Borgarstjórn - 5.12.2017

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2017, þriðjudaginn 5. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.06. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjórnar: 

Borgarstjórn samþykkir að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar. Þá er lagt til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni.

Samþykkt. 

2.    Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð, dags. 31. nóvember 2017, varðandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. og 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. nóvember sl.

Lagðar fram tillögur að þeim gjaldskrám sem þurfa sérstaka staðfestingu borgarstjórnar, gjaldskrá umhverfis- og skipulagssviðs fyrir meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár velferðarsviðs um akstursþjónustu eldri borgara, heimaþjónustu í Reykjavík og um ferðaþjónustu fatlaðs fólks, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. og 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. nóvember sl.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi, sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Lagðar eru fram eftirtaldar gjaldskrár skóla- og frístundasviðs, nr. 4 um máltíðir í grunnskólum, nr. 6 námsgjald í leikskólum og nr. 7 fæðisgjald í leikskólum en atkvæði verða greidd sérstaklega um þær. 

Gjaldskrá skóla- og frístundasviðs nr. 4 um máltíðir í grunnskólum er samþykkt með átta atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Pírata gegn atkvæði Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Gjaldskrá skóla- og frístundasviðs nr. 6 um námsgjald í leikskólum er samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina, Vinstri grænna og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Gjaldskrá skóla- og frístundasviðs nr. 7 um námsgjald í leikskólum er samþykkt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina, Vinstri grænna og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi, sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Allar aðrar gjaldskrár samþykktar. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi, sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

3.    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Einnig er lagður fram 38. liður fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember sl.; breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Samþykkt að taka breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á dagskrá sem eru merktar D1-D31.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Þann 7. nóvember sl. vísaði borgarstjórn fjárhagsáætlun til síðari umræðu sem nú er til samþykktar hér í dag. Frá 7. nóvember til föstudagsins 1. desember var öllum heimilt að koma breytingartillögum við áætlunina á dagskrá fundar borgarstjórnar. Engar breytingartillögur bárust frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í morgun voru hins vegar lagðar fram alls 27 breytingartillögur, sama dag og samþykkja átti fjárhagsáætlun. Við bættust svo fjórar tillögur eftir að borgarstjórnarfundur hófst. Þó þær hafi verið teknar inn með afbrigðum verður að segjast að þessi vinnubrögð eru ámælisverð og ekki til eftirbreytni. Eðlilegt hefði verið að leggja tillögurnar fram á fundi forsætisnefndar sl. föstudag svo aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn fagsviða hefðu svigrúm til að rýna tillögur Sjálfstæðisflokksins fyrirfram til að taka upplýstari afstöðu til þeirra. 

-    Kl. 17.30 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Jóna Björg Sætran tekur sæti. 

-    Kl. 21.37 víkur Jóna Björg Sætran af fundinum og Trausti Harðarson tekur sæti. 

Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2018 sem fyrir liggja: 

SÆVÞ-01, breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna flutnings á afgangi frá árinu 2016: Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 505.248 þ.kr. vegna flutnings á afgangi frá árinu 2016. Breytingar á fjárheimildum fagsviða verði eftirfarandi: 

Sviðstjórar geri tillögu til borgarstjóra að skiptingu á breyttum fjárheimildum á einstakar rekstrareiningar og kostnaðarstaði og ráðstöfun þeirra. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SÆVÞ-02, breytingar á fjárheimildum skóla- og frístundasviðs vegna flutnings á afgangi frá árinu 2015: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 63.574 þ.kr. vegna flutnings á afgangi 22 stofnana frá árinu 2015. Jafnframt er lagt til að stofnanir skóla- og frístundasviðs beri ekki halla vegna ársins 2015. Sviðstjóri geri tillögu til borgarstjóra að skiptingu á breyttum fjárheimildum á einstakar rekstrareiningar og kostnaðarstaði og ráðstöfun þeirra. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-03, breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna lækkunar á innri leigu fasteigna, stærri bíla og vinnuvéla: Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði lækkaðar um -491.826 þ.kr. vegna lægri innri leigu fasteigna, stærri bíla og vinnuvéla í samræmi við tillögu starfshóps um endurskoðun á innri leigu en þar er lagt til að leiguhlutfall fasteigna lækki úr 8,8% af áföllnum stofnkostnaði í 8,5% á ársgrundvelli miðað við 50 ára líftíma eigna. Sé líftíminn styttri breytist hlutfallið til samræmis. Lagt er til að innri leiga stærri bifreiða og vinnuvéla verði lækkuð úr 17% af stofnkostnaði í 13,2% á ársgrundvelli miðað við 10 ára líftíma eigna eða 12,5% á ársgrundvelli miðað við 10 ára líftíma ef um metan eða rafknúna bifreið eða tæki er að ræða. Sé líftíminn styttri breytist hlutfallið til samræmis. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði hækkaðar um 491.826 þ.kr. vegna lækkunar tekna af innri leigu fasteigna, stærri bíla og vinnuvéla. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-04, breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna launahækkana samkvæmt ákvörðun kjaranefndar: Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 88.666 þ.kr. vegna kjarasamningsbundinna launahækkana samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Breytingar á fjárheimildum fagsviða verði eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-05, breytingar á fjárheimildum ÍTR vegna lengingar á opnunartíma sundlauga 

Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 34.000 þ.kr. vegna lengingar á opnunartíma sundlauga. Um er að ræða lengingu á opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar um helgar allt árið, áætlaður kostnaður vegna þess er 32.200 þ.kr. en til frádráttar kemur framlag vegna yfirfærslu rekstrarafgangs 2016 22.200 þ.kr. Einnig er um að ræða lengingu á opnunartíma Árbæjarlaugar og Grafarvogslaugar um helgar frá 7. apríl til ársloka og er áætlaður kostnaður vegna þess 24.000 þ.kr. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-06, endurnýjun á fallturni í Fjölskyldu og húsdýragarðinum: Lagt er til að fallturn í Fjölskyldu og húsdýragarðinum verði endurnýjaður á árinu 2018 og það verði fjármagnað innan fyrirliggjandi fjárfestingaráætlunar. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna fallturns nemi 60.000 þ.kr. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-07, breytingar á fjárheimildum ÍTR vegna framkvæmdarstyrks til Víkings: Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 40.000 þ.kr. vegna styrks til knattspyrnufélagsins Víkings vegna aðkallandi endurbóta á íþróttahúsi félagsins. Um er að ræða flutning á fjárheimild frá árinu 2017 vegna seinkunar á aðgerðum. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-08, tilfærsla á fjárheimildum til ÍTR frá ÖNN vegna verkefnisins Stelpur rokka: Lagt er til að fjárheimildir að fjárhæð 2.500 þ.kr. verði fluttar til íþrótta- og tómstundasviðs (ÍTR) frá kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur, undir sameiginlegum kostnaði miðlægrar stjórnsýslu (ÖNN) vegna verkefnisins Stelpur rokka. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-09, breytingar á fjárheimildum MOF vegna Listasafns Reykjavíkur: Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 8.500 þ.kr. til að mæta nýjum verklagsreglum Listasafns Reykjavíkur um greiðslur til myndlistarmanna þar sem tryggt verður að 12.000 þ.kr. verði til ráðstöfunar á næsta ári í samræmi við samþykkt borgarráðs 12. okt. sl. Upphæðin tekur mið af tillögunum og þeim sýningum sem eru fyrirhugaðar á árinu 2018.

Samþykkt. 

SÆVÞ-10, breytingar á fjárheimildum MOF vegna húsaleigustyrks til Dansverkstæðisins: Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 15.000 þ.kr. vegna húsaleigustyrks til Dansverkstæðisins vegna framleigu Reykjavíkurborgar á húsnæði að Hjarðarhaga 45-47.  

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-11, breytingar á fjárheimildum MOF vegna stöðugildis teymisstjóra upplýsingarmiðstöðvar: Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 2.502 þ.kr. vegna starfs teymisstjóra upplýsingamiðstöðvar. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-12, breytingar á fjárheimildum MOF vegna stöðugildis hjá Borgarbókasafni 

Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 11.000 þ.kr. vegna nýs stöðugildis verkefnastjóra vefmála til að mæta aukinni aðsókn í stafræna þjónustu. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-13, breytingar á fjárheimildum RHS vegna leyfisveitinga: Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna nýs stöðugildis vegna leyfisveitinga á skrifstofu borgarstjórnar. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-14, breytingar á fjárheimildum RHS vegna hækkunar á mótframlagi á máltíðum starfsmanna: Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS), kostnaðarstaða 01255 Ráðhús og 01257 Höfðatorg, verði lækkaðar um -2.589 þ.kr. vegna hækkunar á mótframlagi fyrir máltíðir starfsmanna sem samningbundinn hluta kostnaðarins. Tillagan felur í sér að mótframlagið hækkar um 31 kr. eða úr 809 kr. í 840 kr. á máltíð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-15, breytingar á fjárheimildum RHS vegna forvarnarverkefnisins Planet Youth: Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna forvarnarverkefnisins „Planet Youth“.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-16, breytingar á fjárheimildum RHS vegna verkefnisins „Opinskátt um ofbeldi“: Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. til frekari þróunar á verkefninu „Opinskátt um ofbeldi“. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-17, breytingar á fjárheimildum SFS vegna barnafjölda í grunnskólum: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar/hækkaðar um 19.275 þ.kr. vegna fjölgunar barna í borgarreknum grunnskólum m.v. rammaúthlutun. Fjölgunin er 26 börn og miðast fjárheimildir ársins 2018 eftir leiðréttingu við 14.073 börn að meðaltali eða sami fjöldi vor og haust.

Samþykkt. 

SÆVÞ-18, tilfærsla á fjárheimildum til SFS frá ÖNN vegna endurmenntunarsjóðs og námsgagnasjóðs: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 9.882 þ.kr. vegna hækkunar á framlagi til endurmenntunarsjóðs og námsgagnasjóðs. Framlagið er hluti af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu vegna eflingar á tónlistarnámi og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu verði lækkaðar um -9.882 þ.kr. vegna lækkunar á framlagi til orlofsnefndar húsnæðismála, kostnaðarstaður 09510 (ÖNN).

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-31, tillaga um hækkun á niðurgreiðslu dagvistar hjá dagforeldrum: Lagt er til að greiðslur til dagforeldra hækki um 13,6% um áramót auk 2,7% hækkunar vegna verðbólgu. Niðurgreiðsla dagvistar hjá dagforeldrum (kostnaðarstaður D605 í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018) hækki um 118.105.000 kr. frá frumvarpsupphæð (410.236.000) og nemi því alls 528.341.000.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni til borgarráðs 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SÆVÞ-19, breytingar á fjárheimildum SFS vegna gjaldskrárbreytinga hjá dagforeldrum: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 30.000 þ.kr. vegna áforma um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra um 10%. Fjárhæðin tekur mið af því að fjárheimildir sviðsins vegna þjónustunnar voru hækkaðar um 2,7% við rammaúthlutun. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-20, breytingar á fjárheimildum SFS vegna fjölgun starfsmannafunda á leikskólum um tvo á ári: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 33.100 þ.kr. vegna fjölgun starfsmannafunda á leikskólum í tvo á ári. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-21, breytingar á fjárheimildum SFS vegna stöðugildis táknmálkstúlks á Sólborg: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 4.000 þ.kr. vegna stöðugildis táknmálstúlks á Sólborg. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-22, breytingar á fjárheimildum SFS vegna samræmds opnunartíma félagsmiðstöðva: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 18.000 þ.kr. vegna samræmds opnunartíma félagsmiðstöðva. Tillagan kemur frá Reykjavíkurráði ungmenna. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-23, breytingar á fjárheimildum SFS vegna styrkja til verkefna ungmenna: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 3.000 þ.kr. vegna styrkja til verkefna ungmenna. Tillagan kemur frá Reykjavíkurráði ungmenna.

Samþykkt. 

SÆVÞ-24, breytingar á fjárheimildum SFS vegna heilsársreksturs frístundaheimila: Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 9.000 þ.kr. vegna fjölgunar barna í frístundaheimilum yfir sumartímann (7 vikur) m.v. rammaúthlutun. Fjölgunin er 390 börn og miðast fjárheimildir ársins 2018 eftir breytingu við 60% þátttöku barna í stað 50%. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-25, útboð vegna gjaldfrjálsra námsgagna í grunnskólum: Lagt er til að námsgögn í grunnskólum verði gjaldfrjáls og farið verði í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík. Fjárheimildum skóla- og frístundasviðs verður breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins. Gert er ráð fyrir að kostnaður geti orðið um 75.000 þ.kr. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-26, breyting á tölvubúnaði í grunnskólum: Lagt er til að kennarar og fagfólk í grunnskólum Reykjavíkurborgar fái tölvur og jafnframt að keyptar verði tölvur miðað við eina tölvu á nemanda í fjölmennasta árgangi á hverju aldursstigi (yngsta-, mið- og unglingastig) í samræmi við tillögu starfhóps um bætt starfsumhverfi í grunnskóla. Innkaupin verði gerð í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar og í samráði við innkaupadeild. Fjárheimildir sviðsins verða endurskoðaðar í samræmi við framvindu verkefnisins. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-27, breytingar á fjárheimildum SFS vegna þróunarsjóðs: Lagt er til að þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs verði hækkaður um 20.000 þ.kr. til að efla þróunarstarf í skólamálum.

Samþykkt. 

SÆVÞ-28, breytingar á fjárheimildum VEL/SFS vegna kennsluráðgjafar í upplýsingatækni: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 28.800 þ.kr. til að ráða kennsluráðgjafa á þjónustumiðstöðvar með sér þekkingu á upplýsingatækni til að styðja kennara í skólastarfi borgarinnar við að nýta betur upplýsingatækni í skólastarfinu. Í dag eru tveir ráðgjafar sem sinna ráðgjöf við leikskóla, grunnskóla og frístund og mikilvægt að auka stuðning við skóla í UT málum. Tillagan tengist vinnu starfshóps um nýliðun og bætt umhverfi grunnskólakennara. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-29, breytingar á fjárheimildum VEL vegna Seljahlíðar: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 50.000 þ.kr. vegna hagræðingar sem tengdist Seljahlíð og fallið var frá. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-30, breytingar á fjárheimildum VEL vegna reksturs K3 búsetuúrræða: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 152.500 þ.kr. vegna skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið á þremur þyngstu íbúðarkjörnum fyrir fatlað fólk með flóknar og samsettar greiningar. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-31, breytingar á fjárheimildum VEL vegna rafvæðingu umsókna: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 15.000 þ.kr. vegna rafvæðingu umsókna á velferðarsviði, verkefnið fellur undir velferðartækni. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-32, breytingar á fjárheimildum VEL vegna uppsetningu á velferðatæknismiðju: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 20.000 þ.kr. vegna uppsetningu á velferðartæknismiðju sem fellur undir velferðartækni. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-33, breytingar á fjárheimildum VEL vegna heimaþjónustukerfis: Lagt er til að komið verði upp nýju heimaþjónustukerfi á velferðarsviði og farið verði í útboð vegna þess. Verkefnið fellur undir velferðartækni. Innkaupin verði gerð í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar og í samráði við innkaupadeild. Fjárheimildir sviðsins verða endurskoðaðar í framhaldi af því og í samræmi við framvindu verksins.  

Samþykkt. 

