Borgarstjórn - Borgarstjórn 1. mars

Borgarstjórn

2

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2001, fimmtudaginn 1. mars, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Geirsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Pétursdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

Í upphafi fundar kvaddi borgarstjóri sér hljóðs utan dagskrár og ræddi samning Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar um breytingu á lögsögumörkum o.fl.

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 20. febrúar.

- Kl. 17.44 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Kristín Blöndal tók þar sæti. - kl. 18.21 vék Kristín Blöndal af fundi og Alfreð Þorsteinsson tók þar sæti. - Kl. 18.30 vék Helgi Pétursson af fundi og Kristín Blöndal tók þar sæti. - Kl. 18.35 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. - Kl. 19.01 vék Hrannar Björn Arnarsson af fundi og Guðrún Jónsdóttir tók þar sæti. - Kl. 19.08 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi og Helga Jóhannsdóttir bók þar sæti. - Kl. 19.10 var gert fundarhlé. - Kl. 19.40 var fundi fram haldið og vék þá Alfreð Þorsteinsson af fundi og Sigrún Elsa Smáradóttir tók þar sæti. Jafnframt vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Pétur Friðriksson tók þar sæti.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 27. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 14. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 21. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 26. febrúar.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. febrúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhlj. atkv.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 21. febrúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhlj. atkv.

Fundi slitið kl. 20.04.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Helgi Hjörvar

Anna Geirsdóttir Ólafur F. Magnússon