Borgarstjórn
FUNDARGERÐ
Borgarstjórnar Reykjavíkur og Bæjarstjórnar Akureyrar
Ár 2013, föstudaginn 8. febrúar, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Bæjarstjórnar Akureyrar. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst kl. 16.00. Voru þá komnir til fundar, Eiríkur Björn Björgvinson bæjarstjóri, Jón Gnarr borgarstjóri auk eftirtalinna bæjar- og borgarfulltrúa: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Sigurður Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Sóley Tómasdóttir, Dagur B. Eggertsson, Halla Björk Reynisdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Njáll Trausti Friðbertsson, Karl Sigurðsson, Andrea Hjálmsdóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Eva Einarsdóttir, Silja Dögg Baldursdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Tryggvi Þór Gunnarsson, Kjartan Magnússon, Óttarr Ólafur Proppé, Einar Örn Benediktsson og Logi Már Einarsson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um samvinnu Reykjavíkur og Akureyrar.
2. Fram fer umræða um samgöngumál.
3. Fram fer umræða um velferðarmál.
4. Fram fer umræða um fræðslu, frístund og menningu.
Lögð var fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar fagna sameiginlegum fundi sem fram fór þann 8. febrúar 2013 og sammælast um að efla samstarf sveitarfélaganna í framtíðinni. Skipaður verði formlegur samstarfsvettvangur þeirra sem skipaður verði fjórum fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 18.25
Forsetar gengu frá fundargerð.
Elsa Yeoman Geir Kristinn Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn með bæjarstjórn Akureyrar 08.02.2013 - prentvæn útgáfa