Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2019, þriðjudaginn 3. september, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:00. Voru þá komin til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Pawel Bartoszek, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Skúli Helgason, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir Örn Þórðarson og Björn Gíslason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna:
Borgarstjórn samþykkir að efna til hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði og Vogabyggð svo fljótt sem verða má eftir nauðsynlegan og vandaðan undirbúning. Umhverfis- og skipulagssvið hafi forystu um skilgreiningu á keppnislýsingu og forsendum í samráði við skóla og frístundasvið.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090027
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að hönnunarsamkeppni fari eingöngu fram fyrir leik- og grunnskóla í Vogabyggð en ekki Skerjafyrðienda liggur endanlegt deiliskipulag fyrir Skerjafjörð ekki fyrir og hefur ekki verið samþykkt. Þá er skipulagsferlinu ekki lokið.
Málsmeðferðartillagan er felld með tólf atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er til vitnis um málefnafátækt að leggja fram tillögu um hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði og Vogabyggð þegar hægt væri að afgreiða slíka tillögu t.d. í samgöngu- skipulagsráði og í borgarráði. Almennt séð er ekki mikil þörf á umræðu ef ákveðið er að fara í hönnunarsamkeppni, enda liggur það í hlutarins eðli að hönnunarsamkeppni er keppni um hugmyndir og sérstakt að ræða útfærslu slíkrar keppni á fundi borgarstjórnar. Hér er verið að taka ákvörðun um hönnunarsamkeppni þegar ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag í Skerjafirði og skipulagsferlinu er ekki lokið.
- Kl. 15.00 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.
Forseti borgarstjórnar ákveður að atkvæðagreiðsla fari fram í tvennu lagi.
Samþykkt með 19 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins að efna til hönnunarsamkeppni um nýjan leik- og grunnskóla í Skerjafirði
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að efna til hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla í Vogabyggð
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Kraftmikil uppbygging nýrra hverfa í Reykjavík kallar á góða þjónustu við íbúa sem tímasett er í takti við hraða uppbyggingarinnar. Þess vegna samþykkir borgarstjórn í dag undirbúning að hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði og Vogabyggð. Þar gefst tækifæri til að byggja nútímalega skóla sem svara þeim framsæknu áherslum sem koma fram í nýrri menntastefnu borgarinnar. Tillagan er lögð fram til að tryggja nauðsynlegan og vandaðan undirbúning þessara spennandi hverfa - undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs í samráði við skóla- og frístundasvið.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins hafnar þeim vinnubrögðum sem hér eru kynnt, að fara í hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði. Hér er byrjað á röngum enda og enn á ný verð að skapa væntingar sem ekki standast. Tæplega 5 hektara landfylling við Skerjafjörð verður að fara í umhverfismat. Í fyrsta lagi tekur vinna við umhverfismat tíma og komi neikvæðar niðurstöður út úr því verður ekki af uppbyggingu á svæðinu. Þessi tillaga er óábyrg svo ekki sé meira sagt. Vandamál Melaskóla og Hagaskóla verða ekki leyst með tillögu þessari eins og borgarstjóri hélt fram í ræðu sinni. Skólamál í gjörvallri Reykjavík eru í rúst og hönnunarsamkeppni leysir ekki þann vanda sem blasir við í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkur.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins veltir fyrir sér tímaásnum í þessu sambandi. Það er varla komin röðin að hönnunarsamkeppni þegar deiliskipulagið í Skerjafirði hefur ekki verið samþykkt? Þetta hefur ekkert að gera með að vera með eða á móti leikskólum. Vonandi rísa þeir upp hið fyrsta eftir að deiliskipulag í Skerjafirði hefur farið í umhverfismat og í kjölfar þess fengið samþykki. Á þessum sama fundi í dag er einmitt lagt til að Skerjafjörðurinn fari í umhverfismat. Flokkur fólksins veltir líka fyrir sér kostnaði við hönnunarsamkeppni sem þessa. Eitthvað hlýtur svona ferli að kosta borgina og þess þá heldur skiptir máli að keppni af þessu tagi sé á eðlilegum tímapunkti. Í ljósi nýútkominnar svartrar skýrslu innri endurskoðanda um ástandið í skólakerfinu eftir langvarandi svelti skólakerfisins verður að huga að ráðdeild og hagkvæmni. Mikilvægt er að flýta sér hægt og tryggja með því auknar líkur á að fé borgaranna sé vel varið. Flokkur fólksins greiðir því atkvæði gegn tillögu um að efna til hönnunarsamkeppni sem snýr að Skerjafirði á þessum tímapunkti. Til stendur að fylla fjörur Skerjafjarðar á stóru svæði. Umhverfismat verður því að fara fram áður en farið er í svo viðamikla óafturkræfa framkvæmd þar sem dýrmætt landsvæði og einstakar fjörur eru undir.
- Kl. 15.15 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum að nýju.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð vegna ljósastýringar og snjallvæðingar í umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið verði unnið í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðina sem reka núverandi samgöngukerfið í sameiningu. Gert er ráð fyrir að ávinningurinn sé verulegur, tímasparnaður fyrir einkabíla verði að a.m.k. 15%, biðtími ökutækja í biðröð mun minnka um a.m.k. 50% og flæði almenningssamgangna mun að aukast um a.m.k. 20%, samkvæmt mati erlendra sérfræðinga. Samhliða þessu yrðu teknar upp nýjar aðferðir við þjónustu og viðhald á umferðarljósum og stýringu þeirra sem felst í því að uppsetning, þjónusta og viðhald er boðið út með reglubundnum hætti á sama hátt og borgir Norðurlanda gera eins og Osló, Kaupmannahöfn, Stafangur og Þrándheimur. Jafnframt er lagt til að þegar í stað verði farið í tilraunaverkefni þar sem auglýst er eftir aðilum til að framkvæma tilraunaverkefni á einhverjum umferðarþyngstu gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við SSH og Vegagerðina. Í framhaldinu væri farið í allsherjar útboð á sama hátt og aðrar borgir gera, sem byggir á uppsetningu, þjónustu, forritun og viðhaldi til 4 ára í senn. Þannig er tryggt að bestu og hagkvæmustu aðferðir og tækni er notuð á hverjum tíma. Ekki eru áform í dag um heildstæða stýringu umferðar hjá Reykjavíkurborg eða öðrum aðilum. Það er því mikilvægt að borgarstjórn taki af skarið og samþykki að fara með umferðarstýringu inn í 21. öldina.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090028
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni frá.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Stýring umferðarljósa er á hendi umhverfis- og skipulagssviðs. Um 90% umferðarljósa í Reykjavík stýrast af umferðarmagni. Rúmlega helmingur umferðarljósa er tengdur við miðlæga stýringu umferðar (MSU) en öll umferðarljós á svæðinu verða það innan þriggja ára. Þá eru öll umferðarljós í Reykjavík tímastillt og samhæfð í grænar bylgjur á öllum stofnleiðum. Á fernum gatnamótum er unnið að þvi að setja upp fyrstu MOTION stýringuna. STREAM forgangskerfið var tekið í notkun 2016 sem veitir strætó og neyðarbílum forgang. Þá er umferðarupplýsingum safnað á 96 stöðum á svæðinu til að stýra umferð. Ennfremur má nálgast rauntímaupplýsingar um umferðarmagn og hraða á borgarvefsjá. Með öðrum orðum þá er stýring umferðarljósa í góðum farvegi og mikilvægt að missa ekki sjónar á því sem mestu máli skiptir: Að horfa til ferðavenja íbúa höfuðborgarsvæðisins og hvernig hægt er að auka hlutdeild strætó, hjólandi eða gangandi. Nú þegar hefur farþegum í strætó fjölgað mikið. Hjólreiðafólki fer ört fjölgandi og gangandi sömuleiðis. Það að setja milljarða í ljósastýringu er ekki rétt forgangsröðun fjármuna.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það lýsir litlu hugrekki að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Betra hefði verið að borgarfulltrúar hefði fengið að kjósa um hana. Snjallvæðing umferðarinnar er eitt af helstu framfaraskrefum sem unnt er að taka í samgöngumálum í Reykjavík. Skref sem allar sambærilegar borgir í Evrópu hafa þegar tekið.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalistaflokksins styður efni þessarar tillögu og mikilvægi þess að koma þeim þáttum sem nefndir eru til framkvæmdar og að unnið verði með Samtökum sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni eftir því sem við á. Sé slík innleiðing nú þegar hafin er mikilvægt að það sé skýrt tekið fram á upplýsingaveitum borgarinnar til upplýsingar.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samgöngumál borgarinnar hafa verið vanrækt á síðustu árum með vítaverðum hætti. Allt sem teljast mætti fjölskyldubílnum til tekna hefur verið hundsað eða markvisst ýtt til hliðar. Það þarf að stilla umferðarljósin strax með bestun í huga. Forritun ljósastýringarkerfisins er alfa og omega í umferðarljósastillingum. Í skýrslu sem Vegagerðin lét gera um málið í október 2007 og bar heitið: „Ljósastýringartölva – stýriaðferðir og rekstur“ kom fram að það voru þá áratugagamlar stillingar á ljósum á höfuðborgarsvæðinu. Nú tólf árum síðar hefur ekkert breyst og í raun versnað til muna vegna uppbyggingar á þrengingarsvæðum og fjölgun fjölskyldubíla í umferðinni. Rannsóknir hafa sýnt að ábata af ljósastýrikerfum vera allt að 40 á móti 1. Það er að hver króna sem er sett í ljósastýringar geti skilað sér fjörtíufalt til baka í formi tímasparnaðar og eldsneytissparnaðar og þá eru umhverfissjónarmiðin ótalin. Umferðarteppa mengar mest – gott umferðarflæði mengar minnst. Þegar verkefninu að tengja öll umferðarljós á höfuðborgarsvæðinu var hrundið af stað átti að ljúka verkinu árið 2010. Nú níu árum síðar á enn eftir að tengja helminginn af umferðarljósunum. Það er því ljóst að hér er aðeins hálft umferðarstýringarkerfi í borginni. Borgarbúar sætta sig ekki við þetta ástand lengur. Mælirinn er fullur.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins hefur verið með fjölmargar tillögur sem miðast að því að létta á umferð og leysa verstu hnútana m.a. tillögu um ljósastýringu. Engin þeirra hefur svo mikið sem fengið vitsmunalega umræðu heldur afgreiddar með einhverri rakaleysu. Þessi tillaga sem nú er lögð fram, að undirbúa útboð vegna ljósastýringar og snjallvæðingar í umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu ætti að vera fyrir löngu komin fram og auðvitað að frumkvæði meirihlutans. Til áþreifanlegra ráða þarf að grípa enda er ástandið í umferðarmálum borgarinnar grafalvarlegt og varla um annað talað. Forstjóri Strætó hefur komið með þá hugmynd að vagnarnir aki á móti umferð til að komast aðeins hraðar en fetið þegar umferðarþunginn á morgnana og síðdegis í höfuðborginni er sem mestur. Þetta er örvæntingaróp stjórnanda um að fá einhverja lausn og það ber að virða þótt hugmyndin sé óraunhæf. Meirihluti borgarstjórnar, núverandi og fyrrverandi, hafa ekki tekið á þessum málum ella væri staðan ekki svona slæm. Viðbrögðin hafa verið meira í áttina að því að vilja strípa miðbæinn af bílum. Þeir sem þrjóskast við, þeim er hótað með tafagjöldum. Ýmis inngrip meirihlutans ætluð til lausna hafa verið sérkennileg og jafnvel gert ástandið verra. Nærtækt dæmi er að hleypa umferð upp Laugaveginn eða loka fyrir beygjur víðs vegar án skiljanlegra raka eða sjáanlegs ávinnings.
- Kl. 17.25 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum og Ólafur Kr. Guðmundsson víkur af fundi.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna:
Borgarstjórn samþykkir að vinna áætlun um innleiðingu á matarstefnu borgarinnar. Stofnaður verði þriggja manna stýrihópur skipaður formanni velferðarráðs, formanni skóla- og frístundaráðs ásamt fulltrúa skipuðum af borgarstjóra. Stýrihópurinn kalli til aðra formenn fagráða eftir þörfum og verkefnum. Með hópnum starfi verkefnastjóri ásamt sviðsstjórum þeirra sviða sem við á. Stýrihópurinn vinni tillögur að forgangsröðun og útfærslu aðgerðaáætlunar ásamt verk-, tíma- og kostnaðaráætlunum sem verði kynntar fyrir borgarráði og viðeigandi fagráðum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16030023
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meginmarkmið með mótun matarstefnu var að stuðla að betri heilsu Reykvíkinga, styrkja máltíðaþjónustu og stuðla að því að borgin nái markmiðum sínum hvað varðar öryggi, sjálfbærni, lýðheilsu og hagkvæmni. Til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir viljum við auka áherslu á innleiðingu matarstefnu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja löngu tímabært að hefja innleiðingu matarstefnunnar. Hún samrýmist manneldismarkmiðum Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins og tryggir aukna fjölbreytni og meira val. Matarstefnan var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar fyrir ríflega ári síðan (15. maí 2018) í kjölfar stefnumótunar um skólamáltíðir. Sú stefnumótunarvinna hófst í mars 2016 og hefur því tekið liðlega þrjú og hálft ár. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks undra sig á seinagangi við innleiðingu stefnunnar.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Það eru margir jákvæðir þættir nefndir í matarstefnu Reykjavíkurborgar, líkt og að færa matargerð nær neytendum t.d. með opnun grenndargarða, það er fjallað um mikilvægi upprunamerkinga, kolefnisspor matvæla verði reiknað, næringarviðmið skilgreind og að fræðsla um næringu eigi sér stað. Þá er talað um að auka val á mat, bjóða upp á grænmetisrétti í mötuneytum og fleiri þætti. Matarstefnan tengist mörgum aðilum og nær meðal annars til máltíða á leik- og grunnskólum. Í tillögunni um innleiðingu stefnunnar kemur fram að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur, skipuðum formanni velferðarráðs, formanni skóla- og frístundaráðs og fulltrúa skipuðum af borgarstjóra til að vinna áætlun um innleiðingu á matarstefnu borgarinnar. Stýrihópurinn kalli til aðra formenn fagráða eftir þörfum og verkefnum og verkefnastjóri ásamt sviðsstjórum þeirra sviða sem við á, starfi með hópnum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins hefði vilja sjá í tillögunni um innleiðingu stefnunnar að fleiri sem eiga í hlut og eiga til með að borða hjá borginni og þeir sem vinna við að framleiða matinn komi að innleiðingunni sem fjallað er um í tillögunni. Eitt af meginmarkmiðum matarstefnunnar er að „Auka starfsánægju í eldhúsum borgarinnar og virðingu fyrir því starfi sem þar fer fram“, þar mætti byrja á því að hækka lægstu launin.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Forræðishyggja einkennir allt starf meirihlutans. Í greinargerð með tillögunni segir: „Borgarstjórn Reykjavíkur sér það sem sitt hlutverk að stuðla að því að allir íbúar borgarinnar hafi möguleika á að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl og þar með að borða hollan mat.“ Er þetta hlutverk borgarstjórnar? Hvernig ætlar meirihlutinn að uppfylla þetta hlutverk þegar fólk á ekki fyrir mat? Hvernig ætlar meirihlutinn að uppfylla þetta hlutverk sitt hjá þeim sem þurfa að leita til hjálparstofnana? Hvernig væri að koma sér niður á jörðina, hætta þessu orðagljáfri og fara að sinna lögbundnum verkefnum. Markmið þessarar tillögu er aldrei hægt að uppfylla. Borgarfulltrúi Miðflokksins styður allar aðgerðir í þá veru að þeir sem neyta matar í eldhúsum borgarinnar verði boðið upp á fjölbreytta fæðu, svo þessi bókun verði ekki misskilin.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Af hverju framkvæmdarhluti stefnunnar er lagður fram akkúrat núna á fundi borgarstjórnar er kannski vegna sérkennilegs málflutnings oddvita VG í síðustu viku þar sem hún stökk fram og sagðist vilja draga úr dýraafurðum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrar áhyggjur af þessum öfgum og á því erfitt með að treysta hvað verður í reynd þótt matarstefnuplaggið virðist frekar saklaust. Borgarfulltrúa hugnast engar öfgar í þessu frekar en öðru og óttast forræðistilhneigingu meirihlutans. Í skýrslu innri endurskoðunar kemur fram að „SFS telur að matarstefna borgarinnar setji skólasviðinu þröngar skorður hvað varðar valkosti m.a. með tillliti til frekari útvistunar á þjónustu skólamötuneyta“. Þetta er áhyggjuefni. Í tillögunni er talað um að það sé grundvallarmannréttindi að hafa aðgengi að heilsusamlegum og öruggum mat. Í þessu sambandi vill borgarfulltrúi Flokks fólksins minna á að 3700 manns fengu ekki að borða í sumar þegar góðgerðarsamtök lokuðu. Hvar eru mannréttindin fyrir þennan stóra hóp? Reykjavíkurborg ber sem sveitarfélag skylda samkvæmt lögum að sjá til þess að allir fái grunnþörfum sínum fullnægt. Á ekki borgarmeirihlutinn að byrja að tryggja að allir fái að borða áður en hann fer að koma með yfirlýsingar um hvað eigi að vera á diskunum okkar?
- Kl. 19.45 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum og Aron Leví Beck tekur sæti.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Borgarstjórn samþykkir að fela þeim borgarfulltrúum sem sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (hér eftir Sambandsins) að leggja fyrir stjórn þess, tillögu um álagningu útsvars á fjármagnstekjur. Tillagan er sem hér segir; Borgarstjórn Reykjavíkurborgar leitar hér með til hinna sveitarfélaganna í landinu með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Öfugt við launatekjur bera fjármagnstekjur ekkert útsvar og hér er því um gríðarlega fjármuni að ræða fyrir sveitarfélögin. Þar sem sveitarfélög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi, er lagt til að tillagan verði tekin fyrir innan Sambandsins. Hlutverk þess er meðal annars að sinna hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin gagnvart ríkisvaldinu, og öðrum innlendum aðilum. Þá mótar Sambandið einnig stefnu sveitarfélaganna til einstakra mála og hefur því náin samskipti við ríkisstjórn og Alþingi. Nái tillagan brautargengi innan Sambandsins er lagt til að unnið verði að því að koma tillögunni til framkvæmdar og að sveitarfélögin verði jafnframt upplýst um framgang mála.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090029
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að sveitarfélögum séu tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar í samræmi við þau mikilvægu verkefni sem þau inna af hendi í þágu íbúa s.s. félagsþjónustu, skóla- og frístundastarf, þjónustu við fatlað fólk og margt fleira. Tekjustofnar þurfa að vera nægjanlega fjölþættir og sveigjanlegir til að standa undir þeirri þjónustu sem sveitarfélögum ber að sinna. Meirihlutinn í Reykjavík hefur þegar sett á dagskrá að hefja samtal við ríkið um tekjustofna sveitarfélaga s.s gistináttagjald renni til sveitarfélaga, að ríkið hætti með öllu að taka fjármagnstekjuskatt af sveitarfélögum og um endurskoðun jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Í Meirihlutasáttmála stendur að leita skuli eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um kostnaðarþátttöku varðandi rekstur sem íbúar svæðisins nýta í sameiningu. Tillaga Sósíalistaflokksins fellur vel að þessu verkefni og því er málinu vísað til borgarráðs til nánari skoðunar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast alfarið gegn hugmyndum um skattahækkanir, enda eru skattar í Reykjavík í hæstu hæðum. Þessi tillaga er skattahækkunar tillaga. Hófleg skattheimta á fjármagnstekjur er undirstaða fjárfestingar og lífeyriskerfisins í landinu. Með hærri sköttum væri dregið úr fjárfestingargetu og gengið á sparnað almennings. Komið er að þolmörkum fyrirtækja og heimila í borginni hvað varðar skatta og gjöld. Afstaða Sósíalista kemur ekki á óvart, en það er með ólíkindum að Viðreisn skuli standa að auknum sköttum í borginni.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalistaflokksins fagnar því að ákveðið hafi verið að taka tillöguna til nánari skoðunar.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Egils Þórs Jónssonar, Mörtu Guðjónsdóttur, Arnar Þórðarsonar og Björns Gíslasonar og borgarfulltrúa Flokks fólksins:
Borgarstjórn samþykkir að óska eftir því við Skipulagsstofnun að láta framkvæma umhverfismat á fyrirhugaðri landfyllingu og sjóvarnargarði sem áætlað er að gera í Skerjafirði fyrir nýja byggð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090031
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni frá.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúi Miðflokksins, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Örn Þórðarson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og borgarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 28. júní tillögu að rammaskipulagi fyrir byggð í Nýja Skerjafirði. Rammaskipulag hefur enga stoð í lögum. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggð fyrir um 1.200 íbúðir. Umhverfismat hefur ekki farið fram, hvorki vegna landfyllingar við Skerjafjörð, eða vegna olíumengaðs jarðvegs eða þeirra umhverfisáhrifa sem uppbygging og uppgröftur á þessu svæði mun hafa á Vatnsmýrina. Í umsögn Umhverfis og skipulagssviðs segir m.a. að áætluð framkvæmd sé á viðkvæmu náttúrusvæði með umtalsvert verndargildi og þar finnast vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar. Skerjafjörður er metinn sem mikilvægt fuglasvæði og er eitt af náttúrusvæðum sem Náttúrufræðistofnun telur að skuli friðlýsa samkvæmt tillögum þeirra fyrir B-hluta náttúruminjaskrár sem er í undirbúningi hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stór hluti strandlínu Skerjafjarðar í Reykjavík er verndaður m.a. friðlýstur að hluta í Fossvogi en einnig undir hverfisvernd, auk þess sem fyrirhugað er að friðlýsa Skerjafjörð í heild sinni samkvæmt áliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Betur færi að meirihluti borgarstjórnar myndi kveða skýrt um pólitískan vilja sinn til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat og tilkynni þann vilja til Skipulagsstofnunar, líkt og lykilstofnanir borgarinnar í umhverfis- og heilbrigðismálum hafa gert. Fyrir liggur skýr vilji fulltrúa minnihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði sem vísa málinu til Skipulagsstofnunar.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur þegar mælt með því við Skipulagsstofnun að framkvæmd vegna 4,3 hektara landfyllingar við Skerjafjörð fari í mat á umhverfisáhrifum
Borgarfulltrúi Miðflokksins, Marta Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason og Örn Þórðarson, borgarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins, og borgarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Hvergi er að finna því stað að meirihlutinn hafi tekið ákvörðun um að vísa erindi til Skipulagsstofnunar um að framkvæma umhverismat á landfyllingu í Skerjafirði. Það er því í hæsta máta furðulegt að koma með slíka yfirlýsingu í lok fundar og ekki í neinum takti við margra klukkustunda umræður, bæði í umhverfis- og heilbrigðisráði og borgarstjórn í kvöld. Ef það reynist rétt að meirihlutinn vilji að Skipulagsstofnun setji framkvæmdina í umhverfismat er þetta vinnulag stórfurðulegt svo ekki sé meira sagt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir mat Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um að æskilegt og skynsamlegt sé að umrædd framkvæmd fari í mat á umhverfisáhrifum.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að borgarstjórnarfundir verði túlkaðir á táknmáli. Borgarstjórnarfundir eru tvisvar í mánuði að meðaltali 6-7 klukkustundir hver. Hér er um mannréttindamál að ræða og með því að táknmálstúlka fundi borgarstjórnar er borgarstjórn að framfylgja lögum. Tillagan er liður í að rjúfa enn frekar einangrun heyrnarskertra og heyrnarlausra einstaklinga. Þessi hópur á rétt á því að fá upplýsingar úr samfélaginu og þ.m.t. að geta fylgst með umræðu á sviði stjórnmálanna. Íslenska og táknmál heyrnarlausra eru jafn rétthá. Talið er að um 350-400 einstaklingar reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta. Að táknmálstúlka fundi borgarstjórnar er vel gerlegt. Hægt er að sjá fyrir sér að túlkunin yrði í útsendingunni frá fundinum, þ.e. sér myndavél væri á túlkinum og túlkunin í glugga á skjánum. Þá getur fólk farið inn á útsendinguna hvar sem það er statt í borginni. Kostnað við að táknmálstúlka borgarstjórnarfundi er lagt til að verði tekið af liðnum „ófyrirséð“. Verkið yrði boðið út samkvæmt útboðsreglum borgarinnar. Í útboði þarf að tryggja að þeir sem gera tilboð í verkið séu með menntun á sviði táknmálstúlkunar. Þær tæknilegu breytingar sem þyrftu að koma til færu einnig í útboð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090030
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar forsætisnefndar.
Borgarfulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um mannréttinda- og réttlætismál að ræða og á meirihlutinn ekki að sjá eftir fé sem fer í að túlka borgarstjórnarfundi. Íslenska og táknmál eru samkvæmt lögum jafn rétthá. Borgarfulltrúa þykir miður að hlusta á viðbrögð meirihlutans en borgarfulltrúi Samfylkingar í ræðu sinni talaði strax tillöguna niður og vildi meina að túlkun eins og þessi kostaði mikið álag, mikið fé og að ekki hafi heyrst háværar raddir eftir þessari þjónustu o.s.frv. Það er ekki borgarfulltrúa að meta hvort táknmálstúlkun er erfið eða flókin eða kalli á mikinn undirbúning heldur þeirra sem ráðnir yrðu til að túlka. Að öðru leyti fagnar borgarfulltrúi Flokks fólksins að tillögunni var alla vega vísað áfram en hvorki felld né vísað frá á þessu stigi.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúar meirihlutans vilja undirstrika að jákvætt var tekið undir að auka aðgengi minnihlutahópa að umræðum sem fram fara í borgarstjórn Reykjavíkur. Bent var á að túlkun sé ábyrgðarfullt starf þar sem vanda þarf til verka. Eðlilegt er að skoða allar leiðir til að allir borgarbúar geti fylgst með því sem fram fer á fundum borgarstjórnar.
7. Umræðu um skýrslu innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma og rekstur grunnskóla Reykjavíkur er frestað. R19050085
8. Umræða um ábyrgð borgarinnar á þeim sem þiggja mataraðstoð frá frjálsum félagasamtökum er frestað. R19090032
9. Lagt til að Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir og Björn Gíslason taki sæti í íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts og að Sverrir Bollason, Helga Guðjónsdóttir og Hjördís Björg Kristinsdóttir taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Þorkell Heiðarsson verði formaður ráðsins. R19090033
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
10. Lagt til að Sara Björg Sigurðardóttir, Geir Finnsson og Egill Þór Jónsson taki sæti í íbúaráði Breiðholts og að Kjartan Alvar Þórarinsson, Þórunn Hilda Jónasdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Sara Björg Sigurðardóttir verði formaður ráðsins. R19090034
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
11. Lagt til að Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals og að Garðar Sævarsson, Margrét Sverrisdóttir og Þór Elís Pálsson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Freyr Gústavsson verði formaður ráðsins. R19090035
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
12. Lagt til að Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti í íbúaráði Grafarvogs og að Sigurður Hólm, Rannveig Ernudóttir og Trausti Harðarson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Ásmundur Jóhannsson verði formaður ráðsins. R19090036
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
13. Lagt til að Dóra Magnúsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson og Vigdís Hauksdóttir taki sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis og að Kristín Erna Arnardóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Dóra Magnúsdóttir verði formaður ráðsins. R19090037
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
14. Lagt til að Sigrún Jóhannsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Marta Guðjónsdóttir taki sæti í íbúaráði Kjalarness og að Eldey Huld Jónsdóttir, Sigríður Pétursdóttir og Ólafur Þór Zoega taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Sigrún Jóhannsdóttir verði formaður ráðsins. R19090038
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
15. Lagt til að Kristín Elfa Guðnadóttir, Sabine Leskopf og Katrín Atladóttir taki sæti í íbúaráði Laugardals og að Rannveig Ernudóttir, Sandra Cepero og Einar Sörli Einarsson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Kristín Elfa Guðnadóttir verði formaður ráðsins. R19090039
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
16. Lagt til að Margrét Norðdahl, Diljá Ámundadóttir Zoega og Örn Þórðarson taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða og að Sigfús Ómar Höskuldsson, Katrín Sigríður Júlíu- Steingrímsdóttir og Rúnar Sigurjónsson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Margrét Norðdahl verði formaður ráðsins. R19090040
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
17. Lagt til að Svafar Helgason, Skúli Helgason og Hildur Björnsdóttir taki sæti í íbúaráði Vesturbæjar og að Birgir Þröstur Jóhannsson, Líf Magneudóttir og Halldóra Gestsdóttir taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Svafar Helgason verði formaður ráðsins. R19090041
Samþykkt.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Verksvið íbúaráða snýr m.a. að því að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar. Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum, þar sem helmingur ráðsins er kosinn af borgarstjórn þar sem tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa og hinn helmingur ráðsins samanstendur af þremur fulltrúum, þar sem einn er skipaður frá íbúasamtökum hverfisins, einn frá foreldrafélagi hverfisins og einn er slembivalinn úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn telur eðlilegra að íbúaráðin kjósi sjálf formann ráðsins til að færa valdið nær íbúunum. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengingu við borgarstjórn og jákvætt er að sjá að þeir fulltrúar sem kosnir eru af borgarstjórn skulu að jafnaði hafa sterka tengingu við viðkomandi hverfi, helst með eigin búsetu, þá hefði Sósíalistaflokkurinn vilja sjá fleiri slembivalda einstaklinga sitja í íbúaráðum úr hverfinu í stað þess að helmingur ráðsins sé skipaður af borgarstjórn. Slembival hefur víða verði notað til að tryggja að hægt sé að endurspegla þverskurð hverfisins sem best.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Umgjörð íbúaráða var búin til eftir samráðsfundi í hverfum borgarinnar þar sem kom fram skýr krafa um sterka tengingu íbúaráða við borgarstjórn, þar af kemur krafan um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í ráðunum. Í því tilraunaverkefni sem verið er að ýta úr vör verður formaður kjörinn af borgarstjórn og var það talið góð leið til að halda utan um nýtt verkefni sem er í þróun en mætti ef til vill endurskoða eftir að tilraunaverkefni lýkur. Í ráðum á vegum borgarinnar hefur aldrei áður setið slembivalinn fulltrúi og því er það að kjósa einn slembivalinn fulltrúa í hvert ráð nýlunda og spennandi nýsköpun.
18. Lagt til að Hjálmar Sveinsson taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Jafnframt er lagt til að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði í stað Mörtu Guðjónsdóttur. R18060088
Samþykkt.
19. Lagt til að Hildur Björnsdóttir taki sæti í fjölmenningarráði í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. R18060104
Samþykkt.
20. Lagt til að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir taki sæti í stjórn Faxaflóahafna í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Einnig er lagt til að Skúli Þór Helgason verði formaður stjórnarinnar. R18060108
Samþykkt.
21. Samþykkt að taka kosningu í velferðarráð á dagskrá. Lagt til að Aron Leví Beck og Örn Þórðarson taki sæti í sem aðalmenn í velferðarráði í stað Hjálmars Sveinssonar og Egils Þórs Jónssonar. Jafnframt er lagt til að Egill Þór Jónsson taki sæti sem varamaður í stað Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur. R18060089
Samþykkt
22. Samþykkt að taka kosningu í menningar-, íþrótta-, og ferðamálaráð á dagskrá. Lagt er til að Marta Guðjónsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir taki sæti sem varamenn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Egils Þórs Jónssonar og Jórunnar Pálu Jónasdóttur. R18060085
Samþykkt.
23. Samþykkt að taka kosningu í skóla- og frístundaráð á dagskrá. Lagt til að Egill Þór Jónsson taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Arnar Þórðarsonar. R18060087
Samþykkt.
24. Samþykkt að taka kosningu í öldungaráð á dagskrá. Lagt til að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í öldungaráði í stað Björns Gíslasonar. R18060107
Samþykkt.
25. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 20. júní, 27. júní, 4. júlí, 18. júlí, 15. ágúst, 22. ágúst og 29. ágúst. R19010002
27. liður fundargerðarinnar frá 29. ágúst; breyting á samþykkt fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar er samþykktur. R19070017
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní:
Athugasemd er gerð við kostnað á endurgerð Óðinstorgs fyrir framan heimili borgarstjóra, sérstaklega í ljósi þess hve viðhaldi skólabygginga hefur verið ábótavant með þeim afleiðingum að húsnæði er víða orðið heilsuspillandi og í sumum tilfellum þurft að loka því. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun en í innkaupayfirliti kemur fram að kostnaðurinn við Óðinstorg sé tæpar 280 milljónir en viðhald á skóla- og leikskólabyggingum sé aðeins rúmar 100 milljónir.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní:
Það er furðuleg árátta að reyna að gera framkvæmdir við Óðinstorg tortryggilegar. Tillaga um endurgerð þess og tveggja annarra torga var fyrst sett fram af Evu Maríu Jónsdóttur fulltrúa íbúa í Miðborgarstjórn árið 2001. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn náði völdum í borginni tóku borgarfulltrúar hans málið upp á sína arma og samþykktu tillögu um að ráðast í verkefnið kjörtímabilið 2006-2010. Það frestaðist hins vegar í mörg ár vegna hrunsins. Núverandi framkvæmdir tengjast ekki síst endurgerð lagna sem eru komnar mjög til ára sinna, líkt og víðar í miðborginni. Í bókun borgarfulltrúa Miðflokksins er því einnig haldið fram að framkvæmdir á torgum bitni á viðhaldi skóla. Það er alrangt enda eru framkvæmdir í skólum, bara á þessu ári um 1,5 milljarður, ekki 100 milljónir eins og ranglega er haldið fram í bókuninni
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun undir 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní:
Menn eiga að hafa manndóm í sér að láta lögbundna þjónustu og grunnþjónustu ganga fyrir þegar borgin er svo illa rekin eins og nú er. Það er afar ósmekklegt að borgarstjóri sjálfur hafi ekki lagt til frestun á þessu verkefni beint fyrir utan heimili sitt þar til hann léti af störfum sem borgarstjóri. Á gamalkunnan máta náði meirihlutinn að kenna bæði hruninu og Sjálfstæðisflokknum um að farið var í verkefnið nú. Það verður að teljast heimsmet í hræsni. Skólarnir í Reykjavík eru rústir einar á vakt borgarstjóra undanfarin ár. Að tala um aukið fjármagn í skólana nú er of seint fram komið og of lítið. Það sjá og vita allir.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun undir 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. ágúst:
Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma og reksturs til grunnskóla Reykjavíkur barst borgarfulltrúum öðrum en þeim sem sitja í skóla- og frístundarráði fyrst til eyrna í fjölmiðlum. Þetta sætir furðu. Þessa skýrslu hefði átt að senda öllum borgarfulltrúum um leið og hún kom út. Á þessu er óskað skýringa. Efni skýrslunnar kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Lengi hefur verið vitað að skólakerfi borgarinnar hefur verið svelt árum saman. Hver ætlar að taka ábyrgðina á því? Er ekki alveg ljóst að þeim sem vermt hafa formannssæti skóla- og frístundarráðs sl. 10 ár hafi mistekist? Þessum formönnum hefur mistekist að glíma við fjármálaöfl borgarinnar, fjárveitingarvaldið (FMS) eins og vísað er í í skýrslu IE. Það er hópurinn sem ákveður upphæðirnar og í hvað átt peningar borgarbúa fara en aðeins eftir atvikum fer skjalið til skoðunar hjá meirihlutanum og borgarstjóra. Síðan er það hið ótrúlega plástraða úrelta excel skjal sem virðist lifa sjálfstæðu lífi í borgarkerfinu. Skólastjórar fá enga aðkomu að ákvörðun um ramma sinnar stofnunar. Þeir mega bara senda inn óskalista og fá aðeins brot af þeim óskum uppfylltum eins og segir í skýrslunn: Skólarnir standa almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fá of knappt fjármagn.
27. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 30. ágúst, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. júní og 22. ágúst, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. júní, skóla- og frístundaráðs frá 25. júní, 30. júlí og 13. og 20. ágúst, skipulags- og samgönguráðs frá 12. og 26. júní, 3. júlí og 14. og 21. ágúst, umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 12. og 19. júní og 3. júlí, velferðarráðs frá 19. júní. R19010073
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 12. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 3. júlí:
Nú hefur þessi skipulagslýsing verið samþykkt þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið haft við þá sem þessar breytingar snerta mest. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið að hunsa skoðanir fjölda fólks, rekstraraðila og aðra hagsmunaaðila sem hrópa á hlustun. Engu breytir þótt glæný könnun sýni með afgerandi hætti að meirihlutinn í borginni er á móti þessum breytingum. Það sem meirihlutinn kallar samráð er að bjóða fólki til fundar, leyfa því að blása út en ekkert er síðan gert með óskir þeirra hvað þá kröfur. Ekki er einu sinni reynt að mæta borgarbúum á miðri leið. Þetta er taktík sem meirihlutinn í borginni bregður fyrir sig og þetta kallar „mikið og gott samráð“. Nýjustu viðbrögð meirihlutans í borgarstjórn er að segja að „Flokkarnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu allir þá stefnu að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu og umboð kjósenda því skýrt“. Öll vitum við að umboð þessa meirihluta er tæpt og stendur hann því á brauðfótum. Að vísa í eitthvað umboð er því túlkað sem örvæntingarviðbragð. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að í þessu máli stígi meirihlutinn aftur á bak um nokkur skref og byrji á byrjuninni sem er að hafa alvöru samráð.
Fundi slitið kl. 23:17
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð
Pawel Bartoszek
Hjálmar Sveinsson Sanna Magdalena Mörtudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 3.9.2019 - Prentvæn útgáfa