Borgarstjórn - Borgarstjórn 16.1.2024

Borgarstjórn

Ár 2024, þriðjudaginn 16. janúar, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:10. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Magnea Gná Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kosning borgarstjóra til loka kjörtímabils.
  Borgarstjóri til loka kjörtímabilsins er kosinn Einar Þorsteinsson með fjórtán atkvæðum. Níu atkvæðaseðlar eru auðir. MSS24010121

 2. Samþykkt að taka kosningu í borgarráð á dagskrá.
  Lagt til að Dagur B. Eggertsson og Árelía Eydís Guðmundsdóttir taki sæti í borgarráði í stað Heiðu Bjargar Hilmisdóttur og Einars Þorsteinssonar. Einnig er lagt til að Heiða Björg Hilmisdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir taki sæti sem varafulltrúar í ráðinu í stað Skúla Helgasonar og Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur.
  Samþykkt. 

  Samþykkt að kosning formanns borgarráðs fari fram með skriflegri atkvæðagreiðslu. 
  Formaður borgarráðs er kosinn Dagur B. Eggertsson með fjórtán atkvæðum. Níu atkvæðaseðlar eru auðir. MSS22060043

Fundi slitið kl. 15:57

Magnea Gná Jóhannsdóttir Alexandra Briem

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 16.1.2024 - Prentvæn útgáfa