Borgarstjórn - 6.12.2016

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2016, þriðjudaginn 6. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.01. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, S. Björn Blöndal, Ilmur Kristjánsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2017; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Einnig er lagður fram 27. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. desember sl.: breytingatillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, 1. liður b. fundargerðar forsætisnefndar 2. desember sl.: breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D01-D18 og 1. liður c. fundargerðar forsætisnefndar 2. desember sl.: breytingatillögur borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merktar B01-B07.

- Kl. 14.05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

- Kl. 15.50 tekur Halldór Auðar Svansson sæti og Þórgnýr Thoroddsen víkur af fundi.

- Kl. 16.30 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti og Ilmur Kristjánsdóttir víkur af fundi.

- Kl. 17.50 víkur Gréta Björg Egilsdóttir af fundi og Jóna Björg Sætran tekur sæti.

- Kl. 19.05 víkur Halldór Halldórsson af fundi og Björn Gíslason tekur sæti.

Atkvæðagreiðsla um liði 3, 4 og 5, gjaldskrár Reykjavíkurborgar, fer fram áður en atkvæðagreiðsla um liði 1 og 2 fer fram.

Samþykkt með 15 atkvæðum að taka breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D19-D23 á dagskrá.

Samþykkt með 15 atkvæðum að taka breytingatillögur borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merktar B08-B09 á dagskrá.

Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2017 sem fyrir liggja:

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-01: Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 70.080 þ.kr. vegna lægri þjónustutekna en frumvarpið gerði ráð fyrir, í samræmi við breyttar verðlagsforsendu skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2016. Breytingin gerir ráð fyrir að gjaldskrártekjur vegna þjónustu hækki að jafnaði um 2,4% í stað 3,9% eins og gert var ráð fyrir við framlagningu á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2017. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár umhverfis- og skipulagssviðs og gjaldskrár vegna endursölu á vörum, veitingum og leigu á sölum endurspegli raunkostnað eins og verið hefur. Breytingar á fjárheimildum fagsviða verði eftirfarandi:

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-02: Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði lækkaðar um 480.527 þ.kr. í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2016. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á annan rekstrarkostnað eru áætluð 2,4% í stað 3,9% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, sbr. minnisblað fjármálastjóra dags. 11. nóvember sl. Breytingar á fjárheimildum fagsviða verði eftirfarandi:

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-03: Lagt er til að fjármagnskostnaður A-hluta verði lækkaður um 493.376 þ.kr. í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2016. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á fjármagnskostnað verða 2,4% í stað 3,9% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, sbr. minnisblað fjármálastjóra dags. 11. nóvember sl. Breytingin hefur eftirfarandi áhrif á aðalsjóð og eignasjóð:

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-04: Lagt er til að fjárheimildir fagsviða í aðalsjóði verði lækkaðar um 403.020 þ.kr. vegna lægri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar og leigu gatna í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2016. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði hækkaðar um 403.020 þ.kr. vegna lækkunar tekna af innri leigu og leigu gatna. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi:

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-05: Lagt er til að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun A-hluta vegna hækkunar á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar um 1.350.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlags- og launaforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2016. Áhrif lægri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar er neikvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Jafnframt hefur áætluð hækkun launavísitölu sem notuð er við tryggingafræðilegt mat á gjaldfærslu neikvæð áhrif til hækkunar.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-06: Lagt er til að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun A-hluta vegna hækkunar útsvarstekna um 420.000 þ.kr. vegna breytinga á launaforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2016.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-07: Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 210.000 þ.kr. vegna hækkunar á frístundastuðningi við börn á aldrinum 6-18 ára. Frístundastuðningur verði 50 þ.kr. pr. barn á ári í stað 35 þ.kr. á ári.

Samþykkt með 13 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-08: Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 79.000 þ.kr. vegna kostnaðaráhrifa af nýjum samningi sem borgarráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR). Hækkunin felur í sér útgjöld vegna kostnaðaráhrifa kjarasamninga hjá íþróttafélögum að fjárhæð 24.000 þ.kr., útgjöld vegna 1. áfanga í uppgjöri við íþróttafélög vegna viðhaldsmála tímabilið 2009-2014 að fjárhæð 45.000 þ.kr. og aukin útgjöld vegna samnings um rekstur frístundastrætós að fjárhæð 10.000 þ.kr.

Samþykkt með 13 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-09: Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði lækkaðar um 25.000 þ.kr. vegna seinkunar á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur en reiknað er með að útilaugin opni í nóvember 2017.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-10: Lagt er til að fjárheimildir að fjárhæð 10.400 þ.kr. verði fluttar frá skóla- og frístundasviði (SFS) til íþrótta- og tómstundasviðs (ÍTR) vegna samninga við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) um rekstur á frístundastrætó.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-11: Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 20.000 þ.kr. til ráðstöfunar í aukna styrki til menningarmála.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-12: Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 15.241 þ.kr. vegna kostnaðaráhrifa af endurskoðun á starfsmati starfsmanna sviðsins.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-13: Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 10.827 þ.kr. vegna lækkunar í safnatekjum vegna breyttra aldursviðmiða úr 70 ára í 67 ára.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-14 tilfærsla á fjárheimildum frá ÍTR til MOF og hækkun vegna 17. júní hátíðahalda: Lagt er til að fjárheimildir að fjárhæð 9.800 þ.kr. verði fluttar frá íþrótta- og tómstundasviði og fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs hækkaðar um 2.200 þ.kr. til ráðstöfunar í 17. júní hátíðahöldin.

Samþykkt með 11 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-15: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 140.000 þ.kr. til fjármögnunar á sérstökum umbótaþáttum í skóla- og frístundastarfi samanber starfsáætlun sviðsins. Því til viðbótar mun sviðið hagræða um 60 m.kr. af miðlægri starfsemi þannig að alls verða 200 m.kr. til ráðstöfunar í umbótaþætti sem nýtast munu leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Þar af verði 10 m.kr. varið til innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í tengslum við áherslu sviðsins á lýðræði, jafnrétti og mannréttindi, 7,9 m.kr. verði varið til forvarna, heilsueflingar og lýðræðisverkefna, 43,3 m.kr. verði varið í að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning með stuðningi við starfsstöðvar á vegum Miðju máls og læsis, 33,1 m.kr. verði varið til að styrkja list-, tækni- og verknám í leik- og grunnskólum og frístundastarfi, 57,5 m.kr. verði varið í að efla móðurmálskennslu, túlkaþjónustu og aðra skólaþjónustu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku og 48,2 m.kr. verði varið í að auka menntunarstig starfsmanna með áherslu á launuð námsleyfi starfsfólks leikskóla og frístundaheimila.

Samþykkt með 11 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-16: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 76.500 þ.kr. Fjármagninu verði varið til þess að hækka framlög með hverju barni með annað móðurmál en íslensku. Verkefnið felur í sér kostnaðarauka í grunnskólum upp á 62.000 þ.kr. á ársgrundvelli. Varið verði 13.000 þ.kr. til leikskóla í fjölmenningarlegt leikskólastarf ásamt íslenskukennslu. Þá verði varið 1.500 þ.kr. til túlkaþjónustu á frístundaheimilum.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-17: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 18.500 þ.kr. til fjölgunar barna í skólahljómsveitum um 10% eða 41 barn. Hverfisskipting verði skoðuð í þessu sambandi sérstaklega.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-18: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 20.000 þ.kr. til námsráðgjafar með áherslu á unglingastigið og til að vinna gegn brotthvarfi.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-19: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 23.600 þ.kr. til sértæks klúbbastarfs í félagsmiðstöðvum og aðgerða til að efla unglinga sem eru m.a. í félags- og neysluvanda.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-20: Lagt er til að ráðstafað verði 20.000 þ.kr. af fjárfestingaheimildum upplýsingatæknideildar til kaupa á tölvubúnaði fyrir grunnskóla vegna rafrænna samræmdra prófa. Tillagan verði fjármögnuð af fjárfestingalið í upplýsingatækni.

