Borgarstjórn
Ár 2022, þriðjudaginn 6. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:08. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Birkir Ingibjartsson, Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Helgi Áss Grétarsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kolbrún Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Skúli Helgason, Trausti Breiðfjörð Magnússon, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Þorvaldur Daníelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. nóvember 2022. Einnig er lagður fram 6. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. desember 2022; breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar vegna aðgerðaáætlunar um umbætur og hagræðingu, merktar SBPC-1-SBPC-93, og aðrar breytingartillögur merktar SBPC-94-SBPC-111, 7. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 2. desember; breytingartillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J-1-J-8 og 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 2. desember; breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F-1-F-17. Einnig eru lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks merktar D-1-D-16 og breytingartillögur borgarfulltrúa Vinstri grænna merktar V-1-V-11. FAS22010020
- Kl. 16:00 tekur Árelía Eydís Jóhannsdóttir sæti á fundinum og Unnur Þöll Benediktsdóttir víkur af fundi.
- Kl. 18:25 er gert hlé á fundinum.
- Kl. 19:05 er fundi fram haldið, þá hefur Magnús Davíð Norðdahl vikið af fundi og Rannveig Ernudóttir tekið sæti.
- Kl. 20:55 tekur Kristinn Jón Ólafsson sæti og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir víkur af fundi.
- Kl. 21:00 víkur Friðjón R. Friðjónsson af fundi og Sandra Hlíf Ocares tekur sæti.
Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2023 sem fyrir liggja.
V-10 Tillaga um niðurfellingu Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 20 m.kr. með lækkun á fjármagni í styrkjapotta hverfisráða. Líkt og gildir um styrkjapott borgarráðs þá hefur reynslan sýnt að hér er um ómarkvissar úthlutanir að ræða í mörgum tilvikum, þar sem tilviljanakennd tengsl við hverfaráðsfulltrúa hafa jafnvel ráðið mestu um hvort borgararnir hafi yfir höfuð vitað af tilvist þessara potta. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. Borgarfulltrúi Pírata Rannveig Ernudóttir er ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna.
SBPC-1 Tillaga vegna breytinga á Hverfissjóði íbúaráða. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 10.000 þ.kr. með lækkun á fjármagni í Hverfissjóð. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. Borgarfulltrúi Pírata Rannveig Ernudóttir er ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna.
SBPC-2 Tillaga vegna breytinga á styrkjapotti mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. Lagt er til að fjárheimildir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu verði lækkaðar um 5.000 þ.kr. með lækkun á fjármagni í styrkjapott MAR. Með þessari aðgerð lækkar potturinn um helming. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. Borgarfulltrúi Pírata Rannveig Ernudóttir er ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna.
SBPC-3 Tillaga vegna breytinga á fjölda fulltrúa í öldungaráði. Lagt er til að fjárheimildir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu verði lækkaðar um 500 þ.kr. með fækkun á tveimur fulltrúum í öldungaráði. Gert er ráð fyrir að fulltrúar fari úr 9 niður í 7 fulltrúa. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. Borgarfulltrúi Pírata Rannveig Ernudóttir er ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna.
SBPC-4 Tillaga vegna breytinga á styrkjapotti borgarráðs. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 12.500 þ.kr. með lækkun á fjármagni í styrkjapott borgarráðs. Breytingin á styrkjapottinum nemur 50% lækkun. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-5 Tillaga vegna breytinga á fundarkostnaði borgarstjórnar. Lagt er til að fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar verði lækkaðar um 1.500 þ.kr. með lækkun á fundarkostnaði borgarstjórnar. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt.
V-11 Tillaga um að fella niður Miðborgarsjóð. Lagt er til að fjárheimildir á skrifstofu borgarstjóra verði lækkaðar um 30 m.kr. með lækkun á fjármagni í Miðborgarsjóð. Hér vísast til sömu sjónarmiða og varðandi styrkjapotta borgarráðs og hverfisráða. Miðborgarsjóður er tilkominn af sögulegum ástæðum og var á sínum tíma réttlættur með áhyggjum af „hnignun miðborgarinnar“ sem talin var standa höllum fæti gegn öðrum verslunar- og viðskiptakjörnum, en þau sjónarmið eiga ekki lengur við. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-6 Tillaga vegna breytinga á Miðborgarsjóði. Lagt er til að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði lækkaðar um 10.000 þ.kr. með lækkun á fjármagni í Miðborgarsjóð. Fjármagn Miðborgarsjóðs fer þá úr 30.000 þ.kr. í 20.000 þ.kr. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-7 Tillaga vegna breytinga á Lýðheilsusjóði. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 10.000 þ.kr. með lækkun á fjármagni í Lýðheilsusjóð. Fjármagn Lýðheilsusjóðs fer þá úr 30.000 þ.kr. í 20.000 þ.kr. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-6 Tillaga um að hagræða í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar sem nemur 100 milljónum króna á skrifstofu borgarstjóra. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01100 verði því lækkaðar um 100 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-5 Tillaga um skipulagsbreytingar hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Flokkur fólksins leggur til að hagræðingarkrafa verði hækkuð á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Greinargerð fylgir hagræðingarkröfunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-8 Tillaga vegna breytinga á ráðningu í stöðugildi. Lagt er til að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði lækkaðar um 10.000 þ.kr. með frestun á ráðningu í laust stöðugildi. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-9 Tillaga vegna lækkunar á kostnaði í endurskoðunarnefnd. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 4.800 þ.kr. vegna lækkunar á öðrum kostnaði endurskoðunarnefndar. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 21 atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
SBPC-10 Tillaga vegna lækkunar á aðkeyptri þjónustu. Lagt er til að fjárheimildir innri endurskoðunar verði lækkaðar um 4.000 þ.kr. með lækkun á aðkeyptri þjónustu skrifstofunnar. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-11 Tillaga vegna afnáms niðurgreiðslna á bílastæðum Reykjavíkurborgar vegna bílastæða Bílastæðasjóðs í Ráðhúsi og Höfðatorgi. Lagt er til að niðurgreiðslum á bílastæðum Bílastæðasjóðs sem Reykjavíkurborg hefur niðurgreitt verði hætt. Allmörg ár eru síðan niðurgreiðslur og veittir afslættir vegna kjörinna fulltrúa lögðust af og verður niðurgreiðslum og afsláttum hætt vegna starfsfólks. Starfsfólk getur líkt og áður gert samgöngusamninga. Þar sem hluti bílastæða í kjallara Höfðatorgs er hluti af leigusamningi borgarinnar um Höfðatorg er gert ráð fyrir að endursamið verði til lækkunar eða stæðin boðin hæstbjóðanda.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-12 Tillaga um breytingar á hlutverki miðlægs samskiptateymis. Undirbúnar verði breytingar á samskiptateymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara sem miða að því að skýra og skerpa hlutverk teymisins og líta heildstætt á flæði upplýsinga. Hluti af breytingunum felist í því að sett verði á laggirnar miðlaver fyrir Reykjavíkurborg undir stjórn samskiptastjóra samskiptateymis sem þjónustar öll svið borgarinnar varðandi myndmiðlun og gerð kynningarefnis. Í því felast tækifæri til hagræðingar í heild sinni fyrir Reykjavíkurborg og betri nýtingar á samskiptainnviðum, aukinnar samhæfingar og hagstæðari aðkeyptrar þjónustu. Tillögurnar verði tilbúnar í janúar 2023.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-13 Tillaga vegna breytingar á Nýsköpunarsjóði námsmanna. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 15.000 þ.kr. vegna lækkunar á framlögum í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Stuðningi Reykjavíkurborgar vegna Nýsköpunarsjóðs námsmanna verði breytt þannig að bein framlög í sjóðinn verði lögð af en 15.000 þ.kr. verði í auknum mæli varið í mótframlög vegna verkefna sem tengjast Reykjavíkurborg beint. Sjóðurinn á sér langa og farsæla sögu og hefur vaxið síðustu ár án þess að önnur sveitarfélög hafi komið að stuðningi við hann með beinum hætti. Í ljósi þess er eðlilegt að slíkt gildi einnig um borgina en að Reykjavík efli hins vegar stuðning við einstök verkefni sem sótt er um fyrir í sjóðinn og hafa beina þýðingu fyrir borgina og auki þannig líkur þess að þau nái fram að ganga og skili árangri.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-14 Tillaga vegna skipulagsbreytinga hjá meindýravörnum. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 10.000 þ.kr. vegna skipulagsbreytinga hjá meindýravörnum. Ekki er gert ráð fyrir að ráða í stöðugildi sem losnar 1. febrúar 2023. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-15 Tillaga vegna breytinga á fjárveitingu vegna námsleyfa. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 4.300 þ.kr. vegna námsleyfa. Leitað verður annarra leiða ef upp koma beiðnir um námsleyfi. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 21 atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
SBPC-16 Tillaga vegna frestunar á ráðningu hjá Náttúru og görðum. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 12.000 þ.kr. með því að fresta ráðningu í stöðu verkefnisstjóra hjá Náttúru og görðum í eitt ár. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-17 Tillaga vegna lækkunar á framlögum í rekstri kirkjugarðs í Úlfarsfelli. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 24.000 þ.kr. vegna Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Framkvæmdir vegna undirbúnings við nýjan kirkjugarð í Úlfarsfelli hafa verið fluttar á fjárfestingarlið. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-18 Tillaga vegna breytinga á flutningi á færanlegum kennslustofum. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 20.000 þ.kr. vegna færanlegra kennslustofa. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
SBPC-19 Tillaga vegna breytinga á greiðslum til Reykjanesfólkvangs. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild til þess að segja upp samstarfssamningi vegna reksturs Reykjanesfólksvangs frá árinu 2024. Gert er ráð fyrir að tillagan skili 4.400 þ.kr. á ársgrundvelli.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-20 Tillaga vegna lækkunar á viðhaldskostnaði gatnalýsingar. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 20.000 þ.kr. vegna lækkunar á viðhaldi gatnalýsingar vegna LED væðingar. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-21 Tillaga vegna endurnýjunar búnaðar hjá landupplýsingadeild. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 1.000 þ.kr. vegna frestunar á endurnýjun búnaðar á landupplýsingadeild. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-22 Tillaga vegna lækkunar á kostnaði við aðkeypta sérfræðiþjónustu, kynningar- og auglýsingakostnaði. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 12.000 þ.kr. vegna kaupa á sérfræðiþjónustu, kynningar- og auglýsingakostnaði. Lækkunin verður útfærð á hinum ýmsum starfseiningum sviðsins. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-23 Tillaga vegna lækkunar á kostnaði við aðkeypta þjónustu hjá byggingarfulltrúa. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 12.000 þ.kr. vegna skönnunar séruppdrátta hjá byggingarfulltrúa. Verkefnið færist til þjónustu- og nýsköpunarsviðs undir stafræna umbreytingu. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-24 Tillaga vegna breytinga á styrkveitingum vegna uppsetningar á rafhleðslustöðvum. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 20.000 þ.kr. vegna styrkveitinga til rafhleðslustöðva við fjölbýlishús. Samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur rennur út á þessu ári og hefur OR tekið ákvörðun um að framlengja hann ekki þar sem verkefnið hefur að mörgu leyti náð markmiði sínu, sem var að vekja athygli húsfélaga á möguleikum á uppsetningu rafhleðslustöðva og stuðla að uppbyggingu þekkingar til slíkra verkefna á verktakamarkaði. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-25 Tillaga vegna breytinga á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs. Lagt er til að tekjuáætlun umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkuð um 50.000 þ.kr. vegna stækkunar á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs. Sem fyrr en gert ráð fyrir að íbúar á viðkomandi svæðum geti fengið íbúakort.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-26 Tillaga vegna breytinga á afsláttum til langtímanotenda í bílastæðahúsum. Lagt er til að tekjur umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar vegna uppsagnar á afsláttum langtímanotenda í bílastæðahúsum en fyrirkomulag þeirra verður endurskoðað.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-27 Tillaga vegna breytinga á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið endurskoði rekstur Vinnuskóla Reykjavíkur með tilliti til breytinga á fyrirkomulagi skólans og því markmiði að vinna við umhirðu, garðyrkju og önnur verkefni verði fyrirferðarmeiri í starfi skólans en námskeið og fræðsla minnki til móts við það sem gildir á almennum vinnumarkaði en stefnt er að því að öll ungmenni sem sækja um í vinnuskólanum fái starf. Tillaga liggi fyrir 1. mars 2023.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-28 Tillaga vegna breytinga á styrkveitingum vegna hljóðvistar. Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs lækki um 6.500 þ.kr. vegna hljóðvistarstyrkja 2023-2024. Aðgerðin felur í sér að fella tímabundið niður styrkveitingar til úrbóta í hljóðvist íbúða af völdum umferðarhávaða. Umsókn um hljóðvistarstyrk er gild í tvö ár. Umsóknir sem þegar hefur verið veitt vilyrði fyrir á árinu 2022 eru því í gildi út árið 2024. Miðað er við að ekki verði tekið við nýjum umsóknum frá og með 1. janúar 2023. Tillagan felur því í sér lækkað fjármagn í hljóðvistarstyrki til ársins 2025 en engar styrkveitingar frá 1. janúar 2025.
Samþykkt með 21 atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
SBPC-29 Tillaga vegna endurskoðunar á gjaldskrá afnotaleyfa. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið endurskoði gjaldskrá afnotaleyfa með tilliti til leigu af borgarlandi til að skapa hagrænan hvata til að stýra stærð þess lands sem fæst að láni til að lágmarka rask á borgarlandinu vegna framkvæmda. Ný gjaldskrá vegna afnotaleyfa verði lögð fram um leið og tillaga liggur fyrir. Tillaga liggi fyrir 1. mars 2023.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-30 Tillaga vegna flutnings á þjónustu meindýravarna til Dýraþjónustu Reykjavíkur. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið og íþrótta- og tómstundasvið skoði rekstrarfyrirkomulag og flutning á starfsemi meindýravarna Reykjavíkurborgar til Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-31 Tillaga um betri rekstur og afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið og Bílastæðasjóður, í samvinnu við eignasjóð og deild atvinnuþróunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, móti tillögur um bættan rekstur og afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs. Horft verði til bættrar nýtingar og breytinga á bílastæðagjöldum og gjaldskrám, sólarhringsþjónustu með stafrænni umbreytingu, mögulegs samstarfs við hótel og bílaleigur þar sem við á en einnig breyttrar nýtingar og hugsanlegrar umbreytingar og jafnvel sölu einstakra húsa að hluta eða í heild, byggt á greiningu, skipulagssýn og bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Tillaga liggi fyrir 1. maí 2023.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-32 Tillaga vegna reksturs og þjónustu við langveik börn. Lagt er til að hafnar verði viðræður við ríkið um að taka að sér rekstur búsetuúrræða og þjónustu við fötluð og langveik börn þar sem margháttuð heilbrigðisþjónusta er veigamesti þáttur þjónustunnar.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-33 Tillaga vegna reksturs Seljahlíðar. Lagt er til að rekstur 20 hjúkrunarrýma í Seljahlíð verði lagður niður, rekstararleyfin flytjist til annarra hjúkrunarheimila skv. ákvörðun ríkisins og rýmunum verði breytt í þjónustuíbúðir líkt og aðrar íbúðir Seljahlíðar. Hjúkrunareiningin er lítil og óhagkvæm í rekstri enda hefur Reykjavíkurborg greitt um 50 m.kr. með rekstrinum árlega. Rekstur hjúkrunarheimila er ekki á verkefnasviði sveitarfélaga. Þegar breytingin verður komin til framkvæmda skilar hún 67 m.kr. sparnaði á ársgrundvelli.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
SBPC-34 Tillaga vegna leigusamnings um þjónustumiðstöð á Sléttuvegi. Hrafnista rekur nú félagsmiðstöð að Sléttuvegi með opnu félagsstarfi, húsvörslu, símsvörun, rekstri borðsalar og rekstri móttökueldhúss auk annars hefðbundins reksturs þjónustumiðstöðvar. Jafnframt hefur Hrafnista með höndum rekstur almennrar dagdvalar í húsakynnum þessum. Það er mat skrifstofu öldrunarþjónustu að sú félagsmiðstöð nýtist fyrst og fremst íbúum hússins og gestum dagdvalar, en síður aðilum í hverfinu og að unnt væri að nýta aðrar félagsmiðstöðvar fyrir þann hóp. Lagt er til að viðræður verði hafnar um að segja upp eða breyta til lækkunar þjónustusamningi vegna rekstrar þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara við Sléttuveg 25-27 í hagræðingarskyni ásamt leigusamningi um þjónustumiðstöð DAS við Sléttuveg í Reykjavík. Árlegur kostnaður vegna reksturs á Sléttuvegi er alls 136,5 m.kr.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-35 Tillaga vegna unglingasmiðja. Lagt er til að starfsemi unglingasmiðjanna Stígs og Traðar leggist af og markhópi úrræðanna verði sinnt í samstarfi fagfólks félagsmiðstöðva og Keðjunnar sem hluti af Betri borg fyrir börn. Unglingasmiðjurnar eru úrræði sem eiga rætur á tíma þegar mun færra fagfólk var í frítímaþjónustu borgarinnar og eru nú hluti Keðjunnar sem veitir fjölskyldum fjölþættan stuðning. Þjónusta við markhóp úrræðanna verður endurskipulögð. Heildarfjárveitingar til þeirra eru 63 m.kr. á ári.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-36 Tillaga um Vin dagsetur. Lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af en markhópi þjónustunnar mætt með öðru móti á félagsmiðstöðvum borgarinnar. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri Vinjar dagseturs í júlí 2022 en Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hafði rekið það áður með samningi við Reykjavíkurborg. Rauði krossinn ákvað að hætta rekstrinum. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir og er helsta hlutverk Vinjar að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir gesti setursins. Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf verður útfærð í samráði við Geðhjálp.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
SBPC-37 Tillaga vegna samstarfs Virknihúss, Bataskóla o.fl. Lagt er til að á vettvangi Virknihúss verði fyrrverandi úrræði Námsflokka Reykjavíkur, Bataskólinn og e.t.v. fleira samþætt. Leitað verði samstarfs við viðeigandi ráðuneyti þar sem verkefni falla undir verkefni ríkisins en einnig stefnt að aukinni samlegð og markvissum rekstri.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
SBPC-38 Tillaga vegna niðurfellingar reglna Reykjavíkurborgar um styrki til áfangaheimila frá 16. desember 2008. Lagt er til að reglur Reykjavíkurborgar um styrki til áfangaheimila sem voru samþykktar í velferðarráði 16. desember 2008 verði lagðar niður. Ástæðan fyrir samþykkt reglnanna var að þeir sem dvöldu á áfangaheimilum gátu ekki skráð lögheimili sitt þar og því fengu þeir hvorki húsaleigubætur né sérstakar húsaleigubætur (nú húsnæðisstuðningur og sérstakur húsnæðisstuðningur). Til að þeir einstaklingar sem dvöldu á áfangaheimilum væru ekki í verri stöðu en aðrir leigjendur borgarinnar samþykkti velferðarráð nefndar reglur. Þann 1. janúar 2017 tóku gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur sem breyttu þessu landslagi. Á grundvelli þeirra laga og reglna um sérstakan húsnæðisstuðning gátu einstaklingar sem dvöldust á áfangaheimilum sótt um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning. Með því var ekki þörf lengur á nefndum reglum. Reglurnar um styrki til áfangaheimila eru komnar til ára sinna og stjórnsýslan í kringum þær er gamaldags og vafamál hvort framkvæmdin standist reglur um vernd persónuupplýsinga þar sem þær gera ráð fyrir að áfangaheimili sendi kennitölur þeirra sem þar dvelja til skrifstofu velferðarsviðs. Afnám reglnanna mun ekki snerta fjárhag þeirra sem þar dvelja þar sem þeir eiga rétt á að sækja um húsnæðisstuðning og sérstakan húsnæðisstuðning. Hins vegar mun afnám reglnanna leiða til þess að rekstraraðilar áfangaheimila verði fyrir tekjutapi. Þeir eiga hins vegar möguleika á að sækja um styrki í styrkjapott velferðarráðs fyrir þeirri þjónustu sem sem þeir veita leigutökum.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-39 Tillaga vegna stefnumörkunar félagsmiðstöðva, samfélags- og menningarhúsa í borginni. Lagt er til að ráðist verði í heildstæða stefnumörkun um menningar- og félagsstarfsemi allra aldurshópa í borginni þar sem öflugt félags- og menningarstarf í öllum borgarhlutum og markviss og góð nýting mannauðs, húsnæðis og fjármuna verði eitt af lykilmarkmiðum. Félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar á vegum velferðarsviðs eru 17 talsins. Nýting þjónustu þeirra er afar mismunandi og ræður þar eðli starfsemi þeirra og staðsetning. Mat skrifstofu öldrunarþjónustu er að unnt sé að fækka miðstöðvunum ásamt móttökueldhúsum sem þar eru starfandi um fimm. Eftir mun standa a.m.k. ein félagsmiðstöð í hverju hverfi borgarinnar sem er í samræmi við áætlanir meirihluta borgarstjórnar um samfélagshús. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið rekur menningarhús í öllum borgarhlutum fyrir alla aldurshópa, á grunni útibúa Borgarbókasafnsins, menningarmiðstöðina Gerðuberg í Breiðholti og Hitt húsið í Elliðaárdal sem þjónar ungu fólki. Þá eru íþróttamannvirki og sundlaugar oft vinsælir samkomustaðir sem gegna mikilvægu hlutverki. Skóla- og frístundasvið rekur frístundamiðstöðvar í öllum borgarhlutum á fjölmörgum starfsstöðvum, þær eru aðeins fyrir ungt fólk og eru ýmist í sérhæfðu húsnæði eða innan skóla. Fagfólk um frítímaþjónustu starfar að einhverju leyti á öllum þessum sviðum, auk sérfræðinga Borgarbókasafns og annars starfsfólks, sérhæfðs og ekki. Ábyrgð á pólitískri stefnumörkun, staðsetning einstakra þátta í starfseminni í stjórnkerfi borgarinnar ásamt tillögum um framtíðarsýn, skipulag starfseminnar, samþættingu og samstarf og nýtingu húsnæðis og fleira komi allt til skoðunar í stefnumörkuninni. Fyrstu tillögum verði skilað 1. maí 2023.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-40 Tillaga vegna breytinga á Landnámssýningu/Ljósmyndasafni. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 6.010 þ.kr. hjá Borgarsögusafni vegna niðurfellingar á stöðugildi vegna afgreiðslu og skráningar. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-41 Tillaga vegna breytinga á stöðugildum. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 8.339 þ.kr. hjá Borgarsögusafni vegna niðurfellingar á tímabundnu stöðugildi vegna verkstæðisvinnu. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-42 Tillaga vegna breytinga á sýningum. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 8.304 þ.kr. hjá Listasafni Reykjavíkur vegna niðurfellingar á tveimur sýningum af þeim 19 sem fyrirhugaðar eru á árinu 2023. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-43 Tillaga vegna breytinga á útgáfu fríblaða. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 810 þ.kr. hjá Listasafni Reykjavíkur vegna niðurfellingar á útgáfu fríblaða og fækkunar á útsendum boðsmiðum. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-44 Tillaga vegna breytinga á starfsemi Borgarbókasafns. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs hjá Borgarbókasafni lækki um 4.750 þ.kr. þar sem dregið verður úr viðburðahaldi og aðkeypt vinna minnkuð. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-45 Tillaga vegna breytinga á starfshlutfalli. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 8.600 þ.kr. hjá Borgarbókasafni vegna niðurfellingar á stöðugildi. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna.
SBPC-46 Tillaga vegna breytinga á starfshlutfalli. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 3.700 þ.kr. hjá Borgarbókasafni vegna niðurfellingar á 75% stöðugildi. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna.
SBPC-47 Tillaga vegna breytinga á starfshlutfalli. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs lækki um 2.300 þ.kr. hjá Borgarbókasafni vegna niðurfellingar á 25% stöðugildi. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna.
SBPC-48 Tillaga vegna breytinga á verkefnum og viðburðum. Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs hjá Borgarbókasafni lækki um 2.400 þ.kr. vegna samræmingar á opnunartíma safnanna. Lokað verður í fimm söfnum kl 18 alla daga vikunnar en tvö söfn (Kringlan og Gróf) verða opin til kl. 18:30. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-49 Tillaga vegna breytingar á opnunartímum félagsmiðstöðva. Lagt er til að breyting verði á opnunartíma í félagsmiðstöðvum unglinga innan borgarinnar. Opnunartími yfir vetrartímann verði styttur í 21:45 í stað 22:00 til að gæta betra samræmis við útivistartíma unglinga. Fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 9.859 þ.kr. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tíu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
SBPC-50 Tillaga vegna innheimtu á raunkostnaði við þjónustu Klettaskóla og Brúarskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 50.000 þ.kr. vegna innheimtu raunkostnaðar hjá nágrannasveitarfélögum í stað þess að innheimta byggi á áætlun líðandi árs. Eðlilegt markmið er að greiðslur taki mið af raunkostnaði. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-51 Tillaga vegna breytinga á kostnaðarþátttöku í rekstri Klébergsskóla. Lagt er til að teknar verði upp viðræður um að Kjósarhreppur greiði raunkostnað vegna skólagöngu barna úr Kjósarhreppi í Klébergsskóla.
Samþykkt.
SBPC-52 Tillaga vegna breytingar á frístundastarfi Ingunnarskóla. Lagt er til að húsnæði í eigu þriðja aðila verði skilað og frístundastarf verði flutt inn í húsnæði skólans. Tillagan felur í sér niðurfellingu á innri leigu til eignaskrifstofu um 14.400 þ.kr. á árinu 2024.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-53 Tillaga vegna breytingar á færanlegum stofum í Waldorf/Sólstöfum. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 15.000 þ.kr. vegna skila á færanlegu húsnæði á lóð Waldorfskóla. Tillagan felur í sér niðurfellingu á innri leigu til eignaskrifstofu.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-54 Tillaga vegna breytingar á starfsemi í Miðbergi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 12.000 þ.kr. vegna skila á húsnæðinu í Miðbergi. Tillagan felur í sér niðurfellingu á innri leigu til eignaskrifstofu.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-55 Tillaga vegna breytingar á leigu húsnæðis við Þorragötu. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 12.000 þ.kr. vegna skila á húsnæðinu að Þorragötu. Tillagan felur í sér niðurfellingu á innri leigu til eignaskrifstofu.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-56 Tillaga vegna breytingar á sundkennslu 10. bekkjar. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna sundkennslu í 10. bekk þar sem meirihluti nemenda klárar lokasundpróf í 9. bekk. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt.
SBPC-57 Tillaga vegna breytinga á ráðningum á sumarliðum í leikskólum. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 60.000 þ.kr. þar sem ekki verður ráðið viðbótar sumarfólk úr röðum ungmenna til viðbótar við afleysingafólk inn í leikskóla borgarinnar sumarið 2023. Gert er ráð fyrir betri stöðu á vinnumarkaði varðandi sumarstörf ungs fólks, en ráðning á viðbótar sumarfólki á leikskóla var hluti af átaki eftir COVID. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
SBPC-58 Tillaga vegna verðlauna í tengslum við meistararitgerðir. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 3.500 þ. kr. þar sem verðlaun tengd meistararitgerðum sem fjalla um skóla- og leikskólamál verða felld niður. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-59 Tillaga vegna breytinga á tækjakaupapotti. Lækkun um 50% í eitt ár. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 50.000 þ.kr. þar sem tækjapottur til endurnýjunar tækja og áhalda í leik- og grunnskólum verður lækkaður um 50% í eitt ár. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tíu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
SBPC-60 Tillaga vegna breytinga á samningum um skólabúðir á Úlfljótsvatni. Lagt er til að skóla- og frístundasvið segi upp samstarfssamningi við Bandalag íslenskra skáta vegna skólabúða á Úlfljótsvatni sem rennur út í árslok 2023. Dregið hefur mikið úr áhuga grunnskóla á þessum ferðum og samningurinn því lítið nýttur. Gert er ráð fyrir að tillagan skili 8.000 þ.kr. á ársgrundvelli.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
SBPC-61 Tillaga vegna breytinga á fjárveitingu vegna viðbótarbókakaupa. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 9.000 þ.kr. þar sem fjárveitingin er orðin hluti af nýju úthlutunarlíkani grunnskóla. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-62 Tillaga vegna breytinga á greiðsluþátttöku í hljóðfæranámi fullorðinna. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 70.000 þ.kr. sem felst í þeim sparnaði sem til fellur við að lækka aldursviðmið og minnka greiðsluþátttöku í hljóðfæranámi fullorðinna. Áfram verður niðurgreitt nám fyrir nemendur sem sýna námsframvindu og eru að halda áfram námi sem hefst fyrir átján ára aldur. En ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á tónlistarnámi einstaklinga sem hefja það á fullorðinsaldri, eða eftir 18 ára aldur. Á móti verði 25.000 þ.kr. varið til aukins tónlistarnáms fyrir börn og stefnt er að því að sú fjárhæð hækki um 25.000 þ.kr. á ári í fjögur ár og verði aukningin orðin að minnsta kosti 100.000 þ.kr. í lok þessa tímabils í samræmi við stefnumörkun borgarinnar um tónlistarnám. Tillagan felur í sér að á árinu 2023 verður 45.000 þ.kr. fjárheimild flutt frá SFS yfir á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-63 Tillaga vegna breytinga á greiðsluþátttöku í söngnámi fullorðinna. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 30.000 þ.kr. sem felst í þeim sparnaði sem til fellur við að lækka aldursviðmið og minnka greiðsluþátttöku í söngnámi fullorðinna. Áfram verður niðurgreitt nám fyrir nemendur sem sýna námsframvindu og eru að halda áfram námi sem hefst fyrir tuttugu og sex ára aldur. En ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á tónlistarnámi einstaklinga sem hefja það á fullorðinsaldri, eða eftir 26 ára aldur. Á móti verður fjárheimild til hverfakóra aukin frá og með árinu 2024 þannig að minnsta kosti einn hverfakór barna og unglinga bætist við árlega í þrjú ár í samræmi við stefnumörkun borgarinnar um tónlistarnám. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-64 Tillaga vegna breytinga á innkaupum á matvælum í leikskólum. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 100.000 þ.kr. þar sem breytingar eru að eiga sér stað í rekstrarmódeli leikskóla og stjórnendur þeirra sjá sér hag í því að minnka stjórnunarþátt og rekstraráhættu vegna matráða/mötuneytis. Alls eru 47 leikskólar sem notast nú við aðkeyptan mat og er áætlað að hægt sé að ná kostnaði við þau innkaup niður með útboðum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og nái að jafnaði til allra leikskóla á miðju ári 2024. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
SBPC-65 Tillaga vegna breytinga á rekstri Miðstöðvar útivistar og útináms. Lagt er til að Miðstöð útivistar og útináms flytjist frá skóla- og frístundasviði og til menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs og komi úr ramma Gufunesbæjar eða af samstarfssamningi íþrótta- og tómstundasviðs og skóla- og frístundasviðs vegna Gufunesbæjar. Gert er ráð fyrir að það verði rýnt í samhengi við sameiningu íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-66 Tillaga vegna breytinga á rekstri íþróttahúsa. Lagt er til að skoðað verði að flytja sex stór íþróttahús frá skóla- og frístundasviði til menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Vegna smæðar hverrar rekstrareiningar ná stjórnendur grunnskóla ekki fram aukinni útleigu og því hagræði sem þarf til að húsin standi undir sér rekstrarlega. Gert er ráð fyrir að tillagan geti skilað 15 m.kr. á ársgrundvelli.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-67 Tillaga vegna samvinnu og eða sameiningar skóla- og hverfabókasafna. Útfærðar verði hugmyndir um nánari samvinnu og/eða sameiningar skóla- og hverfisbókasafna undir sameiginlegri yfirstjórn í hverju hverfi en það verði rýnt í samhengi við sameiningu íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs. Markmiðið verði að koma í veg fyrir tvíverknað, nýta bókakost og leita leiða til að bæta aðgengi, einkum barna og unglinga, að bókum og stuðla að lestri. Jafnframt verði nýttir kostir nýrrar tæki við sjálfsskráningu og sjálfsafgreiðslu bóka í skólum og hverfisbókasöfnum. Auk ofangreinds er stefnt að því nýtt fyrirkomulag skili hagræðingu eins og kostur er. Tillagan verði útfærð fyrir 1. maí 2023.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-68 Tillaga vegna breytinga á umsjón fasteigna. Lagt er til tilraunaverkefni um að rekstur og eftirlit með fasteignum skóla og fleira í hverfum verði fært frá viðkomandi stofnun til hverfistengds teymis fasteignastjóra, samhliða aukinni sjálfvirkni og samanburði s.s. með orkunotkun. Fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 20.000 þ. kr. í tengslum við þessar breytingar. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-69 Tillaga vegna þróunarsjóðs í menntamálum. Lagt er til að þróunarsjóður í menntamálum lækki tímabundið í 100.000 þ.kr. Tekið hefur lengri tíma að vinna ýmis verkefni sem hlotið hafa styrki úr sjóðnum sl. ár, m.a. vegna COVID og eðlilegt að lagt sé mat á reynsluna af sjóðnum sem er lykiltæki til að innleiða nýja menntastefnu borgarinnar, látum draumana rætast. Gert er ráð fyrir að óbreyttu að framlög til sjóðsins verði aukin aftur á komandi árum. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
SBPC-70 Tillaga vegna yfirstjórnar tónlistarskóla og skólahljómsveita. Lagt er til að unnar verði tillögur sem stuðli að því að framlög til tónlistarskóla og skólahljómsveita renni að enn stærri hluta til tónlistarnáms og að sparnaður náist í stjórnun. Núverandi fyrirkomulag með skólastjórum í öllum tónlistarskólum og skólastjórum og aðstoðarskólastjórum í öllum skólahljómsveitum er líklega ekki besta eða hagkvæmasta fyrirkomulag mála og óskað eftir tillögum skóla- og frístundasviðs og menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs varðandi framtíðarfyrirkomulag að þessu leyti. Gert er ráð fyrir að tillagan verði rýnd í samhengi við sameiningu íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs. Horft verði til hlutfalls stjórnunarkostnaðar og ýmissa breytinga, s.s. tilkomu nýrra hverfakóra sem verða samreknir með skólahljómsveitum. Tillögur liggi fyrir 1. apríl og taki gildi á næsta skólaári.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að bera upp breytingatillögur SBPC-71-76 í einu lagi.
SBPC-71 Tillaga vegna breytinga á leyfisgjöldum. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 5.000 þ.kr. vegna lækkunar á leyfisgjöldum vegna Unit4 fjárhagskerfis. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
SBPC-72 Tillaga vegna breytinga á útsendum greiðsluseðlum. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 10.000 þ.kr. með því að fella niður póstsendingar á útgefnum greiðsluseðlum. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
SBPC-73 Tillaga vegna útboðs og samræmingar á færsluhirðingu. Lagt er til að farið verði í útboð og samræmingu á færsluhirðingu borgarinnar. Vænst er þess að verkefnið muni leiða til hagræðingar um allt borgarkerfið vegna ávinnings af samningssambandi við einn birgja.
