Borgarstjórn - Aukafundur borgarstjórnar 21.02.2025

Borgarstjórn

Ár 2025, föstudaginn 21. febrúar, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16:40. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Skúli Helgason og Þorvaldur Daníelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kosning forseta borgarstjórnar og fjögurra varaforseta til 24. júní nk.

    Í fyrri umferð fékk Sanna Magdalena Mörtudóttir 11 atkvæði. Helga Þórðardóttir fékk 1 atkvæði en 10 atkvæðaseðlar eru auðir. Í seinni umferð fékk Sanna Magdalena Mörtudóttir 12 atkvæði en 10 atkvæðaseðlar eru auðir og telst Sanna Magdalena Mörtudóttir réttkjörin forseti borgarstjórnar.

    Varaforsetar voru kosnir án atkvæðagreiðslu:

    1. varaforseti er kosin Guðný Maja Riba
    2. varaforseti er kosin Marta Guðjónsdóttir
    3. varaforseti er kosinn Magnús Davíð Norðdahl.
    4. varaforseti er kosin Magnea Gná Jóhannsdóttir MSS22060040

  2. Fram fer kosning borgarstjóra til loka kjörtímabilsins.
    Borgarstjóri er kosin Heiða Björg Hilmisdóttir með 12 atkvæðum. 11 atkvæðaseðlar eru auðir. MSS25020084

  3. Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara til 24. júní nk.
    Kosnar voru án atkvæðagreiðslu Líf Magneudóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.
    Varaskrifarar voru kosin með sama hætti Alexandra Briem og Björn Gíslason. MSS22060040

  4. Fram fer kosning varafulltrúa í forsætisnefnd til loka kjörtímabilsins.

    Kosnar eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Helga Þórðardóttir
    Andrea Helgadóttir
    Alexandra Briem

    Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Hildur Björnsdóttir

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Einar Þorsteinsson

    Einnig er lögð fram tilkynning Viðreisnar um að Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir verði áheyrnarfulltrúi flokksins í forsætisnefnd og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verði varaáheyrnarfulltrúi. MSS22060040

  5. Fram fer kosning sjö borgarráðsfulltrúa til 24. júní nk. og sjö til vara, formannskjör.
    Kosin eru af SPJV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Líf Magneudóttir
    Skúli Þór Helgason
    Sanna Magdalena Mörtudóttir
    Dóra Björt Guðjónsdóttir

    Kosnar eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Hildur Björnsdóttir
    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Einar Þorsteinsson

    Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Líf Magneudóttir.

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Stefán Pálsson
    Sabine Leskopf
    Andrea Helgadóttir
    Alexandra Briem

    Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Kjartan Magnússon
    Marta Guðjónsdóttir

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Árelía Eydís Guðmundsdóttir

    Lögð er fram tilkynning Viðreisnar um að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verði áheyrnarfulltrúi flokksins í borgarráði og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir verði varaáheyrnarfulltrúi.

    Lögð er fram tilkynning Flokks fólksins um að Helga Þórðardóttir verði áheyrnarfulltrúi í borgarráði og Einar Sveinbjörn Guðmundsson verði varaáheyrnarfulltrúi. MSS22060043

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að sameina málaflokka sem nú heyra undir fjölmenningarráð, öldungaráð og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í nýju mannréttindaráði sem tekur við hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í mars og kemur í stað gildandi samþykkta.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu um breytt hlutverk mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs verði frestað og henni vísað til skoðunar í forsætisnefnd, sem og til umsagnar helstu hagsmunaaðila, sem fyrirhuguð breyting varðar.

    Málsmeðferðartillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins
    Tillaga um breytt hlutverk mannréttindaráðs er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Borgarfulltrúi Viðreisnar situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020083

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna kýs að hefja göngu sína með vanhugsuðum og illa rökstuddum stjórnkerfisbreytingum. Meirihlutinn lagði fyrirliggjandi tillögu fram í óðagoti, með aðeins sólarhrings fyrirvara, og knúði fram samþykkt hennar hér á fundinum en tillögu Sjálfstæðisflokksins um vandaða málsmeðferð hafnað. Slík vinnubrögð fullnægja ekki skilyrðum um vandaða stjórnsýslu og lýðræðisleg vinnubrögð. Fjölmörgum spurningum um lögmæti tillögunnar og hugsanleg áhrif hennar á stjórnkerfið hefur ekki verið svarað. Slík vinnubrögð hljóta að kalla á kröftug viðbrögð frá samtökum þeirra hópa, sem hafa fengið að tilnefna fulltrúa í þau ráð, sem nýr meirihluti hyggst leggja niður, þ.e. eldri borgurum, fötluðu fólki og fólki af erlendum uppruna.

  7. Fram fer kosning sjö fulltrúa í mannréttindaráð til loka kjörtímabilsins og sjö til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Sabine Leskopf
    Guðný Maja Riba
    Magnús Davíð Norðdahl
    Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

    Kosnir eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Friðjón Friðjónsson
    Björn Gíslason

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Magnea Gná Jóhannsdóttir

    Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Sabine Leskopf

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ellen Jacqueline Calmon
    Ólöf Helga Jakobsdóttir
    Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
    Líf Magneudóttir

    Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Helga Margrét Marzellíusardóttir
    Þorkell Sigurlaugsson

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Þorvaldur Daníelsson MSS25020083

  8. Fram fer kosning sjö fulltrúa í menningar- og íþróttaráð til loka kjörtímabilsins og sjö til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Skúli Helgason
    Sara Björg Sigurðardóttir
    Kristinn Jón Ólafsson
    Stefán Pálsson

    Kosnir eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Kjartan Magnússon
    Friðjón Friðjónsson

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Aðalsteinn Haukur Sverrisson

    Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Skúli Þór Helgason.

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Birkir Ingibjartsson
    Ólöf Helga Jakobsdóttir
    Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
    Líf Magneudóttir

    Kosnar eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Birna Hafstein
    Helga Margrét Marzellíusardóttir

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ásta Björg Björgvinsdóttir MSS22060045

  9. Fram fer kosning sjö fulltrúa í skóla- og frístundaráð til loka kjörtímabilsins og sjö til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Helga Þórðardóttir
    Alexandra Briem
    Sabine Leskopf
    Stefán Pálsson

    Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Marta Guðjónsdóttir
    Helgi Áss Grétarsson

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Árelía Eydís Guðmundsdóttir

    Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Helga Þórðardóttir.

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Einar Sveinbjörn Guðmundsson
    Magnús Davíð Norðdahl
    Ellen Calmon
    Líf Magneudóttir

    Kosnar eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
    Sandra Hlíf Ocares

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ásta Björg Björgvinsdóttir MSS22060048

  10. Fram fer kosning sjö fulltrúa í stafrænt ráð til loka kjörtímabilsins og sjö til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Alexandra Briem
    Kristinn Jón Ólafsson
    Andrea Helgadóttir
    Einar Sveinbjörn Guðmundsson

    Kosnir eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Björn Gíslason
    Friðjón Friðjónsson

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Árelía Eydís Guðmundsdóttir

    Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Alexandra Briem.

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
    Tinna Helgadóttir
    Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
    Pétur Marteinn Urbancic

    Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Sandra Hlíf Ocares
    Þorkell Sigurlaugsson

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ásta Björg Björgvinsdóttir MSS22060050

  11. Fram fer kosning sjö fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráð til loka kjörtímabilsins og sjö til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJF-lista án atkvæðagreiðslu:

    Dóra Björt Guðjónsdóttir
    Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
    Hjálmar Sveinsson
    Einar Sveinbjörn Guðmundsson

    Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Hildur Björnsdóttir
    Kjartan Magnússon

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Aðalsteinn Haukur Sverrisson

    Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Dóra Björt Guðjónsdóttir

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJF-lista án atkvæðagreiðslu:

    Alexandra Briem
    Andrea Helgadóttir
    Birkir Ingibjartsson
    Sara Björg Sigurðardóttir

    Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Marta Guðjónsdóttir
    Björn Gíslason

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Þorvaldur Daníelsson

    Lögð fram tilkynning Vinstri grænna um að Líf Magneudóttir verði áheyrnarfulltrúi flokksins í umhverfis- og skipulagsráði og Stefán Pálsson til vara.

    Lögð fram tilkynning Viðreisnar um að Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir verði áheyrnarfulltrúi flokksins í umhverfis- og skipulagsráði og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir til vara. MSS22060046

  12. Fram fer kosning sjö fulltrúa í velferðarráð til loka kjörtímabilsins og sjö til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Sanna Magdalena Mörtudóttir
    Magnús Davíð Norðdahl
    Guðný Maja Riba
    Sara Björg Sigurðardóttir

    Kosin eru af DC-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
    Helgi Áss Grétarsson

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Magnea Gná Jóhannsdóttir

    Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Sanna Magdalena Mörtudóttir

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
    Alexandra Briem
    Ellen Calmon
    Pétur Marteinn Urbancic

    Kosnar eru af DC-lista án atkvæðagreiðslu:

    Sandra Hlíf Ocares
    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Þorvaldur Daníelsson MSS22060049

  13. Fram fer kosning í almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins.

    Borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir er sjálfkjörin í nefndina en Líf Magneudóttir tekur sæti í nefndinni án atkvæðagreiðslu. MSS22060051

  14. Fram fer kosning fimm fulltrúa í innkaupa- og framkvæmdaráð til loka kjörtímabilsins og fimm til vara, formannskjör.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Andrea Helgadóttir
    Kristinn Jón Ólafsson
    Hjálmar Sveinsson

    Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Björn Gíslason

    Kosin er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Árelía Eydís Guðmundsdóttir

    Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Andrea Helgadóttir

    Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

    Kosin eru af SPJFV-lista án atkvæðagreiðslu:

    Stefán Pálsson
    Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns
    Pétur Marteinn Urbancic

    Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

    Birna Hafstein

    Kosinn er af B-lista án atkvæðagreiðslu:

    Þorvaldur Daníelsson MSS22060064

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna:

    Borgarstjórn samþykkir að fresta kosningum í öll íbúaráð til loka kjörtímabils og jafnframt leysa sitjandi íbúaráð frá störfum. Stýrihópi um innleiðingu aðgerðaáætlunar í lýðræðismálum verður falið að útfæra nýjar lýðræðislegar leiðir til að eiga í samskiptum við íbúa Reykjavíkur og í einstaka hverfum.

    -    Kl. 17:50 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir tekur sæti.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að fyrirliggjandi tillögu um að leysa öll sitjandi íbúaráð í borginni frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð, verði frestað og henni vísað til skoðunar í forsætisnefnd, sem og til umsagnar helstu hagsmunaaðila, sem fyrirhuguð breyting varðar.

    Málsmeðferðartillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
    Tillaga um að fresta kosningu í íbúaráð og leysa sitjandi íbúaráð frá störfum er samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn 7 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Þorvalds Daníelssonar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020082

    -    Kl. 18:25 víkur Einar Þorsteinsson af fundinum og Ásta Björg Björvinsdóttir tekur sæti. 
    -    Kl. 18:40 víkur Skúli Helgason af fundinum og Ellen Calmon tekur sæti.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna kýs að hefja göngu sína með vanhugsuðum og illa rökstuddum stjórnkerfisbreytingum. Meirihlutinn lagði fyrirliggjandi tillögu fram í óðagoti, með aðeins sólarhrings fyrirvara, og knúði fram samþykkt hennar hér á fundinum en tillögu Sjálfstæðisflokksins um vandaða málsmeðferð var hafnað. Slík vinnubrögð fullnægja ekki skilyrðum um vandaða stjórnsýslu og lýðræðisleg vinnubrögð. Með tillögunni eru öll íbúaráð í Reykjavík lögð niður. Fjölmörgum spurningum um áhrif tillögunnar á íbúasamráð og á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar hefur ekki verið svarað. Hvernig hyggst nýr meirihluti t.a.m. standa að samráði við íbúa Reykjavíkurborgar eftir að öll íbúaráð borgarinnar hafa verið leyst upp? Hvernig verður staðið að samráði milli Reykjavíkurborgar og þeirra aðila, sem eiga formlega aðild að íbúaráðunum, þ.e. íbúasamtökum og foreldrafélögum viðkomandi hverfa, eftir upplausn íbúaráðanna? Hvað verður um þau verkefni íbúaráðanna sem eru nú þegar í vinnslu á vettvangi þeirra?

    Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Vilji samstarfsflokkanna er að fara nýjar leiðir við íbúasamráð með beinna og milliliðalausara samtali við íbúa. Meðal annars að hafa beinni samskipti við íbúa- og hagsmunasamtök og grasrót og fjölga borgaraþingum. Tillaga þessi gengur út á að fresta kosningum í öll íbúaráð til loka kjörtímabils og jafnframt leysa sitjandi íbúaráð frá störfum. Ekki er verið að leggja íbúaráðin niður og ef ástæða þykir til verður aftur kosið í þau á nýju kjörtímabili á næsta ári. Áhersla okkar er á öflug lýðræðisverkefni sem skila raunverulegum árangri í þágu íbúa, aukin skilvirkni um leið og betur er farið með fé.

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Það hljómar undarlega að fyrsta skref nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna á þeirri yfirlýstu vegferð að auka samráð við íbúa og grasrótarsamtök í Reykjavík felist í því að leggja niður íbúaráð og svokölluð notendaráð þar sem fulltrúar fjölmargra grasrótarsamtaka hafa hingað til átt kost á formlegu samráði með tilnefningu fulltrúa.

Fundi slitið kl. 18:43

Sanna Magdalena Mörtudottir Líf Magneudóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 21. febrúar 2025 - prentvæn útgáfa