Borgarstjórn - 4.12.2018

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2018, þriðjudaginn 4. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:07. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Alexandra Briem, Guðrún Ögmundsdóttir, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Skúli Helgason, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttur, Björn Gíslason, Örn Þórðarson, Katrín Atladóttir, Marta Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson og Valgerður Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. nóvember sl. 

Einnig er lagður fram 17. liður fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember sl.; breytingatillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna merktar SCPV 1-43. Einnig eru lagðar fram breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D1-D11, breytingatillögur borgarfulltrúa Miðflokksins merktar M1-8 og breytingatillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins merkt F-1. 

-    Kl. 19:20 víkur Björn Gíslason af fundi og Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti. 

-    Kl. 20:17 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundi og Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti.

-    Kl. 21:00 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi og Daníel Örn Arnarsson tekur sæti.

Er þá gengið til atkvæða um þær breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2019 sem fyrir liggja: 

SCPV-01, breytingar á fjárheimildum vegna gjaldskrár UTD.

Lagt er til að fjárheimildir upplýsingatæknideildar (UTD) verði hækkaðar um 796.631 þ.kr. vegna endurskoðunar á fyrirkomulagi við gjaldskrár deildarinnar. Breytingin verði fjármögnuð með tilfærslu fjárheimilda af fagsviðum, samtals 616.589 þ.kr. og tilfærslu af kostn.st. 01367, tölvubúnaður, undir sameiginlegum kostnaði 180.042 þ.kr. Fjárheimildir fagsviða breytast með eftirfarandi hætti:

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-02, breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna verðbóta á samningsbundnar skuldbindingar. 

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 93.564 þ.kr. vegna breytinga á verðlagsforsendum skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. nóvember 2018. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á samningsbundnar skuldbindingar sem tengjast öðrum rekstrarkostnaði eru áætluð 3,6% í stað 2,9% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, sbr. minnisblað fjármálastjóra dags. 20. nóvember sl. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Breytingar á fjárheimildum fagsviða verði eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-03, breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna innri leigu fasteigna og gatna. 

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða í aðalsjóði verði hækkaðar um 328.833 þ.kr. vegna hærri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar og leigu gatna í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. nóvember 2018. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði lækkaðar um 328.833 þ.kr. vegna hækkunar á tekjum af innri leigu og leigu gatna. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi: 

 

Breytingin hefur sambærileg áhrif til hækkunar á milliviðskiptum A-hluta, sbr. tillögu 42

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-04, breytingar á fjármagnskostnaði A-hluta.

Lagt er til að nettó fjármagnskostnaður A-hluta verði hækkaður um -205.702 þ.kr. í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember 2018. Breytingin felur í sér að verðlagsáhrif á fjármagnskostnað verða 2,4% í stað 3,9% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, sbr. minnisblað fjármálastjóra dags. 11. nóvember sl. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af handbæru fé. Breytingin hefur eftirfarandi áhrif á aðalsjóð og eignasjóð:

Breytingin felur jafnframt í sér hækkun á liðnum „Verðbætur, afföll og gengismunur“ um 201.205 þ.kr. í sjóðstreymi Aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.

Breytingin hefur sambærileg áhrif á milliviðskipti A-hluta og samstæðu, sbr. tillögu 42. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-05, breyting vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga.

Lagt er til að áætluð gjaldfærsla lífeyrisskuldbindingar verði lækkuð um -500.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlagsforsendum í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. nóvember 2018. Áhrif hærri verðbólgu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar eru jákvæð vegna þess að mikill hluti eigna lífeyrissjóðsins er verðtryggður. Lækkun útgjalda verði ráðstafað annars vegar á liðinn ófyrirséð og hins vegar á handbært fé:

 

Breytingin felur jafnframt í sér lækkun á liðnum „Framlag til lífeyrisgreiðslna ársins“ um 500.000 þ.kr. í sjóðstreymi aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, þar sem um reiknaðan lið er að ræða.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-06, breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna persónuverndarmála.

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 40.500 þ.kr. vegna innleiðingar á nýjum persónuverndarlögum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-07, breytingar á fjárheimildum ÍTR vegna lengri afgreiðslutíma á Ylströndinni.

Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 9.750 þ.kr. vegna lengri opnunartíma á Ylströndinni. Í tillögunni er gert ráð fyrir að bæta inn opnun í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 11:00-14:00 og kvöldopnun á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 17:00- 20:00. Afgreiðslutíminn miðast við 1. janúar til 15. maí og 15. ágúst til 31. desember ár hvert, alls 9 mánuði, en sumaropnun verður með sama hætti og áður. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-08, breytingar á fjárheimildum ÍTR vegna nýrra gervigrasvalla.

Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna reksturs á nýjum gervigrasvöllum, þ.e. gervigrasvöllum Fylkis og Víkings. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-09, breytingar á fjárheimildum MOF vegna matarhátíðar.

Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 3.000 þ.kr. vegna samstarfssamnings um stuðning við Matarhátíð Reykjavíkur til þriggja ára, sbr. samþykkt borgarráðs frá 20. september 2018, mál R18040180. Kostnaðaraukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á fjárheimildum af kostn.st. 09510, Ýmsar samningsbundnar greiðslur. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-10, breytingar á fjárheimildum MOF vegna bókmenntaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur. 

Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 1.775 þ.kr. vegna bókmenntaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-11, breytingar á fjárheimildum MOF vegna flutnings á stöðugildi til UTD.

Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði lækkaðar um -6.461 þ.kr. vegna flutnings á stöðugildi í vefþróun frá menningar- og ferðamálasviði til upplýsingatæknideildar (UTD). UTD hefur þegar verið úthlutað auknum fjárheimildum vegna þessa. Útgjaldalækkun verður færð á liðinn ófyrirséð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-12, breytingar á fjárheimildum MOF vegna sameiginlegs stöðugildis með SFS.

Lagt er til að fjárheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 1.225 þ.kr. vegna sameiginlegs stöðugildis með skóla- og frístundasviði. Kostnaðaraukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á fjárheimildum af skóla- og frístundasviði.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-13, breytingar á fjárheimildum RHS vegna verkefnisins „Sköpunartorg“.

Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 15.500 þ.kr. vegna verkefnisins „Sköpunartorg“ sem er framsækið lýðræðisverkefni þar sem tilraunasvæði á vef borgarinnar er nýtt fyrir samráð og fjármögnun ýmissa verkefna. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-14, breytingar á fjárheimildum RHS vegna stöðugildis í lýðræðisverkefni.

Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 4.000 þ.kr. vegna lýðræðisverkefna sem mannréttindaskrifstofu hefur verið falið að vinna að. Skrifstofan hefur fjármagn m.v. 70% stöðugildi til verkefnisins, en stefnt er að því að ráða starfsmann í 100% stöðugildi. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-15, breytingar á fjárheimildum RHS vegna forystunáms.

Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 8.974 þ.kr. vegna forystunáms fyrir stjórnendur og sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-16, breytingar á fjárheimildum SFS vegna barnafjölda í grunnskólum.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 28.014 þ.kr. vegna fjölgunar barna í borgarreknum grunnskólum m.v. rammaúthlutun. Fjölgunin er 35 börn og miðast fjárheimildir ársins 2019 eftir leiðréttingu við 14.213 börn að meðaltali eða sami fjöldi vor og haust. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

SCPV-17, breytingar á fjárheimildum SFS vegna barnafjölda í sérskólum.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um -15.000 þ.kr. vegna færri barna í sérskólum (Klettaskóla) en gert hafði verið ráð fyrir í rammaúthlutun. Áætluð var fjölgun um 8 börn, en fjölgunin er aðeins 5 börn, eða 3 börnum færra m.v. rammaúthlutun. Útgjaldalækkun verði færð á liðinn ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-18, breytingar á fjárheimildum SFS vegna barnafjölda í frístund sérskóla.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um -9.000 þ.kr. vegna færri barna í sérskólum (Klettaskóla) en gert hafði verið ráð fyrir í rammaúthlutun. Áætluð var fjölgun um 8 börn, en fjölgunin er aðeins 5 börn, eða 3 börnum færra m.v. rammaúthlutun. Útgjaldalækkun verði færð á liðinn ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-19, breytingar á fjárheimildum SFS vegna barnafjölda í sértæku frístundastarfi.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 25.514 þ.kr. vegna fjölgunar á börnum í sértæku frístundastarfi. Fjölgunin er 7 börn og miðast fjárheimildir ársins 2019 eftir leiðréttingu við 179 börn að meðaltali eða sami fjöldi vor og haust. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

SCPV-20, breytingar á fjárheimildum SFS vegna félagsmiðstöðvar í Dalskóla.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 11.000 þ.kr. vegna opnunar á félagsmiðstöð í Dalskóla í Úlfarsárdal haustið 2019. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

SCPV-21, breytingar á fjárheimildum SFS vegna hækkunar á framlagi til dagforeldra.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 59.235 þ.kr. vegna hækkunar á framlagi til dagforeldra, sbr. samþykkt borgarráðs dags. 15. nóvember 2018, mál R18100256. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

SCPV-22, breytingar á fjárheimildum SFS vegna kennslu í íslensku sem annað mál (íslenska2).

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 25.000 þ.kr. vegna aukinna framlaga til kennslu í íslensku sem annað mál (íslenska2). Vísað er í samþykkt borgarstjórnar, dags. 16. október 2018, um aðgerðir til að bæta námsárangur barna með annað móðurmál en íslensku og brúa það bil sem er á stöðu þeirra borið saman við önnur börn. Tekið verði í notkun viðurkennt matstæki þar sem könnuð er almenn þekking og námsleg staða barna á þeirra eigin móðurmáli. Breytingin taki gildi frá haustinu 2019. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

SCPV-23, breytingar á fjárheimildum SFS vegna móttöku barna af erlendum uppruna.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 37.268 þ.kr. vegna móttöku barna af erlendum uppruna. Vísað er í samþykkt borgarstjórnar dags. 16. október 2018 um að minnka eða útrýma þeim aðstöðumun sem birtist í námsárangri og þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttum og tómstundum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

SCPV-24, breytingar á fjárheimildum SFS vegna sumaropnunar leikskóla.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 27.000 þ.kr. vegna sumaropnunar leikskóla, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. september 2018, mál R18090042. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-25, breytingar á fjárheimildum SFS vegna samnings við Myndlistaskólann í Reykjavík.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 28.680 þ.kr. vegna nýs samnings við Myndlistaskólann í Reykjavík, sbr. samþykkt borgarráðs frá 17. maí 2018, mál R17020120. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-26 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna vegna eins námsgjalds þvert á skólastig Lagt er til að frá og með áramótum 2019 greiði barnafjölskyldur einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig og að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 110.000 þ.kr. vegna lægri tekna en gert hefur verið ráð fyrir. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-27 Útboð vegna gjaldfrjálsra námsgagna í grunnskólum. 

Lagt er til að ráðstafa allt að 45.000 þ.kr. til kaupa á námsgögnum fyrir nemendur í grunnskólum. Farið verði í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og fjárþörf metin í kjölfar þess. Fjárheimildum skóla- og frístundasviðs verði breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-28 Breytingar á gjaldskrá sorphirðu vegna endurvinnslu og grenndarstöðva (USK). Lagt er til að gjaldskrá sorphirðu vegna endurvinnslu og grenndarstöðva lækki úr kr. 13.730 í 12.840. Einnig er lögð fram til samþykktar endurskoðuð gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg er jafnframt samþykkt.

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-29 Breytingar á fjárheimildum umhverfis- og skipulagssviðs (USK) vegna skönnunar séruppdrátta.

Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 20.000 þ.kr. vegna skönnunar séruppdrátta hjá byggingarfulltrúa. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með hækkun tekna byggingarfulltrúa.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-30 Breytingar á fjárheimildum umhverfis- og skipulagssviðs (USK) vegna hreinsunar borgarlandsins.

Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 15.000 þ.kr. vegna aukinnar sumarhreinsunar á stofn- og tengibrautum, stækkun á svæði sem fellur undir miðborgarhreinsun og aukahreinsun á tengibrautum vegna svifryksmengunar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-31 Breytingar á fjárheimildum umhverfis- og skipulagssviðs (USK) vegna Reykjanesfólkvangs.

Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 2.000 þ.kr. vegna samnings um Reykjanesfólkvang. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-32 Breytingar á fjárheimildum umhverfis- og skipulagssviðs (USK) vegna innleiðingar á snjalltækni í samgöngum.

 Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 12.000 þ.kr. til ráðningar á verkefnastjóra fyrir innleiðingu á snjalltækni í samgöngum í Reykjavík. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-33, breytingar á fjárheimildum velferðarsviðs (VEL) vegna Barnaverndar.

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 60.000 þ.kr. vegna styrkingar á starfsemi Barnaverndar, sbr. samþykkt borgarráðs dags. 15. nóvember 2018, mál R18050109. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt. 

SCPV-34, breytingar á fjárheimildum velferðarsviðs (VEL) vegna notendastýrðrar persónlegrar aðstoðar (NPA).

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 100.000 þ.kr. vegna fjölgunar á samningum um notendastýrða persónulega aðstoð. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt. 

SCPV-35, breytingar á fjárheimildum velferðarsviðs (VEL) vegna hækkunar á grunnfjárhæð framfærslustyrks.

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 48.665 þ.kr. vegna hækkunar á grunnfjárhæð framfærslustyrks úr 189.875 kr. í 201.268 kr. á mánuði sem er hækkun um 6%. Útgjaldaauki verði fjármagnaður annars vegar af liðnum ófyrirséð og hins vegar með lækkun á handbæru fé, sjá töflu.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-36, breytingar á fjárheimildum velferðarsviðs (VEL) vegna framlags til Félagsbústaða.

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 160.000 þ.kr. vegna framlags til Félagsbústaða. Fjárheimildin verði nýtt til að greiða Félagsbústöðum mánaðarlega á árinu 2019 sérstaka leigu að fjárhæð 6,7 m.kr. vegna sameiginlegra rýma í þjónustuhúsum aldraðra en leigjendur greiða í raun takmarkaða leigu fyrir annað rými en þeir nýta sjálfir með beinum hætti. Þá er gert ráð fyrir að velferðarsvið greiði jafnháa fjárhæð á mánuði á árinu 2019 til að mæta almennri þörf fyrir leiguverðshækkun hjá Félagsbústöðum. Velferðarsvið útfærir þessa aðgerð í samvinnu við fjármálaskrifstofu og Félagsbústaði. Þetta felur í sér að rekstrarframlög til Félagsbústaða verði að heildarfjárhæð 160 m.kr. á árinu 2019. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-37, breytingar á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar.

Lagt er til að fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar verði hækkuð um 1.092.000 þ.kr. og breytingar gerðar á eftirfarandi liðum: 

Stofnkostnaður fasteigna: 

1. Breytingar vegna verkefna þar sem ónýttar fjárheimildir eru fluttar frá árinu 2018 yfir á árið 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Árbæjarsafn, ný geymslubygging (40 m.kr.), Grófarhús, viðbygging (70 m.kr.), Aðalstræti 10, framkvæmdir og landnámssýning (155 m.kr.), Sundhöllin í Reykjavík (65 m.kr.), Víkingur, gervigrasvöllur (215 m.kr.), gistiskýli, 48 gistiskýli (65 m.kr.), smáhýsi (446 m.kr.), hverfabækistöð Örfirisey (100 m.kr.), Hestháls 14 (88 m.kr.), samtals 1.244 m.kr. 

2. Breytingar vegna verkefna þar sem lögð er til hækkun á áætlun 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Íþróttamannvirki ÍR í Mjódd (500 m.kr.), Hestháls 14 (80 m.kr.), samtals 580 m.kr. 

3. Breytingar vegna nýrra verkefna 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Grandagarður 1a, breytingar (115 m.kr.), tjaldsvæði Laugardal (20 m.kr.), Seljakot, stækkun lóðar (35 m.kr.), færanlegar stofur, endurbætur og flutningur (50 m.kr.), Borgartún 6, standsetning húsnæðis (70 m.kr.), samtals 290 m.kr. 

4. Breytingar vegna verkefna sem lagt er til að falli út af áætlun 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Toppstöðin (-50 m.kr.), Hafnarhús (-835 m.kr.), samtals -885 m.kr. Samtals hækkun stofnkostnaðar fasteigna að fjárhæð 1.229.000 þ.kr. Sjá nánar í sundurliðun í töflu.

Stofnkostnaður gatna: 

1. Breytingar vegna verkefna þar sem ónýttar fjárheimildir eru fluttar frá árinu 2018 yfir á árið 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Almannadalur Fjárborg (30 m.kr.), Esjumelar, 2. áfangi (65 m.kr.), Kirkjusandur (75 m.kr.), Þingholt, torgin þrjú (45 m.kr.), samtals 215 m.kr. 

2. Breytingar vegna verkefna þar sem lögð er til hækkun á áætlun 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Hlíðarendi (200 m.kr.), Gufunes (150 m.kr.), strætóskýli, endurnýjun (30 m.kr.), samtals 380 m.kr. 

3. Breytingar vegna nýrra verkefna 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Austurbakki bryggjugata (150 m.kr.), steinbryggja (60 m.kr.), Síðumúli, opið svæði (45 m.kr.), samtals 255 m.kr. 

4. Breytingar vegna verkefna sem lagt er til að falli út eða lækki á áætlun 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Úlfarsárdalur (-50 m.kr.), Reynisvatnsás, háspennulína í jörð (-150 m.kr.), Laugavegur, endurbætur (Hlemmur-Katrínartún) (-200 m.kr.), Bríetartún (-150 m.kr.), Hofsvallagata (-100 m.kr.), Heiðmerkurvegur (-150 m.kr.), Frakkastígur (-100 m.kr.), Hlemmur, torg (-50 m.kr.), almenningssalerni (-183 m.kr.), samtals -1.133 m.kr. Samtals lækkun stofnkostnaðar gatna og umhverfisframkvæmda að fjárhæð -283.000 þ.kr. Sjá nánar í sundurliðun í töflu.

Áhöld, tæki og hugbúnaður: 

Breytingar vegna nýrra verkefna 2019. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Rafvæðing ferla (80 m.kr.), tölvubúnaður í grunnskólum (66 m.kr.), samtals 146 m.kr. Samtals hækkun stofnkostnaðar áhalda, tækja og hugbúnaðar að fjárhæð 146.000 þ.kr. Sjá nánar í sundurliðun í töflu. 

Lagt er til að útgjaldaauki vegna hækkunar á fjárfestingaáætlun, samtals 1.092.000 þ.kr. verði fjármagnaður af handbæru fé.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-38, tillaga um hlutafjár- og stofnframlög til Félagsbústaða.

Lagt er til að framlengt verði til loka árs 2019 þeirri ráðstöfun sem borgarráð samþykkti 20. september sl. fyrir árið 2018 um að auka getu Félagsbústaða til að kaupa fleiri félagslegar íbúðir. Í samþykktinni felst eftirfarandi: Í fyrsta lagi til að borgarsjóður veiti sérstök hlutafjárframlög til uppbyggingar félagslegra leiguíbúða sem nemi 4% af stofnverði þeirra, sem komi til viðbótar 12% stofnframlagi borgarsjóðs. Í öðru lagi að við þær aðstæður að Íbúðalánasjóður samþykki umsókn um stofnframlög en lækki reiknað stofnverð ef íbúð fer yfir stærðarmörk þá komi til sérstakt hlutafjárframlag allt að 4% af stofnverði á móti skertu stofnframlagi ríkisins. Í ofangreindum tilvikum geti sérstaka hlutafjárframlagið náð allt að 8%. Gert er ráð fyrir að stofnframlög í sjóðstreymi aðalsjóðs rúmi ofangreinda tillögu. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-39, breytingar á fjárhagsáætlun Félagsbústaða.

Lagt er til að fjárhagsáætlun Félagsbústaða verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu í samræmi við samþykkta áætlun stjórnar félagsins dags. 21. nóvember 2018:

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-40, breytingar á fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur. 

Lagt er til að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu vegna breytinga á verðlags- og gengisforsendum fjárhagsáætlunar:

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-41, fjármögnun viðbótarútgjalda.

Lagt er til að ofangreindar breytingatillögur verði fjármagnaðar með eftirfarandi hætti: af liðnum ófyrirséð, kostn.stað 09205 (ÖNN) 600.000 þ.kr., og með lækkun á handbæru fé 1.399.475 þ.kr. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-42, breytingar á milliviðskiptum A-hluta og samstæðu.

Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflum:

Breytingin skýrist af afleiddum áhrifum af breyttum verðlagsforsendum og breyttri fjárhagsáætlun Félagsbústaða. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-43, framkvæmd.

Lagt er til að fjármálastjóra verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á í samráði við hlutaðeigandi svið.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun við allar breytingartillögur Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna merktar SCPV 1-43:

Það er jákvætt að sjá breytingatillögur sem leggja fjármagn í mikilvæga málaflokka, líkt og aukið fjármagn til Félagsbústaða og aukið fjármagni til barnafjölskyldna sem eiga börn á grunnskólastigi. Sósíalistaflokkurinn myndi þó vilja sjá auknar fjárveitingar til grunnskóla til þess að hann verði gjaldfrjáls. Einnig er jákvætt að sjá aukið fjármagn til frístundastarfs en sósíalistar myndu vilja sjá meira fjármagn lagt í það svo það yrði börnum og fjölskyldum þeirra með öllu gjaldfrjálst. Virkilega ánægjulegt að sjá að meira fjármagni verði veitt í að styðja við börn með erlendan bakgrunn. Það er jákvætt að sjá fjármagn vegna NPA en sósíalistar telja mikilvægt að allt sé gert til að kvóti sé ekki settur á þjónustuna. Þá er gott að fjárhagsaðstoð til framfærslu hækki en það er mat sósíalista að hann eigi að hækka upp í upphæð lágmarkslauna. Það er álit sósíalistaflokksins að öll grunnþjónusta borgarinnar eigi að vera gjaldfrjáls og að mikilvægt sé að sækja aukið fé til fyrirtækja og fjármagnseigenda til þess að greiða þetta allt.

D-1, tillaga um að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. verði seld. 

Lagt er til að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. verði seld. Sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað í samstæðu Reykjavíkurborgar.

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins. 

D-2, tillaga um að arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana.

Lagt er til að arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði að fullu ráðstafað til útsvarslækkana í Reykjavík. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með aðhaldi í innkaupum, útboðum og hagræðingu í miðlægri stjórnsýslu.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

D-3, tillaga um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60%.

Borgarstjórn samþykkir að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% þegar á árinu 2019. Minnkun á hagnaði borgarinnar af fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði við þessa breytingu er 430 milljónir 2019, 478 milljónir 2020 og 309 milljónir 2021. Minnkun á hagnaði verði mætt með forgangsröðun á verkefnu.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-4, tillaga um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega.

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019 verði eftirfarandi: 

Viðmiðunartekjur: I. 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 5.000.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 6.540.000 kr. 

II. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.000.000 til 5.600.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.540.000 til 7.700.000 kr. 

III. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.600.000 til 6.200.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.700.000 til 8.640.000 kr. 

Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Flokkur fólksins vill gera allt til að finna leiðir til að gera eldri borgurum og öryrkjum sem búa við knappan fjárhag léttara að lifa. Tillögu um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds eldri borgara og öryrkja er því sjálfsagt að styðja. En það er annað sem Flokkur fólksins vill benda á í þessu sambandi sem mikilvægt er að laga og það er að taka úr reglum um afslætti af fasteignagjöldum ákvæðið að viðkomandi þurfi að eiga rétt á vaxtabótum samkvæmt B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt til að eiga rétt á afslátt á fasteignagjöldum. Á það skal bent að enda þótt eldri borgarar séu e.t.v. sá hópur sem skuldar minnst þá þýðir það ekki að þeir hafi nægt fé milli handanna. Þvert á móti hafa fjölmargir eldri borgarar og öryrkjar lítið milli handanna og geta þar af leiðandi ekki leyft sér mikið. Að öðru leyti styður Flokkur fólksins almennt séð ekki tillögur er lúta að minnkun borgarsjóðs enda margar tillögur Flokks fólksins kostnaðarsamar. Borgarfulltrúi leggur áherslu á að farið verði í kröftugan sparnað og hagræðingu á öllum þeim sviðum sem mun ekki leiða til beinnar skerðingar á þjónustu við fólk.

D-5, tillaga um að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar verði lögð niður.

Lagt er til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar verði lögð niður. Nauðsynleg verkefni skrifstofunnar verði færð undir framkvæmdir og viðhald á umhverfis- og skipulagssviði. Verkefnum sem almennt eru ekki á forræði sveitarfélaga verði komið í hendur einkaaðila. Lagt er til að fjárheimildir til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði að fullu færðar til umhverfis- og skipulagssviðs, þó verði fjárheimildir lækkaðar sem nemur 100.000.000 kr. vegna stjórnkerfisbreytinga. Breytingin muni á næstu árum leiða af sér enn frekari hagræðingu með fækkun verkefna og aðhaldi í framkvæmdum. Lækkun útgjalda sem nemur 100.000.000 kr. verði ráðstafað á liðinn ófyrirséð. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-6, tillaga um úthlutun lóða fyrir fjölbreyttar húsagerðir. 

Borgarstjórn samþykkir að úthluta fleiri lóðum undir fjölbreyttar húsagerðir í borgarlandinu og styrkja með því tekjuáætlun til 5 ára. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) og fjármálaskrifstofu er falið að reikna út væntan tekjuauka og mögulega aukningu. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

D-7, tillaga um jöfn framlög úr borgarsjóði með börnum í leikskóla, óháð rekstrarformi.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 107.664.861 kr. svo unnt verði að veita jöfn rekstrarframlög úr borgarsjóði með hverju barni sem lögheimili á í Reykjavík og sækir þar leikskóla. Þannig fylgi sama upphæð opinbers fjár hverju barni inn í leikskóla, óháð rekstrarformi viðkomandi skóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Tillögunni er vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks harma afgreiðslu meirihlutans á breytingatillögu okkar um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi. Nú liggur ljóst fyrir að meirihlutinn hyggist ekki styðja betur við fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu í fjárhagsáætlun fyrir 2019. Það er réttlætismál að tryggja jöfn opinber framlög með hverju barni – enda framlögin réttur barnanna og fjármagnið ætti réttilega að fylgja þeim inn í skólakerfið. Með jöfnum opinberum framlögum kæmust sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar hjá innheimtu skólagjalda eða álags á gjaldskrár. Þannig mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þeirrar menntunar sem býðst í borginni. Efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við skólaval. Sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru almennt litrík viðbót við skólaflóruna. Þeir hafa gjarnan kynnt til leiks nýstárlega hugmyndafræði og nýjar framsæknar skólastefnur. Þeir veita foreldrum fleiri valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna. Við þurfum aukið valfrelsi foreldra og tryggari starfsgrundvöll fyrir einkarekna leik- og grunnskóla – því fjölbreytni, framþróun og jöfn tækifæri eru öllum til heilla.

D-8, tillaga um jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með börnum í grunnskóla, óháð rekstrarformi.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 289.001.000 kr. svo unnt verði að veita jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með hverjum nemanda sem lögheimili á í Reykjavík og sækir þar grunnskóla. Þannig fylgi sama upphæð opinbers fjár hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi viðkomandi grunnskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. 

Tillögunni er vísað frá með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks harma afgreiðslu meirihlutans á breytingatillögu okkar um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi. Nú liggur ljóst fyrir að meirihlutinn hyggist ekki styðja betur við fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu í fjárhagsáætlun fyrir 2019. Það er réttlætismál að tryggja jöfn opinber framlög með hverju barni – enda framlögin réttur barnanna og fjármagnið ætti réttilega að fylgja þeim inn í skólakerfið. Með jöfnum opinberum framlögum kæmust sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar hjá innheimtu skólagjalda eða álags á gjaldskrár. Þannig mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þeirrar menntunar sem býðst í borginni. Efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við skólaval. Sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru almennt litrík viðbót við skólaflóruna. Þeir hafa gjarnan kynnt til leiks nýstárlega hugmyndafræði og nýjar framsæknar skólastefnur. Þeir veita foreldrum fleiri valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna. Við þurfum aukið valfrelsi foreldra og tryggari starfsgrundvöll fyrir einkarekna leik- og grunnskóla – því fjölbreytni, framþróun og jöfn tækifæri eru öllum til heilla.

D-9, tillaga um aukin framlög til tónlistarskóla á viðkvæmum svæðum.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 100.000.000 kr. svo unnt verði að styðja við tónlistarskóla á viðkvæmum svæðum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með hagræðingu á brúttókostnaði við miðlæga stjórnsýslu sem væri innan við 2%. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-10, tillaga um að mannréttindaskrifstofa verði sameinuð velferðarsviði.

Borgarstjórn samþykkir að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur verði sameinuð velferðarsviði og verkefni hennar flutt þangað. Þá er jafnframt lagt til að mannréttinda- og lýðræðisráð og velferðarráð verði einnig sameinað í eitt ráð: velferðar- og mannréttindaráð. Tillagan felur í sér hagræðingu og aukna skilvirkni í stjórnkerfinu. Auk þess felur tillagan í sér valdeflingu í verki og að styrkja og efla málaflokkinn enn frekar. 

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

D-11, tillaga um að auka tíðni þrifa á stofnbrautum.

Borgarstjórn samþykkir að auka tíðni þrifa á stofngötum úr tveimur skiptum í 4 í þeim tilgangi að draga úr svifryki. Þannig verði stofnbrautir þrifnar jafnoft og Vegagerðin þrífur þjóðvegi innan borgarinnar. Kostnaður vegna þessa er áætlaður um 26 milljónir króna. Til að mæta þessum aukna kostnaði er lagt til að hagrætt verði um 3% á skrifstofu borgarstjóra.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

M-1, tillaga um skilgreiningu á lögbundnu hlutverki Reykjavíkur.

Farið verði tafarlaust í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í lögbundna- og grunnþjónustu. Þessi aðgerð nái fram að ganga fyrir 1. septemberember 2019. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

M-2, tillaga um niðurskurð í stjórnsýslu borgarinnar.

Farið verði tafarlaust í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar. Þessi aðgerð nái fram að ganga fyrir 1. septemberember 2019. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

M-3, tillaga um ráðningarstopp. 

Tekið verði tafarlaust upp ráðningarstopp í stjórnsýslu Reykjavíkur en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum verði hlíft. Þessi aðgerð nái fram að ganga fyrir 1. septemberember 2019. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

M-4, tillaga vegna utanferða. 

Dregið verði úr utanferðum kjörinna fulltrúa og embættismanna borgarinnar og skilagrein gerð fyrir hvers vegna ferð var farin. Þessi aðgerð nái fram að ganga fyrir 1. septemberember 2019. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

M-5, tillaga um innkaup. 

Farið verði í bestun í öllum innkaupum borgarinnar og að a.m.k. 10% hagræðingu verði náð. Þessi aðgerð nái fram að ganga fyrir 1. septemberember 2019. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

M-6, tillaga um vinnuhóp. 

Stofnaður verður vinnuhópur allra flokka í borgarstjórn sem hefur það hlutverk að fara í saumana á áætlanagerð borgarinnar í verkum sem hafa farið fram úr áætlunum og geri tillögur um nýtt verklag. Þessi aðgerð nái fram að ganga fyrir 1. septemberember 2019. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

M-7, tillaga um úttekt.

Fenginn verði óháður/utanaðkomandi aðili til að gera úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

M-8, tillaga um frístundakort. 

Upphæð frístundakorts verði hækkuð úr 50.000 krónum í 100.000 krónur frá og með 1. septemberember 2019. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Sósíalistaflokkurinn leggur áherslu á að frístundir barna ættu að vera gjaldfrjálsar með öllu.

F-1, lækkun gjaldskrár skólamáltíða. 

Flokkur fólksins leggur til að gjaldskrá vegna skólamáltíða í grunnskólum verði lækkuð um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er nema 361 m.kr. árið 2019, verði mætt með auknum fjárheimildum sem komi af kostnaðarliðnum 09205 – ófyrirséð. Gjaldskráin verður 9.796 kr. á mánuði frá 1. janúar 2019 m.v. samþykkt borgarstjórnar við fyrri umræðu. Tillagan, verði hún samþykkt, felur í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Flokki fólksins þykir leitt að tillagan um að lækka gjald skólamáltíða um þriðjung hafi verið felld. Lagt var til að tekjulækkun sviðsins kr. 361 m.kr. á ári sem þessi þriðjungs lækkun myndi framkalla yrði mætt með auknum fjárheimildum sem komi af kostnaðarliðnum ófyrirséð 09205. Ef fjárhagsáætlun meirihlutans er skoðuð má sjá að þar er eitt og annað lagt til sem taka á af þessum lið en að lækka gjald skólamáltíða var ekki talið nægjanlega mikilvægt. Hefði þessi tillaga náð fram að ganga hefði það komið sér afskaplega vel fyrir fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. Foreldrar og við öll hefðum getað, ef tillagan hefði náð fram að ganga, andað rólega, fullviss um það að ekkert barn væri svangt í skólanum. Hér hefði getað verið um fyrsta áfangann að ræða í átt að fríum skólamat. Við vitum öll að efnalitlar fjölskyldur og fátækar fjölskyldur hafa þurft að neita sér um þessa þjónustu. Það hlýtur að svíða að horfa upp á það. Hér er um að ræða mikið jafnréttismál og í samræmi við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að öll börn sitji við sama borð og hafi í þessu tilfelli tök á því fá heita og næringarríka máltíð.

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 með áorðnum breytingum.

Atkvæðagreiðsluskrá 

(mynd)

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 með áorðnum breytingum er samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Meirihluti borgarstjórnar leggur nú fram sína fyrstu fjárhagsáætlun á þessu kjörtímabili. Framlög til velferðarmála og skólamála halda áfram að aukast á sama tíma og mikil uppbygging innviða á sér stað. Grænar fjárfestingar eru áberandi en milli umræðna komu inn fjölmörg spennandi verkefni. Sumaropnanir leikskóla, gjaldfrjáls námsgögn, aukin framlög til lýðræðismála, fjölgun NPA samninga, lengdur opnunartími ylstrandar og áhersla á snjalltækni í samgöngum bætast við milli umræðna. Framlög verða aukin vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu og að barnafjölskyldur greiði námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig ásamt því að auka hreinsun borgarlandsins til að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í fimm ára áætlun eru framlög til borgarlínu tryggð upp á 5 milljarða, framlög til skólamála upp á annað eins til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þá er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá árinu 2021 úr 1,65 í 1,60. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði voru lækkuð á þessu ári auk sérafslátta fyrir eldri borgara og öryrkja. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 engu að síður ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Þessi áætlun gerir ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar muni hækka verulega ef tekið er mið af áætlun sem gerð var fyrir ári síðan en þær munu aukast um 40 milljarða króna. Hér er um gríðarlegar fjárhæðir að ræða sem sýnir að nýjum meirihluta hefur mistekist að efna kosningaloforð sín um lækkun skulda í góðæri. Þá vekur athygli að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir 16 milljarða lakari rekstrarniðurstöðu en gert var ráð fyrir á síðasta ári. Jafnframt verða viðbótarvaxtagjöld skv. fimm ára áætlun 8 milljörðum hærri en áður var ráðgert. Þetta þýðir að vaxtakostnaður hækkar frá síðustu áætlun um heila 2 milljarða á ári. Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja meira en 11 sex deilda leikskóla í hæsta gæðaflokki; gæðaflokki A sem myndu rúma um 1.400 börn. Þá væri hægt, fyrir þennan mismun, að létta skattbyrðina á borgarbúa um 60 þúsund krónur á hvert heimili í borginni árlega. Enn fremur er áhyggjuefni að útsvar verður áfram í hámarki og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hækka um rúm 16% í krónum talið en seinni hluti spátímabilsins er mjög háður hagsveiflunni sem nú hægist verulega á. Ekki er nein hagræðing á rekstrarkostnaði, þvert á móti hækkun umfram verðlag. Ekki er tekið á strúktúrvandanum í góðæri. Þetta þýðir að það verður mun erfiðara að mæta áföllum. Rekstarafangur upp á 3,6 milljarða er ekki nægur til að standa undir fjárfestingum og því ósjálfbær miðað við þau kostnaðarsömu verkefni sem blasa við á árinu 2019.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Mikilvægt er að líta til heildarsamhengisins við vinnslu á útdeilingu fjármagns til ólíkra málaflokka borgarinnar. Fjárhagsáætlunargerð byggir að stórum hluta á rammaúthlutun, þar sem ætlast er til þess að allir útgjaldaliðir rúmist innan ákveðins ramma. Sósíalistar líta svo á að ekki sé hægt að skammta fjármagni á ólíka liði án þess að ræða hvar fjárframlög fyrirtækja og hinna ríkustu séu. Sósíalistar telja mikilvægt að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að mynda samstöðu um að koma aðstöðugjaldi aftur á fyrirtæki og koma útsvari á fjármagnstekjur. Slíkt er mikilvægt til að styrkja borgarsjóð svo hægt sé að vinna að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem eru á ábyrgð borgarinnar en ýmislegt hefur setið á hakanum síðustu ár. Til að tryggja að aðstöðugjaldið næði helst til stærstu fyrirtækjanna, mætti t.d. skoða að velta fyrirtækja undir ákveðinni upphæð væri undanþegin aðstöðugjaldi. Þó að borgarstjórn geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá er mikilvægt að vinna að endurreisn skattkerfisins, þar sem fyrirtæki og hinir ríku greiða eðlilegan hlut í sameiginlegan sjóð okkar. Mikilvægt er að breyta kerfinu sem fjárhagsáætlun byggir á, í stað þess að vinna innan um takmarkaðan ramma þar sem það vantar fjárframlag fyrirtækja og hinna auðugustu. 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Í þessari fjárhagsáætlun er ekki tekið nægjanlega tillit til barna, eldri borgara og öryrkja. Það tekur á að svo margir, sem raun ber vitni, eiga um sárt að binda í svo ríkri borg sem Reykjavík er. Fólkið er almennt séð ekki sett nægjanleg í forgang í þessari fjárhagsáætlun. Flokkur fólksins vill að útdeiling fjármagns verði sanngjarnari og að fólkið sjálft verði sett efst á blað. Ýmislegt hefur verið reynt til að vekja athygli meirihlutans á stöðu þeirra verst settu. Hér má nefna tillögur um að lækka gjöld skólamáltíða, gjaldfrjálsa frístund fyrir börn fátækra foreldra og að þau börn verði heldur ekki krafin um aukagjöld í félagsmiðstöðvum. Finna þarf fé í þessi verkefni. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að innstreymi í borgarsjóð má ekki minnka en margt er hægt að gera til að auka sparnað og hagræðingu. Sem dæmi má sameina þjónustumiðstöðvar og fleiri verkefni/deildir sem létta myndi á yfirbyggingu. Stjórnsýslan er bákn sem vel mætti byrja að draga saman, sér í lagi þann hluta sem ekki snýr beint að þjónustu við fólkið. Hvað börn varðar þá þrá þau öll það eitt að eiga öruggt húsaskjól og fá tækifæri til að vera í sama grunnskólanum alla grunnskólagöngu sína þar sem þau fá námsefni sem uppfyllir persónulegan metnað þeirra og þar sem þau eru meðal vina og jafningja. 

2.    Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2019-2023, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. nóvember. Einnig eru lagðar fram tillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að breytingum á frumvarpi að 5 ára áætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember sl. 

SCPV-01, breytingar á fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði (C-flokkur).

Borgarstjórn samþykkir að stefna að lækkun fasteignaskatta skv. C-flokki á árinu 2021 þannig að álagið lækki úr 25% í 23,5% á árinu 2022 í 21,3% sem þýðir að skatthlutfallið verður 1,63% árið 2021 og 1,60% árið 2022. 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um heil 15% í Reykjavík um næstu mánaðrmót. Þetta leiðir að óbreyttu til hundraða milljóna króna í aukna skattheimtu á atvinnulífið í borginni. Fasteignagjöld eru óheppileg skattheimta á fyrirtæki þar sem þau leggjast á, óháð afkomu og skuldsetningu. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, nú þegar hægir á vexti í hagkerfinu. Þessar hækkanir leggjast ofan á hærri kostnað og skerða samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni. Af 10 stærstu fyrirtækjum landsins hafa eingöngu 4 höfuðstöðvar í Reykjavík. Það ætti að vera kappsmál fyrir Reykjavíkurborg að skapa hér góð skilyrði til reksturs fyrirtækja í stað þess að horfa aðgerðarlaus á stórauknar álögur með því að ákvarða fasteignaskattprósentuna í algeru hámarki fyrir árið 2019.

SCPV-02, breytingar á fjárhagsáætlun Félagsbústaða.

Lagt er til að fjárhagsáætlun Félagsbústaða verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu töflu í samræmi við samþykkta áætlun stjórnar félagsins dags. 21. nóvember 2018:

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023 samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Meirihluti borgarstjórnar leggur nú fram sína fyrstu fjárhagsáætlun á þessu kjörtímabili. Framlög til velferðarmála og skólamála halda áfram að aukast á sama tíma og mikil uppbygging innviða á sér stað. Grænar fjárfestingar eru áberandi en milli umræðna komu inn fjölmörg spennandi verkefni. Sumaropnanir leikskóla, gjaldfrjáls námsgögn, aukin framlög til lýðræðismála, fjölgun NPA samninga, lengdur opnunartími ylstrandar og áhersla á snjalltækni í samgöngum bætast við milli umræðna. Framlög verða aukin vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu og að barnafjölskyldur greiði námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig ásamt því að auka hreinsun borgarlandsins til að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í fimm ára áætlun eru framlög til borgarlínu tryggð upp á 5 milljarða, framlög til skólamála upp á annað eins til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þá er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá árinu 2021 úr 1,65 í 1,60. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði voru lækkuð á þessu ári auk sérafslátta fyrir eldri borgara og öryrkja. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 engu að síður ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Mikilvægt er að líta til heildarsamhengisins við vinnslu á útdeilingu fjármagns til ólíkra málaflokka borgarinnar. Fjárhagsáætlunargerð byggir að stórum hluta á rammaúthlutun, þar sem ætlast er til þess að allir útgjaldaliðir rúmist innan ákveðins ramma. Sósíalistar líta svo á að ekki sé hægt að skammta fjármagni á ólíka liði án þess að ræða hvar fjárframlög fyrirtækja og hinna ríkustu séu. Sósíalistar telja mikilvægt að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að mynda samstöðu um að koma aðstöðugjaldi aftur á fyrirtæki og koma útsvari á fjármagnstekjur. Slíkt er mikilvægt til að styrkja borgarsjóð svo hægt sé að vinna að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem eru á ábyrgð borgarinnar en ýmislegt hefur setið á hakanum síðustu ár. Til að tryggja að aðstöðugjaldið næði helst til stærstu fyrirtækjanna, mætti t.d. skoða að velta fyrirtækja undir ákveðinni upphæð væri undanþegin aðstöðugjaldi. Þó að borgarstjórn geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá er mikilvægt að vinna að endurreisn skattkerfisins, þar sem fyrirtæki og hinir ríku greiða eðlilegan hlut í sameiginlegan sjóð okkar. Mikilvægt er að breyta kerfinu sem fjárhagsáætlun byggir á, í stað þess að vinna innan um takmarkaðan ramma þar sem það vantar fjárframlag fyrirtækja og hinna auðugustu. 

3.    Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 22. og 29. nóvember. Úr fundargerðinni frá 29. nóvember eru eftirfarandi liðir lagðir fram: 

- 9. liður; tillaga að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018 samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- 15. liður; tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins samþykktur.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- 18. liður; samkomulag við Brú lífeyrissjóð samþykktur. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. nóvember: 

Alliance húsið nýtur verndar vegna aldurs, samt sem áður leyfði borgarminjavörður að gluggar, hurðir og flekar yrðu endurgerðir og að notkun á 1. hæð hússins yrði breytt. Leitað var til Argos arkitekta ehf. eftir hönnun og ráðgjöf og verkfræðistofunnar Eflu um verkfræðihönnun og aðra ráðgjöf við endurbygginguna. Kostnaður við þessa vinnu voru 16,5 milljónir eða rúm 15% af heildarverkinu. Þetta eru óskiljanlegar upphæðir í ljósi þess að verið er að gera húsið upp en ekki er um nýbyggingu að ræða. Í fjölmiðlum hafa birst upplýsingar um leigusamninga sem borgin gerði á afar hagstæðum kjörum og er það fordæmt. Einnig gefur Reykjavíkurborg það í skyn að mikill tekjuauki hafi orðið eftir að borgin keypti húsið og gerði við það. Það er beinlínis rangt því tekjuaukinn er kominn til vegna breytinga á skipulagi á þessu svæði og tekjuaukinn því tilkominn vegna sölu á byggingarrétti á reitnum. Það er lágmarkskrafa að borgarfulltrúar séu upplýstir um öll mál og að ekki sé verið að beita blekkingum þegar eftir upplýsingum er leitað. 

 

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember: 

Samkomulag var um að Faxaflóahafnir myndu greiða 25 milljónir vegna framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn undir vitann en annar kostnaður yrði greiddur af Reykjavíkurborg. Samkvæmt svari Faxaflóahafna er kostnaður á þeirra

vegum 15,6 milljónir og hlutur verkfræði- og arkitektavinnu (skipulagsdrættir og frumhönnun undir vitann) 5,4 milljónir. Í svari skrifstofu framkvæmda og viðhalds

kemur fram að borgarráði hafi verið kynnt að hlutur borgarinnar yrði 75 milljónir eins og kemur fram á vef Reykjavíkur: 

https://reykjavik.is/frettir/nyrinnsiglingarviti-vid-saebraut. Nú er því haldið fram að um mistök hafi verið að ræða og að áætlað hafi verið að verkið kostaði 100 milljónir. Nú er gefið út að heildarkostnaður borgarinnar verði 150 milljónir og sé hækkunin vegna aukins umfangs við landfyllingu og grjótvarnir sem er hlutur Faxaflóahafna. Svo virðist sem verið sé að greiða tvisvar fyrir sömu verkin. Samkvæmt yfirliti frá

fjármálaskrifstofu borgarinnar, sem er ófullnægjandi, kemur fram að rúmar 26 milljónir hafi verið greiddar til arkitekta- og verkfræðistofa. Þegar borgarfulltrúar sinna eftirlitsskyldu sinni er lágmark að þeim séu veittar réttar og fullnægjandi upplýsingar. Áætlað er að verkið fari í 175 milljónir með framlagi Faxaflóahafna sem er ótrúleg framúrkeyrsla eins og í öðrum verkefnum sem borgin hefur staðið

fyrir undanfarin ár.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vísa til bókana sinna undir 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. nóvember og 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. nóvember.

4.    Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 30. nóvember, mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 22. nóvember, skipulags- og samgönguráðs frá 21. og 28. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 27. nóvember og velferðarráðs frá 21. nóvember.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 11. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 21. nóvember: 

Borgarfulltrúi Miðflokksins lýsir undrun sinni á veitingu leyfis til leitar og rannsóknar á möl og sandi á hafsbotni í Kollafjarðar og Faxaflóa þrátt fyrir varnarorð fjölmargra fagaðila. Þó svæðið liggi að mestu leyti utan netalaga og sé ekki á forræði borgarinnar þá er um afar takmarkaða auðlind að ræða á mjög viðkvæmu svæði. Það er með ólíkindum að einn aðili hafi aðgang að þeim auðlindum sem eru á þessu svæði og ekki hefur komið fram hvort greitt sé fyrir afnot að þeim. Það hefur verið í umræðunni að friða með öllu Faxaflóann og þar með talið Kollafjörð og Hvalfjörð fyrir öllu áreiti á lífríkið þ.m.t. að banna ætti hvalveiðar á svæðinu. Tekið er undir þær hugmyndir og því telja fulltrúar Miðflokksins að vinnsla á möl og sandi af þessu svæði sé algjör tímaskekkja í aukinni þekkingu og vitundarvakningu á umhverfis- og auðlindamálum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 21. nóvember:

Aðilar frá Verkfræðistofunni Vatnaskilum komu og fóru yfir vatnabúskap Vatnsmýrarinnar. Af kynningunni að dæma virðast óafturkræfar byggingaframkvæmdir á svæðinu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Meðan önnur sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að moka ofan í skurði á mýrarsvæðum þá mokar Reykjavíkurborg upp Vatnsmýrina með ómældum áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda. 

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 28. nóvember: 

Ljóst er samkvæmt framlögðum gögnum að tilraunaverkefni um að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna með samningi sem undarritaður var 2010 af SSH við ríkið hefur algjörlega misheppnast. Hlutdeild almenningssamganga við upphaf samnings 2010 var 4% og er nú árið 2018 enn 4%. Það er því ljóst að hér var um afar slæman samning að ræða fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins enda fjölmörgum nauðsynlegum endurbótum vegakerfis höfuðborgarsvæðisins frestað. Sem dæmi má nefna mislæg gatnamót Bústaðarvegar/Reykjanesbrautar, Sundagöng og fjölda mislægra gatnamóta á Miklubraut. Afleiðingin er ljós, flæðivandi umferðar hefur aukist gríðarlega á tímabilinu. Miðflokkurinn leggur því til að téðum samning verði rift með samkomulagi við ríkið, enda mjög skýrt að verkefnið hefur algjörlega misheppnast og ekki verður lengur beðið með nauðsynlegar úrbætur sem frestað hefur verið vegna hans.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vísa til bókana sinna undir 7. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 21. nóvember og 6. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 28. nóvember.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar velferðarráðs frá 21. nóvember: 

Á velferðarráðsfundi var sviðsstjóra falið að fara með málið um innheimtu gistináttagjalds hjá öðrum sveitarfélögum í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar í formlegt samráðsferli innan sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar vilja sósíalistar leggja áherslu á að það sé tryggt að ekkert í því ferli leiði til þess að ef hin sveitarfélögin skyldu einhverra hluta vegna ekki greiða á tilteknum tímapunkti, að það myndi ekki leiða til þess að einstaklingar frá öðrum sveitarfélögum gætu mætt lokuðum dyrum hjá neyðarskýlum eða þeim vísað út.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna vísa til bókana sinna undir 4. lið fundargerðar velferðarráðs frá 21. nóvember. 

Fundi slitið kl. 22:37

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Vigdís Hauksdóttir    Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 4.12.2018 - prentvæn útgáfa