SBPC-74 Tillaga vegna breytinga á útsendum launaseðlum. Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs lækki um 2.000 þ.kr. vegna þess að lögð verður niður birting á launaseðlum í netbanka. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
SBPC-75 Tillaga vegna innleiðingar á verkbeiðnakerfi. Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs lækki um 8.000 þ.kr. vegna innleiðingar verkbeiðnakerfis á sviðinu. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
SBPC-76 Tillaga vegna frekari stafrænnar umbreytingar. Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs lækki um 8.000 þ.kr. vegna frekari rafvæðingar á sviðinu. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Tillögur SBPC-71-76 eru samþykktar. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-77 Tillaga vegna þátttöku í sýningum. Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs lækki um 6.250 þ.kr. þar sem þátttöku í sýningunni Verk og vit verði hætt. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-78 Tillaga vegna breytinga á dreifingu á innanhússpósti. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 1.183 þ.kr. á ársgrundvelli eða um 1.084 þ.kr. á árinu 2023 vegna breytinga á dreifingu á innanhússpósti í Borgartúni. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins
SBPC-79 Tillaga vegna breytinga á opnunartíma móttöku. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 968 þ.kr. á ársgrundvelli eða um 887 þ.kr á árinu 2023 vegna breytinga á opnunartíma móttöku í Ráðhúsi. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-80 Tillaga vegna breytinga á opnunartíma þjónustuvers í Borgartúni. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 8.520 þ.kr. á ársgrundvelli eða um 7.810 þ.kr á árinu 2023 vegna breytinga á opnunartíma þjónustuvers í Borgartúni. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-81 Tillaga vegna breytinga á prentun. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 1.085 þ.kr. á ársgrundvelli vegna hækkunar gjaldskrár vegna útprentana úr plotter. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-82 Tillaga vegna breytinga á gjaldskrárfyrirkomulagi UTR. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 3.750 þ.kr. á ársgrundvelli vegna breytinga á gjaldskrárfyrirkomulagi UTR. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins
SBPC-83 Tillaga vegna sölu á búnaði. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 3.000 þ.kr. á ársgrundvelli vegna sölu á úreltum búnaði. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins
SBPC-84 Tillaga vegna breytingu á bréfapósti. Lagt er til að lágmarkað eða hætt verði útsendingu á bréfpósti frá borginni og nýta fremur rafrænar gáttir til að koma skilaboðum til íbúa á öruggan og skilvirkan hátt. Aðgerðin lækkar kolefnisspor borgarinnar og er því umhverfisvænni kostur.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins
SBPC-85 Tillaga vegna breytingu á starfsemi Borgarskjalasafns. Lagt er til að hlutverk og verkefni Borgarskjalasafn verði endurskoðuð m.t.t. þeirra breytinga er rafræn langtímavarðveisla hefur í för með sér en einnig hvað varðar önnur hlutverk og verkefni safnsins. Lagt verði mat á samstarfs- eða sameiningarmöguleika í því sambandi sem og hugsanlegan tilflutning verkefna. Horft verði til þeirra sviðsmyndagreiningar er nú á sér stað. Tillögur verði tilbúnar fyrir 1. mars 2023.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-86 Tillaga vegna breytingu á geymslu stofnskrárupplýsinga. Lagt er til að kerfi sem skuli geyma stofnskrárupplýsingar verði skilgreind og rekstur þeirra færður til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Áætlaður ábati af því því er m.a. aukin gæði og samkvæmni gagna, auðveldari innleiðing nýrra kerfa, hlítingu og aðgangsstýringu og skýrslugerð. Tillaga að útfærslu verði tilbúin fyrir 1. mars 2023.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-87 Tillaga vegna skipulagsbreytinga í Nauthólsvík. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs lækki um 23.000 þ.kr. vegna lokunar á Siglunesi í Nauthólsvík. Miklar breytingar eru framundan í umhverfi siglinga vegna brúar yfir Fossvog og húsnæði Sigluness kallar á umfangsmikið viðhald. Unnið er að undirbúningi á framtíðaraðstöðu siglinga og starfshópur um haftengda upplifun og íþróttir er að störfum. Gengið verður til viðræðna um að siglingaklúbbur taki yfir námskeiðahald á sumrin líkt og gert er í öðrum sveitarfélögum.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs með 21 atkvæði Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
SBPC-88 Tillaga vegna skipulagsbreytinga í sundlaugum. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs lækki um 57.861 þ.kr. vegna skipulagsbreytinga á opnunartímum á rauðum dögum. Til stendur að hafa eina laug í vesturborg og eina í austurborg opna eftir sem áður. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
SBPC-89 Tillaga vegna breytinga á opnun í Skautahöllinni. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs lækki um 5.000 þ.kr. vegna breytinga á sumaræfingum og opnunartímum í Skautahöllinni. Markmiðinu má einnig ná með endurskoðun á samningi um reksturinn við ÍBR. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-90 Tillaga vegna breytinga á leigðum tímum í Egilshöll. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs lækki um 10.000 þ.kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og verði gagna aflað um nýtingu og vannýtingu núverandi tíma. Fjárheimild verður flutt á kost.st. 09610 á ÖNN.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-91 Tillaga vegna breytinga á styrkjum. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs lækki um 2.000 þ.kr. vegna lækkunar á styrkjum ráðsins.
Samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-92 Tillaga vegna starfsemi Hins hússins. Lagt er til að ráðist verði í gerð framtíðarsýnar og stefnumörkun um starfsemi Hins hússins í Elliðaárdal en það verði rýnt í samhengi við sameiningu íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs. Starfsemi Hins hússins er fjölbreytt og margþætt. Ein meginuppistaðan er frístundastarf fatlaðra ungmenna á framhaldsskólaaldri. Ungmennum er ekið í framhaldsskóla að morgni, oftast með ferðaþjónustu fatlaðs fólks, úr aðstöðu sinni í framhaldsskólum á hádegi í Elliðaárdal og aftur heim síðdegis. Leggja þarf mat á þessa framkvæmd í samráði við nemendur, aðstandendur og starfsfólk. Viðburðahald á vegum Hins hússins, s.s. utanumhald um Skrekk, Músíktilraunir og fleira, er mikilvægt en gæti átt samleið með öðru viðburðahaldi í borginni. Leggja þarf mat á staðsetningu Hins hússins og mismunandi starfsþátta þess eftir reynsluna af staðsetningu í Elliðaárdal og með hliðsjón af uppbyggingu nýs hverfis í Ártúnsholti og Vogum, auk mögulegrar tilkomu Toppstöðvarinnar sem miðstöðvar jaðaríþrótta og ef til vill fleira í næsta nágrenni.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-93 Framkvæmd. Lagt er til að sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-94 Tillaga vegna fjölgunar barna í borgarreknum grunnskólum. Lagt er til að fjárheimild skóla- og frístundasviðs verði hækkuð sem nemur 21.126 þ.kr. vegna fjölgunar barna í borgarreknum grunnskólum. Útgjaldaaukinn verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Samþykkt.
SBPC-95 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi grunnskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs hækki um 55.650 þ.kr. vegna breytinga á viðmiðunarverði og fjölda barna í sjálfstætt starfandi grunnskólum. Kostnaðaraukinn verður fjármagnaður af kostn.st. 09126, launa- og starfsmannakostnaður.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-96 Tillaga vegna sjálfstætt starfandi leikskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs lækki um 258.486 þ.kr. vegna færri barna í sjálfstætt starfandi leikskólum en áætlað hefur verið. Gert hafði verið ráð fyrir 1.290 börnum en þau eru hins vegar 1.144. Breytingin felst að hluta til í því að hlutfallslega eru fleiri börn frá nágrannasveitarfélögunum í viðkomandi skólum en spár gerðu ráð fyrir og rekstrarleyfi hafa ekki verið fullnýtt. Breytingunni verði ráðstafað inn á kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-97 Tillaga vegna sértækrar frístundar. Lagt er til að fjárheimild skóla- og frístundasviðs hækki um 16.535 þ.kr. vegna fjölgunar barna í sértækri frístund. Útgjaldaaukinn verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Samþykkt.
SBPC-98 Tillaga vegna verkefnisins Betri borg fyrir börn – tilfærsla milli sviða. Lagt er til að færa 3.739 þ.kr. fjárheimild frá velferðarsviði til skóla- og frístundasviðs vegna verkefnisins betri borg fyrir börn.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-99 Tillaga vegna flutnings barnabókaverðlauna frá skóla- og frístundasviði til menningar- og ferðamálasviðs. Lagt er til að færa 1.030 þ.kr. fjárheimild frá skóla- og frístundasviði til menningar- og ferðamálasviðs vegna tilfærslu barnabókaverðlauna.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-100 Tillaga vegna næturstrætó. Lagt er til að fjárheimild framlaga til Strætó bs. verði hækkuð vegna aksturs næturstrætó í Reykjavík. Tillagan felur í sér að hafinn verði akstur næturstrætó innan Reykjavíkur og greitt sérstaklega fyrir þá þjónustu til Strætó. Útgjaldaaukinn verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
SBPC-101 Tillaga vegna endurmats starfa. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, skrifstofa miðlægrar stjórnsýslu, skóla- og frístundasviðs, fjármála- og áhættustýringarsviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og velferðarsviðs hækki um samtals 419.930 þ.kr. vegna endurmats á störfum. Vistuð hafði verið fjárheimild vegna þessa á miðlægum lið í frumvarpinu og felur tillagan í sér úthlutun á fjármagninu til sviða. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum launa- og starfsmannakostnaður, kostn.st. 09126.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-102 Tillaga vegna uppbyggingaráætlunar velferðarsviðs – Tindasel. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 124.000 þ.kr. vegna breytinga á ummönnunar- og stuðningsþörfum íbúa. Til samræmis við áætlun velferðarsviðs um niðurlagningu herbergjasambýla frá 2017 var tekin ákvörðun um að breyta herbergjasambýlinu að Tindaseli í íbúðakjarna. Nýr íbúðakjarni var tekinn í notkun í mars 2022. Tindasel er í dag rekið sem íbúðarkjarni í þjónustuflokki III. Við gerð frumvarps var tekin frá fjárheimild á miðlægum lið vegna uppbyggingaráætlunar og felur tillagan í sér tilfærslu fjárheimildar til sviðsins. Útgjaldaaukinn verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.
Samþykkt.
SBPC-103 Tillaga vegna uppbyggingaráætlunar velferðarsviðs – Stjörnugróf. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 227.000 þ.kr. vegna Stjörnugrófar. Stjörnugróf er hluti af uppbyggingaráætlun sem samþykkt var af borgarráði 24. ágúst 2017. Starfsemin hófst í Stjörnugróf í byrjun júní 2022. Við gerð frumvarps var tekin frá fjárheimild á miðlægum lið vegna uppbyggingaráætlunar og felur tillagan í sér tilfærslu fjárheimildar til sviðsins. Útgjaldaaukinn verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.
Samþykkt.
SBPC-104 Tillaga vegna hækkunar ábyrgðartrygginga. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og velferðarsviðs hækki samtals um 20.028 þ.kr. vegna hækkunar ábyrgðartrygginga. Óvenju miklar breytingar urðu á samningsforsendum og þar með iðgjaldi á ábyrgðartryggingu borgarinnar milli ára. Í frumvarpinu var tekin frá fjárheimild vegna þessa miðlægt og er verið að ráðstafa því núna til sviða. Kostnaðaraukinn verður fjármagnaður af kostn.st. 09205, ófyrirséð.
Samþykkt.
SBPC-105 Tillaga vegna verðbóta á samningsbundnar skuldbindingar. Lagt er til að fjárheimildir sviða og skrifstofa borgarinnar verði hækkaðar um 97.411 þ.kr. vegna breytinga á forsendum í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 11. nóvember 2022. Helstu breytingar eru þær að vísitala neysluverðs hækkar úr 4,9% í 5,6% og launaþróun hækkar úr 5,5% í 5,9%. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi: (sjá mynd).
Samþykkt. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-106 Tillaga vegna innri leigu fasteigna, áhalda og tækja og gatna. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða verði lækkaðar um 2.707.840 þ.kr. vegna lægri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar í samræmi við nýjar reglur um innri leigu og breyttar forsendur um vísitölu neysluverðs innan ársins sem tekur mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 11. nóvember 2022. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir eignaskrifstofu verði lækkaðar um 2.707.840 þ.kr vegna lækkunar á tekjum af innri leigu. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi: (sjá mynd).
Breytingin hefur sambærileg áhrif til hækkunar á milliviðskiptum A-hluta, sbr. tillaga 115.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-107 Tillaga vegna breytingar á fjármagnskostnaði A-hluta. Lagt er til að nettó fjármagnskostnaður A-hluta verði hækkaður um 529.071 þ.kr í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 11. nóvember 2022. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á fjármagnskostnað verða 5,6% í stað 4,9% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Tillagan felur í sér að rekstrarniðurstaða lækkar um 529.017 þ.kr. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Þar sem verðbætur hafa ekki áhrif á handbært fé mun handbært fé lækka um 9.595 þ.kr. Breytingin hefur eftirfarandi áhrif á aðalsjóð og eignasjóð: (sjá mynd). Breytingin felur jafnframt í sér hækkun á liðnum „verðbætur, afföll og gengismunur“ um 519.476 þ.kr. í sjóðstreymi A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-108 Tillaga vegna hækkunar útsvarstekna. Lagt er til að áætlaðar tekjur vegna útsvars verði hækkaðar um 358.026 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 11. nóvember 2022. Áhrif hærri launaforsendu á útsvarstekjur eru jákvæð vegna þess að útsvarstekjur eru háðar launum íbúa Reykjavíkur. Hækkun útsvarstekna leiðir til hækkunar á handbæru fé.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-109 Tillaga vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar. Lagt er til að áætluð gjaldfærsla lífeyrisskuldbindingar verði lækkuð um 150.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 11. nóvember 2022. Áhrif hærri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar eru jákvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Áhrif hærri launaforsendu eru neikvæð vegna þess að skuldbindingar sjóðsins eru uppreiknaðar með launavísitölu. Lækkun útgjalda hefur ekki áhrif á handbært fé en bætir rekstrarniðurstöðu. Breytingin felur jafnframt í sér lækkun á liðnum „breyting lífeyrisskuldbindingar“ um 150.000 þ.kr. í sjóðstreymi aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-110 Breytingar á milliviðskiptum A-hluta. Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu: (sjá mynd). Breytingin skýrist af afleiddum áhrifum af breyttum verðlagsforsendum.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SBPC-111 Framkvæmd. Lagt er til að sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið.
Samþykkt. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-1 Tillaga um að fjárfesting í áhöldum, tækjum og hugbúnaði þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkuð úr 3.080 milljónum króna niður í 1.580 milljónir króna. Forgangsraðað verði í þágu stafrænnar umbreytingar á velferðarþjónustu, skólastarfi barna og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 1.500 milljónum króna og er lagt til að handbært fé verði hækkað sem því nemur.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-2 Tillaga um frestun fjárfestingar í Grófarhúsi. Frestað verði áformaðri 3.050 milljóna króna fjárfestingu í Grófarhúsi til næstu fimm ára. Handbært fé verði hækkað sem því nemur næstu árin.
Fellt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-3 Tillaga um frestun fjárfestingar í Hlemmsvæði næsta árið. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur 300 milljónum króna af kostnaðarstað 3105 og er lagt til að handbært fé verði hækkað um samsvarandi fjárhæð.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-4 Tillaga um lækkun rekstrargjalda borgarinnar með minnkun yfirbyggingar. Lagt er til að ráðnir verði óháðir sérfræðingar til að framkvæma stjórnkerfisúttekt á borgarkerfinu, og koma með tillögur fyrir 1. mars 2023, að 5% niðurskurði á launum og launatengdum gjöldum borgarinnar fyrir árið 2023. Lögð verði áhersla á að verja framlínustörf og nauðsynleg störf við framfylgd lögbundinnar þjónustu, yfirbygging verði minnkuð svo styrkja megi grunnþjónustu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25% síðastliðin fimm ár meðan íbúum hefur aðeins fjölgað um 10%. Þá hafa launahækkanir hjá Reykjavíkurborg verið hlutfallslega langt yfir þróun á almennum markaði, sbr. skýrslu kjaratölfræðinefndar frá nóvember 2022. Samhliða hefur grunnþjónusta ekki batnað. Með aðgerðinni má ná fram 4.845 milljóna króna hagræðingu á ársgrundvelli í rekstri borgarinnar, sem lagt er til að verði færð til hækkunar á handbæru fé.
Fellt með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-5 Tillaga um að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa verði sameinuð velferðarsviði. Lagt er til að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkur verði sameinuð velferðarsviði og verkefni hennar flutt þangað. Þá er jafnframt lagt til að mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð og velferðarráð verði sameinuð í eitt ráð: velferðar- og mannréttindaráð. Tillagan felur í sér hagræðingu og aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Auk þess felur tillagan í sér valdeflingu í verki svo styrkja megi málaflokkinn og efla. Áætlað er að breytingin muni fela í sér hagræðingu sem nemur 200 milljónum króna árlega, sem færðar verða af kostnaðarstöðum 01270 og 01271 yfir á handbært fé.
Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
D-7 Tillaga um að hagræða í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar sem nemur 50 milljónum króna í upplýsinga- og vefdeild. Fjárheimildir af kostnaðarstað 01288 verði því lækkaðar um 50 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-8 Tillaga um að hagræða í sameiginlegum kostnaði sem nemur 10 milljónum króna í móttökur. Fjárheimildir af kostnaðarstað 09202 verði því lækkaðar um 10 milljónir og handbært fé hækkað sem því nemur.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
D-9 Tillaga um að hagræða við skipulag borgarstjórnarfunda. Borgarstjórnarfundir hefjist klukkan 9 að morgni, tvo þriðjudaga í mánuði, og verði þannig dregið úr kostnaði við yfirvinnu starfsfólks og veitingar á fundum. Fjárheimildir skrifstofu borgarstjórnar, kostnaðarstaður 01001, verði þannig lækkaðar til samræmis og handbært fé hækkað um sömu fjárhæð.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-10 Tillaga um fækkun borgarfulltrúa. Í 5. tölulið 11. greinar sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði í því skyni að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Fækkun borgarfulltrúa mun leiða til kostnaðarlækkunar á kostnaðarstað 01001.
Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-11 Tillaga um fjölgun lóðaúthlutana undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis. Tekjuáætlun 5 ára fjárhagsáætlunar verði styrkt með því að fjölga lóðum undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis í borgarlandinu. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs en þó ekki síður að gefa borgarbúum áhugaverðara val á búsetukostum á hagstæðu verði. Borgarstjórn felur umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem vinna að þessu markmiði. Horft verði í fyrstu atrennu til fjölgunar lóða í Örfirisey, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Staðahverfi í Grafarvogi.
Tillögunni er vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-12 Tillaga um fjölgun atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs til næstu ára. Á undanförnum árum hafa reykvísk fyrirtæki af margvíslegum toga ekki séð sér annað fært en að flytja starfsemi sína úr höfuðborginni. Kostir á uppbyggingu innan Reykjavíkur hafa verið takmarkaðir og fáar atvinnulóðir eru í boði. Markmið tillögunnar er því einnig að snúa þeirri þróun við. Hugað verði að skipulagi atvinnulóða við þróun allra borgarhverfa. Borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem stefna að þessu markmiði. Fjárhagsáætlun verði breytt til samræmis verði tillagan samþykkt.
Tillögunni er vísað frá með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-13 Tillaga um að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur. Lagt er til að Ljósleiðarinn ehf. verði seldur í ljósi þess að sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar, ásamt því að fjárfesta í innviðum.
Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Viðreisnar gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-14 Tillaga um að sumarhús borgarstjórnar verði selt. Lagt er til að sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn (lóð 170944, eignanúmer 08065) verði selt. Áætla má að verðmæti sumarhússins sé á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Söluandvirðið verði fært á handbært fé.
Samþykkt með 22 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar; Dags B. Eggertssonar, Birkis Ingibjartssonar, Söru Bjargar Sigurðardóttur og Skúla Helgasonar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Samfylkingar Hjálmars Sveinssonar.
D-15 Tillaga um að farið verði í rekstrarútboð á öllum þeim bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Borgarstjórn samþykkir að farið verði í rekstrarútboð fyrir þau bílastæðahús sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Húsin eru í dag rekin með 180 milljóna króna tapi. Reksturinn verði boðinn út eigi síðar en 1. febrúar 2023.
Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs, Bílastæðasjóðs, í samvinnu við eignasjóð og deild atvinnuþróunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um bættan rekstur og afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna.
D-16 Tillaga um að rekstur sorphirðu í borginni verði boðinn út. Lagt er til að kannað verði hvort hægt sé að ná hagkvæmni í rekstri sorphirðu í borginni með því að bjóða framkvæmd hennar út. Miðað skal við að breytingin verði gerð í áföngum, að byrjað væri í völdum hverfum og reynslan metin áður en lengra yrði haldið. Með könnuninni mætti áætla sparnað og í framhaldinu kanna hvort draga mætti úr gjaldtöku í málaflokknum og/eða draga úr umhverfisáhrifum sorphirðu í borginni.
Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Viðreisnar gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
J-1 Tillaga um að laun borgar- og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum árið 2023. Grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Í ljósi efnahagsstöðunnar er lagt til að launin taki ekki hækkunum árið 2023. Sparnaðurinn fyrir árið 2023 er áætlaður 29 m.kr.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-2 Tillaga um áskorun á ríkið vegna útsvars á fjármagnstekjur. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að skora á ríkið um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt áform um að þeim sem hafa eingöngu fjármagnstekjur verði gert að greiða útsvar til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg skorar hér með á ríkið að tryggja að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur líkt og á við um launatekjur að teknu tilliti til núgildandi frítekjumarka. Stór hluti tekjuhæstu landsmanna fær greiddar einhverjar launatekjur og myndi að öllu óbreyttu komast hjá því að greiða útsvar af fjármagnstekjum til sveitarfélagsins gangi núverandi áætlanir ríkisstjórnar eftir. Árið 2021 má sjá að flestir innan tekjuhæsta eina prósentsins eru skráðir til heimilis í Reykjavík. Ef útsvar hefði verið lagt á fjármagnstekjur má áætla að um 9 milljarðar hefðu farið til borgarinnar árið 2021. Þetta er að teknu tilliti til 300.000 króna frítekjumarks. Áætlað er að greiðslur til Reykjavíkurborgar vegna útsvars á fjármagnstekjur geti numið í kringum 10 milljarða árið 2023, þar af eru 8 milljarðar vegna tekjuhæstu tíundarinnar. Áætlað er að heildarfjármagnstekjur tekjuhæstu tíundarinnar innan Reykjavík nemi um 54 milljarða króna árið 2023.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-3 Tillaga um hækkun fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð borgarinnar er veitt þeim sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar og er ekki veitt nema allar aðrar leiðir hafi verið kannaðar til hlítar. Fjárhagsaðstoð til framfærslu er því síðasta úrræðið sem stendur manneskjum til boða og er oft hugsuð sem öryggisnet til skemmri tíma en sumir þurfa að lifa á þessari upphæð til lengri tíma. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðarinnar nemur allt að 217.799 krónum á mánuði fyrir manneskju sem rekur eigið heimili en upphæðin fer lækkandi ef slíkt á ekki við. Upphæðir fjárhagsaðstoðarinnar eru því ekki til þess fallnar að bæta viðkvæma stöðu þeirra sem framfleyta sér á henni. Því er lagt til að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu verði bundin við upphæð lágmarkstekna fyrir fullt starf, sem verkalýðsfélögin hafa sett við 368.000 krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2022. Kostnaðarauki tillögunnar sé tekið mið af fjölskyldugerð og búsetuformi þess hóps sem fékk fjárhagsaðstoð í ágúst 2022 og áætlaðrar fjölgunar á komandi ári, nemur á mánuði um 196 m.kr. eða um 2.360 m.kr. (2,3 milljarðar) á ári. Einnig er lagt til að fjárhagsaðstoðin þróist í takt við hækkun lágmarkstekna. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af handbæru fé.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-4 Tillaga um desemberuppbót til allra á fjárhagsaðstoð. Lagt er til að allir sem fái nú fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Hingað til hefur það einungis náð til þeirra sem hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna þrjá mánuði samfellt. Desemberuppbótin er núna 25% af grunnfjárhæð. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru um 20 m.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-5 Tillaga um að senda rukkun á ríkið vegna greiðslu NPA samninga. 34 manneskjur eru með samþykktar umsóknir um nýja samninga um notendastýrða persónulega aðstoð en eru á biðlista hjá borginni. Þar að auki eiga fjórar manneskjur samþykktar umsóknir um hækkanir á samningum sínum um notendastýrða persónulega aðstoð vegna aukinna stuðningsþarfa. Þetta kemur fram í minnisblaði velferðarsviðs sem lagt var fyrir fund velferðarráðs 21. september 2022. Lagt er til að Reykjavíkurborg leggi út fyrir kostnaði á þeirri þjónustu svo að manneskjurnar þurfi ekki að bíða til lengdar eftir réttindum og að borgin sendi svo rukkun á ríkið fyrir kostnaðarhlutdeild þeirra. Kostnaður vegna 34 NPA samninga sem eru á bið er metinn um 1.289 m.kr. miðað við kjarasamninga ársins 2022. Vegna kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga, verði miðað við mótframlag frá ríki sem er 25% líkt og fjallað er um í 15. gr. reglugerðar 1250/2018. Yrði þá mótframlag ríkis 322 m.kr. Kostnaðarforsendur biðlista taka mið af kjarasamningum 2022.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-6 Tillaga um að Félagsbústaðir byggi a.m.k. 3.000 íbúðir. Lagt er til að Félagsbústaðir byggi a.m.k. þrjú þúsund íbúðir sem allra fyrst. Eigið fé Félagsbústaða var 67,3 milljarðar króna um síðustu áramót og fer vaxandi. Það var meira en 53% af eignum félagsins í lok árs 2021, 29,4 milljörðum meira en nauðsynlegt má telja. Fasteignafélög á markaði, Reitir, Reginn og Eik, eru með um 30% eiginfjárhlutfall. Eigið fé Félagsbústaða umfram þessi mörk gæti staðið undir byggingum íbúða fyrir hátt í 100 milljarða króna. Með því afli væri hægt að byggja 3.000 íbúðir. Skuldabréfaútboð Félagsbústaða hafa gengið vel, félagið nýtur ábyrgðar borgarsjóðs og er einnig með frábær veð. Ýmsar aðrar fjármögnunarleiðir eru Félagsbústöðum opnar. Í 5 ára fjárhagsáætlun Félagsbústaða til 2027 er nú þegar reiknað með fjárfestingum í húsnæði. Það væri hagræði að sleppa milliliðnum og byggja sjálf sérstaklega þegar staðan er eins og hún er í byggingageiranum og á húsnæðismarkaði því þá er verið að auka við húsakostinn á kostnaðarverði í stað markaðsvirðis sem er í hæstu hæðum. Með tilliti til þess að eigið fé Félagsbústaða liggur að langmestu leyti í fasteignum, sem eru einhverjar öruggustu ávöxtunarleiðir fyrir fjármagn, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að auka langtímalántökur.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-7 Tillaga um að afnema vísitölutengingu hjá leigu Félagsbústaða. Lagt er til að húsaleiga hjá leigjendum Félagsbústaða verði aftengd vísitölu og taki þannig ekki mánaðarlegum hækkunum. Þetta er gert í ljósi þess að leigjendur Félagsbústaða búa við erfiða fjárhagslega stöðu og eiga margir hverjir erfitt með að mæta hækkandi leigu þegar tekjur hækka ekki á móti. Í því samhengi er mikilvægt að taka fram að stærsti hluti leigjenda eru öryrkjar sem búa við erfiða fjárhagsstöðu. Tekjur þeirra taka ekki hækkunum í takt við þróun vísitölu og það gera sérstakar húsnæðisbætur ekki heldur. Það þarf því að afnema vísitölutengingu við þróun leiguverðs þar sem efnahagsstaða leigjenda gerir þeim ekki kleift að standa undir slíkum hækkunum. Þar sem tekjur leigjenda eru að jafnaði ekki vísitölutengdar, ætti húsnæðiskostnaðurinn ekki að vera það, í því er fólgið mikið óréttlæti. Kostnaðaráhrif tillögunnar fela í sér tekjutap upp á 196 m.kr. vegna 2023. Lagt er til að borgarsjóður bæti Félagsbústöðum tekjutapið.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-8 Tillaga um að gera allt skólastarf á vegum borgarinnar gjaldfrjálst með öllu, þ.m.t. frístundaheimilin og máltíðir. Lagt er til að gera öll skólastig á vegum borgarinnar gjaldfrjáls með öllu. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru eftirfarandi; tekjur skóla- og frístundasviðs lækka um samtals 3.451 m.kr. að teknu tilliti til þeirra afslátta sem eru veittir. Þá aukast útgjöld samtals sem nemur 1.192 m.kr., annars vegar um 287 m.kr. vegna áætlaðrar fjölgunar í skólamat í grunnskólum og aukinnar aðsóknar í frístund, hins vegar er gert ráð fyrir að útgjöld til sjálfstætt starfandi leikskóla og grunnskóla aukist um 905 m.kr. vegna skóla- og leikskólagjalda sem foreldrar greiða til sjálfstætt starfandi stofnana. Nettóáhrifin nema því samtals 4.643 m.kr og skiptast sem hér segir milli þjónustuþátta; leikskólar 2.059 m.kr., grunnskólar 1.513 m.kr. og frístund 1.072 m.kr. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs hækki um 4.643 m.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af handbæru fé. Samhliða þessu er lagt til að breytingar verði gerðar á reglum varðandi sjálfstætt rekna leikskóla þannig að þeim verði ekki kleift að greiða sér út arð.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-1 Tillaga um fríar skólamáltíðir. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að foreldrar þeirra verst settu fái fríar skólamáltíðir fyrir börn sín í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Í því felst að einstæðir foreldrar með tekjur undir 461.086 kr. á mánuði (þ.e. 5.533.032 kr. á ári) fái fríar skólamáltíðir í skólum borgarinnar fyrir börn sín. Miðað verði við frítekjumörk einstæðra foreldra sem njóta stuðnings og eru með tekjur undir kr. 5.533.032 á ári. Heildarkostnaður við tillöguna nemur 30,2 milljónum. Fjárhæðin komi til hækkunar á fjárheimildum skóla- og frístundasviðs og verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum þjónustu- og nýsköpunarsviðs sbr. tillögu F-2.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-2 Tillaga vegna lækkunar útgjalda til áskrifta, innlendrar og erlendrar ráðgjafar. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði lækkaðar um 30,2 m.kr. vegna lækkunar áskriftargjalda og lækkunar innlendrar og erlendrar ráðgjafar. Fjárhæðinni verði varið til að mæta tekjutapi vegna frírra skólamáltíða barna einstæðra foreldra í leik- og grunnskólum, sbr. tillögu F-1
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-3 Tillaga um hagræðingu og forgangsröðun í lögbundna þjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í lögbundna grunnþjónustu. Einnig er lagt til að farið verði í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar þar sem flestar ráðningar hafa átt sér stað og mesta þenslan. Einnig leggur fulltrúi Flokks fólksins til að skoðað verði ráðningarbann í eitt ár í miðlægri stjórnsýslu ásamt því að stofnaður verði vinnuhópur allra flokka í borgarstjórn sem hefur það hlutverk að fara í saumana á áætlanagerð borgarinnar í þeim verkefnum sem farið hafa fram úr áætlun ásamt því að koma með tillögur um nýtt verklag.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-4 Tillaga um tilfærslu starfsfólks innan leikskóla í stað þess að segja fólki upp. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að í stað uppsagna á starfsfólki í leikskólum borgarinnar verði tilfærslur á núverandi starfsfólki á milli starfsstaða eftir því sem nauðsynlegt er vegna skipulagsbreytinga. Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-6 Tillaga um breytingar á íbúaráðum. Flokkur fólksins leggur til að laun formanna íbúaráða verði lækkuð til jafns við laun annarra í ráðum.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-7 Tillaga um lækkun útgjalda vegna leigubílaferða. Flokkur fólksins leggur til að notkun leigubíla fyrir starfsfólk borgarinnar verði eingöngu í undantekningartilfellum.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-8 Tillaga um að lækka kostnað vegna utanlandsferða. Flokkur fólksins leggur til að öll svið og ráð stilli ferðum erlendis í hóf næsta ár vegna fjárhagsstöðu borgarinnar.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
F-9 Tillaga um styrkingu dagforeldra. Flokkur fólksins leggur til að veittir verði styrkir til dagforeldra vegna ákveðins fjölda barna og aðstöðustyrks. Útgjaldaaukningin verði fjármögnuð af ófyrirséð.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
F-10 Tillaga um flutning fjármagns innan borgarkerfisins. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að hækka enn frekar viðhaldskostnað til skólabygginga og annarra bygginga þar sem börn stunda nám eða tómstundir. Verkefni eins og endurgerð Lækjartorgs, Kirkjustrætis eða annarra skreytingatorga/mannvirkja verði sett á bið og fjármagnið verði flutt þaðan í skólabyggingar.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-11 Tillaga um aukið fjármagn til námskeiða fyrir börn og foreldra. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í að fjölga tíðni nauðsynlegra námskeiða fyrir börn og foreldra. Útgjaldaaukinn verður tekinn af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-12 Tillaga um tilraunaverkefni á útboði sorphirðu í einu póstnúmeri. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði í útboð á sorphirðu í einu póstnúmeri innan Reykjavíkur ásamt því að kanna hagkvæmni á útboði vegna þjónustu við djúpgáma.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 16 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
F-13 Tillaga um úttekt á húsnæðismálum öryrkja í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipaður verði starfshópur til að gera úttekt á búsetuhögum öryrkja og búsetuúrræðum í Reykjavík. Óskað er eftir því að lögð verði áhersla á þá aðila sem eru á leigumarkaði með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ÖBÍ.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
F-14 Tillaga um úrbætur á aðgengi í skólum Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til skoðað verði hvernig hægt sé að leysa þann aðgengisvanda sem er að finna í skólum Reykjavíkurborgar. Fjármagn verði flutt frá verkefnum eins og þrengingu gatna og endurgerð á Lækjartorgi og það fjármagn nýtt til að bæta aðgengi fyrir fötluð börn að skólum og öðrum samkomustöðum barna.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
F-15 Tillaga vegna úrbóta á biðstöðvum. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að verkefni um endurgerð og lagfæringar biðstöðva verði hraðað, og bætt verði við að minnsta kosti 50 biðstöðvum umfram það sem áætlað er. Fjármagn verði flutt frá verkefnum eins og þrengingu gatna og endurgerð á Lækjartorgi/Kirkjustræti.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-16 Tillaga um breytingar á skipuriti þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera svohljóðandi breytingar á skipuriti og innra skipulagi þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur: Nafni sviðsins verði breytt í „Upplýsinga- og þjónustusvið Reykjavíkurborgar“ sem skiptist í eftirfarandi starfseiningar: Skrifstofa sviðsstjóra: Ber ábyrgð á fjármálum, áætlanagerð, mannauðs- og persónuverndarmálum og því að markmiðum sviðsins sé náð. Verkefnastýring og þróun: Umsjón með stafrænni umbreytingu, ráðgjöf og eftirfylgni. Borgarskjalasafn: Allar skjalaeiningar ásamt gagnaþjónustu og allri rafrænni skjala- og teikningavinnslu. Umsjón með innleiðingu upplýsingastjórnunarkerfa. Upplýsingaþjónusta: Þjónustuver Reykjavíkurborgar ásamt einni rafrænni þjónustumiðstöð sem heldur utan um rafrænar umsóknir fyrir öll svið og skrifstofur borgarinnar. Umsjón með vefjum Reykjavíkurborgar. Tækniþjónusta: Tækniborð, tækjaumsjón og kerfisrekstur.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-17 Tillaga um breytingar á þjónustuþáttum fyrir eldra fólk í eigin húsnæði. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að stofnað verði sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi til að fyrirbyggja eða draga út notkun geðlyfja.
Greinargerð fylgir breytingartillögunni.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-1 Tillaga um að skipta bifreiðum Reykjavíkurborgar út fyrir umhverfisvænni og sparneytnari bíla. Lagt er til að selja alla jarðefnaeldsneytisbíla borgarinnar og skipta út flotanum fyrir umhverfisvænni og sparneytnari bíla. Einnig er lagt til að gera áætlanir um að minnka bílaflota borgarinnar. Hér er um að ræða tillögu sem hefur tvíþættan tilgang: fjárhagslegan sparnað og að þjóna umhverfismarkmiðum. Vel hefur tekist að byggja upp rafbíla- og metanbílafjölda borgarinnar en betur má ef duga skal. Einnig þarf að horfa til þess að hluti þessarar bílaeignar getur gengið á ólíkum tegundum orkugjafa, s.s. tengitvinnbílar sem nýta bæði rafmagn og bensín eða metanbílar sem jafnframt geta keyrt á bensíni. Þá er lagt til að fara í heildarrýni og þarfagreiningu á utanumhaldi á orkugjöfum og notkun á bifreiðum í kerfinu. Eins þarf að skoða hvernig styrkja þurfi verkferla sem styðja starfsmenn í að nota helst alfarið vistvænni kosti í störfum sínum fyrir borgina. Þó það kunni að koma til útgjalda vegna fjárfestinga þá verður að meta sparnaðinn sem af hlýst með því að velja vistvænni kosti bæði í rekstri og viðhaldi. Áætluð útgjöld vegna tillögunar nema allt að 400 m.kr. og færast á fjárfestingu kostn.st. 2101.
Samþykkt að vísa tillögunni til eignasjóðs til umsagnar.
V-2 Tillaga um að fella niður stafrænt ráð. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsvið verði lækkaðar vegna niðurlagningu stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Verksvið ráðsins er afmarkað og álitamál hvort það standi undir sjálfstæðu ráði. Telja má að verkefnin séu betur komin beint undir borgarráði. Gera má ráð fyrir hagræðingu upp á 20 m.kr. á ársgrundvelli. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-3 Tillaga um að fella niður starfskostnað borgarfulltrúa. Lagt er til að fjárheimildir skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu verði lækkaðar um 30,6 m.kr. vegna niðurfellingar á starfskostnaði borgarfulltrúa. Launagreiðslur til kjörinna fulltrúa eru rausnarlegar og mega teljast vel fullnægjandi til að standa undir starfskostnaði, auk þess sem borgin leggur til starfsaðstöðu. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-4 Tillaga um gjaldskyldu allra stæða og hækkun stöðugjalda. Lagt er til að tekjuáætlun umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkuð um 100 m.kr. vegna stækkunar á gjaldskyldu bílastæða og hækkunar stöðugjalda. Þá er lagt til að stöðugjöld og sektir vegna stöðubrota hækki um 20% þegar á næsta ári samhliða því að svæði með gjaldskyldum stæðum verði stækkuð og þeim fjölgað með það að markmiði að auka tekjur borgarsjóðs vegna þessa málaflokks sem markmiðinu nemur, um 100 m.kr. strax á árinu 2023.
Fellt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar; Dags B. Eggertssonar, Hjálmars Sveinssonar, Söru Bjargar Sigurðardóttur og Skúla Helgasonar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og borgarfulltrúi Samfylkingar Birkir Ingibjartsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-5 Tillaga um niðurlagningu íbúaráða. Lagt er til að fjárheimildir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu verði lækkaðar um 62 m.kr. vegna niðurlagningar íbúaráða. Hugsjónin um virkt íbúalýðræði er lifandi og mikilvæg. Íbúaráðin hafa ekki nægilega vel náð að standa undir væntingum sem þær lifandi lýðræðisstofnanir sem upp var lagt með, starfsemi þeirra hefur ekki laðað til sín íbúa í nægilegum mæli og vitneskja borgaranna um störf þeirra og tilvist reynst takmörkuð. Leita þarf annarra leiða til að ná fram upprunalegum markmiðum. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-6 Tillaga um að afnema síma- og internetstyrki. Lagt er til síma- og internetstyrkir starfsmanna verði afnumdir þar sem þeirra er ekki krafist. Greiðslur þessar hafa í það minnsta í seinni tíð verið kaupauki frekar en að endurspegla raunverulegan kostnað starfsmanna af vinnutengdri netnotkun í heimahúsum. Öflug nettenging er staðalbúnaður á öllum þorra heimila í dag og hefur minnst með vinnutengd verkefni að gera. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé og gert er ráð fyrir að hún geti numið allt að 4 m.kr. árlega.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
V-7 Tillaga um niðurfellingu fundarkostnaðar/launakostnaðar varamanna. Lagt er til að fella niður fundarkostnað og launakostnað varamanna á sviðum. Tillagan er í samræmi við þau markmið sem lágu til grundvallar endurskoðun ráðsfulltrúakerfis borgarstjórnar sem einmitt miðuðust við að halda fundarkostnaði niðri. Áætluð hagræðing vegna tillögunnar nemur 24,7 m.kr. og verður lækkun útgjalda notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarfulltrúa Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-8 Tillaga um lækkun fjárframlaga til stjórnmálaflokka. Lagt er til að fjárheimild skrifstofu borgarstjórnar verði lækkuð um 23 m.kr. vegna lækkunar á fjárframlögum til stjórnmálaflokka úr 24 m.kr. í 1 m.kr. Á liðnum árum hafa framlög ríkisvaldsins til stjórnmálahreyfinga jafnt og þétt aukist og sér þess stað í umfangi á skrifstofum flokka og starfsmannahaldi þeirra. Að jafnaði eru sömu hreyfingar virkar í landsmálum og í borgarmálum og því vandséð að þörf sé á jafn rausnarlegum framlögum til flokkanna úr borgarsjóði og tíðkast hefur. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
V-9 Tillaga um niðurfellingu styrkjapotts borgarráðs. Lagt er til að fjárheimildir á sameiginlegum kostnaði verði lækkaðar um 25 m.kr. með lækkun á fjármagni í styrkjapott borgarráðs. Reynslan sýnir að úthlutun þessa fjármagns hefur oft verið tilviljanakennd og ómarkviss. Æskilegt er að beina umsóknum þessum inn í formlegri ferla og meðhöndlun á réttum stöðum. Lækkun útgjalda verður notuð til að styrkja handbært fé.
Fellt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Vinstri grænna og Flokks fólksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 með áorðnum breytingum.
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 með áorðnum breytingum er samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun endurspegla ábyrg viðbrögð við snúnum aðstæðum í efnahagsumhverfi borgarinnar og annarra sveitarfélaga. Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Við breyttar aðstæður, þenslu og verðbólgu er rétt að draga úr fjárfestingu og rifa seglin með hagræðingu og umbótaverkefnum. Meirihlutinn leggur fram yfir 90 hagræðingar- og umbótatillögur við aðra umræðu um fjárhagsáætlun. Um leið endurspeglar áætlunin og fimm ára áætlun sterka sýn á vaxandi borg, grænar áherslur og sterkt samfélag sem stendur vörð um viðkvæma hópa og framlínuþjónustu. Græna planið er áfram leiðarljós við að ná fjárhagslegri sjálfbærni, umhverfislegri sjálfbærni og samfélagi fyrir alla. Á grunni þess mun Reykjavík vaxa út úr vandanum. Til að ná því markmiði er ljóst að mikilvægt er að ríkið leiðrétti framlög í stórum málaflokkum þar sem lagaskyldur eru langt umfram þau framlög sem sveitarfélögunum eru tryggð til að veita þjónustu. Áfram verður unnið að mikilvægum verkefnum við viðhald og endurbætur húsnæðis, kraftmikla og fjölbreytta uppbyggingu á sviði húsnæðismála og fjárfestingum í grænum samgönguinnviðum, hjólastígum og Borgarlínu. Það er í samræmi við framtíðarsýn sem meirihluti borgarstjórnar er myndaður um að hrinda í framkvæmd og er stoltur af. Við afgreiðslu áætlunarinnar er gerður fyrirvari um áætlaða hlutafjáraukningu í samantekinni fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem er að hluta til vegna Ljósleiðarans ehf., dótturfélags í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Erindi Ljósleiðarans um hækkun hlutafjár félagsins er skv. eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur til meðhöndlunar í borgarráði og verður afgreitt sérstaklega.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa vonbrigðum með hagræðingartillögur meirihlutans. Þar eru kynntar margar en smávægilegar tillögur sem samanlagt skila aðeins einum milljarði í hagræðingar á ársgrundvelli. Það er aðeins dropi í hafið í 15,3 milljarða hallarekstri borgarinnar. Þá lýsa borgarfulltrúarnir jafnframt vonbrigðum með þá ákvörðun meirihlutans að skera niður framlög til leikskóla, grunnskóla og æskulýðs- og tómstundastarfs í borginni. Betur færi á því að minnka sístækkandi yfirbyggingu borgarinnar og lækka rekstrarkostnað, fremur en að skera niður mikilvæga grunnþjónustu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma neikvæða afgreiðslu meirihlutans á nær öllum breytingatillögum Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlun. Í 15,3 milljarða hallarekstri þarf ábyrgar, djarfar og raunhæfar aðgerðir svo ná megi böndum á rekstur borgarinnar. Borgarbáknið hefur vaxið gríðarlega á undanliðnum árum en síðastliðin fimm ár hefur borgarstarfsmönnum fjölgað um 25%, þrátt fyrir að íbúum hafi aðeins fjölgað um 10%. Þá sýnir skýrsla kjaratölfræðinefndar frá nóvember 2022 hvernig Reykjavíkurborg hefur leitt launahækkanir á liðnu samningstímabili. Við núverandi skilyrði fara 9 af hverjum 10 krónum af útsvarstekjum borgarbúa í laun opinberra starfsmanna. Það er óæskileg og ósjálfbær þróun. Í ljósi þeirrar þróunar og ískyggilegs rekstrarhalla kynnti Sjálfstæðisflokkur hagræðingaraðgerðir sem sparað gætu borginni rúma 7,2 milljarða árlega. Þær sneru að auknum rekstrarútboðum, frestun ónauðsynlegra fjárfestinga og 5% niðurskurði á launakostnaði með minnkun yfirbyggingar. Í tillögunum var lögð áhersla á að verja framlínustörf og grunnþjónustu, en minnka stjórnkerfið sjálft. Jafnframt lagði Sjálfstæðisflokkur til aukna lóðasölu undir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði auk þess sem Ljósleiðarinn ehf. yrði seldur, en báðar aðgerðir myndu skila borgarsjóði tugum milljarða króna sem verja mætti til niðurgreiðslu skulda, lækkunar á fjármagnskostnaði og innviðafjárfestinga. Það er miður að meirihlutinn hafi hvorki haft kjark né dug til að samþykkja skynsamlegar og ábyrgar tillögur Sjálfstæðisflokks, sem hefðu haft áþreifanleg áhrif til batnaðar á hallarekstur borgarinnar.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Hlutverk borgarstjórnar er að tryggja góða og öfluga grunnþjónustu. Styrkja þarf tekjustofna borgarinnar og berjast fyrir því að útsvar verði lagt á fjármangstekjur þannig að hin ríku greiði einnig til nærsamfélagsins. Sósíalistar fluttu slíka tillögu en henni var hafnað. Breytingartillögur sem hafa verið boðaðar af hendi meirihlutans höggva í grunnstoðir sem mikilvægt er að standa vörð um. Fjármagn minnkar til leik- og grunnskóla, minna fjármagn fer í leikskólamáltíðir barna sem á að ná í gegn með útboði, minna fjármagn fer til endurnýjunar tækja og áhalda í leik- og grunnskólum, námskeið og fræðsla minnkar í Vinnuskólanum og leggja á niður Siglunes og loka félagsmiðstöðvum ungmenna fyrr. Meirihlutinn boðar einnig breytingar á nærumhverfi sem ná m.a. til breytinga á styrkveitingum vegna hljóðvistar, breytinga á opnunartíma sundlauga á rauðum dögum og mögulega fækkun á félagsmiðstöðvum og samfélagshúsum. Mikilvægt er að byggja upp og efla nærumhverfið, annars mun kostnaðurinn lenda á okkur síðar meir, bæði fjárhagslega og félagslega. Miður er að öllum breytingartillögum Sósíalista hafi verið hafnað en þær snéru m.a. að frystingu launa borgarfulltrúa í eitt ár, hækkun fjárhagsaðstoðar, desemberuppbót til allra á fjárhagsaðstoð, að rukkun yrði send á ríkið vegna greiðslu NPA-samninga, afnám vísitölutengingar hjá leigu Félagsbústaða og gjaldfrjálsa skóla og frístundaheimili.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Árshlutauppgjörið sýnir verri stöðu en von var á. Það er ekkert eftir af daglegum rekstri upp í fjárfestingar og afborganir lána. Veltufé frá rekstri í A-hluta er rúmar 800 milljónir af 111 milljarða tekjum eða 0,8%. Það þyrfti að vera 10 sinnum hærra til að vera ásættanlegt. Skammtímaskuldir eru í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið hærri en handbært lausafé, sem er ávísun á aukningu dráttarvaxta. Flokkur fólksins hefur síðastliðin þrjú ár bent á bruðl með fjármuni á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Árangur sviðsins er ekki í neinu samræmi við það gríðarlega fjármagn sem það hefur haft til umráða. Langt er í land með að lausnir séu tilbúnar fyrir skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Nú varar fjármálastjóri borgarinnar sérstaklega við hvernig matsbreytingar á eignum Félagsbústaða eru færðar í reikningsskilum borgarinnar. Það stefnir í 15,3 milljarða halla í rekstri borgarinnar. Fækka á starfsfólki leikskóla milli ára þegar hundruð barna bíða eftir leikskólaplássi. Nú eru 2048 börn á biðlista eftir leikskólaplássi en voru um 400 árið 2018. Flokkur fólksins ól þá von í brjósti að þjónustu við börn yrði hlíft í niðurskurði en sú von er brostin. Leggja á niður starfsemi unglingasmiðja og stytta opnunartíma félagsmiðstöðva sem dæmi. Gengið er of skammt í að lækka fjárframlög til fjárfestinga eins og skreytingar og endurgerð torga og þrengingar gatna. Skynsamlegra er að setja meira fjármagn í viðhald, t.d. skólabygginga. Ekki orð er minnst á lögbundna þjónustu sem er víða ábótavant eða biðlista barna eftir þjónustu fagfólks skóla sem farið hefur úr 400 börnum í 2048 börn á fjórum árum. Flokkur fólksins leggur fram 17 sparnaðartillögu og tillögur um breytta forgangsröðun í þágu viðkvæmra hópa. Tillögur Flokks fólksins taka á mörgum mikilvægum þáttum, allt frá sparnaði í ferðum utanlands til hagræðingar á sviðum sem þanist hafa hvað mest út. Meirihlutinn hefur fellt allar tillögur Flokks fólksins án raka og gildir einu hvort lagt er til að draga úr leigubílakostnaði eða tryggja fátækum barnafjölskyldum mat á diskinn.
Borgarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Á tímum verðbólgu og óvissu er mikilvægast að hlúa að og hlífa málaflokkum sem varða m.a. börn, ungmenni og borgarbúa í viðkvæmri stöðu og og hvað þá í kjölfar erfiðra COVID-tíma. Við aðstæður sem þessar telja Vinstri græn farsælast og brýnt að lækka álögur og létta byrðar á borgarbúa og standa jafnframt vörð um óbreytt þjónustustig. Það eru því vonbrigði að meirihlutaflokkarnir hafi ekki velt við hverjum steini, m.a. með því að gera breytingar á starfsumhverfi borgarfulltrúa sem sparað hefði getað allnokkrar fjárhæðir. Niðurskurður í félags- og frístundastarfi barna, bókakosti skólabókasafna, næringu leikskólabarna, Vinnuskólanum, tækjakaupum í leik- og grunnskólum, sumarafleysingum ungs fólks í leikskólum og Nýsköpunarsjóði námsmanna eru nokkrar af þeim hagræðingartillögum sem munu hafa afar vond og jafnvel óafturkræf áhrif á Reykjavíkurborg og íbúa hennar og eru ekki til þess fallnar að ná settum stefnumiðum sem þegar hafa verið samþykkt í borgarstjórn. Í þessu árferði þarf að hugsa í lausnum, vera frumlegur, beita femínískri og pólitískri forgangsröðun og vera í nánu samtali við fólkið sem fær verkefnin í fangið. En í stað þess virðist valið handahófskennt það sem skera á niður og í litlu eða engu samtali við hlutaðeigandi. Það eru vægast sagt vond vinnubrögð.
2. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2023-2027, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. nóvember 2022. FAS22010020
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Samfylkingar
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Núverandi áætlanir duga ekki til að byggja góða borg fyrir okkur öll. 864 eru nú á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni og í mikilli þörf. Áætlun til næstu fimm ára gerir eingöngu ráð fyrir fjölgun almennra félagslegra íbúða um 348. Það er því stefnt að því að stytta núverandi lista um 40% á næstu fimm árum á sama tíma og vitað er að fleiri munu halda áfram að bætast á listann. Reykjavíkurborg verður að byggja sjálf og Sósíalistar lögðu til að borgin nýtti sterka eiginfjárstöðu Félagsbústaða til húsnæðisuppbyggingar. Borgin getur ekki haldið áfram að skilja fólk eftir. Á sama tíma er ekki hægt að samþykkja það að ríkt fólk sé undanþegið greiðslu útsvars af sínum fjármagnstekjum. Það er miður að tillaga Sósíalista um að skora á ríkið vegna útsvarstekna á fjármagnstekjur hafi ekki verið samþykkt. Þegar unnið er að fjármögnun er mikilvægt er selja ekki gæði og eignir borgarinnar.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þungi afborgana af langtímaskuldum mun vaxa verulega frá árinu 2021-2023. Talið er að fjármálin færist hratt til betri vegar eftir tvö ár eða svo. Hvað stendur á bak við slíka framtíðarsýn? Á hvaða forsendum byggja t.d. áætlanir um fimmföldun veltufjár frá rekstri við lok tímabilsins hjá A-hluta? Í aðgerðaáætlun meirihlutans er varla nokkuð hreyft við gríðarlegri yfirmönnun í stjórnsýslu borgarinnar. Athygli vekur að á sama tíma mun lausafjárstaða A-hluta versna og afborganir langtímaskulda meira en tvöfaldast. Langtímaskuldir vaxa ár frá ári á sama tíma og lítið sem ekkert stendur eftir af rekstri A-hluta borgarsjóðs til greiðslu afborgana og til fjárfestinga. Mikilvægt er að fyrir liggi hverjar eru forsendur fyrirhugaðrar endurreisnar á fjármálum A-hluta borgarsjóðs. Aðgerðaáætlun sem byggir á 92 úrbótatillögum meirihlutans skila rétt um einum milljarði í sparnað. Það er innan við 1% af heildarveltu A-hluta borgarsjóðs. Það er ekki mikil breyting, þrátt fyrir digur loforð um slíkt í aðdraganda kosninga sl. vor. Framundan eru stór og fjárfrek fjárfestingarverkefni sem fara á í á meðan skerða á enn frekar þjónustu við börn og unglinga.
3. Lögð fram til síðari umræðu fjármálastefna Reykjavíkurborgar 2023-2027, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar frá 1. nóvember 2022.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
FAS22100171
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Öll meginmarkmið fjármálastefnu Reykjavíkur virðast horfin. Skýr langtímasýn um sjálfbærni og varfærni í fjármálastjórn borgarinnar var sá kjarni sem byggt var á en nú stefnir í 15,3 milljarða halla af rekstri borgarinnar. Hagræðingartillögur meirihlutans höggva ekki hvað síst í þjónustu við viðkvæmustu hópana og það á vakt jafnaðarflokksins Samfylkingar. Staðan er það slæm að ekki er fyrirséð að stöðugleiki í fjármálum náist á næstu árum ef ekki verður mikil breyting á áherslum í rekstri borgarinnar. Flokkur fólksins kallar eftir ábyrgum ákvörðunum um aðhald í rekstri jafnframt því sem fjárfesta verði í samfélagslegum innviðum, arðsömum verkefnum og auknum lífsgæðum borgarbúa. Dregið hefur úr lífsgæðum fjölmargra borgarbúa. Fátækt hefur aukist og biðlistar eftir nauðsynlegri þjónustu eru í sögulegu hámarki. Stokka þarf spilin upp á nýtt og leitast við að tryggja að þörfum fólks sé mætt. Í því sambandi sé sérstaklega horft til barna, öryrkja á leigumarkaði og eldra fólks sem býr við bág kjör. Flokkur fólksins tekur undir mikilvægi grænna áherslna en það hlýtur að þurfa að byrja á að veita þá þjónustu sem kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Í stuttu máli er fátt í fjármálastefnu borgarinnar sem vekur bjartsýni og tengir við Reykjavíkurborg um þessar mundir.
4. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs 17. og 24. nóvember og 1. desember.
1. liður fundargerðarinnar 17. nóvember; viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022, er samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
2. liður fundargerðarinnar frá 24. nóvember; deiliskipulag, Presthús á Kjalarnesi, er samþykktur með 15 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn sjö atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
3. liður fundargerðarinnar frá 24. nóvember; breyting á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4, er samþykktur með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna.
7. liður fundargerðarinnar frá 1. desember; viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022, er samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22010003
5. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 2. desember, mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 10. og 24. nóvember, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. og 28. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 21. nóvember, stafræns ráðs frá 23. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 16., 23. og 30. nóvember og velferðarráðs frá 16., 25. og 30. nóvember. MSS22010217
Fundi slitið kl. 23:55
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Trausti Breiðfjörð Magnússon
Aðalsteinn Haukur Sverrisson