Borgarstjórn - 8.2.2022

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2022, þriðjudaginn 8. febrúar, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16:05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Alexandra Briem, Diljá Ámundadóttir Zoëga, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kolbrún Baldursdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Örn Þórðarson. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Fjóla Ösp Baldursdóttir, Hrafnhildur Kjartansdóttir Hördal, Jökull Jónsson, Natalía Lind Hagalín, Númi Hrafn Baldursson, Regína Bergmann Guðmundsdóttir og Sigríður Erla Borgarsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Elín Oddný Sigurðardóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Embla María Möller Atladóttir, fulltrúi ungmennaráðs Grafarvogs. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Regínu Bergmann Guðmundsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness: 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að beina því til stjórnar Strætó bs. að kanna fyrir árslok 2022 möguleika á fjölgun strætóskýla á Kjalarnesi til að auðvelda samgöngur til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur auk þess sem nauðsynlegt er að samrýma ferðir leiðar 29 við aðrar leiðir Strætó bs.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020115

Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

2.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Maríu Möller Atladóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fella niður gjaldtöku í sundlaugum Reykjavíkurborgar fyrir börn 17 ára og yngri. Lagt er til að gert verði ráð fyrir þessari breytingu við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 og gjaldtöku hætt eigi síðar en í maí 2023.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020116

Vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

-     Kl. 16:50 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum og Ragna Sigurðardóttir víkur sæti, 

3.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Natalíu Lindar Hagalín frá ungmennaráði Breiðholts:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið það verkefni að afnema kynjaskiptingu í grunnskólum Reykjavíkurborgar þar sem því verður við komið.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020117

Vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

4.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Hrafnhildar Kjartansdóttur Hördal, frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði það verkefni að tryggja betri fjölbreytni í grænkera- og grænmetisfæði í mötuneytum grunnskóla. Miða skal við að þessi breyting taki gildi í byrjun skólaársins 2022-2023.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020118

Vísað til meðferðar stýrihóps um innleiðingu matvælastefnu. 

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Jökuls Jónssonar frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að tryggja aðgang grunnskólanemenda að getnaðarvörnum og fjölbreyttri kynfræðslu. Miða skal við að tryggja aðgang að getnaðarvörnum eins fljótt og hægt er og að kynfræðsla verði aukin frá og með hausti 2022.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020119

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

-     Kl. 17:45 víkur Skúli Helgason af fundinum og tengist með rafrænum hætti. 

-     Kl. 18:01 víkur Dagur B. Eggertsson af fundinum og Heiða B. Hilmisdóttir tekur sæti með rafrænum hætti. 

6.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Fjólu Aspar Baldursdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela velferðarsviði að bæta aðgengi fyrir unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Miðað skal við að aðgengi hafi verið bætt eigi síðar en í janúar 2023.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020120

Vísað til meðferðar velferðarráðs.

7.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Sigríðar Erlu Borgarsdóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela mannréttindaskrifstofu í samstarfi við skóla- og frístundasvið að bjóða upp á hinseginfræðslu fyrir foreldra og forráðamenn í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Lagt er til að Reykjavíkurborg leiti samninga við Samtökin ‘78 um framkvæmd fræðslunnar frá og með haustönn 2022 og tryggi fjármögnun verkefnisins.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020121

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Núma Hrafns Baldurssonar frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að innleiða vinnueinkunn í íþróttum í stað núverandi einkunnarkerfis í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Lagt er til að breytingarnar taki gildi eigi síðar en á vorönn 2023.

Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22020122

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Fundi slitið kl. 18:30

Forseti borgarstjórnar gekk frá fundargerð

Alexandra Briem

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 8.2.2022 - Prentvæn útgáfa