnuumhverfi skapað. Fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar, kostnaðarstaður 01001, verði þannig lækkaðar til samræmis og handbært fé hækkað um sömu fjárhæð.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.D-15 Tillaga um fækkun borgarfulltrúa. Í 5. tölulið 11. greinar sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði í því skyni að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Fækkun borgarfulltrúa mun leiða til kostnaðarlækkunar á kostnaðarstað 01001.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.D-16 Tillaga um fjölgun lóðaúthlutana undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis. Tekjuáætlun fimm ára áætlunar verði styrkt með því að fjölga lóðum undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis í borgarlandinu. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs en þó ekki síður að hefja stórsókn við uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík og gefa borgarbúum áhugaverðara val á búsetukostum á hagstæðu verði. Borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem vinna að þessu markmiði. Horft verði í fyrstu atrennu til fjölgunar lóða í Úlfarsárdal og Kjalarnesi auk þess sem íbúðabyggð verði skipulögð í Örfirisey og Geldinganesi.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-17 Tillaga um fjölgun atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs til næstu ára. Á undanförnum árum hafa reykvísk fyrirtæki af margvíslegum toga ekki séð sér annað fært en að flytja starfsemi sína úr höfuðborginni. Kostir á uppbyggingu innan Reykjavíkur hafa verið takmarkaðir og fáar atvinnulóðir verið í boði. Markmið tillögunnar er því einnig að snúa þeirri þróun við. Hugað verði að skipulagi atvinnulóða við þróun allra borgarhverfa. Borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem stefna að þessu markmiði. Fjárhagsáætlun verði breytt til samræmis verði tillagan samþykkt.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-18 Tillaga um að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur. Lagt er til að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur að fullu, í ljósi þess að sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Auk þess á hið opinbera ekki að eiga fyrirtæki sem starfa á samkeppnismarkaði. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.
Vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.D-19 Tillaga um að Carbfix hf. verði selt. Lagt er til að Carbfix hf. verði selt að fullu, í ljósi þess að hvorki kolefnisförgun né kolefnisbinding er hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né upprunalega skilgreindum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.
Vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.D-20 Tillaga um að Malbikunarstöðin Höfði hf. verði seld. Lagt er til Malbikunarstöðin Höfði hf. verði seld að fullu, í ljósi þess að framleiðsla malbiks er ekki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar auk þess sem hið opinbera á ekki að eiga fyrirtæki sem starfa á samkeppnismarkaði. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.D-21 Tillaga um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar. Lagt er til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-22 Tillaga um sölu fasteigna í eigu Reykjavíkurborgar. Lagt er til að ráðist verði í greiningu á fasteignasafni Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að flokka eignasafnið eftir þeim notum sem borgin hefur af húsnæðinu. Í kjölfarið verði ráðist í söluferli þeirra fasteigna sem ekki þjóna lykilhlutverki við grunnþjónustu Reykjavíkurborgar.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.D-23 Tillaga um að farið verði í rekstrarútboð á sorphirðu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn samþykkir að farið verði í rekstrarútboð á sorphirðu í Reykjavíkurborg. Reksturinn verði boðinn út eigi síðar en 1. mars 2026.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-1 Tillaga um móttökudeildir til að auka íslenskukennslu. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að setja á fót móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna sem eru ný í íslensku skólakerfi og tala ekki íslensku. Móttökudeildirnar skulu vera starfræktar fyrir 1.-10. bekk. Markmið þeirra er að skapa mjúka lendingu í skólakerfið og byggja upp góða færni nemenda í íslensku áður en þeir hefja nám inni í almennum bekk. Að jafnaði verði barn ekki lengur í móttökudeild en í 3-6 mánuði, en ákvörðun um það byggi á einstaklingsbundnu mati. Mikilvægt hlutverk móttökudeilda verður einnig að kynna íslenskt samfélag og skólaumhverfi fyrir börnum og foreldrum þeirra. Með því að hafa móttökudeildir í öllum skólum gefst börnum tækifæri til þess að kynnast sínum hverfisskóla og taka þátt í öðru skólastarfi með samnemendum sínum. Gert er ráð fyrir því að þau fjögur íslenskuver sem borgin rekur renni inn í móttökudeildir viðkomandi skóla. Stefnt verði að því að opna 15 móttökudeildir haustið 2026 í þeim skólum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan verði innleidd að fullu árið 2027. Áætlaður kostnaður vegna þessa nemur 210 milljónum króna á árinu 2026. Kostnaðurinn gerir ráð fyrir rekstri móttökudeilda frá haustinu 2026. Samhliða því verði fjármagn sem áætlað er í íslenskuver lækkað um 100 milljónir sem samsvarar rekstri þeirra haustið 2026.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-2 Tillaga um túlkaþjónustu fyrir foreldra. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að takmarka almenna endurgjaldslausa túlkaþjónustu í grunnskólum fyrir foreldra barna af erlendum uppruna, sem tala ekki í íslensku, við þrjú ár frá komu þeirra til Íslands. Túlkaþjónusta eftir þrjú ár verði áfram í boði gegn gjaldi. Tillagan er lögð fram samhliða tillögu um íslenskukennslu fyrir foreldra af erlendum uppruna sem ekki tala íslensku en markmiðið með því að bjóða upp á íslenskukennslu er meðal annars að draga úr þörf á túlkaþjónustu til langs tíma og auðvelda samskipti foreldra og skóla. Takmörkunin um þrjú ár gildir ekki þegar um sérstaklega mikilvæga hagsmuni barnsins er að ræða svo sem réttindi og skyldur barns eða alvarleg veikindi. Skal þá leitast við að tryggja túlkun á upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna samskipta foreldra og skóla. Takmörkunin á ekki við um táknmálstúlkun. Áætlaður árlegur kostnaður við túlkaþjónustu er nú um 80 milljónir króna á ári. Ætla má að aðgerðin feli í sér lækkun á kostnaði sem nemur 40 milljónum til næstu ára.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-3 Tillaga um íslenskukennslu fyrir foreldra af erlendum uppruna. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að bjóða foreldrum barna af erlendum uppruna sem ekki tala íslensku upp á íslenskunámskeið með áherslu á orðaforða tengdan skólaumhverfinu. Lagt er til að það verði boðið upp á námskeiðið fyrir hópa foreldra í hverjum skóla eða skólahverfi eftir því sem við á. Lagt er til að það verði eitt námskeið á haustönn í sex skipti og sex skipti á vorönn. Samtals standi þá foreldrum til boða 12 vikna grunnnámskeið í íslensku. Markmiðið með þessari tillögu er að auðvelda foreldrum af erlendum uppruna að læra íslensku og minnka þörfina á túlkaþjónustu til lengri tíma. Þannig er fjárfest í íslenskunámi í stað langtíma túlkaþjónustu. Lagt er til að námskeiðin verði boðin út. Áætlaður kostnaður vegna þessa nemur 40 milljónum króna á árinu 2026. Fjárheimildir skóla- og frístundasviðs, kostnaðarstaður xx, verði þannig hækkaður til samræmis og xx lækkað um sömu upphæð.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-4 Tillaga um Fjölskyldumiðstöð og Miðstöð virkni og ráðgjafar. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að ráðast í skipulagsbreytingar á miðstöðvum borgarinnar þannig að þeim verði fækkað úr fjórum í tvær og eftir standi ein Fjölskyldumiðstöð og ein miðstöð Virkni og ráðgjafar. Þá verði ábyrgð á framkvæmd og rekstri málaflokks eldra fólks færð af miðstöðvum inn á skrifstofu málaflokksins á velferðarsviði.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-5 Tillaga um sölu á Landsneti. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela Orkuveitunni að hefja viðræður við ríkið um sölu á eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í Landsneti hf. Bókfært virði eignarhlutarins er 6,2 milljarðar króna. Andvirði söluhagnaðar verði greitt til eigenda.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins.B-6 Tillaga um 1% hagræðingu á laun. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að breyta forsendum fjárhagsáætlunar á þá leið að lögð verði á hagræðingarkrafa upp á 1% á launalið allra sviða borgarinnar nema starfsmanna í leik- og grunnskólum hjá skóla- og frístundasviði og í framlínuþjónustu velferðarsviðs. Ætla má að hagræðingin nemi um 567 milljónum króna.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-7 Tillaga um átak í endurbótum leikvalla. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að ráðist verði í sérstakt viðhaldsátak á leikvöllum í borgarlandinu að fjárhæð 300 milljónir króna. Tillagan felur í sér að þær 80 milljónir króna, sem nú eru á fjárfestingaráætlun vegna stækkunar selalaugarinnar, verði teknar af þeim kostnaðarlið og verði í staðinn varið til viðhalds og endurbóta á leikvöllum. Aukinn kostnaður borgarinnar nemur því 220 milljónum króna.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.B-8 Tillaga um íþróttastarf eldri borgara. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að stofna sjóð sem hefur það hlutverk að styðja við skipulagt íþróttastarf og lýðheilsuverkefni eldri borgara í gegnum hverfisíþróttafélög í Reykjavík. Fjárheimild sjóðsins nemi 100 milljónum króna. Jafnframt er lagt til að menningar- og íþróttaráði verði falið að útfæra úthlutunarreglur.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.C-1 Tillaga um hlutfall stöðugilda miðlægrar stjórnsýslu. Lagt er til að hlutfall stöðugilda miðlægrar stjórnsýslu verði 6% af heildarhlutfalli stöðugilda hjá Reykjavíkurborg árið 2027.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.C-4 Tillaga um sölu fasteigna. Lagt er til að eftirfarandi fasteignir verði seldar: Tjarnargata 20, Lindargata 51 og Iðnó.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og Viðreisnar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.C-5 Tillaga um sölu bílastæðahúsa Reykjavíkurborgar. Lagt er til að selja eftirfarandi bílastæðahús Reykjavíkurborgar: bílastæðahúsið Bergstöðum, bílastæðahúsið Stjörnuporti, bílastæðahúsið Traðarkoti, bílastæðahúsið Vesturgötu, bílastæðahúsið Kolaportið og bílastæðahúsið Vitatorgi.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar.C-3 Tillaga um að selja Malbikunarstöðina Höfða. Lagt er til að Malbikunarstöðin Höfði verði seld.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum.
