Borgarstjórn - 6.2.2003

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2003, fimmtudaginn 6. febrúar, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskardóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Helgi Hjörvar, Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

Í upphafi fundar bauð forseti borgarstjórnar nýráðinn borgarstjóra, Þórólf Árnason, velkominn til starfa. Þá óskaði borgarstjóri eftir góðu samstarfi við borgarfulltrúa.

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 4. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 3. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 24. janúar.

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. janúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 14 samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 23. janúar.

Fundi slitið kl. 18.56.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Anna Kristinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson