Borgarstjórn - 4.11.2014

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2014, þriðjudaginn 4. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Björk Vilhelmsdóttir, S. Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug Friðriksdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2015; fyrri umræða.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. Jafnframt lagðar fram tillögur borgarstjóra undir eftirtöldum liðum í fundargerð borgarráðs frá 31. október sl.: 4. liður, álagningarhlutfall útsvars, 5. liður, álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu, 7. liður, viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, 8. liður, lántökur vegna framkvæmda á árinu 2015, og 10. liður, gjaldskrár. R14010255

- Kl. 14.05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum. 

- Kl. 16.55 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Gréta Björg Egilsdóttir tekur þar sæti. 

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall útsvars, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Tillaga borgarstjóra um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með  15 atkvæðum.

Tillaga borgarstjóra um lántökur vegna framkvæmda á árinu 2015, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa tillögu borgarstjóra um gjaldskrár, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar þann 2. desember nk. 

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt greinargerð og starfsáætlunum til síðari umræðu.

2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2015-2019; fyrri umræða. 

Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2015-2019, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. R14100339

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa frumvarpi að fimm ára áætlun fyrir árin 2015-2019 til síðari umræðu.  

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarstjórn samþykkir að gripið verði til aðgerða í því skyni að tryggja börnum og ungmennum örugga gönguleið yfir Hringbraut á kaflanum milli Grandatorgs og Melatorgs. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að skoða tiltæka kosti varðandi uppsetningu göngubrúar á svæðinu annars vegar og undirgöng hins vegar og meta æskilega staðsetningu slíkra mannvirkja með tilliti til gönguleiða og gönguflæðis barna og ungmenna yfir Hringbraut. Sviðinu er jafnframt falið að taka upp viðræður við Vegagerð ríkisins um þátttöku í verkefninu þar sem um er að ræða stofnbraut í þéttbýli. R14110031

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfis- og skipulagsráðs. 

4. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 23., 30. og 31. október. 

- 20. liður fundargerðarinnar frá 23. október, viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna áhrifa kjarasamninga á samning við styrktarfélagið Ás, samþykktur með 15 atkvæðum. R14010005

5. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. október, mannréttindaráðs frá 14. og 28. október, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 20. október og umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. og 29. október. R14100250

Fundi slitið kl. 17.45

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Sóley Tómasdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 4.11.2014 - prentvæn útgáfa