Borgarstjórn - Borgarstjórn 18.02.2025

Borgarstjórn

Ár 2025, þriðjudaginn 18. febrúar, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:08. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Helgi Áss Grétarsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Skúli Helgason og Þorvaldur Daníelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að leita samstarfs við vinnustaði í Reykjavík um rekstur leikskóla- og/eða daggæsluúrræða. Mótuð verði umgjörð og sveigjanleiki tryggður svo vinnustöðum gefist kostur á að opna daggæslu, eða eftir atvikum leikskóla, fyrir börn starfsmanna. Unnið verði að aðlögun reglna um niðurgreiðslur og stofnstyrki vegna daggæslu í heimahúsum svo þær taki einnig til daggæslu á vinnustöðum. Lausnirnar verði í framhaldinu kynntar atvinnurekendum í Reykjavík og áhugasömum veittur stuðningur til að setja á fót slík úrræði á vinnustað. Þess verði gætt að tryggja sömu niðurgreiðslur og gæðakröfur og almennt gilda fyrir daggæslu í heimahúsum eða sjálfstætt starfandi leikskóla.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020058

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins:

    Fulltrúar Framsóknar leggja til að komið verði á fót heimgreiðslum til foreldra og forsjáraðila sem lokið hafa fæðingarorlofi og eru með virka umsókn um dagvistun barns sem náð hefur 12 mánaða aldri. Greiðslur skulu vera skilyrtar við virka umsókn um dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri í Reykjavík og falla niður þegar vistun hefst eða boð um dagvistun er hafnað af forsjáraðila. Upphæð skal vera 115.000 krónur á mánuði.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020057

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að innleiða heimgreiðslur að fjárhæð 200.000 kr. mánaðarlega til þeirra foreldra sem annað hvort þurfa eða kjósa að vera heima með börnin sín að fæðingarorlofi loknu, frá 12 mánaða aldri til allt að tveggja ára aldurs.
    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Einars Þorsteinssonar, Magneu Gnár Jóhannsdóttur og Þorvaldar Daníelssonar borgarfulltrúa Framsóknar að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar og Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020059

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags með hliðsjón af uppfærðri mannfjöldaspá og aukinni eldvirkni í námunda við höfuðborgarsvæðið. Jafnframt verði skilgreining aðalskipulags á uppbyggingarreitum fyrir nýja íbúðabyggð endurskoðuð, meðal annars svo unnt verði að auka íbúðamagn á Kjalarnesi og tryggja möguleika á nýrri byggð á svæðum aðliggjandi Sundabraut. Skoðuð verði uppbyggingarsvæði utan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og tillögur lagðar fyrir svæðisskipulagsnefnd um breytingar á svæðisskipulagi í þágu aukinnar húsnæðisuppbyggingar í Reykjavík.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS24090172

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að hafist verði handa við skipulagningu íbúðasvæðis við Halla og í Hamrahlíðalöndum í Úlfarsárdal, þ.e. á svokölluðum M22 reit. Byggt verði á samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið frá árinu 2007 en það uppfært og betrumbætt eftir því sem þörf krefur. Stefnt skal að því að úthlutun lóða í hverfinu hefjist árið 2026. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að endurskoða gildandi deiliskipulag svæðisins og annast aðra skipulagsvinnu vegna málsins.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24030029

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur með það að markmiði að skipuleggja blandaða byggð í Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu. Við endurskoðunina skal hafa til hliðsjónar þær skipulagshugmyndir sem áður hafa komið fram í hugmyndasamkeppni um svæðið. Umhverfis- og skipulagssviði verði jafnframt falið að hefja aðra þá vinnu sem nauðsynleg er til að gera það mögulegt að úthluta lóðum sem fyrst fyrir fjölbreytta fjölskylduvæna byggð í Geldinganesi á viðráðanlegu verði.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS22100020

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að vinna nauðsynlegar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 svo festa megi starfsemi Reykjavíkurflugvallar í sessi, og tryggja flug- og rekstraröryggi í Vatnsmýri, út skipulagstímabilið. Með skipulagsbreytingunni verði tryggt að hæð mannvirkja og gróðurs í nágrenni flugvallarsvæðisins og á áhrifasvæði flugvallarins, þar með talið í Skerjafirði, verði háð þeim takmörkunum vegna flugtaks og lendinga sem settar eru í skipulagsreglum flugvalla, sbr. lög um loftferðir nr. 60/1998 (gr. 6.3.c. í skipulagsreglugerð). Samhliða skipulagsbreytingunni verði ráðist í uppfærslu þeirra forsendna sem liggja að baki vaxtarmörkum höfuðborgarsvæðisins, sem gera nú ráð fyrir uppbyggingu 7.500 íbúða á flugvallarsvæðinu á næstu 15 árum. Mikilvægt er að finna þeim íbúðafjölda nýjan stað í borginni, ekki síst í ljósi viðvarandi húsnæðisskorts hérlendis.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS21120152

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að fela fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar, í samráði við umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar, að kostnaðarmeta mögulegar sviðsmyndir tengdar framtíð stálgrindarhússins við Álfabakka. Þær sviðsmyndir sem skulu metnar eru meðal annars: 1. Flutningur húsnæðisins á aðra hentuga lóð, sem ekki er í miðri íbúðabyggð, ásamt öllum tilheyrandi kostnaði, svo sem bótagreiðslum, byggingarréttargjöldum, flutnings- og lögfræðikostnaði. 2. Finna vöruhúsinu næst íbúðablokkinni annan stað. 3. Óbreytt ástand þar sem húsið stendur áfram á núverandi stað, með tilliti til málaferla og lögfræðikostnaðar tengdum þeim, hugsanlegra bótagreiðslna og áhrifa á umhverfið og nágrenni. 4. Breytingar á húsnæðinu sem miða að því að lágmarka áhrif þess á umhverfið og lífsgæði íbúa í nágrenninu. 5. Aðrar sviðsmyndir sem unnt er að leggja fram til lausnar málinu.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25010130

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að ráðnir verði óháðir sérfræðingar til að framkvæma stjórnkerfisúttekt á borgarkerfinu, þar sem lögbundin verkefni borgarinnar yrðu sundurgreind annars vegar og ólögbundin verkefni hins vegar. Jafnframt verði leitað tækifæra til að ná fram auknu hagræði í rekstrinum. Niðurstöðum og tillögum verði skilað eigi síðar en 1. maí 2025. Í framhaldinu verði fjármunum forgangsraðað í þágu lögbundinnar grunnþjónustu, auk leikskólaþjónustu. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020061

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að lækka fjárfestingu í áhöldum, tækjum og hugbúnaði þjónustu- og nýsköpunarsviðs úr 1.600 milljónum króna, niður í 1.000 milljónir króna. Forgangsraðað verði í þágu stafrænnar umbreytingar á velferðarþjónustu, skólastarfi barna og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs. Öll verkefni verði ábatagreind og það tryggt að áformað hagræði skili sér í reynd. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 600 milljónum króna og er lagt til að handbært fé verði hækkað sem því nemur.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar  Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020062

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að bann verði lagt við frekari ráðningum innan miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar út kjörtímabilið til 2026. Þess í stað verði einblínt á að manna framlínustörf og nauðsynleg störf við framfylgd lögbundinnar þjónustu. Dregið verði úr þeirri þróun að starfsmönnum borgarinnar fjölgi hlutfallslega meira en íbúum, líkt og raunin hefur verið á undanliðnum árum. Það hagræði sem næst fram með aðgerðinni verði fært til hækkunar á handbæru fé.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020063

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur verði sameinuð velferðarsviði og verkefni hennar flutt þangað. Þá er jafnframt lagt til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð og velferðarráð verði sameinuð í eitt ráð: velferðar- og mannréttindaráð. Tillagan felur í sér hagræðingu og aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Auk þess felur tillagan í sér valdeflingu í verki svo styrkja megi málaflokkinn og efla. Áætlað er að breytingin muni fela í sér hagræðingu sem nemur 150 milljónum króna árlega, sem færðar verða af kostnaðarstöðum 01270 og 01271 yfir á handbært fé.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020064

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að hagræða sem nemur 100 milljónum króna hvað varðar samskiptamál á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01288 verði lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020065

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að ráðist verði í algera endurskipulagningu á rekstri Félagsbústaða, með það fyrir augum að tryggja sjálfbærni í rekstri félagsins.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020066

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að selja Ljósleiðarann ehf. að fullu, í ljósi þess að sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS23010191

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkri að hefja undirbúning á fyrirhugðu söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Styrkum stoðum verði rennt undir reksturinn næsta árið svo fýsilegt verði að setja félagið í söluferli við lok kjörtímabils.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.  MSS25020067

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020068

    Fylgigögn

  18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að farið verði í rekstrarútboð á sorphirðu Reykjavíkurborgar. Reksturinn verði boðinn út eigi síðar en 1. maí 2025.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020069

    Fylgigögn

  19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgafulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarstjórn samþykkir að leita leiða svo hraða megi snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík, en endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til þess að töluverðar tafir hafa orðið á verkefninu.

    Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fresta málinu. 
    Borgarfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020070

    Fylgigögn

  20. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 14. febrúar, umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar og velferðarráðs frá 31. janúar og 5. febrúar. MSS25010033
    2. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 14. febrúar, lausnarbeiðni Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur, er samþykktur. MSS25020044

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:28

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 18.02.2025 - Prentvæn útgáfa