Borgarstjórn - 5.9.2017

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2017, þriðjudaginn 5. september, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.02. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram stefna um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025, dags. 28. júní 2017, ásamt bréfi stýrihópsins, dags. 5. september 2017, þar sem óskað er eftir því að stefnan verði samþykkt. R14120116

Frestað.

Samþykkt að vísa frístundastefnunni til kynningar í fagráðum Reykjavíkurborgar.

- Kl. 14.13 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

2. Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðaruppbyggingu á gististarfsemi í Reykjavík, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst 2017, ásamt bréfi borgarstjóra frá 1. júní 2017 um tillögur starfshópsins. R16110015

Samþykkt.

3. Lögð fram skýrsla starfshóps um heima- og íbúðagistingu ásamt tillögum, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. ágúst 2017 ásamt bréfi starfshópsins, dags. 13. júní 2017. R16060029

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fyllsta ástæða sé til að fylgjast með þróun heimagistingar og íbúðagistingar í borginni. Fyrir liggur að nýlega voru sett lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald þar sem talsverðar breytingar voru gerðar á regluramma um starfsemina. Ekki liggur fyrir reynsla af þeirri löggjöf, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir athugasemdir um að ekki hafi verið nægilega gætt að því hvernig haga eigi eftirliti með starfseminni. Að svo komnu beri því að fara varlega að setja frekari íþyngjandi reglur á eigendur húsnæðis í borginni sem vilja nýta það undir gististarfsemi, hvort sem um heimagistingu eða íbúðagistingu er að ræða.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarstjórn samþykkir að unnin verði stefnumótun um hjólabrettaiðkun í borginni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R17090046

Samþykkt.

- Kl. 15.45 45 tekur Halldór Auðar Svansson sæti og Þórgnýr Thoroddsen víkur af fundinum.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráð frá 31. ágúst 2017:

Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa sérstaka úttektarnefnd sem hefur það hlutverk að yfirfara viðbrögð og aðgerðir vegna skemmda á húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Skoðað verði hvernig brugðist hefur verið við skemmdum á húsi OR að Bæjarhálsi 1 sem upp hafi komið frá byggingu hússins fram til september 2015 þegar raki og mygla uppgötvaðist. Kannað verði hvort hagsmuna OR og eigenda hennar hafi verið gætt í hvívetna þannig að hvorki hafi verið ástæða til að skoða og meta galla í húsinu fyrr en leki og raki uppgötvaðist í september 2015 né að metinn yrði hugsanlegur bótaréttur eða fyrning. Sérstaklega verði skoðað hvernig brugðist var við leka sem uppgötvaðist 2004 og 2009, hvaða viðgerðir hafi farið fram, hvort ástandsúttekt hafi verið gerð og orsökin fundin og hvort talið hafi verið að þær viðgerðir sem fram fóru hafi verið fullnægjandi þannig að engar vísbendingar væru um frekari leka eða skemmdir fyrr en raki og mygla uppgötvaðist í september 2015. Hvort skoðað hafi verið eða kröfur gerðar á þá aðila sem komu að byggingu hússins eða framleiddu eða seldu efni til byggingar hússins svo sem byggingaraðila, byggingarstjóra, aðalhönnuð, burðarþolshönnuð, tryggingarfélög, eftirlitsaðila, framleiðanda eða seljenda. Hvort lagaleg staða og hugsanlegur bótaréttur hafi verið kannaður vegna galla á húsinu fram til ársins 2015 m.a. með tilliti til tómlætis eða fyrningar. Er sérstaklega óskað eftir að rætt verði við þá aðila sem unnu hjá OR fram til ársloka 2011 og sáu um fasteignir OR og viðhald þeirra. R17060170