Samþykkt með 11 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-21: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 25.128 þ.kr. vegna fækkunar barna í borgarreknum grunnskólum m.v. rammaúthlutun. Fækkunin er 38 börn og miðast fjárheimildir ársins 2017 eftir leiðréttingu við 13.989 börn að meðaltali eða sami fjöldi vor og haust.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-22: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 57.780 þ.kr. vegna fækkunar barna í borgarreknum leikskólum m.v. rammaúthlutun. Fjárheimildir ársins 2017 eftir leiðréttingu miða við 5.854 börn að vori og 5.899 börn að hausti. Fjárheimildir miða við að börn fædd í mars og apríl 2015 fái vist frá og með janúar 2017 og börn fædd janúar, febrúar, mars og apríl 2016 fái vist í ágúst 2017.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-23: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 19.677 þ.kr. vegna fjölgunar barna í frístundaheimilum m.v. rammaúthlutun. Fjölgunin er 120 börn og miðast fjárheimildir ársins 2017 eftir leiðréttingu við 3.963 börn að meðaltali í 5 daga vistun eða sami fjöldi vor og haust.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-24: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 17.436 þ.kr. vegna aukins kostnaðar við stuðning í frístundaheimilum vegna fjölgunar barna. Fjölgunin er áætluð 12 börn og miðast fjárheimildir ársins 2017 eftir leiðréttingu við 323 börn með stuðning að meðaltali eða sami fjöldi vor og haust.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-25: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 5.940 þ.kr. vegna leiðréttingar m.v. rammaúthlutun.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-26: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 85.803 þ.kr. vegna fjölgunar barna í sjálfstætt starfandi gruvnnskólum og hækkunar á viðmiðunargjaldskrá Hagstofu Íslands. Fjöldi barna árið 2017 er áætlaður 629 börn að meðaltali eða sami fjöldi vor og haust og nemur greiðsla pr. nemenda 1.289,5 þ.kr. pr barn á ársgrundvelli sem er 75% af meðalkostnaði við grunnskólabarn skv. útreikningum Hagstofu Íslands.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-27: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 7.429 þ.kr. vegna hækkunar á húsaleigu hjá Námsflokkum Reykjavíkur sem er til húsa að Suðurlandsbraut 32. Breytingin felur í sér hækkun á tekjum skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) um sömu fjárhæð og útgjöld vegna leigu til þriðja aðila.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-28: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 12.068 þ.kr. vegna kjarasamningsbundinnar launahækkunar Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Um er að ræða fjögurra mánaða kostnaðaráhrif sept.-des. 2017 á einkarekna tónlistarskóla sem ekki voru komin inn í ramma sviðsins við rammaúthlutun.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-29: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 21.985 þ.kr. vegna nýlegs samnings Jöfnunarsjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við nám á miðstigi í söng og miðstigi og framhaldsstigi í hljóðfæraleik. Í samningnum felst að framlög Jöfnunarsjóðs sem fara í gegnum sveitarfélögin lækka en beinn stuðningur ríkisins gagnvart tónlistarskólunum hækkar.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-30: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 92.000 þ.kr. vegna hækkunar á gjaldskrám til stuðningsfjölskyldna.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-31: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 17.500 þ.kr. vegna nýs samnings um rekstur Konukots, næturathvarfs fyrir heimilislausar konur frá 1. sept. 2016.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-32: Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna ferlimála fatlaðs fólks.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-33: Lagt er til að fjárheimildir mannréttindaskrifstofu verði hækkaðar um 3.880 þ.kr. vegna innri leigu á Bjarkahlíð, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-34: Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu verði hækkaðar um 16.000 þ.kr. til ráðstöfunar í innleiðingu á heilsueflandi aðgerðum starfshóps um heilsueflingu starfsmanna Reykjavíkurborgar.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-35: Lagt er til að fjárheimildir á liðnum ýmsar samningsbundnar greiðslur á sameiginlegum kostnaði verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna Höfða friðarseturs.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-36: Lagt er til að fjárheimildir vegna framlaga til Strætó bs. verði lækkaðar um 101.916 þ.kr. vegna leiðréttingar um 88.723 þ.kr. vegna tvítalningar á niðurgreiðslum strætisvagnafargjalda til aldraðra og öryrkja í frumvarpi og vegna breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar um 13.193 þ.kr.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-37: Lagt er til að útgjaldaauki að fjárhæð 582.977 þ.kr. vegna tillagna SÆVÞ-01 til SÆVÞ-36 komi til frádráttar á liðinn ófyrirséð, kostn.stað 09205, undir sameiginlegum kostnaði.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-38: Lagt er til að útgjaldaauki að fjárhæð 113.112 þ.kr. vegna tillagna SÆVÞ-01 til SÆVÞ-36 komi til frádráttar á liðnum launa-  og starfsmannakostnaður, kostn.stað 09126, undir sameiginlegum kostnaði.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-39: Lagt er til að eftirfarandi tilfærslur verði gerðar innan fjárfestingaáætlunar eignasjóðs:

Tilfærsla innan fjárfestingaáætlunar   (þ.kr.)

1104 Skóla- og frístundasvið Gufunesbær 10.000 

1105 Íþrótta- og tómstundasvið Gervigrasvellir, nýtt gervigras 50.000 

1108 Ýmsar fasteignir Ráðhús 25.000 

3108 USK Ýmsar framkvæmdir Umferðarskiltun og merkingar 20.000 

3106 USK Aðgengismál Umferðarskiltun og merkingar -20.000 

4101 Lóðir, lönd Ný byggingasvæði, þróun og uppbygging -85.000 

Samtals     0 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-40: Lagt er til að fjárhagsáætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur sem samþykkt var af stjórn hennar 28.nóvember sl. Breytingarnar fela í sér að tekjur félagsins lækka um 393.340 þ.kr., útgjöld lækka um 384.751 þ.kr., fjármagnsgjöld hækka um 1.144.503 þ.kr., tekjuskattur lækkar um 612.184 þ.kr., liðir sem ekki hafa áhrif á sjóðsstreymi hækka um 407.570 þ.kr., breytingar á skammtímaliðum hækka um 455.199 þ.kr., fjárfestingahreyfingar lækka um 241.052 þ.kr. og fjármögnunarhreyfingar lækka um 415.961 þ.kr. Gert ráð fyrir að handbært fé Orkuveitu Reykjavíkur hækki um 176.915 þ.kr. miðað við frumvarpið.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-41: Lagt er til að fjárhagsáætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á fjárhagsáætlun Strætó bs. sem samþykktar voru af stjórn þess þann 18. nóvember sl. Breytingarnar fela í sér að tekjur félagsins lækka um 172.403 þ.kr., útgjöld lækka um 77.157 þ.kr. og fjármagnstekjur hækka um 463 þ.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé Strætó lækki um 167.401 þ.kr. miðað við frumvarpið.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-42: Lagt er til að fjármálastjóri fái heimild til að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á í samráði við hlutaðeigandi svið.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-43: Lagt er til að fjármálastjóri fái heimild til að útfæra breytingar á fjárhagsáætlun í framhaldi af nánari útfærslu á launaáætlun einstakra rekstrareininga sem unnin verður að í desember og janúar nk. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi áhrif á heildarramma fagsviða en tilfærsla getur orðið á milli rekstrareininga. Gert er ráð fyrir að útfærslu ljúki í janúar og unnt verði að kynna hana í borgarráði í febrúar.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-44: Lagt er til að fjármálastjóri fái heimild til að ganga frá óútfærðri hagræðingarkröfu í samráði við viðkomandi fagsvið og skrifstofur. Útfærslan verði kynnt borgarráði í febrúar nk.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-01: Borgarstjórn samþykkir að fela fjármálasviði að gera úttekt á því hvað hægt er að lækka útsvar í stórum áföngum á móti bættum rekstri borgarinnar.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Útsvarið er grunnur að þjónustu borgarinnar. Stórfelld lækkun útsvars myndi einungis leiða til þjónustuskerðingar. Málamyndalækkun útsvars eins og sumstaðar er raunin, gagnast sáralítið einstaklingum og er einungis sýndargjörningur. Þá eru tekjustofnar sveitarfélaga takmarkaðir eins og ítrekað hefur verið bent á.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-02: Borgarstjórn samþykkir að endurskoða hlutverk þjónustumiðstöðva borgarinnar með það að markmiði að draga úr rekstrarkostnaði, samræma þjónustustig milli hverfa og viðhalda góðu þjónustustigi til allra borgarbúa.

Samþykkt að visa tillögunni til stjórkerfis- og lýðræðisráðs.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-03: Borgarstjórn samþykkir að úthluta fleiri lóðum undir fjölbreyttar húsagerðir í borgarlandinu og styrkja með því tekjuáætlun til 5 ára. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) og fjármálaskrifstofu er falið að reikna út væntan tekjuauka og mögulega aukningu.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Í undirbúningi er að úthluta lóðum bæði í Elliðavogi og eins í Skerjafirði. Allt er þetta á landi Reykjavíkurborgar og því verður um að ræða einhvers konar úthlutun þegar þar að kemur. Þá er verið að endurskoða skipulag í Úlfarsárdal með fjölgun íbúða í huga. Auk þess fær borgin tekjur í gegnum byggingarrétt og gatnagerðargjöld auk fasteignagjalda af þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í Reykjavík.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-04: Borgarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Í þeirri úttekt skal miðað við að slík breyting á fyrirkomulagi verði gerð í áföngum, t.d. með því að sorphirða verði í upphafi boðin út í 1-2 hverfum og reynslan metin áður en lengra verður haldið. Einnig skal tryggt að núverandi starfsmenn sorphirðunnar hjá Reykjavíkurborg haldi störfum sínum og réttindum með þeim hætti að vænt hagræðing verði gerð í samræmi við starfsmannaveltu viðkomandi deildar eða með því að þeim bjóðist annað sambærilegt starf hjá borginni.

Felld með 8 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-05: Borgarstjórn samþykkir sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervigrasvöllum í borginni að upphæð 100 milljónir króna. Fjárveitinguna skal nota til að endurnýja velli, sem eru nú með kurl úr úrgangsdekkjum sem yfirborðs-fylliefni, en setja þess í stað viðurkennt gæðagras og efni, sem stenst ýtrustu umhverfis- og heilbrigðiskröfur. Verkinu skal lokið á árinu 2017.

Tillögunni er vísað frá með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-06: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-07: Borgarstjórn samþykkir að eftirtalin fjárveiting verði felld brott úr frumvarpi að fjárhagsáætlun 2016: Kostnaðarstaður 1108, Gröndalshús, 30 milljónir króna.

Tillögunni er vísað frá með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-08: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert. Þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar er mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er neyðaraðstoð sem miðað er við að veitt sé til skamms tíma. Þetta er síðasta öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð sér og sínum farborða. Virkniúrræðum fyrir notendur fjárhagsaðstoðar hefur verið beitt með miklum árangri og hefur notendum í janúar til mars 2016 fækkað um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Reykjavíkurmódelið byggist á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er á snemmtæk inngrip og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Við þetta má bæta að það er mat sérfræðinga á velferðarsviði að nýtt grunnviðmið fjárhagsaðstoðar, með heimild til virknistyrks, komi þeim sem síst skyldi verst. Frekar mætti beita heimildargreiðslum til að styðja fólk í virkni sinni.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-09: Borgarstjórn samþykkir að heimaþjónusta verði lögð niður í núverandi mynd. Þess í stað verði tekið upp ávísanakerfi þar sem fjárhæð fylgi þörf.

Tillagan er felld með 11 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-10: Borgarstjórn samþykkir að ávísanakerfi verði nýtt í liðveislu í stað núverandi kerfis. Tekið verði upp ávísanakerfi þar sem fjárhæð fylgi þörf þess í stað.

Tillagana er felld með 11 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Ávísanakerfi hefur víðast hvar ekki gefið góða raun. Þó þarf að skoða leiðir til að fjölga kostum þeirra sem að njóta liðveislu og er skoðun á því þegar hafin.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-11: Borgarstjórn samþykkir að boðin verði út þjónusta við frekari liðveislu. Mikilvægt er að virkja fleiri fyrirtæki inn í velferðarþjónustuna. Útboð af þessu tagi er liður í því.

Lögð er fram svohljóðandi breytingatillaga: Borgarstjórn samþykkir að kanna nýjar leiðir í liðveislu með það fyrir augum að bæta þjónustu við notendur og auka fjölbreytni. Vísað til frekari meðferðar velferðarráðs.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-12: Borgarstjórn samþykkir að þar sem launakostnaður Reykjavíkurborgar hefur undanfarin ár verið mun hærri en áætlanir gera ráð fyrir vegna veikinda starfsmanna og álags vegna yfirvinnu verði brugðist sterkar við þessari þróun en gert hefur verið í gegnum viðveru og heilsueflingu. Farið verði í sérstakt átak til að skilgreina helstu álagsstaði og leiðir til úrbóta.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Nú þegar er gert ráð fyrir 16 m.kr. í breytingartillögum meirihlutans um sama efni.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-13: Borgarstjórn samþykkir að þar sem ber á starfsmannaeklu í umönnunarstörfum hjá Reykjavíkurborg verði skoðað hvernig bæta má úr því og gera störf hjá borginni eftirsóknarverð. Starfsumhverfið, viðhorf og menning innan fyrirtækjanna geta skipt sköpum hvað þetta varðar. Borgarstjórn samþykkir að farið verði í gagngera skoðun á því hvernig bæta megi starfsumhverfi mismunandi vinnustaða borgarinnar þar sem hvatt verði til nýsköpunar, jákvæðra samskipta, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun.

Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-14: Borgarstjórn samþykkir að innleiða breytingar í velferðarþjónustunni til að takast á við fjölgun aldraðra og þjónustuþörf þeirra og fatlaðs fólks. Ljóst er að ekki verður hægt að reka velferðarþjónustuna með sama hætti næstu áratugi. Innleiða verður breytingar með mun sterkari hætti en gert hefur verið. Verkefni þjónustumiðstöðva þarf að rafvæða, kortleggja þarf hvaða búnað á að nota og innleiða þarf stórar breytingar í því hvernig starfsfólk velferðarsviðs nálgast störf sín. Markmiðið þarf að vera að geta sinnt fleira fólki jafn vel, fyrir sama fé. Breytingarferlinu þarf hins vegar að ýta úr vör með fjárhagslegum stuðningi.

Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-15: Borgarstjórn samþykkir að ráðast í breytingar á grunnskólastarfinu til að mæta uppsafnaðri þörf til að fást við breytingar á skólastarfinu. Samþykkt er að stofna starfsþróunarsjóð að fyrirmynd annarra sveitarfélaga, meðal annars Garðabæjar, þar sem gripið hefur verið til þess bragðs að styrkja slíka vinnu með sérstöku fjármagni ætluðu til starfsþróunar.

