Borgarstjórn
Ár 2025, þriðjudaginn 13. maí, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Helga Þórðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Skúli Helgason, Þorvaldur Daníelsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2024, ódags, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. maí 2025. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. apríl 2025, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 10. apríl 2025, greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 10. apríl 2025, greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, ódags., verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs um framkvæmd styrkjareglna, dags. 7. apríl 2025, skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs um samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2024, dags. 10. apríl 2025, ábyrgða- og skuldbindingayfirlit, dags. 11. apríl 2024, yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar, ódags., og umsögn endurskoðunarnefndar, dags. 28. apríl 2025. Jafnframt er lögð fram umsögn Grant Thornton, dags. 2. maí 2025.
- Kl. 14:00 víkur Guðný Maja Riba af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti.
Samþykkt. FAS25010016
Borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Niðurstöður ársreiknings fyrir árið 2024 sýna sterka fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Allar helstu lykiltölur fjárhagslegrar stöðu sýna það svart á hvítu. Skuldir á hvern íbúa eru með því lægsta sem þekkist á landinu. Reykjavíkurborg stendur að miklu leyti undir félagslegri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu en á vegum borgarinnar hafa á undanförnum árum verið byggðar um 80% félagslegra leiguíbúða á svæðinu. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut. Samstarfsflokkarnir munu forgagnsraða fjármagni í grunnþjónustu fyrir borgarbúa í samræmi við þörf, ásamt því að bæta innviði og þjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja lífsgæði til framtíðar en liður í því er að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar. Við viljum efla skólaþjónustu enn meira, tryggja áframhaldandi uppbyggingu leikskóla, sjá til þess að starfsaðstæður verði bættar og að umbætur verði áfram í velferðarþjónustu. Áfram verði unnið gegn fátækt, að bættri þjónustu við strætófarþega og nýjar göngu- og hjólaleiðir lagðar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa áhyggjum af ósjálfbærum rekstri borgarsjóðs. Reglulegar tekjur standa ekki undir reglulegum útgjöldum borgarinnar. Jákvæða rekstrarniðurstöðu má fyrst og fremst rekja til aukinna skatttekna sem fylgdu hækkun lögbundins útsvars og óreglulegra tekna á borð við eignasölu og sölu byggingarréttar. Jafnframt leiðir breyting lífeyrisskuldbindingar af sér 4,6 milljarða jákvæða sveiflu í rekstri borgarinnar en breytingin er bókhaldstæknilegt atriði sem engin áhrif hefur á grunnrekstur borgarinnar til skamms tíma. Ekki birtast áhrif hagræðinga í fyrirliggjandi ársreikningi en laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður eykst um 12,5 milljarða milli ára. Þá hafa tækifæri stærðarhagkvæmni ekki verið nýtt í rekstrinum en í dag eru 14 íbúar að baki hverju stöðugildi borgarinnar, en til samanburðar eru 20 íbúar að baki hverju stöðugildi hjá Kópavogi og Garðabæ. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í hagræðingar í rekstri borgarinnar, minni yfirbyggingu, skipulagða niðurgreiðslu skulda og eignasölu. Einungis þannig hreyfum við nálina og tryggjum raunverulega sjálfbærni í rekstri borgarinnar, en traustur rekstur er forsenda öflugrar grunnþjónustu.
Borgarfulltrúar Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjórnarflokkur Framsóknar fagnar innilega þeim frábæra árangri sem náðist í rekstri borgarinnar á síðasta ári undir forystu Framsóknar. Niðurstaða A-hluta sýnir tæplega 10 milljarða viðsnúning, rekstrarniðurstaða fer úr tæplega fimm milljarða tapi yfir í fimm milljarða afgang. Þessi niðurstaða sýnir að undir styrkri stjórn er hægt að ná miklum árangri í rekstri borgarinnar ef vilji er fyrir hendi. Samstæða borgarinnar skilar einnig afgangi sem nemur tæpum 11 milljörðum sem er viðsnúningur upp á 14 milljarða. Afar mikilvægt er að núverandi meirihluti haldi áfram þéttu aðhaldi í rekstri borgarinnar. Framsókn vill nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki borgarinnar fyrir metnaðarfullt og faglegt starf á árinu.
Fylgigögn
- ársreikningur Reykjavíkurborgar 2024
- ársreikningur A-hluta 2024
- ársreikningur B-hluta 2024
- skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs með ársreikningi 2024
- greinargerð fagsviða með ársreikningi 2024
- greinargerð B-hluta félaga með ársreikningi 2024
- greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar
- framvinduskýrsla ársins 2024
- skýrsla til borgarráðs um framkvæmd styrkjareglna 2024
- samantekt viðauka við fjárhagsáætlun 2024
- yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar
- ábyrgða- og skuldbindingayfirlit
- endurskoðunarskýrsla 2024
- umsögn endurskoðunarnefndar
-
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Einars Þorsteinssonar, Aðalsteins Hauks Sverrissonar og Þorvalds Daníelssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að fresta umræðu um bílastæðamál.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25050054Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað mótmæli vegna alvarlegrar misbeitingar meirihlutavaldsins af hálfu borgarstjórnarmeirihlutans. Í heilt ár hefur meirihlutinn frestað þessari umræðu um bílastæðamál milli funda borgarstjórnar og borið fyrir sig ýmsar mismálefnalegar ástæður. Nú þegar nægur tími er eftir af fundi borgarstjórnar er þessari umræðu frestað enn einu sinni en nú í nafni sérstaks samkomulags um dagskrá þeirra borgarstjórnarfunda sem varða ársreikning Reykjavíkurborgar. Hins vegar stendur hvergi í bókun um það samkomulag að ekki verði önnur mál tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með seinni umræðu ársreiknings né að engin umræða verði um þau mál. Það er einungis tilgreint að fyrsta umræðan verði frábrugðin hefðbundnum borgarstjórnarfundnum en að öðru leyti verði seinni umræðan hefðbundin. Það er orðið velljóst að hér er grímulaust verið að ganga á rétt sveitarstjórnarmanna til að bera upp mál enda getur ekkert samkomulag gengið sveitarstjórnarlögum framar.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Forsætisnefnd komst að samkomulagi um skipulag fundarins í takt við hefð um umræðu um ársreikning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjálfur ítrekað raðað málinu aftarlega á dagskrá. Hann ber sjálfur ábyrgð á forgangsröðun sinna mála. Öllu tali um misbeitingu valds er vísað á bug enda einungis um eðlileg fundarsköp að ræða.
-
Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 8. maí.
8. lið fundargerðarinnar, tilnefningu í stjórn Minjaverndar, er vísað til borgarráðs.
9. liður fundargerðarinnar, tilnefning í stjórn Svanna – lánatryggingasjóðs kvenna, er samþykktur.
10. liður fundargerðarinnar, tilnefning í stjórn Íþrótta- og sýningahallarinnar hf., er samþykktur.
11. liður fundargerðarinnar, tilnefning í stjórn Faxaflóahafna, er samþykktur.
12. liður fundargerðarinnar, tilnefning í stjórn Strætó bs., er samþykktur. MSS25010002Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 9. maí, skóla- og frístundaráðs frá 5. maí, umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl og 7. maí og velferðarráðs frá 30. apríl og 7. maí. MSS25010033
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:31
Sanna Magdalena Mörtudottir Alexandra Briem
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 13.5 - Prentvæn útgáfa