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Skemmdir og kostnaður vegna tjóns á húsi Orkuveitunnar er alvarlegt mál sem þarf að rannsaka til hlítar. Samstaða er um að fyrsta skrefið í því er að kalla til dómkvaddan matsmann. Mat á lagalegri stöðu Orkuveitunnar mun byggja á niðurstöðu hans. Frambornar tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lúta m.a. að þáttum sem fyrirséð er að dómkvaddur matsmaður mun leggja mat á. Eðlilegt er að leyfa vinnu hans að ljúka sem og greiningu Orkuveitu Reykjavíkur á lagalegri stöðu fyrirtækisins. Þegar niðurstaða dómkvadds matsmanns og niðurstöður úr greiningu Orkuveitu Reykjavíkur liggja fyrir er tímabært að taka afstöðu til þeirra atriða sem tilvitnaðar tillögur fjalla um og enn verður ósvarað. Því er tillögunum vísað til meðferðar borgarráðs að svo stöddu. Borgarráði er falið að taka tillöguna fyrir og móta öll skref málsins þannig að málið verði að fullu upplýst og hagsmuna borgarinnar í hvívetna gætt, að höfðu samráði við aðra eigendur Orkuveitu Reykjavíkur.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir samþykkir að vísa báðum tillögunum til borgarráðs, en leggur á það áherslu að við úrvinnslu á þeim þá verði þeim vísað til gagngerrar úttektar hjá innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og tekið verði sérstaklega á hvort að kaupsamningurinn sem gerður var, hafi í raun verið málamyndasamningur út frá ákvæðum fasteignakaupalaga og hvaða áhrif það kunni að hafa á ábyrgð á reikningsskilum Orkuveitunnar sem og skuldsetningarhlutfall samstæðunnar.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarstjórn samþykkir að fram fari opinber rannsókn vegna milljarða tjóns sem orðið hefur á húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. Í þeirri rannsókn verði leitast við að leiða í ljós orsakir tjónsins og hvaða lærdóm megi draga af málinu til framtíðar. Athugað verði hvernig staðið var að byggingu hússins á sínum tíma og hvernig staðið hefur verið að viðhaldi þess eftir að það var tekið í notkun. Meðal annars verði kannað hvernig pólitískar ákvarðanir voru teknar um byggingu hússins og stækkun þess á framkvæmdatíma. Þá verði athugað hvernig ákvarðanir voru teknar um einstaka þætti málsins, t.d. hönnun, byggingaraðferðir, efnisval o.s.frv. Fjallað verði um orsakir þess að byggingarkostnaður fór langt fram úr áætlunum. Einnig verði birtur heildarkostnaður við byggingu hússins og allur kostnaður vegna viðhalds og endurbóta frá því það var tekið í notkun. Þá verði könnuð lagaleg staða Orkuveitunnar í málinu og hugsanlegur bótaréttur vegna umrædds tjóns. R17060170

Samþykkt með ellefu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata, Framsóknar og flugvallarvina og óháðs borgarfulltrúa gegn fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Skemmdir og kostnaður vegna tjóns á húsi Orkuveitunnar er alvarlegt mál sem þarf að rannsaka til hlítar. Samstaða er um að fyrsta skrefið í því er að kalla til dómkvaddan matsmann. Mat á lagalegri stöðu Orkuveitunnar mun byggja á niðurstöðu hans. Frambornar tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lúta m.a. að þáttum sem fyrirséð er að dómkvaddur matsmaður mun leggja mat á. Eðlilegt er að leyfa vinnu hans að ljúka sem og greiningu Orkuveitu Reykjavíkur á lagalegri stöðu fyrirtækisins. Þegar niðurstaða dómkvadds matsmanns og niðurstöður úr greiningu Orkuveitu Reykjavíkur liggja fyrir er tímabært að taka afstöðu til þeirra atriða sem tilvitnaðar tillögur fjalla um og enn verður ósvarað. Því er tillögunum vísað til meðferðar borgarráðs að svo stöddu. Borgarráði er falið að taka tillöguna fyrir og móta öll skref málsins þannig að málið verði að fullu upplýst og hagsmuna borgarinnar í hvívetna gætt, að höfðu samráði við aðra eigendur Orkuveitu Reykjavíkur.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, samþykkir að vísa báðum tillögunum til borgarráðs, en leggur á það áherslu að við úrvinnslu á þeim þá verði þeim vísað til gagngerrar úttektar hjá innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og tekið verði sérstaklega á hvort að kaupsamningurinn sem gerður var, hafi í raun verið málamyndasamningur út frá ákvæðum fasteignakaupalaga og hvaða áhrif það kunni að hafa á ábyrgð á reikningsskilum Orkuveitunnar sem og skuldsetningarhlutfall samstæðunnar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Við leggjumst gegn tillögu borgarstjóra um að tillögu Sjálfstæðisflokksins, um opinbera rannsókn vegna milljarða tjóns á húsi Orkuveitu Reykjavíkur, verði vísað til borgarráðs. Borgarstjórn er ekkert að vanbúnaði að samþykkja slíka tillögu enda liggja fyrir margvíslegar upplýsingar sem kalla á að málið verði rannsakað í heild sinni. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kýs hins vegar að tefja slíka rannsókn með því að vísa tillögunni til borgarráðs án haldbærrar ástæðu.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Ástand skóla- og leikskólabygginga er víða afar slæmt og þarfnast mikils viðhalds og endurbóta. Lagt er til að úttekt fari fram á ásigkomulagi þessara bygginga og kannað sérstaklega hvar séu rakaskemmdir og hvort um sé að ræða mygluskemmdir. Í kjölfarið verði gerð framkvæmdaáætlun um endurbætur og ráðist strax í viðgerðir á þeim skólum þar sem húsnæðið er talið geta verið heilsupillandi. R17090047

Samþykkt með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og óháðs borgarfulltrúa að vísa tillögunni frá.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Skóla- og frístundasvið rekur 64 leikskóla í borginni þar sem dvelja hátt í 6.000 börn og 36 grunnskóla þar sem 14.000 börn og unglingar stunda nám. Í ár setur Reykjavíkurborg 2,2 milljarða til viðhalds fasteigna. Það skiptist þannig að 1.258 milljónir fara til almenns viðhalds fasteigna og 800 milljónir til sérstakra átaksverkefna í viðhaldi. Í svo stóru eignasafni hefur raki og mygla við og við komið upp í gegnum árin en þá er strax brugðist við að finna orsök vandans og síðan í framhaldi unnið að lagfæringu. Þegar er hafin vinna við úttekt á húsnæði leik- og grunnskóla og frístundaheimila til samræmis við ábendingar kennara, stjórnenda og annars starfsfólks m.a. í tengslum við þá vinnu sem nú stendur yfir í starfshópum um bætt starfsumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins er ranglega dregin upp svört mynd af ástandi húsnæðis leik- og grunnskóla á meðan það fjármagn sem þegar hefur verið tryggt í endurbætur og viðhald sýnir annað. Tillagan fjallar um að framkvæma hluti sem nú þegar eru í framkvæmd hjá borginni og því ekki tæk til afgreiðslu.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er að fjármunum sé forgangsraðað nú strax í upphafi skólaárs 2017 í bráðaviðhaldsframkvæmdir fyrir leikskóla. Leikskólabörn, okkar yngstu þegnar, eiga ávallt skilið að aðbúnaður þeirra sé alltaf hafinn yfir allan vafa þegar kemur að hollustu- og aðbúnaðarþáttum þeirra. Mikilvægt er að ekki sé slegið af í þeim kröfum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Ástand leikskóla- og skólabygginga er víða orðið afar slæmt. Eðlilegu viðhaldi hefur ekki verið sinnt um árabil með þeim afleiðingum að sums staðar gæti húsnæði þeirra verið heilsuspillandi. Nauðsynlegt er að gerð verði heildarúttekt á húsnæði leik- og grunnskóla og að kannað verði sérstaklega hvort um rakaskemmdir og myglu sé að ræða. Ekki er boðlegt að bjóða börnum eða starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði.

8. Borgarstjórn samþykkir að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að gera borgarbúum kleift að skoða lifandi upplýsingar um umferð á helstu stofnleiðum borgarinnar á vef borgarinnar eða í sérstöku smáforriti. Ferðatími á annatíma í borginni er gríðarlega misjafn og getur jafnvel tekið hátt í klukkutíma að fara frá Grafarvogi niður í miðbæ á mesta álagstíma. Eins mætti á þann hátt skila mikilvægum upplýsingum um tafir vegna viðgerða eða lokana. Mikilvægt er að aðstoða fólk við að sjá þessar upplýsingar á aðgengilegan hátt svo það í auknum mæli taki ákvarðanir um að forðast mesta álagstímann og nota ætti öll tiltæk ráð til þess. R17090048

Frestað.

9. Fram fer umræða um manneklu á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. R17090049

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Það vantar fleira starfsfólk inn í leikskóla og frístundamiðstöðvar borgarinnar en starfsfólk skóla- og frístundasviðs vinnur að lausn á því brýna verkefni með margvíslegum hætti. Nú þegar eru þrír af hverjum fjórum leikskólum annað hvort fullmannaðir eða það vantar að fylla tvö eða færri stöðugildi sem þýðir að þar er engin þjónustuskerðing. Í nokkrum leikskólum er staðan þyngri en skóla- og frístundasvið einbeitir sér sérstaklega að því að styðja við þá leikskóla með ýmsum hætti. Grunnskólar borgarinnar eru nær fullmannaðir en staðan þar er mun betri en á sama tíma í fyrra. Nú stendur yfir viðamikið átak í að kynna og auglýsa fjölbreytt störf í leikskólum, grunnskólum og frístund í sjónvarpi, kvikmyndahúsum, dagblöðum og á samfélagsmiðlum en átakið miðar að því að draga fram fjölmarga kosti þessara starfa, samhliða því að miðlað er réttum upplýsingum um þau kjör og hlunnindi sem tengjast þessum störfum og hafa í mörgum tilvikum batnað verulega á undanförnum árum. Reynslan sýnir að á þenslutímum reynist erfitt að manna öll stöðugildi borgarinnar en starfsfólk og stjórnendur skóla- og frístundasviðs vinna að því að leysa verkefnið.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Mikil mannekla blasir við á leikskólum og frístundaheimilum og enn hefur ekki verið ráðið í allar stöður í grunnskólunum. Þá blasir einnig við að ekki er hægt að bjóða laus pláss á leikskólum vegna manneklunnar og loka hefur þurft deildum í einhverjum tilfellum. Reykjavíkurborg stendur verst allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna þessi störf. Brýnt er að grípið verði til aðgerða og neyðarráðstafana vegna ástandsins.

10. Fram fer kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara; formannskjör. R17060175

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Sigurður Björn Blöndal

Heiða Björg Hilmisdóttir

Líf Magneudóttir

Halldór Auðar Svansson

Elsa Hrafnhildur Yeoman

   

Kosnir eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Halldór Halldórsson

Kjartan Magnússon

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Ilmur Kristjánsdóttir

Hjálmar Sveinsson

Elín Oddný Sigurðardóttir

Þórgnýr Thoroddsen

Skúli Helgason

Kosnar eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Marta Guðjónsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Sigurður Björn Blöndal.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í borgarráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Gréta Björg Egilsdóttir.

11. Fram fer kosning sjö fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráð og sjö til vara; formannskjör. R14060110

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir

Sverrir Bollason

Torfi Hjartarson

Sigurbjörg Ósk Haraldsdóttir

 

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Halldór Halldórsson

Áslaug María Friðriksdóttir

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Stefán Benediktsson

Páll Hjaltason

Eva Indriðadóttir

Magnús Sveinn Helgason

Svafar Helgason

Kosnar eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Hjálmar Sveinsson.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Sævar Þór Jónsson verði áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

12. Fram fer kosning sjö fulltrúa í stjórnkerfis- og lýðræðisráð og sjö til vara; formannskjör. R14060144

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Halldór Auðar Svansson

Eva Einarsdóttir

Skúli Helgason

Eva Baldursdóttir

Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Lára Óskarsdóttir

Björn Gíslason

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórlaug Ágústsdóttir

Ragnar Hansson

Ásþór Sævar Ásþórsson

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir

Eydís Blöndal

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Börkur Gunnarsson

Herdís Anna Þorvalsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Halldór Auðar Svansson.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Jón Ingi Gíslason verði áheyrnarfulltrúi í stjórnkerfis- og lýðræðisráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Linda Jónsdóttir.

13. Fram fer kosning sjö fulltrúa í velferðarráð og sjö til vara; formannskjör. R14060167

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Heiða Björg Hilmisdóttir

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sverrir Bollason

Ilmur Kristjánsdóttir

Kristín Elfa Guðnadóttir

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Áslaug María Friðriksdóttir

Börkur Gunnarsson

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Margrét Norðdahl

Sunna Snædal

Gunnar Alexander Ólafsson

Sigurður Björn Blöndal

Þórlaug Ágústsdóttir

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Jórunn Pála Jónasdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Ilmur Kristjánsdóttir.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Gréta Björg Egilsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í velferðarráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Rakel Dögg Óskarsdóttir.

14. Fram fer kosning sjö fulltrúa í mannréttindaráð og sjö til vara; formannskjör. R14060108

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Elín Oddný Sigurðardóttir

Diljá Ámundadóttir

Sabine Leskopf

Magnús Már Guðmundsson

Arnaldur Sigurðarson

Kosnir eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Björn Gíslason

Magnús Sigurbjörnsson

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Auður Alfífa Ketilsdóttir

Kristján Freyr Halldórsson

Eva Baldursdóttir

Guðni Rúnar Jónasson

Þórlaug Ágústsdóttir

Kosnar eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Lára Óskarsdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Elín Oddný Sigurðardóttir.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Jóna Björg Sætran verði áheyrnarfulltrúi í mannréttindaráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.

15. Fram fer kosning sjö fulltrúa í menningar- og ferðamálaráð og sjö til vara; formannskjör. R14060109

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen

Margrét Norðdahl

Stefán Benediktsson

Þorgerður Agla Magnúsdóttir

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Marta Guðjónsdóttir

Börkur Gunnarsson

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Kristján Freyr Halldórsson

Arnaldur Sigurðarson

Eva Indriðadóttir

Aron Leví Beck

Gunnar Helgi Guðjónsson

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Björn Gíslason

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Elsa Hrafnhildur Yeoman.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Trausti Harðarson verði áheyrnarfulltrúi í menningar- og ferðamálaráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Björn Ívar Björnsson.

16. Fram fer kosning sjö fulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð og sjö til vara; formannskjör. R14060107

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir

Tomasz Chrapek

Dóra Magnúsdóttir

Hermann Valsson

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórður Eyþórsson

Unnsteinn Jóhannsson

Bjarni Þór Sigurðsson

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Benóný Harðarson

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Björn Gíslason

Hafrún Kristjánsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Þórgnýr Thoroddsen.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Trausti Harðarson verði áheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Sigurður Þórðarson.

17. Fram fer kosning sjö fulltrúa í skóla- og frístundaráð og sjö til vara; formannskjör. R14060111

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Skúli Helgason

Hermann Valsson

Sabine Leskopf

Eva Einarsdóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SÆVÞ-lista án atkvæðagreiðslu:

Þorkell Heiðarsson

Sigríður Pétursdóttir

Jódís Bjarnadóttir

Ragnar Hansson

Arnaldur Sigurðarson

Kosnir eru af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Örn Þórðarson

Björn Jón Bragason

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Skúli Helgason.

Einnig er lögð fram tilkynning borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að Jóna Björg Sætran verði áheyrnarfulltrúi í skóla- og frístundaráði og að varaáheyrnarfulltrúi verði Rakel Dögg Óskarsdóttir.

18. Lagt er til að Eva Baldursdóttir taki sæti sem aðalmaður í hverfisráði Hlíða í stað Svölu Arnardóttur og að Eva Kamilla Einarsdóttir taki sæti sem varamaður í stað Evu Baldursdóttur. Jafnframt er lagt til að Sigfús Ómar Höskuldsson taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Viktors Stefánssonar. R14060120

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og óháður borgarfulltrúi sitja hjá við afgreiðslu málsins.

19. Lagt er til að Dóra Magnúsdóttir taki sæti sem aðalmaður í innkauparáði í stað Kjartans Valgarðssonar og að Sabine Leskopf taki sæti sem varamaður í stað Dóru. Jafnframt er lagt til að Dóra verði formaður ráðsins R14060125

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og óháður borgarfulltrúi sitja hjá við afgreiðslu málsins.

20. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 22. júní, 29. júní, 6. júlí, 20. júlí, 10. ágúst, 17. ágúst, 24. ágúst og 31. ágúst. R17010001

21. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 30. ágúst og 1. september, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. ágúst, mannréttindaráðs frá 22. ágúst, menningar- og ferðamálaráðs frá 28. ágúst, skóla- og frístundaráðs frá 23. ágúst, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 21. ágúst, umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. og 30. ágúst og velferðarráðs frá 17. ágúst. R17010084

Fundi slitið kl. 20.02

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir Magnús Már Guðmundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 5.9.2017 - prentvæn útgáfa