SÆVÞ-34, breytingar á fjárheimildum VEL vegna stuðnings við búsetu utangarðsfólks: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 60.000 þ.kr. vegna stuðnings við búsetu utangarðsfólks. Áhersla er m.a. á fjölgun þeirra sem geta búið sjálfstætt með stuðningi vettvangsteymis, úrræði fyrir tvígreindar konur með áfengis og geðrænan vanda, endurskoðun á skipulagi þjónustu við Miklubraut 20 og fjölgun smáhýsa. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-35, breytingar á fjárheimildum VEL vegna sértækrar þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 286.500 þ.kr. vegna sértækrar þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessarar þjónustu nemur um 550.000 þ.kr. Jöfnunarsjóður greiðir fyrir þessa þjónustu á grundvelli SIS-mats sem áætla má að nemi um 390.000 þ.kr. á ársgrundvelli. Gert er ráð fyrir að velferðarsvið geri kröfu á velferðarráðuneytið fyrir því sem stendur útaf í fjármögnun á þessari þjónustu. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-36, breytingar á fjárheimildum VEL vegna skólaþjónustu, 0,5 stöðugildi: Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 7.100 þ.kr. vegna 0,5 viðbótar stöðugildi í skólaþjónustu. Um er að ræða samvinnuverkefni velferðarráðs og skóla- og frístundasviðs um aukna þjónustu við skóla. Ráðinn verður deildarstjóri í hlutastarf til að stýra breytingum, m.a. samræmdu verklagi á milli allra skóla í skólaþjónustu. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-37, tilfærsla á fjárheimildum VEL vegna Fjölsmiðjunnar: Lagt er til að fjárheimildir til Fjölsmiðjunnar verði hækkaðar um 16.000 þ.kr. vegna aukinna þjálfunarstyrkja til ungmenna. Útgjöldin verði fjármögnuð af bundnum lið fjárhagsaðstoðar. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-38, breytingar á fjárheimildum USK vegna viðhalds á Hólavallakirkjugarði: Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna viðhalds á Hólavallakirkjugarði. 

Samþykkt. 

SÆVÞ-39, tilfærsla milli liða hjá USK vegna breytinga á vetrarþjónustu. Lagt er til að færðar verði fjárheimildir að fjárhæð 26.785 þ.kr. af launalið yfir á annan rekstrarkostnað á umhverfissvið og skipulagssviði vegna útboðs á vetrarþjónustu. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-40, breytingar á fjárheimildum vegna viðhalds fasteigna: Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 300.000 þ.kr. vegna viðhalds fasteigna.  

Samþykkt. 

SÆVÞ-41, breytingar á fjárheimildum vegna framlaga til Strætó: Lagt er til að fjárheimildir vegna framlaga til Strætó bs. verði hækkaðar um 118.073 þ.kr. vegna leiðréttinga á fjárhagsáætlun. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-42, breytingar á fjárheimildum vegna framlaga til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: Lagt er til að fjárheimildir vegna framlaga til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verði lækkaðar um -11.960 þ.kr. vegna leiðréttinga á fjárhagsáætlun. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-43, breytingar á fjárheimildum vegna framlaga Jöfnunarsjóðs: Lagt er til að tekjuáætlun vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði hækkuð um 23.758 þ.kr. í samræmi við nýframkomna áætlun sjóðsins. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-44, breytingar á fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: Lagt er til að fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu:

 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins    2018  

Rekstartekjur - hækkun (lækkun)    (6.000)

Rekstarkostnaður - hækkun (lækkun)    (6.000)

Fjármunatekjur/fjármagnsgjöld - hækkun (lækkun)    0

Rekstrarniðurstaða - hækkun (lækkun)    0

Handbært fé frá rekstri - hækkun (lækkun)    0

Fjárfestingahreyfingar - hækkun (lækkun)    9.000

Fjármögnunarhreyfingar - hækkun (lækkun)    0

Breyting á handbæru fé innan ársins - hækkun (lækkun)    9.000

Handbært fé í árslok - hækkun (lækkun)    (230.000)

Staða handbærs fjár í árslok eftir breytingu    170.254

Meginefni breytingarinnar felast í því að gert er ráð fyrir að útkomuspá ársins 2017 breytist með þeim hætti að lífeyrisskuldbinding vegna Brúar verði greidd upp á árinu sem felur í sér ofangreinda lækkun á handbæru fé miðað við frumvarp. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-45, fjármögnun viðbótarútgjalda: Lagt er til að ofangreindar breytingartillögur verði fjármagnaðar með eftirfarandi hætti: af liðnum ófyrirséð, kostn.stað 09205 (ÖNN) um 740.000 þ.kr., af liðnum launa- og starfsmannakostnaður, kostn.stað 09126 (ÖNN) um 88.666 þ.kr. og af handbæru fé 1.115.865 þ.kr. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-46, framkvæmd: Lagt er til að fjármálastjóra verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á í samráði við hlutaðeigandi svið.

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Trausti Harðarsonar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-1, tillaga um útboð sorphirðu: Borgarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Í þeirri úttekt skal miðað við að slík breyting á fyrirkomulagi verði gerð í áföngum, t.d. með því að sorphirða verði í upphafi boðin út í 1-2 hverfum og reynslan metin áður en lengra verður haldið. Einnig skal tryggt að núverandi starfsmenn sorphirðunnar hjá Reykjavíkurborg haldi störfum sínum og réttindum með þeim hætti að vænt hagræðing verði gerð í samræmi við starfsmannaveltu viðkomandi deildar eða með því að þeim bjóðist annað sambærilegt starf hjá borginni.

