Borgarstjórn - 6.11.2018

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2018, þriðjudaginn 6. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Skúli Helgason, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Björn Gíslason, Örn Þórðarson, Katrín Atladóttir, Marta Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson og Valgerður Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. nóvember sl. Jafnframt eru lagðar fram tillögur borgarstjóra undir eftirtöldum liðum í fundargerð borgarráðs frá 31. október sl.: 2. liður; tillaga um álagningarhlutfall útsvars 2019, 3. liður; tillaga um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu 2019, 4. liður; tillaga um gjalddagaskiptingu fasteignaskatta og lóðarleigu 2019, 5. liður; tillaga um fyrirkomulag afsláttar til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019, 6. liður; tillaga að gjaldskrám árið 2019, 7. liður; tillaga að lántöku vegna framkvæmda á árinu 2019.

-    Kl. 21:30 víkur Guðrún Ögmundsdóttir af fundinum og Magnús Már Guðmundsson tekur sæti. 

-    Kl. 21:38 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum og Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., ásamt greinargerð:

Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2019 verði 14,52%.

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2019 verði 14,385% en útsvarið er nú í 14,52%.

Breytingatillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall útsvars er samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., ásamt greinargerð:

Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2019 verði sem hér segir: 

1. Hlutfall fasteignaskatts samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 0,18%. 

2. Hlutfall fasteignaskatts samkvæmt b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,32%. 

3. Hlutfall fasteignaskatts samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,65%. 

4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði.

5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði. 

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að hlutfall fasteignaskatts samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,60%.

Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að hlutfall fasteignaskatts samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,65% en lækki í 1,60% þann 1. janúar 2020.

Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að hlutfall fasteignaskatts samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,65% en lækki í 1,60%. þann 1. janúar 2021.

Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að hlutfall fasteignaskatts samkvæmt c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði 1,65% en lækki í 1,60%. þann 1. janúar 2022.

Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2019 er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun. 

Um tekjur borgarinnar hefur verið samið í samstarfssáttmála þeirra flokka sem mynda meirihlutann. Sú mynd sem þar er dregin upp er í senn raunsæ og ábyrg. Það getur hins vegar trauðla talist raunsætt og ábyrgt að ætla sér allt í senn, að lækka skuldir, bæta þjónustu og lækka útsvar og fasteignaskatta. Því til viðbótar væri varla ábyrgt að samþykkja tillögur að tekjubreytingum borgarsjóðs án ítarlegri greiningar. Meirihlutinn mun leggja fram eigin tillögu um útfærslu lækkun á fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði á kjörtímabilinu milli fyrstu og annarrar umræðu.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., ásamt greinargerð:

Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2019 verði eftirfarandi: Greiðendur fasteignagjalda skulu gera skil á fasteignagjöldum ársins 2019 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 2. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 4. maí, 1. júní, 2. júlí, 3. ágúst, 1. september og 2. október. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 2. febrúar 2019. Lagt er til að gjalddagar krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 2. nóvember, 3. desember og 4. janúar. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 6. nóvember 2019.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins 

sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2018, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., ásamt greinargerð:

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019 verði eftirfarandi: 

Viðmiðunartekjur: 

I. Réttur til 100% lækkunar: Einstaklingur með tekjur allt að 4.090.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.710.000 kr. 

II. Réttur til 80% lækkunar: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.090.000 til 4.690.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.710.000 til 6.340.000 kr.

III. Réttur til 50% lækkunar: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.690.000 til 5.450.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.340.000 til 7.580.000 kr. 

Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ásamt greinargerð:

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019 verði eftirfarandi: 

Viðmiðunartekjur: 

I. 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 5.000.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 6.540.000 kr.

II. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.000.000 til 5.600.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.540.000 til 7.700.000 kr.

III. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.600.000 til 6.200.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.700.000 til 8.640.000 kr.

Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Tillaga borgarstjóra um fyrirkomulag afsláttar er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins 

sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð, dags. 30. október 2018, varðandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. 

Lagðar fram tillögur að þeim gjaldskrám umhverfis- og skipulagssviðs sem þurfa sérstaka staðfestingu borgarstjórnar; gjaldskrá um bílastæði í Reykjavík, gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs, gjaldskrá byggingarfulltrúans í Reykjavík, gjaldskrá skipulagsfulltrúans í Reykjavík og gjaldskrá mengunar- og heilbrigðiseftirlits í Reykjavík. 

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 1 atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Lagt er til að allar aðrar gjaldskrár verði samþykktar. 

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 1 atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Engar tekjur, engin gjöld ætti að vera útgangspunktur okkar í allri þjónustu borgarinnar sem við kemur börnum. Fjárhagsáætlun miðar að því að margar gjaldskrár taki hækkunum um 2,9% í samræmi við forsendur um verðlagsþróun. Ég mótmæli öllum gjaldskrárhækkunum á börn sama á hvaða sviðum borgarinnar þær eru fyrirhugaðar. Það er t.d. gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku út frá verðlagsforsendum fjárhagsáætlunar, vegna vistunar barna á frístundarheimilum og síðdegishressingu barna en fyrir marga foreldra er þetta verð stór biti til að byrja með og að hækka verðið gæti þyngt róðurinn hjá mörgum, sama á við um t.d. máltíðir í grunnskólum og yfirhöfuð telur borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands að það beri ekki að rukka börn fyrir að fá að borða í skólanum. Þar að auki er mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig hækkun getur bitnað á þeim hópum sem standa verst efnahagslega. Á velferðarsviði eru fyrirhugaðar hækkanir á fæði um 2,1%-2,8% og fyrirhugað er að þjónustugjöld í íbúðum aldraðra hækki um 2,9% svo eitthvað sé nefnt. Þar er líklegt að einstaklingar þar geti verið í viðkvæmri stöðu efnahagslega og hækkun gæti komið þeim illa, þar sem innkoma þeirra, sbr. lífeyri eða bætur, hefur oft ekki hækkað í samræmi við almennar verðhækkanir í samfélaginu.

 

Lögð fram tillaga borgarstjóra um lántökur vegna framkvæmda á árinu 2019, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl.

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Samþykkt að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, ásamt greinargerð og starfsáætlunum, til síðari umræðu.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun. 

Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við forgangsröðun nýs meirihluta borgarstjórnar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun er sótt fram á mörgum sviðum. Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra samninga um NPA, grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulagsins eru fjölmargar og fjárfestingar í íþróttamannavirkjum í austurhluta borgarinnar eru áberandi rétt eins og vistvænar samgöngur og fyrstu áfangar borgarlínu. Gjöldum er haldið í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga og aldna að búa í Reykjavík. Velferðarþjónusta verður efld og framlög til leikskóla og grunnskóla aukast. Áfram verður lykiláhersla á húsnæðismál. Árið 2018 verður metár í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Nú þegar hafa verið gefin út byggingarleyfi fyrir fleiri íbúðir en nokkurntímann áður á einu ári. Það er góður mælikvarði á velgengni borgarinnar, einkum þegar fjárfesting í atvinnuhúsnæði af öllu tagi er einnig gríðarleg. Öll þessi uppbygging hefur í för með sér mikil tækifæri til vaxtar, hún bætir samkeppnishæfni borgarinnar og eykur lífsgæði íbúanna. Meirihlutinn er stoltur af þessari fjárhagsáætlun sem endurspeglar trausta fjármálastjórn, græna fjárfestingu, metnaðarfulla innviðauppbyggingu og rekstur sem leggur áherslu á sterkt velferðarkerfi og skóla í fremstu röð.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Þessi áætlun gerir ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar muni hækka verulega ef tekið er mið af áætlun sem gerð var fyrir ári síðan en þær munu aukast um 38 milljarða króna. Hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða sem sýnir að nýjum meirihluta hefur mistekist að efna kosningaloforð sín um lækkun skulda. Þá vekur athygli að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir 16 milljarða lakari rekstrarniðurstöðu en gert var ráð fyrir á síðasta ári. Jafnframt verða viðbótarvaxtargjöld skv. fimm ára áætlun 8 milljörðum hærri en áður var ráðgert. Þetta þýðir að vaxtakostnaður hækkar frá síðustu áætlun um heila 2 milljarða á ári. Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja meira en 11 sex deilda leikskóla í hæsta gæðaflokki; gæðaflokki A sem myndu rúma um 1.400 börn. Þá væri hægt, fyrir þennan mismun, að létta skattbyrðina á borgarbúa um 60 þúsund krónur á hvert heimili í borginni árlega. Enn fremur er áhyggjuefni að útsvar verður áfram í hámarki og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hækka um rúm 16% í krónum talið en seinni hluti spátímabilsins er mjög háður hagsveiflunni sem nú hægist verulega á. Ekki er nein hagræðing á rekstrarkostnaði þvert á móti hækkun umfram verðlag. Ekki er tekið á strúktúrvandanum í góðæri. Þetta þýðir að það verður mun erfiðara að mæta áföllum. Rekstarafangur upp á 3,6 milljarða er ósjálfbær m.v. þau ófyrirséðu og stóru verkefni sem blasa við á árinu 2019.

2.    Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2019-2023, ásamt greinargerð, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. 

Samþykkt að vísa frumvarpi að fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 til síðari umræðu. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun. 

Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við forgangsröðun nýs meirihluta borgarstjórnar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun er sótt fram á mörgum sviðum. Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra samninga um NPA, grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulagsins eru fjölmargar og fjárfestingar í íþróttamannavirkjum í austurhluta borgarinnar eru áberandi rétt eins og vistvænar samgöngur og fyrstu áfangar  orgarlínu. Gjöldum er haldið í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga og aldna að búa í Reykjavík. Velferðarþjónusta verður efld og framlög til leikskóla og grunnskóla aukast. Áfram verður lykiláhersla á húsnæðismál. Árið 2018 verður metár í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Nú þegar hafa verið gefin út byggingarleyfi fyrir fleiri íbúðir en nokkurntímann áður á einu ári. Það er góður mælikvarði á velgengni borgarinnar, einkum þegar fjárfesting í atvinnuhúsnæði af öllu tagi er einnig gríðarleg. Öll þessi uppbygging hefur í för með sér mikil tækifæri til vaxtar, hún bætir samkeppnishæfni borgarinnar og eykur lífsgæði íbúanna. Meirihlutinn er stoltur af þessari fjárhagsáætlun sem endurspeglar trausta fjármálastjórn, græna fjárfestingu, metnaðarfulla innviðauppbyggingu og rekstur sem leggur áherslu á sterkt velferðarkerfi og skóla í fremstu röð.

3.    Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 25. október, 31. október og 1. nóvember. 

14. liður fundargerðarinnar frá 25. október; lántaka Félagsbústaða, er samþykktur með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Sósíalistaflokks Íslands, Pírata og Vinstri grænna. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Lögð fram svohljóðandi bókun: 

Borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Félagsbústaða hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að nafnvirði 1.000 m.kr. en að útgreiðslufjárhæð 988 m.kr. til 37 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt, sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna kaup á félagslegu húsnæði og til uppgreiðslu óhagstæðra lána Félagsbústaða hf. sem tekin voru til kaupa og viðhalds á félagslegu húsnæði sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Borgarstjórn Reykjavíkurborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Félagsbústaða hf. til að selja ekki eignarhlut sinn í Félagsbústöðum hf. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Reykjavíkurborg selji eignarhlut í Félagsbústöðum hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjavíkurborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja, f.h. Reykjavíkurborgar, veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Stjórnun Félagsbústaða hefur verið ábótavant. Framkvæmdastjórinn hefur látið af störfum og verkefni hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér er lagt til að Félagsbústaðir fái veð hjá Reykjavíkurborg upp á einn milljarð kr. þar sem tekið er veð í sjálfum útsvarstekjum borgarinnar. Slíkt fyrirkomulag er í raun og veru til þess fallið að fela eiginlega skuldsetningu borgarsjóðs þar sem útsvarstekjurnar eru grunntekjustofn borgarinnar. Félagsbústaðir skulda um 35 milljarða króna og fer skuldsetning vaxandi. Ljóst er að félagið á erfitt með að fjármagna sig á skuldabréfamarkaði og því er leitað í útsvarsveð. Félagið hefur bókað 44 milljarða á „matshækkun fjárfestingaeigna“ en er nú engu að síður fjárþurfi. Þá vekur athygli að stjórnarsamþykkt Félagsbústaða er til Auðuns Freys Ingvarssonar umboð til þess að undirrita lánasamning en hann hefur látið af störfum.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Félagsbústaðir annast rekstur félagslegra leiguíbúða fyrir Reykjavíkurborg sem á allt hlutafé í Félagsbústöðum og hefur sett félaginu það markmið að kaupa 500 íbúðir á árunum 2018-2022. Lán þetta mun fjármagna hluta af þeim kaupum.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Í júní 2012 skilaði innri endurskoðun Reykjavíkur skýrslu um úttekt á rekstri, stjórnarháttum og hlutverki Félagsbústaða hf. Þar kom fram að stjórn Félagsbústaða hafi bókað 12. júní 2009: „Stjórnin samþykkti að framvegis yrðu stærri framkvæmdir auglýstar með opnu útboði“. Enn fremur lá fyrir svar framkvæmdastjóra Félagsbústaða til skrifstofu borgarstjóra 20. maí 2010 þar sem fram kom að: „Félagsbústaðir myndu framvegis leitast við að samræma verklag við útboð á vegum félagsins gildandi reglum borgarinnar með því að hafa slík útboð opin.“ Jafnframt kom fram að á stjórnendum Félagsbústaða mátti skilja að þeir litu svo á að þeir hefðu samþykkt að fara að innkaupareglum borgarinnar hvað varðar reglur um útboð. Niðurstaða borgarlögmanns var að þessi orð yrðu ekki túlkuð á annan hátt en „að framvegis verði leitast við að útboð Félagsbústaða verði almennt opin en ekki lokuð“. Síðan segir í skýrslunni að misferlisáhætta virtist vera fyrir hendi. Þá liti þetta þannig út að þar sem ekki væri auglýst eftir verktökum, að skipt væri að mestu við fámennan hóp verktaka og að verktakar væru á tímakaupi samkvæmt munnlegum samningum væru málin í óásættanlegum farvegi. Á meðan málefni Félagsbústaða eru í slíkum ólestri eins og birst hefur er ófært að gefa félaginu heimildir til frekari lántöku.

15. liður fundargerðarinnar frá 25. október; viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, lífeyrisauki aðildarfélaga ASÍ og greiðsla sérstakra húsaleigubóta, er samþykktur.

16. liður fundargerðarinnar frá 25. október; viðauki við fjárfestingaáætlun, er samþykktur með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

16. liður fundargerðarinnar frá 1. nóvember; lántaka SORPU bs., er samþykktur með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Lögð fram svohljóðandi bókun: 

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að nafnvirði 750 m.kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt, sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna byggingu jarð- og gasgerðarstöðva, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Borgarstjórn Reykjavíkur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í SORPU bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Reykjavíkurborg selji eignarhlut í SORPU bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjavíkurborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja, f.h. Reykjavíkurborgar, veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Skuldir SORPU munu meira en tvöfaldast með lántökunum og stendur til að veita veð í útsvarstekjum borgarinnar. Skammt er síðan veitt var sambærilegt veð fyrir lántöku Félagsbústaða hf.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun

SORPA hefur um langt skeið stefnt að byggingu jarð- og gasgerðarstöðvar í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun úrgangs og í takt við auknar skyldur í umhverfismálum. Hluti af lántökunni er fenginn frá Lánasjóði sveitarfélaga sem veitir einungis lán með ábyrgð sveitarfélags í formi veðs í útsvarstekjum þess. Með þessari lántöku og samningum við banka um styttri lántökur hefur tekist að ná fram hagkvæmum kjörum á fjármögnun þessa verkefnis.

21. liður fundargerðarinnar frá 1. nóvember; lántaka Orkuveitu Reykjavíkur hjá Evrópska fjárfestingabankanum, er samþykktur með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Lögð fram svohljóðandi bókun: 

Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð EIB í ádrátt OR á lánsheimild með ábyrgð borgarsjóðs. Miðað er við að ádrátturinn sé framkvæmdur í USD og er fjárhæð lánsins 79,9 milljónir USD (jafnvirði 70 milljóna EUR), lánstími er 15 ár með 4,046% föstum vöxtum út lánstímann. Skilmálar eru í samræmi við lánssamninginn og hlutfall ábyrgðar Reykjavíkurborgar í samræmi við samkomulag um ábyrgð borgarinnar sem samþykkt var í borgarráði í umboði borgarstjórnar þann 14. ágúst 2018. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta samþykki, f.h. Reykjavíkurborgar, á fyrirliggjandi tilboði EIB.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Enn og aftur er dótturfélag borgarinnar að taka lán með ábyrgð borgarinnar. Í þessu tilfelli 80 m. USD eða um 10 milljarða króna. Ljóst er að Orkuveita Reykjavíkur er um þessar mundir að bæta á sig skuldum í góðæri. Hér er verið að lengja í lánum að mestu leyti, en jafnframt verið að auka skuldir þvert á yfirlýst markmið.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Tilgangur lántöku Orkuveitu Reykjavíkur er hrein fjárstýring í formi endurfjármögnunar en felur ekki í sér aukna lántöku. Í raun dugir lántakan ekki fyllilega fyrir uppgjörinu á eldra láni þannig að aðgerðin felur í sér lækkun skulda þar sem mismunurinn er fjármagnaður úr sjóðum Orkuveitu Reykjavíkur. Tilgangurinn með lántökunni er að lengja í núverandi erlendum lánum og færa þau í þann erlenda gjaldmiðil sem Orkuveitan hefur tekjur í, þ.e. dollara. Þetta kemur vel fram í gögnum málsins og mikilvægt að árétta að ekki er verið að auka skuldir.

4.    Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 2. nóvember.

3. liður fundargerðarinnar; samþykkt fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð, samþykktur. 

4. liður; samþykkt fyrir mannréttinda- og lýðræðisráð, samþykktur. 

5. liður; samþykkt fyrir fjölmenningarráð, samþykktur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afreiðslu málsins. 

6. liður; samþykkt fyrir öldungaráð, samþykktur. 

Lagðar fram fundargerðir menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. október, mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 25. október, skóla- og frístundaráðs frá 23. október, skipulags- og samgönguráðs frá 17. og 31. október, umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 17. og 31. október og velferðarráðs frá 24. október.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 31. október: 

Mikilvægt er að hlutur höfuðborgarsvæðisins í samgöngumálum sé réttur. Miðað við umsögn samgöngustjóra Reykjavíkurborgar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, má ljóst vera að lítil innistæða er á bak við yfirlýsingu borgarstjóra frá 21. september sl. um að fjármögnun borgarlínu sé tryggð og að 80 milljarðar séu í höfn. Fullyrt var hinn 21. september að komin sé „fullfjármögnuð áætlun um 80 milljarða“ og „óvissu sé eytt“ í samgöngumálum borgarinnar. Annað er að sjá í umsögn samgöngustjóra. Þetta ósamræmi kallar á skýringar. Misvísandi skilaboð styrkja ekki stöðu borgarbúa gagnvart fjárveitingarvaldi ríkisins. Yfirlýsingar sem þessar geta spillt fyrir fjárveitingu mikilvægra framkvæmda og vekja auk þess væntingar og falsvonir.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taka undir umsögn samgöngustjóra um samgönguáætlun 2019-2023. Sama dag og samgönguáætlun 2019-2033 var lögð fram í drögum skrifuðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undir sameiginlega viljayfirlýsingu þess efnis að tryggja fjármögnun borgarlínu. Við leggjum mikla áherslu á að yfirlýstur vilji ríkisins skili sér inn í samgönguáætlun á seinni stigum.

Fundi slitið kl. 23:45

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir    Vigdís Hauksdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 6.11.2018 - prentvæn útgáfa