Lögð er til svohljóðandi breytingatillaga: Borgarstjórn samþykkir að leggja aukna áherslu á starfsþróun í skóla- og frístundastarfi borgarinnar og felur skóla- og frístundasviði að útfæra tillögur um útfærslu í samráði við félög kennara, stjórnenda, annars starfsfólks og foreldra.

Samþykkt.

Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarstjórn samþykkir að leggja aukna áherslu á starfsþróun í skóla- og frístundastarfi borgarinnar og felur skóla- og frístundasviði að útfæra tillögur í samráði við félög kennara, stjórnenda, annað starfsfólk og foreldra.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-16: Borgarstjórn samþykkir að lengja opnunartíma sundlauga. Sundlaugar voru áður opnar lengur í hverju hverfi en í þeim miklu hagræðingaraðgerðum í kjölfar fjármálahrunsins var opnunartíminn styttur. Aðgangur að sundlaugum verður að teljast til grunnþjónustu en jafnframt eru sundlaugarnar dýrmætar fyrir ferðaþjónustuna.

Vísað til borgarráðs.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-17: Borgarstjórn samþykkir að skoðað verði heildstætt hvar Reykjavíkurborg sinnir verkefnum sem eru ekki lögboðin eða ekki hluti af grunnþjónustu og vinna að breytingum á þeim. Borgarstjórn samþykkir að láta vinna samantekt sem verði nýtt sem grunnur undir ákvarðanir um að draga borgina út úr rekstri sem ekki telst til grunnþjónustu.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-18: Borgarstjórn samþykkir að gjaldskrár verði stilltar þannig að fjárhagslega verði kostnaður foreldra sá sami hvort sem þeir velja leikskóla eða þjónustu dagforeldra.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref við að taka inn yngri börn á leikskóla borgarinnar en áður. Kostnaður við að auka niðurgreiðslur til dagforeldra til jafns við leikskóla er um 300 milljónir kr. Þeim fjármunum væri betur varið í að taka yngri börn inn á leikskóla og brúa þar bilið milli fæðingarorlofs og leikskólans. Vafasamt er að slá því föstu að þjónusta dagforeldra sé algjörlega sambærileg við þá sem veitt er á leikskólum borgarinnar og því óeðlilegt að upphæð niðurgreiðslunnar sé ein og hin sama.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-19: Borgarstjórn samþykkir að öllum nemendum 8. bekkjar grunnskóla Reykjavíkur gefist kostur á sumarstörfum hjá Vinnuskóla Reykjavíkur frá og með júnímánuði 2017. Boðið verði upp á fjölbreyttari störf en þau sem hafa verið í boði hingað til.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-20: Borgarstjórn samþykkir að skólagarðar Reykjavíkur verði endurvaktir með það meginhlutverk í huga að kynna börnum og unglingum garðyrkju og þá sjálfbærni sem felst í því að rækta sitt eigið grænmeti og njóta uppskerunnar. Lagt er til að starfsemin verði fjölbreyttari en áður var og skólaeldhúsin nýtt til kennslu við matreiðslu og meðhöndlun grænmetis.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar stýrihóps um matarstefnu.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-21: Borgarstjórn samþykkir að auka enn frekar sveigjanleika skólaskila með því að grunnskólanemum gefist kostur á að stunda framhaldsskólaáfanga sér að kostnaðarlausu meðfram grunnskólanáminu. Hafnar verði viðræður sem fyrst við mennta- og menningarmálaráðuneytið í því skyni að koma á slíkri tilhögun svo nemendur geti hafið slíkt nám haustið 2017.

Samþykkt.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-22: Borgarstjórn samþykkir að lækka fasteignaskatta verulega í takt við mikla hækkun á fasteignaverði. Markmiðið er að borgin taki ekki til sín tekjur vegna mikilla hækkana en leyfi íbúum þess í stað að njóta þeirra. Hækkun fasteignamats stuðlar jafnframt að hækkun húsnæðisverðs sem nú þegar er orðið óviðráðanlegt, sérstaklega fyrir ungt fólk.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði verða hér eftir sem hingað til þau allra lægstu á landinu.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-23: Borgarstjórn samþykkir að hefja átak gegn einnota plastumbúðum strax á næsta ári í samræmi við samþykkta tillögu í nóvember sl. Meðal annars á að móta aðgerðir um hvernig auðvelda megi borgarbúum að komast hjá einnota umbúðum og velja annað en t.d. plastpoka og annars konar einnota umbúðir. Vinna skal í samstarfi við grasrótarsamtök, samtök um verslun og þjónustu, starfsmenn borgarinnar og íbúa. Þá verði skoðað hvernig megi standa að fræðslu til að ná þessum markmiðum. Lagt er til að 15 m.kr. fjárveiting fylgi því verkefni á árinu 2017.

Tillögunni er vísað frá með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-01: Lagt er til að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar verði lagt niður og verkefni þess alfarið færð yfir til velferðarráðs sem verði nefnt velferðar- og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Tillagan felur í aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Áætlað er að tillagan leiði til 16.260 þ.kr. sparnaðar í aðalsjóði og A-hluta.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-02: Lagt er til að mannréttindaskrifstofa verði færð undir velferðarsvið og að þar verði fækkun stöðugilda um 2,5. Áætlað er að tillagan leiði til 23.750 þ.kr. sparnaðar í aðalsjóði og A-hluta.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-03: Lagt er til að málefni ferlinefndar og umferðaröryggismál verði færð til umhverfis- og skipulagssviðs. Tillagan felur í sér aukna skilvirkni í stjórnkerfinu.

Felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-04: Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð verði lagt niður í núverandi mynd og verkefni menningarráðs verði færð undir íþrótta- og tómstundaráð og verkefni ferðamálaráðs verði færð til umhverfis- og skipulagsráðs. Tillagan felur í aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Áætlað er að tillagan leiði til 18.152 þ.kr. sparnaðar í aðalsjóði og A-hluta.

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-05: Lagt er til að menningarmál verði færð undir íþrótta- og tómstundasvið og af því leiði fækkun stöðugilda sem nemur helmingi stöðugilda á aðalskrifstofu menningar- og ferðamálasviðs. Tillagan felur í aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Áætlað er að tillagan leiði til 19.375 þ.kr. sparnaðar í aðalsjóði og A-hluta.

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-06: Lagt er til að ferðamálahluti menningar- og ferðamálasviðs og þar með Höfuðborgarstofa verði færð sem sérstök deild á umhverfis- og skipulagssviði og af því leiði fækkun stöðugilda sem nemur helming stöðugilda ferðamála á aðalskrifstofu menningar- og ferðamálasviðs og Höfuðborgarstofu. Tillagan felur í aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Áætlað er að tillagan leiði til 55.339. þ.kr. sparnaðar í aðalsjóði og A-hluta.

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-07: Lagt er til að hverfisráð verði ekki starfrækt á árinu. Tillagan felur í aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Áætlað er að tillagan leiði til 56.141 þ.kr. sparnaðar í aðalsjóði og A-hluta.

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Ljóst er að á árinu 2017 er fyrirhugað að endurskoða hlutverk hverfisráða m.a. með tilliti til úttektar innri endurskoðunar á þjónustumiðstöðvum og hverfisráðum, þar sem dregið er fram að hverfisráðin eru aðeins að hluta til að sinna því hlutverki sem þeim var upphaflega ætlað og kallað er eftir róttækum breytingum á stöðu þeirra. Þar kemur þó einnig fram að þau eru talin mikilvægur samráðsvettvangur og ekki er lagt til að þau verði ekki starfrækt á meðan unnið er að breytingum á þeim. Í starfsáætlun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs árið 2017 liggur þannig fyrir að móta eigi hlutverk og skipan hverfisráðanna í samráði við hverfisráðin sjálf. Í stjórnkerfis- og lýðræðisráði hefur í þessu skyni verið óskað eftir umsögnum frá hverfisráðunum um úttekt IE og er þeirra beðið. Því er ljóst að þrátt fyrir að endurskoða verði ýmislegt þegar kemur að hverfisráðum þá gegna þau engu að síður mikilvægu hlutverki í núverandi mynd og munu vera innan handar við að móta nýja sýn á hverfisráðin til framtíðar.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-8: Lagt er til að helmingi af sparnaði sem næst skv. tillögum B01-B07 verði ráðstafað til fjáraukningar á skóla- og frístundasviði eða kr. 94.509 þ.kr. sem verði sérmerkt til stuðings á sérkennsluúrræðum í grunn- og leikskólum borgarinnar.

Tillögunni er vísað frá með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og  Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina merkt B-09: Lagt er til að helmingi af sparnaði sem næst skv. tillögum B01-B07 verði ráðstafað til fjáraukningar á velferðarsviði eða kr. 94.509 þ.kr. sem verði sérmerkt til uppbyggingar dagvistunarúrræða fyrir alzheimersjúklinga yngri en 67 ára.

Tillögunni er vísað frá með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og  Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Meirihluti Samfylkingar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata er tilbúinn að taka að sér hlutverk varðhunda kerfisins með því að hafna sparnaðar- og hagræðingartillögum Framsóknar og flugvallarvina upp á tæplega 190 milljónir og halda í embætti fyrst og síðast fyrir flokksmenn sína. Sami meirihluti er tilbúinn að halda í hverfisráðin 10 á fullum launum árið 2017 þegar fyrir liggur skýrsla innri endurskoðanda á því að hlutverk þeirra sé óskýrt, þau séu ósýnileg og með öllu valdlaus.  Þetta heitir sýndarlýðræði. Áhugavert er ennfrekar að sjá þá tilbúna að verja kerfið á kostnað aukinna fjármuna til skóla og velferðarmála. Með kjarleysi meirihlutans til að samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, þá verður skóla- og frístundasvið af 95 m.kr. og velferðarsvið einnig af 95 m.kr. Slíkt getur ekki og aldrei talist góð stjórnsýsla borgarstjónarmeirihluta sem vill jöfnuð og styðja enn frekar við viðkvæma þjónustuhópa þessarra tveggja sviða. Ekki er hægt að horfa á öðruvísi á þetta en hræsni og kjarkleysi gagnvart málefnum þessara sviða. 

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 með áorðnum breytingum.

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 með áorðnum breytingum er samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning í rekstri. Afkoma borgarinnar er jákvæð um 1,8 milljarða. Undanfarin ár hefur rekstur sveitarfélaga verið í járnum og var Reykjavík þar ekki undanskilin. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða auknum tekjum, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans hefur verið nýtt til að hefja sókn í skólastarfi og skólaþróun fyrir um 1,5 milljarð, hækka frístundastyrk upp í 50.000 krónur, fjölga búsetuúrræðum og bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þá mun húsnæðisáætlun borgarinnar ganga eftir, enda verða settir um 19 milljarðar til húsnæðismála í Reykjavík á næstu fimm árum. Þessi jákvæða þróun í rekstrinum er fagnaðarefni og það er mikilvægt að halda áfram á sömu braut svo við getum enn frekar aukið fjárframlög til menntamála í borginni, bætt hag barnafjöldskyldna og sýnt þannig áherslur meirihlutans í verki.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram 23 breytingartillögur á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja m.a. skoða að lækka útsvar á móti stórauknum tekjum Reykjavíkurborgar, skoða hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts í því skyni að koma í veg fyrir að mikil hækkun á húsnæðisverði hafi í för með sér sambærilega hækkun fasteignaskatts. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins innleiða breytingar í velferðarþjónustunni til að takast á við fjölgun aldraðra og þjónustuþarfir þeirra og fatlaðs fólk. Innleiða verður breytingar með mun skarpari hætti en gert hefur verið. Ljóst er að ekki verður hægt að reka velferðarþjónustuna með sama hætti næstu áratugi og telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bregðast þurfi við strax. Góð staða ríkissjóðs er að skila sér til Reykjavíkurborgar sem nýtir sér þann ramma í botn sem lög um álagningu útsvars leyfa. Reksturinn er að lagast enda eru tekjur samstæðu að aukast um 13% á tveimur árum. Þrátt fyrir þennan rekstrarbata sjást engin merki þess að skuldir og skuldbindingar samstæðu séu að lækka. Þær verða áfram rétt um 300 milljarðar kr. og skuldir A-hluta munu hækka úr 86 milljörðum kr. í 91 milljarð kr. milli ára. Þá benda áætlanir einnig til þess að samstæða Reykjavíkurborgar verði yfir löglegu hámarki skuldahlutfalls skv. sveitarstjórnarlögum til a.m.k. ársins 2020 sem þýðir að Reykjavíkurborg verður áfram í hópi skuldugustu sveitarfélaga landsins þrátt fyrir afar hagstæð ytri skilyrði.

2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2017-2021; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin  2017-2021.

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2017-2021.

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

3. Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð, dags. 30. nóvember 2016, varðandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017, sbr. einnig 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. desember 2016.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

4.  Lagðar fram tillögur að gjaldskrám umhverfis- og skipulagssviðs sem þurfa sérstaka staðfestingu, gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, gjaldskrá fyrir hundahald, gjaldskrá fyrir sorphirðu og gjaldskrá skipulagsfulltrúa sbr. einnig 26. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. desember 2016.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

5. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2017, sbr 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. nóvember sl.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

6. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 10. nóvember, fundargerð borgarráðs frá 17. nóvember, fundargerð borgarráðs frá 24. nóvember og fundargerð borgarráðs frá 1. desember 2016.

7.  Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 11. nóvember og 2. desember, fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. og 25. nóvember, fundargerð mannréttindaráðs frá 22. nóvember, fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 14. nóvember, fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 23. nóvember, fundargerðir stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 14. og 28. nóvember, fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 16., 23. og 30. nóvember og fundargerðir velferðarráðs frá 17. og 24. nóvember 2016.

Fundi slitið kl. 00.03

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Líf Magneudóttir

Kjartan Magnússon Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 6.12.2016 - prentvæn útgáfa