Tillagan er felld með 8 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins. 

D-2, tillaga um samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-3, tillaga um virknistyrki og samræmingu fjárhagsaðstoðar: Borgarstjórn samþykkir að teknir verði upp sérstakir styrkir um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð. Með þessu fyrirkomulagi má hvetja enn frekar til sjálfshjálpar en nú er gert, þá er ekki hægt að sjá gilda ástæðu fyrir því að upphæð fjárhagsaðstoðar sé mun hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

 

D-4, tillaga um viðbrögð við veikindum og álagi: Borgarstjórn samþykkir að, þar sem launakostnaður Reykjavíkurborgar hefur undanfarin ár verið mun hærri en áætlanir gera ráð fyrir vegna veikinda starfsmanna og álags vegna yfirvinnu, verði brugðist sterkar við þessari þróun en gert hefur verið í gegnum viðveru og heilsueflingu. Farið verði í sérstakt átak til að skilgreina helstu álagsstaði og leiðir til úrbóta.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-5, tillaga um breytingar á reglum um beingreiðslusamninga við fatlað fólk : Borgarstjórn samþykkir að vísa því til velferðarráðs að breyta reglum um beingreiðslusamninga með þeim hætti að árið 2018 verði umsýslukostnaður og kostnaður vegna aðstoðarmanns greiddur með sama hætti og gert er í samningum um notendastýrða persónulega aðstoð. Fjármagn að fjárhæð kr. 64 m.kr. fylgi samþykktinni.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-6, tillaga um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf: Borgarstjórn samþykkir að veita 15 m.kr. til að efla fræðslu og uppeldisráðgjöf til foreldra leikskólabarna. Markmiðið er að foreldrar sæki námskeið og fái uppeldisfræðslu. Þátttaka og virkni foreldra í uppeldishlutverkinu hefur mikil áhrif á álag innan skólakerfisins. Uppeldishættir foreldra hafa mikil og mótandi áhrif og mikilvægt er styðja þau í því hlutverki. Við skipulag verkefnisins verði haft samráð við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Vísað til borgarráðs.

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-7, tillaga um að Reykjavíkurborg dragi sig út úr verkefnum sem ekki eru grunnþjónusta eða ættu að vera á hendi ríkisins: Borgarstjórn samþykkir að skoðað verði heildstætt hvar Reykjavíkurborg sinnir verkefnum sem eru ekki lögboðin eða ekki hluti af grunnþjónustu og vinna að breytingum á þeim. Borgarstjórn samþykkir að láta vinna samantekt sem verði nýttur sem grunnur undir ákvarðanir um að draga borgina út úr rekstri sem ekki telst til grunnþjónustu.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

 

D-8, tillaga um úthlutun lóða fyrir fjölbreyttar húsagerðir: Borgarstjórn samþykkir að úthluta fleiri lóðum undir fjölbreyttar húsagerðir í borgarlandinu og styrkja með því tekjuáætlun til 5 ára. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) og fjármálaskrifstofu er falið að reikna út væntan tekjuauka og mögulega aukningu.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-9, Tillaga um húsnæðismál: Til eru ýmsar nýjungar í húsnæðismálum og margar sem hafa að markmiði að vera einfaldar og ódýrar í uppsetningu og framkvæmd. Borgarstjórn samþykkir að skoða hvort að hægt sé að koma til móts við neyðarástand í húsnæðismálum með því að horfa til slíkra nýrra lausna. Stofnaður verði rýnihópur um verkefnið í byrjun árs 2018.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-10, þrif á götum: Borgarstjórn samþykkir að auka tíðni þrifa á stofngötum úr tveimur skiptum í 4. Þannig verði stofnbrautir þrifnar jafnoft og Vegagerðin þrífur þjóðvegi innan borgarinnar. Kostnaður vegna þess er áætlaður um 24 milljónir króna.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

D-11, tillaga um að auka niðurgreiðslu skulda: Borgarstjórn samþykkir að endurskoða fjárhagsáætlun með það að markmiði að auka niðurgreiðslu skulda.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-12, tillaga um að skoða af hverju áætlanir standast illa: Of oft vill það verða veruleikinn að kostnaður vegna framkvæmda er mun hærri en áætlað hafði verið. Nauðsynlegt er að bregðast við því ástandi með því að rýna hvað veldur. Borgarstjórn samþykkir að settur verði á fót rýnihópur sem geri tillögur að því hvernig taka megi á vandanum, koma í veg fyrir hann og innleiða nýtt verklag.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

D-13, tillaga um borgarlínu: Borgarstjórn samþykkir að endurmeta kostnaðarskiptingu vegna skipulags borgarlínu. Kostnaðurinn fór talsvert fram úr áætlun árið 2017 og mikilvægt er að endurmat fari fram. 

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

D-14, tillaga um sjálfkeyrandi bíla: Borgarstjórn samþykkir að hefja greiningu á tækifærum sem felast í notkun sjálfkeyrandi bíla með það að markmiði að gefa kost á Reykjavík sem samstarfsborg við framleiðendur sjálfkeyrandi bíla. Farið verði í viðræður við samgönguráðuneytið, Samgöngustofu og lögregluna til að greina möguleika og tækifæri slíks samstarfs.

Vísað til borgarráðs.

D-15, tillaga um útsvar: Borgarstjórn samþykkir að fela fjármálasviði að gera úttekt á því hvað hægt er að lækka útsvar í stórum áföngum á móti bættum rekstri borgarinnar.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Útsvarið er grunnur að þjónustu borgarinnar. Stórfelld lækkun útsvars myndi einungis leiða til þjónustuskerðingar. Málamyndalækkun útsvars eins og sumstaðar er raunin, gagnast sáralítið einstaklingum og er einungis sýndargjörningur. Þá eru tekjustofnar sveitarfélaga takmarkaðir eins og ítrekað hefur verið bent á. 

 

D-17, tillaga um undirbúning vegna viðbyggingar við Háteigsskóla og Melaskóla: Lagt er til að 25 milljóna króna fjárveiting á kostnaðarstað 1104, ,,Greining á þörf uppbyggingar skóla í Vestur- og Austurbæ“, verði felld út. Þess í stað komi eftirfarandi liðir: Háteigsskóli, hönnun viðbyggingar. 50 milljónir. Melaskóli, hönnun viðbyggingar. 50 milljónir.

Vísað til borgarráðs.

 

D-18, tillaga um lagningu battavalla: Borgarstjórn samþykkir að haldið verði áfram lagningu sparkvalla með gervigrasi við borgarrekna grunnskóla í borginni. Miðað skal við að vellirnir verði upphitaðir, upplýstir og umhverfis þá verði boltagerði. Stefnt skal að því að slíkir vellir verði komnir á allar skólalóðir borgarrekinna grunnskóla eigi síðar en árið 2020. Einnig verði hugað að lagningu slíkra valla við sjálfstætt rekna grunnskóla. Lagt er til að á árinu 2018 verði 90 milljónum króna varið í þessu skyni sem færist á kostnaðarstað 1104.

Vísað til borgarráðs.

D-19, tillaga vegna manneklu í leikskólum: Borgarstjórn samþykkir að leitað verði enn frekari leiða til að draga úr manneklu og þjónustuskerðingu á leikskólum með því að nýta sér þá starfskrafta frístundaheimila sem eru í 50% starfi og bjóða þeim upp á 100% stöðugildi þannig að starfskrafturinn nýtist fyrir hádegi í starfi á leikskólunum en eftir hádegi á frístundaheimilunum. 

Vísað til borgarráðs.

 

D-20, tillaga vegna manneklu og þjónustuskerðingar í leikskólum: Borgarstjórn samþykkir að leita eftir formlegu samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög til að bjóða upp á tómstundir og íþróttaæfingar á starfstíma leikskólanna til að hægt verði að komast hjá þjónustuskerðingu. Slíkt samstarf hefði auk þess í för með sér að börnin fái að kynnast jákvæðu og uppbyggilegu tómstundastarfi strax á leikskólaaldri. Skóla- og frístundasviði verði falið að útfæra þessar hugmyndir í samstarfi við íþrótta- og tómstundasvið.

Vísað til borgarráðs.

 

D-21, tillaga um sveigjanleg skólaskil: Borgarstjórn samþykkir að hafin verði vinna að því að innleiða sveigjanleg skólaskil og auka samfellu milli skólastiga með það að markmiði að koma betur til móts við þarfir nemenda og einstaklingsmiðað nám. Ný ríkisstjórn hefur boðað stórsókn í menntamálum þar sem rík áhersla verður á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar að leiðarljósi. Sveigjanleg skólaskil eru hluti af þeirri sókn og því rétt að Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélagið, taki forystuna og hefji undirbúning að þeirri innleiðingu.

Vísað til borgarráðs.

D-22, tillaga til úrbóta við neyð húsnæðislausra: Borgarstjórn samþykkir að gerður verði samstarfssamningur við hjálparsamtök til að aðstoða húsnæðislaust fólk sem er í neyð og býr við bágbornar aðstæður t.d. í tjöldum, húsvögnum eða bílakjöllurum. Um væri að ræða að samtökin hlúi að þessum einstaklingum og skjóti skjólshúsi yfir þá sem eru í vanda meðan verið er að finna varanlega lausn á húsnæðisvanda þessara aðila. 

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

 

D-23, tillaga um að brúa bilið fyrir húsnæðislausa í neyð; Borgarstjórn samþykkir að brúa bilið fyrir húsnæðislausa einstaklinga sem eru í mikilli neyð og búa nú í skammdeginu í tjöldum, húsvögnum og bílakjöllurum. það yrði gert með því að bjóða þessum aðilum að nýta húsnæði borgarinnar sem stendur autt yfir nóttina meðan verið er að vinna í því að gera húsnæðið í Víðinesi klárt sem í framtíðinni mun hýsa heimilislaust fólk. Lagt er til að Tjarnarsalur Ráðhússins standi þessum einstaklingum til boða á næturna eða fundarherbergi og aðstaðan í matsal ráðhússins á kvöldin til að matast.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. 

Trausti Harðarson, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

D-24, tillaga um að þjónustuskerðing sorphirðu verði dregin til baka og skrefagjald afnumið: Borgarstjórn samþykkir að 15 metra skrefagjald vegna sorphirðu verði afnumið til að jafnræðis sé gætt í gjaldtöku við borgarbúa vegna þessarar þjónustu. Þá er lagt til að sú þjónustuskerðing sem verið hefur á sorphirðu verði dregin til baka og rusl sótt við heimili a.m.k. á 10 daga fresti en ekki 14 daga fresti eins og nú er. 

