Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2002, fimmtudaginn 4. apríl, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Magnússon, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist
1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 26. mars. 7. liður fundargerðarinnar, kosning í stjórn Landsvirkjunar til eins árs, samþykktur með samhljóða atkvæðum.
2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 20. mars.
3. Lögð fam fundargerð fræðsluráðs frá 25. mars.
4. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25. mars. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 20. mars.
6. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 20. mars.
- Kl. 16.34 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Guðrún Erla Geirsdóttir tók þar sæti.
7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
8. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. mars.
10. Tillögur stjórnkerfisnefndar að samþykktum fyrir barnaverndarnefnd og félagsmálaráð. Samþykkt fyrir barnaverndarnefnd samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Samþykkt fyrir félagsmálaráð samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið kl. 16.45.
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Helgi Hjörvar
Hrannar Björn Arnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson