Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2018, þriðjudaginn 5. júní, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:06. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson, Gréta Björg Egilsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um borgarþróun. R11060102
2. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 15. maí 2018 um aðgerðir í frístundamálum, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. maí. R14120116
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að Reykjavíkurborg taki upp viðræður við menntamálaráðuneytið í því skyni að grunnskólanemendum verði gefinn kostur á að taka samræmd próf í verklegum greinum. Markmiðið er að auka veg verkmenntunar í skólakerfinu þannig að verkgreinar standi jafnfætis hinum bóklegu. R18060019
Samþykkt að visa tillögunni til meðferðar í yfirstandandi vinnu við endurmat á gildum og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur sbr. samþykkt í 2. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 11. apríl sl.
- Kl. 15:55 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum og Börkur Gunnarsson tekur sæti.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó bs. að sá siður verði endurvakinn að skreyta strætisvagna með fánum við ákveðin tækifæri, þ.e. á helstu fánadögum íslenskum og á þjóðhátíðardögum helstu vinaþjóða. R15070056
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar hjá stjórn Strætó.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að standa fyrir hátíðahöldum og dagskrá þann 1. desember nk. í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Skólar, menningarstofnanir auk annarra stofnanna vinni að dagskránni í sameiningu og móti tillögur um hvernig þessara tímamóta verði minnst á sómasamlegan hátt. Menningar- og ferðamálasviði og skóla- og frístundasviði verði falið að leiða vinnuna.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18060020
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.
6. Fram fer umræða um málefni Vesturbæjar. R18060021
7. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 17. maí, 24. maí, 26. maí og 31. maí 2018. R18010002
- 24. liður fundargerðarinnar frá 24. maí; viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er samþykktur. R17100024
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
8. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 1. júní, íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. og 25. maí, mannréttindaráðs frá 22. maí, menningar- og ferðamálaráðs frá 14. og 28. maí, skóla- og frístundaráðs frá 9. og 23. maí, umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. maí og velferðarráðs frá 11. maí.
Í lok fundar þakkaði forseti borgarstjórnar borgarstjórn fyrir kjörtímailið og óskaði fráfarandi borgarfulltrúum velfarnaðar í störfum sínum. R18010074
Fundi slitið kl. 17:35
Líf Magneudóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 5.6.2018 - Prentvæn útgáfa