Tillagan er felld með 11 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar og flugvallarvina, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

D-25, tillaga um sumarstörf fyrir nemendur 8. bekkjar: Borgarstjórn samþykkir að öllum nemendum 8. bekkjar grunnskóla Reykjavíkur gefist kostur á sumarstörfum hjá Vinnuskóla Reykjavíkur frá og með júnímánuði 2018. Boðið verði upp á fjölbreyttari störf en þau sem hafa verið í boði hingað til.

Vísað til borgarráðs.

 

D-26, tillaga um skólagarða: Borgarstjórn samþykkir að skólagarðar Reykjavíkur verði endurvaktir með það meginhlutverk í huga að kynna börnum og unglingum garðyrkju og þá sjálfbærni sem felst í því að rækta sitt eigið grænmeti og njóta uppskerunnar. Lagt er til að starfsemin verði fjölbreyttari en áður var og skólaeldhúsin nýtt til kennslu við matreiðslu og meðhöndlun grænmetis.

Vísað til borgarráðs.

D-27, tillaga um kostnaðarlausa framhaldsskólaáfanga: Borgarstjórn samþykkir að hafin verði vinna að því að reykvískum nemendum standi til boða að stunda framhaldsskólaáfanga sér að kostnaðarlausu meðfram grunnskólanáminu. Slíkt námstilboð samræmist vel þeirri áherslu ríkisstjórnarinnar að auka sveigjanleika í námi. Hafnar verði viðræður sem fyrst við mennta- og menningarmálaráðuneytið í því skyni að koma á slíkri tilhögun sem fyrst.

Vísað til borgarráðs.

Trausti Harðarson, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. 

D-28, tillaga um að mannréttindaskrifstofa verði sameinuð velferðarsviði: Borgarstjórn samþykkir að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur verði sameinuð velferðarsviði í hagræðingarskyni og verkefni hennar flutt þangað. Þá er jafnframt lagt til að mannréttindaráð og velferðarráð verði einnig sameinað í eitt ráð: velferðar- og mannréttindaráð.

Tillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

 

D-29, tillaga um grásleppuskúrana við Ægisíðu: Borgarstjórn samþykkir að gerð verði áætlun um viðhald og endurgerð grásleppuskúrana við Ægisíðu. Tekið verði mið af þeim tillögum sem starfshópur um þessar menningarminjar leggur til. Borgarsögusafni verði falið að hefja undirbúning að framkvæmdum. Til verkefnisins verði að lágmarki varið 5 milljónum á næsta ári svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfangann.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-30, tillaga um hækkun framlags til greiðslu neysluhlés í leikskólum: Lagt er til að framlag til skóla- og frístundasviðs verði hækkað um 204 milljónir króna í því skyni að greiða starfsfólki í Félagi leikskólakennara 2,5 yfirvinnutíma á mánuði svo það fái jafnmarga yfirvinnutíma greidda vegna svokallaðs neysluhlés og annað starfsfólk í leikskólum.

Samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá. 

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 með áorðnum breytingum.

Atkvæðagreiðsluskrá á næstu síðu.

 

 

 

 

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 með áorðnum breytingum er samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Síðasta fjárhagsáætlun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata á þessu kjörtímabili sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs upp á 2,3 milljarða fyrir árið 2018. Í áætluninni endurspeglast þrjú meginviðfangsefni. Í fyrsta lagi er sótt verulega fram í skólamálum og velferðarmálum og svigrúm nýtt til að bæta þar í. Í öðru lagi er ráðist í fjárfestingar og uppbyggingu fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi heldur sókn í húsnæðismálum áfram en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Í samþykktum breytingartillögum milli umræðna eru síðan gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum næsta haust, lengdur opnunartími sundlauga, nýr fallturn í fjölskyldugarðinn, umfangsmikil kaup á tölvubúnaði í grunnskólana, aukin framlög til þriggja þyngstu búseturkjarnana fyrir fatlað fólk, sókn í velferðartækni og stóraukinn stuðningur við búsetu utangarðsfólks. Rekstur borgarsjóðs er sterkur, gjöldin eru í lágmarki og þjónustan batnar ár frá ári.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Góð staða þjóðarbúsins er að skila sér til Reykjavíkurborgar. Reksturinn er að lagast, sérstaklega rekstur samstæðunnar (A og B hluta samanlagt). Reykjavíkurborg fer ekki varhluta af jákvæðri tekjuþróun í þjóðarbúinu eins og sjá má á því að A hluti fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. Á sama tveggja ára tímabili aukast skuldir A hluta um 28,5% eða úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. árið 2018. Það er áhyggjuefni þar sem hagsveiflan er nú við toppinn að Reykjavíkurborg sé ekki að ná betri árangri en 9,4% í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu er að meðaltali í 12% veltufé frá rekstri og að skuldir séu að hækka á A hluta um 8 milljarða á milli áranna 2017-2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.

4.    Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2018-2022. Einnig eru lagðar fram tillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að breytingum á frumvarpi að 5 ára áætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember sl. 

SÆVÞ-01, breytingar á fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: Lagt er til að fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SÆVÞ-02, breytingar á milliviðskiptum samstæðu A- og B-hluta: Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A- og B-hluta verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu: 

Breytingin er vegna leiðréttinga á útreikningum í fimm ára áætlun. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022 samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Síðasta fjárhagsáætlun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata á þessu kjörtímabili sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs upp á 2,3 milljarða fyrir árið 2018. Í áætluninni endurspeglast þrjú meginviðfangsefni. Í fyrsta lagi er sótt verulega fram í skólamálum og velferðarmálum og svigrúm nýtt til að bæta þar í. Í öðru lagi er ráðist í fjárfestingar og uppbyggingu fyrir 18 milljarða á næsta ári, með sérstaka áherslu á götur, stíga og íþróttamannvirki. Í þriðja lagi heldur sókn í húsnæðismálum áfram en alls fara 69 milljarðar til húsnæðismála á næstu fimm árum í Reykjavík. Í samþykktum breytingartillögum milli umræðna eru síðan gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum næsta haust, lengdur opnunartími sundlauga, nýr fallturn í fjölskyldugarðinn, umfangsmikil kaup á tölvubúnaði í grunnskólana, aukin framlög til þriggja þyngstu búseturkjarnana fyrir fatlað fólk, sókn í velferðartækni og stóraukinn stuðningur við búsetu utangarðsfólks. Rekstur borgarsjóðs er sterkur, gjöldin eru í lágmarki og þjónustan batnar ár frá ári.

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra um lántökur vegna framkvæmda á árinu 2018, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. nóvember.

Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2018 að fjárhæð 5.714 m.kr.vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2018. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

6.    Lagt fram að bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. nóvember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. nóvember 2017 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Landssímareits, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. nóvember sl. 

Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Lagt er til að staðfesting á afgreiðslu borgarráðs á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu um Landssímareit verði frestað þar til niðurstöður fornleifarannsóknar á reitnum liggja fyrir og svör hafa fengist við fyrirspurn frá síðasta borgarráðsfundi um hvaða lagaheimildir séu fyrir byggingu við Kirkjustræti.

Málsmeðferðartillagan er felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Landsímareits er samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Meirihluta borgarstjórnar þykir mikilvæg sú umhyggja fyrir almannarými, minjum og sögu Reykjavíkur sem birtist í athugasemdum við deiliskipulagsbreytingar á Landssímareit. Í aðdraganda fornleifauppgraftar á svæðinu var lagt af stað með þá sameiginlegu sýn með Minjastofnun að ef órofinn kirkjugarður kæmi í ljós í ferlinu, þá yrði framkvæmdum hætt. Svo reyndist þó ekki vera, því þegar á rannsóknina leið kom í ljós að margra ára og áratuga jarðrask hafi þegar valdið miklu tjóni á þeim minjum sem á svæðinu voru. Í kjölfarið voru allar eldri mannvistarminjar fjarlægðar í þeirri von að raða mætti saman því brotakennda samhengi sem hið síendurtekna rask fortíðar hafði í för með sér. Deiliskipulagið í heild endurspeglar mikinn metnað fyrir verndun húsa á svæðinu, þ.m.t. gamla NASA. Eftir sem áður þarf að gæta fyllstu varúðar við þær framkvæmdir sem framundan eru í samráði við Minjastofnun og borgaryfirvöld. Loks er minnt á að ákveðið hefur verið að halda samkeppni um torgið yfir Víkurgarði í þeim anda að þar verði haldið á lofti minningu garðs og kirkju sem þarna stóð um aldir.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja að meirihlutinn í Reykjavík hafi sýnt lítinn skilning á því hversu mikilvægt er að fjalla betur um ágreiningsmál sem komið hafa upp um Víkurgarðinn í ferli málsins. Svör um lögfræðileg álitamál vegna eignarhalds liggja ekki fyrir og enginn skilningur er fyrir hendi að fresta málum þar til niðurstaða fornleifarannsóknar liggur fyrir. Menningararfur og saga Reykjavíkurborgar eiga meira skilið en slíka málsmeðferð.

7.    Lagt er til að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í borgarráði í stað Heiðu Bjargar Hilmisdóttur.

Samþykkt. 

8.    Lagt er til að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Sverris Bollasonar. 

Samþykkt. 

9.    Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 23. nóvember. Einnig er lögð fram fundargerð borgarráðs 30. nóvember. Úr þeirri fundargerð eru eftirfarandi liðir lagðir fram: 

- 32. liður; tillaga að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017, samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

- 33. liður; tillaga að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2017 vegna íbúðakaupa, samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

- 34. liður; tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna fjárfestingaáætlunar, samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

- 35. liður; tillaga um endurskoðun á lántökuheimildum á árinu 2017, samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

- 36. liður; tillaga að flutningi á halla og afgangi hjá skóla- og frístundasviði vegna ársins 2015, samþykktur. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

- 37. liður; tillaga að flutning á halla og afgangi vegna ársins 2016, samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

10.    Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 1. desember, íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. nóvember, mannréttindaráðs frá 28. nóvember, menningar- og ferðamálaráðs frá 27. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 22. nóvember, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 27. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. og 29. nóvember og velferðarráðs frá 16. nóvember.

Fundi slitið kl. 00.41

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 5.12.2017 - prentvæn útgáfa