Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2002, fimmtudaginn 7. mars, var haldinn reglulegur fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Kristín Blöndal, Alfreð Þorsteinsson, Kjartan Magnússon, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Kristbjörg Stephensen og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 26. febrúar. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa 18. lið fundargerðar borgarráðs, samþykkt um friðun trjáa, til síðari umræðu og frekari meðferðar borgarráðs milli umræðna.
Áður en umræða hófst um 2. lið dagskrár minntist forseti Úlfars Þórðarsonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lést aðfaranótt 28. febrúar s.l.
2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 5. mars. Forseti ákvað að 21. liður fundargerðarinnar, þriggja ára áætlun, yrði ræddur sem sérstakur dagskrárliður.
- Kl. 14.42 tók Kristján Guðmundsson sæti á fundinum. - Kl. 14.59 vék Helgi Pétursson af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti.
3. Lagður fram 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 5. mars, þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2003-2005.
- Kl. 15.38 vék Hrannar Björn Arnarsson af fundi og Pétur Jónsson tók þar sæti. - Kl. 15.43 vék Kjartan Magnússon af fundi og Guðrún Pétursdóttir tók þar sæti. - Kl. 16.00 var gert hlé á fundi. - Kl. 16.10 var fundi fram haldið. - Kl. 16.27 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Bryndís Þórðardóttir tók þar sæti. - Kl. 16.45. tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum og Kristín Blöndal vék af fundi. Jafnframt tók Guðrún Jónsdóttir sæti á fundinum og Óskar Bergsson vék af fundi. - Kl. 16.59 tók Kristín Blöndal sæti á fundinum og Pétur Jónsson vék af fundi.
Samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. mars, þriggja ára áætlun, til síðari umræðu.
4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 20. febrúar.
5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 25. febrúar.
- Kl. 17.17 vék Guðrún Jónsdóttir af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti. - Kl. 17.30 vék Inga Jóna Þórðardóttir af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti.
6. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25. febrúar. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
7. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 20. febrúar.
8. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 25. febrúar.
9. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. febrúar.
- Kl. 18.07 var gert hlé á fundi. - Kl. 18.37 var fundi fram haldið og vék þá Kristján Guðmundsson af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. Jafnframt vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Pétur Friðriksson tók þar sæti. Þá vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Guðrún Erla Geirsdóttir tók þar sæti.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
10. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. febrúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
11. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 28. febrúar.
Fundi slitið kl. 18.58.
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Helgi Hjörvar
Anna Geirsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson