No translated content text
Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2019, þriðjudaginn 5. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Pawel Bartoszek, Sigíður Arndís Jóhannesdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Skúli Helgason, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Björn Gíslason, Örn Þórðarson, Marta Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson og Katrín Atladóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020, ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl. Jafnframt eru lagðar fram tillögur borgarstjóra undir eftirtöldum liðum í fundargerð borgarráðs frá 1. nóvember sl.: 4. liður; tillaga um álagningarhlutfall útsvars 2020, 5. liður; tillaga um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu 2020, 6. liður; tillaga um gjalddagaskiptingu fasteignaskatta og lóðarleigu 2020, 7. liður; tillaga um fyrirkomulag afsláttar til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2020, 8. liður; tillaga að gjaldskrám árið 2020, 9. liður; tillaga að lántöku vegna framkvæmda á árinu 2020.
- Kl. 12.50 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og Elín Oddný Sigurðardóttir víkur.
- Kl. 15:30 tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á fundinum og Ásgerður Jóna Flosadóttir víkur.
- Kl. 16.00 víkur Skúli Helgason af fundinum og Þorkell Heiðarsson tekur sæti.
- Kl. 16.05 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Alexandra Briem tekur sæti.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2019, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl., ásamt greinargerð:
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2020 verði 14,52% og er það sama hlutfall og tekjuárið 2019.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðsluna.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2019, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl., ásamt greinargerð:
Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2020 verði sem hér segir:
1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,18%
2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%
3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32% að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65%).
4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði.
5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2019, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl., ásamt greinargerð:
Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2020 verði eftirfarandi: Greiðendur fasteignagjalda skulu gera skil á fasteignagjöldum ársins 2020 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 3. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september og 3. október. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 1. febrúar. Lagt er til að gjalddagar krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 1. nóvember, 5. desember og 2. janúar. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 5. nóvember 2020
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2019, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl., ásamt greinargerð:
Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþegar árið 2020 verði eftirfarandi:
Viðmiðunartekjur
I. Réttur til 100% lækkunar: einstaklingur með tekjur allt að 4.240.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.920.000 kr.
II. Réttur til 80% lækkunar: einstaklingur með tekjur á bilinu 4.240.000 til 4.860.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.920.000 til 6.570.000 kr.
III. Réttur til 50% lækkunar: einstaklingur með tekjur á bilinu 4.860.000 til 5.650.000 kr. Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.570.000 til 7.850.000 kr.
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins og þær eru á hverjum tíma.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ásamt greinargerð:
Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2020 verði eftirfarandi:
Viðmiðunartekjur:
I. 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 5.000.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 6.540.000 kr.
II. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.000.000 til 5.600.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.540.000 til 7.700.000 kr.
III. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.600.000 til 6.200.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.700.000 til 8.640.000 kr.
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.
Breytingatillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Tillaga borgarstjóra um fyrirkomulag afsláttar er samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lögð fram tillaga borgarstjóra ásamt greinargerð, dags. 30. október 2019, varðandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl.
7. liður gjaldskrár velferðarsviðs um greiðslur til stuðningsfjölskyldur er samþykktur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lagt er til að allar aðrar gjaldskrár verði samþykktar.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Lögð fram tillaga borgarstjóra um lántökur vegna framkvæmda á árinu 2020, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, ásamt greinargerð og starfsáætlunum, til síðari umræðu.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun.
Áherslur meirihlutans í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2020 og fimm ára áætlun til 2024 endurspeglast öðru fremur í traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun. Rekstrarafgangi er skilað upp á 2,5 milljarð og afgangur samstæðunnar um 13 milljarðar. Á sama tíma erum við að stíga stór skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla auk nýrra verkefna á sviði velferðarmála eins og NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Þá verður haldið áfram að fjármagna metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja m.a. í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun borgarlínu hefur verið tryggð með samgöngusamkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ríkið. Laugavegur verður gerður að varanlegri göngugötu og Hlemm-torg verður endurgert á næstu árum. Ný gas- og jarðgerðarstöð tekur til starfa og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum verður innleidd í áföngum auk þess sem farið verður í alþjóðlega skipulagssamkeppni um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur við BSÍ. Grænar áherslur og loftslagsmál verða hér eftir sem hingað til gegnumgangandi og í forgrunni hjá þessum meirihluta.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Vegna tillögu um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu 2020: Það er mikilvægt að tryggja að gjaldtaka komi ekki niður á þeim verst settu í borginni. Fasteignagjöld leggjast jafnt á eignir og skuldir, sá sem býr í skuldlausri íbúð greiðir fasteignagjöld og sá sem býr í sambærilegri íbúð en skuldar hana alla, þ.e.a.s. á ekkert eða lítið í henni, greiðir líka fasteignagjöld. Fulltrúi Sósíalistaflokksins telur mikilvægt að endurskoða innheimtu fasteignaskattsins m.a. svo að hann taki ekki hækkunum samhliða markaðshækkunum á verði íbúðarhúsnæðis og verði mjög íþyngjandi.
Vegna tillögu um fyrirkomulag afsláttar til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2020. Það er mikilvægt að tryggja að gjaldtaka komi ekki niður á þeim verst settu í borginni. Fasteignagjöld leggjast jafnt á eignir og skuldir, sá sem býr í skuldlausri íbúð greiðir fasteignagjöld og sá sem býr í sambærilegri íbúð en skuldar hana alla, þ.e.a.s. á ekkert eða lítið í henni, greiðir líka fasteignagjöld. Fulltrúi Sósíalistaflokksins telur mikilvægt að endurskoða innheimtu fasteignaskattsins m.a. svo að hann taki ekki hækkunum samhliða markaðshækkunum á verði íbúðarhúsnæðis og verði mjög íþyngjandi.
2. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2020-2024, ásamt greinargerð, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember sl.
Samþykkt að vísa frumvarpi að fimm ára áætlun fyrir árin 2020-2024 til síðari umræðu.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Áherslur meirihlutans í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2020 og fimm ára áætlun til 2024 endurspeglast öðru fremur í traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun. Rekstrarafgangi er skilað upp á 2,5 milljarð og afgangur samstæðunnar um 13 milljarðar. Á sama tíma erum við að stíga stór skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla auk nýrra verkefna á sviði velferðarmála eins og NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Þá verður haldið áfram að fjármagna metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja m.a. í Breiðholti og Úlfarsárdal. Fjármögnun borgarlínu hefur verið tryggð með samgöngusamkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við ríkið. Laugavegur verður gerður að varanlegri göngugötu og Hlemm-torg verður endurgert á næstu árum. Ný gas- og jarðgerðarstöð tekur til starfa og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum verður innleidd í áföngum auk þess sem farið verður í alþjóðlega skipulagssamkeppni um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur við BSÍ. Grænar áherslur og loftslagsmál verða hér eftir sem hingað til gegnumgangandi og í forgrunni hjá þessum meirihluta.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn samþykkir að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% þegar á árinu 2020.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til síðari umræðu.
4. Lagt til að Sigríður Arndís Jóhannsdóttir taki sæti sem varamaður í ofbeldisvarnarnefnd í stað Rögnu Sigurðardóttur. Jafnframt er lagt til að Örn Þórðarson taki sæti sem varamaður í ráðinu.
Samþykkt.
5. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 17. október, 31. október og 1. nóvember.
14. liður fundargerðarinnar frá 17. október; viðaukar við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 er samþykktur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
11. liður fundargerðarinnar frá 31. október; viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 er samþykktur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október og 8. og 9. lið fundargerðarinnar frá 1. nóvember.
Húsnæði fyrir fólk með fötlun. Biðlistinn eftir húsnæði fyrir fólk með fötlun er óásættanlega langur. Nú bíða um 168 manns með fötlun eftir húsnæði í þremur flokkum auk sérstakt húsnæði Liðsaukinn og húsnæði með stuðningi. Fækkun frá síðasta ári á biðlistanum er 10 einstaklingar.
Varðandi tillögu að gjaldskrám 2020. Flokkur fólksins er andvígur öllum hækkunum á gjaldskrá sem notendur þurfa að greiða. Finna þarf aðrar leiðir en að hækka gjöldin til að mæta auknum kostnaði til að veita fullnægjandi þjónustu.
Varðandi tillögu um um 6.000 m.kr. lántöku vegna framkvæmda á árinu 2020. Flokkur fólksins finnst að verið sé að skuldsetja borgina langt umfram það sem heilbrigt sé enda borgin skuldug upp fyrir haus nú þegar. Borgarstjórinn sem nú situr hefur verið ráðandi í fjármálum borgarinnar frá 2010 og allan þann tíma hefur borgin safnað gífurlegum skuldum og verið verr rekin ár frá ári. Á sama tíma hafa álögur á fólkið aukist. Reykvíkingar greiða hámarksútsvar og auk þess langhæstu fasteignagjöld á landinu (ekki í prósentum heldur í upphæðum vegna hás fasteignamats í Reykjavík.) Braggamálin eru mörg og sýna að borgarstjórinn hefur ekki stjórn á fjármálum og kann ekki að veita aðhald, sem er auðvitað aðalsmerki hvers stjórnanda sem treyst er fyrir fjármunum.
6. Lagðar fram fundargerðir menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. og 21. október, skipulags- og samgönguráðs frá 23. og 30. október , skóla- og frístundaráðs frá 22. október, umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 16. október og velferðarráðs frá 23. október.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. október og 5. lið fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 16. október.
Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst að farið sé of oft í ferðir erlendis, alls kyns skoðunar- og skemmtiferðir. Sjá má dæmi um ferðir margra frá sama sviði og ráði. Vel kann að vera að ferðalangar séu að fá einhverja styrki en engu að síður kostar þetta borgarbúa. Tal meirihlutans um loftlagsmál og mikilvægi þess að draga úr útblæstri er hávært en ekki þegar kemur að ferðum erlendis. Hér verða kostnaðar- og mengunarsjónarmiðum að vera haldið til haga.
Flokkur fólksins hvetur meirihlutann í skipulagsmálum borgarinnar að anda rólega þegar kemur að forræðishyggju að banna nagladekk. Nær er að einblína á að losa umferðarhnúta þar sem bílar ganga tímum saman á sólarhring í hægagangi vegna ófullnægjandi ljósastýringar. Nefna má gönguljós á Miklubraut og á Hringbraut en þar loga gönguljós löngu eftir að þverun er yfirstaðin. Nagladekk eru nauðsynleg mörgum, t.d. þeim sem koma úr efri byggðum þar sem ófærð er meiri. Þess utan er fólk á ferðum utan borgarinnar og varla vill meirihlutinn hafa það á samviskunni að banna þeim vera á nagladekkjum í oft varasömum aðstæðum. Sýnt þykir að bílaleigubílar verða að vera á nagladekkjum enda leigðir fólki sem aka bæði um borg í dreifbýli. Líf og limir skipta mestu máli.
7. Lagðar fram svohljóðandi tillögur borgarfulltrúa Miðflokksins vegna síðari umræðu:
Borgarstjórn samþykkir að Reykjavíkurborg komi upp aðstöðu/matartorgi miðsvæðis í Reykjavík fyrir fyrirtæki sem eiga matvæli í lok dags og vilja koma þeim áfram ókeypis í neyslu til að minnka matarsóun. Fyrirhugaður opnunartími yrði í síðasta lagi 1. febrúar 2020. Áætlaður kostnaður er 5 milljónir. Fjármögnun af liðnum ófyrirséð.
Borgarstjórn samþykkir að hækka upphæð frístundakort Reykjavíkurborgar miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2017.
Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.
Greinargerðir fylgja tillögunum.
Vísað til síðari umræðu.
Fundi slitið kl. 17:49
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Pawel Bartoszek
Hjálmar Sveinsson Sanna Magdalena Mörtudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 5.11.2019 - Prentvæn útgáfa