Borgarstjórn - 9.5.2017

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2017, þriðjudaginn 9. maí, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Dóra Magnúsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl sl. Jafnframt er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. í apríl 2017, skýrsla innri endurskoðunar um mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar, dags. í apríl 2017, skýrsla endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. í apríl 2017. Einnig er lögð fram endurskoðunarskýrsla KPMG, dags. í apríl 2017, og svör fjármálaskrifstofu við fyrirspurnum borgarfulltrúa dags. 9. maí. R16120061

- Kl. 14.17 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

- Kl. 15.25 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum og Ilmur Kristjánsdóttir víkur.

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 samþykktur.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 sýnir sterkan rekstur borgarsjóðs og B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Lægri rekstrarkostnaður hjá borginni þar sem grunnþjónustunni er hlíft, umfram þann samdrátt í útgjöldum sem áætlun gerði ráð fyrir, er stærsti einstaki þátturinn í þessari góðu útkomu þó tekjuaukning hjálpi einnig til. Hreinar vaxtaberandi skuldir A-hluta sem og samstæðu lækka, hagræðingarmarkmið hafa náðst, öll fagsvið borgarinnar eru innan fjárheimilda og veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum er 10,9% hjá A-hluta og 22% hjá samstæðu. Fjárhagsstaða borgarinnar er því sterk þó áframhaldandi aðhalds sé þörf. Einnig er fagnaðarefni að þetta er í fyrsta sinn sem ársreikningur er gefinn út á opnu sniði, ekki einungis hjá borginni heldur á landinu öllu. Stjórnendum og starfsfólki borgarinnar eru færðar þakkir fyrir þá miklu vinnu við greiningar og aðhald sem hefur staðið yfir undanfarin ár og er nú að bera ávöxt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar við fyrri umræðu um ársreikning.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina vísa til bókunar sinnar við fyrri umræðu um ársreikning.

2. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 5. maí og umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. maí. R17010084

Fundi slitið kl. 17.30

Líf Magneudóttir

Skúli Helgason Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 9.5.2017 - Prentvæn útgáfa