Borgarstjórn - 7.5.2013

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2013, þriðjudaginn 7. maí, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarráð felur kjaradeild að leita eftir því við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu og aðra viðsemjendur borgarinnar að heimildarákvæði verði sett í kjarasamninga, er heimili tilflutning á stökum frídögum launafólks að vori, þannig að úr verði samfellt helgarleyfi.

Greinargerð fylgir tillögunni.

- Kl. 14.04 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs.

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að setja á stofn Jafnréttisskóla Reykjavíkur að fyrirmynd Náttúruskólans. Skólinn hafi aðsetur á skóla- og frístundasviði og hefji starfsemi strax í haust. Skóla- og frístundasviði í samstarfi við mannréttindaskrifstofu verði falið að útfæra og kostnaðarmeta verkefni um jafnréttisskóla og leggja fyrir borgarráð eigi síðar en 1. júní næstkomandi.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt með 10 atkvæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

3. Lögð fram stefna Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2013.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

4. Lögð fram eigendastefna Sorpu bs., sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2013.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram eigendastefna Strætó bs., sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl 2013.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

6. Fram fer umræða um skýrslu úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

- Kl. 16.53 víkur Oddný Sturludóttir af fundi og Eva Baldursdóttir tekur þar sæti.

Borgarstjórn leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarstjórn vill þakka úttektarnefnd borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar fyrir ítarlega og vandaða úttekt. Líkt og segir í niðurstöðum nefndarinnar er það mat hennar „að stjórnskipun og stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg sé í meginatriðum fyrir komið með ásættanlegum hætti en á henni eru þó ýmsir hnökrar, ekki síst hvað varðar framkvæmd og eftirfylgni á mörgum sviðum.“ Borgarstjórn telur að fjölmargar ábendingar og tillögur nefndarinnar kalli á ítarlega umfjöllun á vettvangi borgarstjórnar og stjórnkerfi borgarinnar og felur borgarstjórn borgarráði ábyrgð á að starfi nefndarinnar verði fylgt eftir á viðeigandi vettvangi, s.s. í ráðum og nefndum borgarinnar, stjórnsýslu hennar og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Að umfjöllun lokinni komi skýrslan aftur til umræðu í borgarstjórn.

7. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 18. apríl.

13. liður fundargerðarinnar, tillaga borgarstjóra um gerð heildarsamnings við Heimili kvikmyndanna ses. vegna rekstrar Bíós Paradísar, samþykktur með 10 atkvæðum gegn 5.

23. liður fundargerðarinnar, tillaga borgarstjóra um að veita Félagsbústöðum hf. heimild til lántöku, samþykktur með 9 atkvæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

26. liður fundargerðarinnar, viðauki við fjárhagsáætlun 2013, samþykktur með 9 atkvæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

8. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 26. apríl.

9. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 2. maí.

17. liður fundargerðarinnar, breyting á fjárfestingaáætlun menningar- og ferðamálasviðs, 2013 samþykktur með 9 atkvæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

26. liður fundargerðarinnar, breyting á mannréttindastefnu, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

10. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 12. apríl og 3. maí, íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. apríl og 2. maí, skóla- og frístundaráðs frá 17. apríl, umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. apríl og 2. maí og velferðarráðs frá 2. maí.

Fundi slitið kl. 19.07

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Gísli Marteinn Baldursson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 07.05.13