Sjá mynd af atkvæðagreiðsluskrá í pdf-skjali neðst í fundargerðinni.
Breytingar á frumvarpinu eftir afgreiðslu breytingartillagna eru samþykktar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum er samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. FAS25010023Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sýnir ábyrgan rekstur þar sem staðinn er vörður um mikilvæga þjónustu í samræmi við félagslegar áherslur samstarfsflokkanna. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi A-hluta borgarinnar upp á rúmlega 3,4 milljarða króna árið 2026 og 7,5% veltufé frá rekstri. Fjármunum er forgagnsraðað í uppbyggingu í þágu barna í leik- og grunnskólum sem og í frístundastarfi. Í húsnæðismálum er áhersla á aukið samstarf við óhagnaðardrifna aðila og fjölgun félagslegs leiguhúsnæðis. Á bak við upphæðir í fjárveitingum til málaflokka eru íbúar sem treysta á fjölþætta þjónustu borgarinnar. Á árinu 2026 verður unnið enn frekar að því að skapa fjárhagslegt svigrúm til að standa undir þjónustu við þá samfélagshópa sem mesta þörf hafa. Leiðarljósið í þeirri vinnu eru áhugaverðar tillögur sem bárust í samráðsferli frá íbúum og starfsfólki borgarinnar. Þá eru einnig framundan nýjar aðgerðir til að draga úr veikindum og kulnun meðal starfsfólks með það að markmiði að bæta starfsumhverfi og lækka kostnað. Fylgt er skýrri forgangsröðun og hljóðar fjárfesting Reykjavíkurborgar á næsta ári upp á 23,9 milljarða sem verður varið í skólahúsnæði, sundlaugar, gatnagerð, göngustígaáætlun, hjólreiðaáætlun og aukinn stuðning í skólum, velferð og Vetrargarð í Breiðholti svo fátt eitt sé nefnt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir áhyggjum af ósjálfbærum rekstri borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaðan fyrir árið 2025 er verri en áætlanir gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir að tekjur hafi farið 8,7 milljarða króna umfram áætlun. Án arðgreiðslna og einskiptistekna af sölu byggingarréttar verður rekstur borgarsjóðs neikvæður sem nemur 5,8 milljörðum króna á næsta ári. Tekjur vaxa langt umfram áætlanir milli ára en það nægir ekki til að tryggja sjálfbærni enda eykst rekstrarkostnaður mun meira. Vandi borgarinnar er því ekki tekjuvandi heldur útgjaldavandi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að ráðist verði í víðtæka hagræðingu í rekstri borgarinnar, yfirbygging verði minnkuð, skipuleg niðurgreiðsla skulda hafin og ráðist í frekari eignasölu og rekstrarútboð. Fjármunum verði forgangsraðað í þágu grunnþjónustu við fólk og fyrirtæki í Reykjavík í stað gæluverkefna. Einungis þannig hreyfum við nálina í rekstrinum og tryggjum forystu höfuðborgarinnar.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Framsókn telur fjárhagsáætlun meirihlutans metnaðarlausa í ljósi þeirra áskorana sem blasa við borginni og íbúum hennar. Meirihlutinn leggur ekki til neinar breytingar og hafnar öllum tillögum Framsóknar, m.a. tillögu um róttæka umbreytingu á þjónustu við íbúa, stofnun Fjölskyldumiðstöðvar og Miðstöðvar virkni og ráðgjafar. Þá er merkilegt að sjá að Flokkur fólksins fellir með meirihlutanum tillögu Framsóknar um móttökudeildir fyrir börn af erlendum uppruna þrátt fyrir að flokksbróðir þeirra menntamálaráðherra vinni að sömu tillögu í ráðuneytinu. Framsókn gagnrýnir forgangsröðun fjárfestinga meirihlutans sem ákveður að fjármagna frekar selalaug heldur en að samþykkja tillögu Framsóknar um endurbætur á leikvöllum í hverfum borgarinnar. Ljóst er að mati Framsóknar að það verður að skipta um meirihluta eftir næstu kosningar enda fullreynt að knýja fram breytingar með þessa flokka í stafni. Bættur rekstur er forsenda betri þjónustu og því eru það vond tíðindi fyrir íbúa að þessi meirihluti skuli ekki hafa neinn áhuga á því að gæta áfram aðhalds í rekstri. Þá er ekki von á að þjónustan batni.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Framsókn fer með rangt mál í sinni bókun. Tillagan er ekki felld heldur er henni vísað frá enda er unnið að sambærilegu verkefni bæði á vettvangi borgar og ríkis.
Fylgigögn
- Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 og fimm ára áætlun 2026-2030
- Greinargerð með frumvarpi um fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun 2026-2030
- Greinargerð fagsviða og B-hluta fyrirtækja með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026
- Breytingartillögur Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Pírata.
- Breytingartillögur Sjálfstæðisflokks
- Breytingartillögur Framsóknarflokksins
- Breytingartillögur Viðreisnar
-
Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2026-2030, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 4. nóvember 2025.
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. FAS25010023Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður að framkvæmdum við Káratorg og göngugötur í Kvos sé frestað en telur rétt að ljúka framkvæmdum við Hlemmsvæði enda eru framkvæmdirnar hafnar og frestun bitnar á verslun og þjónustu á svæðinu og almenningssamgöngum. Framsókn hefur á kjörtímabilinu haft forgöngu um að innleiða ráðningarreglur og ráðningarnefnd var sett á laggirnar. Áhrifin af því voru þau að starfsfólki fjölgaði ekki nema um 0,3% á árinu 2024 því meira aðhalds var gætt og betri yfirsýn á meðal stjórnenda. Framsókn situr því hjá í tillögu um ráðningarbann. Framsókn telur að umtalsverð tækifæri séu til hagræðingar á skrifstofu upplýsingamála en telur skynsamlegra að rýna fyrst nýlegar skipulagsbreytingar og vinna tillögur til aukinnar skilvirkni. Framsókn vill gera ítarlega áhættu- og fjárhagsgreiningu á því hvort skynsamlegt er að selja Ljósleiðarann áður en hann er seldur. Framsókn styður að Malbikunarstöðin Höfði verði seld en telur söluna ótímabæra. Reksturinn hefur batnað mjög undanfarin ár og Framsókn telur rétt að ljúka endurskipulagningu fyrirtækisins áður en það er selt. Framsókn styður útboð sorphirðu að því tilskildu að byrjað verði á tilraunaverkefni í einu hverfi borgarinnar og árangurinn af því metinn áður en öll sorphirða er boðin út.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 20. og 27. nóvember. MSS25010002
6. liður fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember, gjaldskrá fyrir bílastæðakort í Reykjavík, er samþykktur með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Viðreisnar gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK2506026018. liður fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember, fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2026 og umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, er samþykktur. MSS25110094
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun undir 1. og 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember:
1. liður: Við fögnum framgangi undirbúnings uppbyggingar íbúða í Úlfarsárdal í samstarfi við innviðafélag. Meginmarkmið aðgerðanna er að auka framboð húsnæðis og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Fyrirhuguð uppbygging, einkum í svokölluðum Höllum, svarar brýnni þörf á hagkvæmu og vistvænu húsnæði. Mikilvægt er að við skipulag svæðisins verði meginmarkmið aðalskipulags Reykjavíkur höfð að leiðarljósi um félagslega blöndun, vistvænar samgöngur, græn svæði og aðlaðandi göturými auk þeirra atriða sem nefnd eru í nýsamþykktri borgarhönnunarstefnu. 6. liður: Bílastæðakortum íbúa er ætlað að koma til móts við þarfir íbúa miðsvæðis og þar sem bílastæði fylgja ekki húsnæði þeirra. Bílastæðakort eru ekki hugsuð sem stýring á notkun íbúanna, heldur til þess að gefa þeim kost á að nota bílastæðin sem þó eru í götunni gegn hóflegri greiðslu en bílastæðagjöldum er ætlað að stýra notkun á stæðunum, einmitt að hluta til þess að þau séu oftar laus fyrir íbúa með íbúakort. Á þessum svæðum er þó iðulega nokkuð takmarkað framboð af stæðum í borgarlandi og erfitt að breyta því nema láta húsnæði eða rekstur víkja. Því er takmarkað ráðrúm til þess að fjölga íbúakortum í hverri íbúð og eðlilegt að horfa til þess að þau séu dýrari en fyrsta kort, þannig að fólk velji þau aðeins ef þörf er á.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu endurskoðaðar reglur um íbúakort og að auka sveigjanleika fyrir íbúa. Slíkar breytingar eru mikilvægar og fela í sér skref í rétta átt. Einnig er jákvætt að rekstraraðilum gefist kostur á að fá bílastæðakort þótt bent sé á að óviðunandi sé að það skuli hafa tekið rúm tvö ár að móta reglur þar að lútandi og koma áðurnefndri tillögu þar með til framkvæmdar. Þrátt fyrir það teljum við að gjaldskráin sem hér er lögð fram, endurspegli ekki nægjanlega jafnvægi milli þjónustu og kostnaðar fyrir íbúa. Sérstaklega mótmælum við því að gjald fyrir íbúakort 2 sé ákveðið 20.000 kr. á mánuði, sem er bæði óhóflega hátt og ekki í samræmi við raunverulegt framboð bílastæða. Slíkt gjald er mjög íþyngjandi fyrir heimili og greiðum við því atkvæði gegn gjaldskránni.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember:
Borgarfulltrúi Framsóknar styður að fyrirkomulagi íbúakorta sé breytt og þá sérstaklega að íbúar geti sótt sér íbúakort nr. 2. Framsókn gagnrýnir hins vegar harðlega að íbúakort nr. 2 skuli kosta 20.000 krónur á mánuði eða 240.000 krónur á ári. Það gefur til kynna að meirihlutinn sé í raun ekki að reyna að mæta harðri gagnrýni íbúa á bílastæðastefnu meirihlutans.
Borgarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember:
Hér er áhugaverð uppbygging sem Viðreisn fagnar enda var málið hafið m.a. undir stjórn Viðreisnar í borginni. Forsendur eru stórfelld efling almenningssamgangna, framtíðartenging við Borgarlínu ásamt styrkingu stofn- og tengibrauta. Tafir á framkvæmdum við samgöngumannvirki geta tafið uppbyggingu verulega. Verkefnið byggir á því að byggingarreiturinn seljist á markaði. Hækkandi vaxtastig, minnkandi eftirspurn eða aukinn byggingarkostnaður hefur áhrif og er ákveðin áhætta. Verkefnið byggir á mörgum samhliða ferlum: aðalskipulagsbreytingu, rammaskipulagi, samkeppnisviðræðum, útboðum og samningagerð. Einnig er áhættan pólitísk vegna tímalengdar og pólitískrar forgangsröðunar. Fleiri lykilspurningar vakna og þarf að vakta vel í ferlinu, s.s. hvaða innviðir þurfa að vera tilbúnir áður en hægt er að hefja úthlutun byggingarréttar? Tímalína fyrir aðalskipulagsbreytingu, rammaskipulag og deiliskipulög? Hvernig verður fösun innviða, skóla og íbúða tryggð þannig að þjónustustig fylgi uppbyggingu? Hvernig verður tryggt að ferlið sé gagnsætt og að jafnræði seljenda/aðila sé virt? Einnig vakna fjármálalegar spurningar, s.s. hvernig er áhættu og kostnaði skipt milli borgar og innviðafélags? Hvaða tryggingar eru fyrir því að byggingarréttur seljist í takt við áætlanir? Hvernig er brugðist við framúrkeyrslu í innviðaframkvæmdum? Viðreisn leggur áherslu á að verkefnið sé undirbúið vel og ekki verði slík tímapressa sett að hætta sé á mistökum og hroðvirkni.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir menningar- og íþróttaráðs frá 14. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 24. nóvember, stafræns ráðs frá 12. og 26. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. og 26. nóvember og velferðarráðs frá 19. nóvember. MSS25010033
Fylgigögn
- Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 26. nóvember 2025
- Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2025
- Fundargerð velferðarráðs 19. nóvember 2025
- Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 14. nóvember 2025
- Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 24. nóvember 2025
- Fundargerð stafræns ráðs frá 26. nóvember 2025
- Fundargerð stafræns ráðs frá 12. nóvember 2025
Fundi slitið kl. 23:19
Andrea Helgadóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 02.12.2025 - Prentvæn útgáfa