Borgarstjórn - 5.12.2002

Borgarstjórn

2

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2002, fimmtudaginn 5. desember, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Þorlákur Björnsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2003 ásamt greinargerð; fyrri umræða. Jafnframt lagður fram 25. liður fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember, hlutfall fasteignaskatts, lóðaleigu og holræsagjalds, og 24. og 25. liðir fundargerðar borgarráðs frá 3. desember, starfsáætlanir o.fl. Áður en umræða hófst tilkynnti forseti að fallið yrði frá takmörkun á ræðutíma.

- Kl. 14.07 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum.

Sú leiðrétting var gerð á 1. tölulið 24. liðar fundargerðar borgarráðs frá 3. desember að í stað orðsins Menningarstofnanir komi Menningarmál.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu við 4. tölulið 25. liðar fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að holræsagjald verði lagt niður í áföngum á næstu fjórum árum. Því er lagt til að 4. liður í 25. tölulið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember s.l. hljóði svo: Á árinu 2003 skal hlutfall holræsagjalds skv. reglugerð nr. 658/1994 vera 0,092%.

1.-3. töluliður 25. liðar fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember samþykktir með 8 samhljóða atkvæðum.

Breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við 4. tölulið 25. liðar fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember felld með 8 atkvæðum gegn 7.

4. töluliður 25. liðar fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2003 ásamt starfsáætlunum, sbr. 24. lið fundargerðar bograrráðs frá 3. desember, til síðari umræðu.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 26. nóvember.

- Kl. 17.31 vék Helgi Hjörvar af fundi og Sigrún Elsa Smáradóttir tók þar sæti. - Kl. 18.13 var gert hlé á fundi. - Kl. 18.47 var fundi fram haldið og vék þá Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Jórunn Frímannsdóttir tók þar sæti.

12. liður fundargerðarinnar, Sóleyjarrimi 1 – deiliskipulag lóðar, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 7.

14. liður fundargerðarinnar, lóðaútboð í Grafarholti – leiðrétting, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 6.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 3. desember.

4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 20. nóvember.

- Kl. 19.50 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók þar sæti.

5. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 27. nóvember.

6. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 25. nóvember.

7. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25. nóvember. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

8. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. nóvember.

9. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 18. nóvember.

- Kl. 20.36 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi. - Kl. 21.14 vék Jórunn Frímannsdóttir af fundi og Benedikt Geirsson tók þar sæti.

10. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 28. nóvember.

11. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 18. nóvember.

12. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 2. desember.

13. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

14. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

15. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. nóvember.

Fundi slitið kl. 21.24.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson