No translated content text
Borgarstjórn
FUNDARGERÐ
Borgarstjórnar Reykjavíkur og Bæjarstjórnar Akureyrar
Ár 2014, föstudaginn 7. febrúar, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Bæjarstjórnar Akureyrar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.00. Voru þá komin til fundar: Jón Gnarr borgarstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, auk eftirtalinna bæjar- og borgarfulltrúa: Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, S. Björn Blöndal, Björn Gíslason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Einar Örn Benediktsson, Eva Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sóley Tómasdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hlín Bolladóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Ólafur Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Silja Dögg Baldursdóttir, Ragnar Sverrisson og Tryggvi Þór Gunnarsson.
Fundarritari var Ragnheiður Stefánsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um samskipti ríkis og sveitarfélaga.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkur og bæjarfulltrúa Akureyrar um samstarf Akureyrarbæjar og Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Grafarvogi:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar samþykkir að hefja undirbúning á samstarfi í velferðarmálum milli Grafarvogs og Akureyrar. Markmið samstarfsins er að Miðgarður, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, geti nýtt sér jákvæða reynslu Akureyrar, sem allt frá árinu 1997 hefur þróað samþætta velferðarþjónustu í nærsamfélagi fyrir alla bæjarbúa. Ennfremur að Akureyrarbær njóti góðs af frumkvöðlaverkefnum Miðgarðs, s.s. í forvarnarmálum og sérfræðiþjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra Fjölskyldudeildar, Búsetudeildar og Öldrunarheimila Akureyrar og framkvæmdastjóra Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 18.07
Forsetar gengu frá fundargerð.
Elsa Yeoman Geir Kristinn Aðalsteinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn með bæjarstjórn Akureyrar 7.2.2014 - prentvæn útgáfa