Borgarstjórn - 3.6.2004

Borgarstjórn

BORGARSTJÓRN

Ár 2004, fimmtudaginn 3. júní, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Gísli Marteinn Baldursson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. og fimm til vara, til eins árs miðað við aðalfund. Kjör formanns stjórnar og varaformanns.

Í stjórn voru kosnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R-lista: Alfreð Þorsteinsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Tryggvi Friðjónsson

Af D-lista: Guðlaugur Þór Þórðarson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Varamenn voru kosnir með sama hætti:

Af R-lista: Valur Sigurbergsson Stefán Jón Hafstein Óskar Dýrmundur Ólafsson

Af D-lista: Kristján Guðmundsson Gísli Marteinn Baldursson

Formaður stjórnar var kjörinn án atkvæðagreiðslu Alfreð Þorsteinsson. Varaformaður stjórnar var kjörinn með sama hætti Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 25. maí. 17. liður fundargerðarinnar, niðurfelling reglna um starfslaun listamanna og styrk til reksturs tónlistarhóps, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 6.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 1. júní.

- Kl. 14.30 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Guðný Hildur Magnúsdóttir tók þar sæti. - Kl. 14.40 vék Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Þorlákur Björnsson tók þar sæti. - Kl. 14.55 vék Stefán Jón Hafstein af fundi og Jóhannes Bárðarson tók þar sæti.

Samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa 21. lið fundargerðarinnar, breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, til síðari umræðu.

4. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 14. maí.

5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 24. maí.

6. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 25. maí.

7. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24. maí. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

8. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. maí.

- Kl. 15.15 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Alfreð Þorsteinsson vék af fundi. - Kl. 15.45 vék borgarstjóri af fundi og borgarlögmaður tók þar sæti.

9. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 17. maí.

10. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 21. maí.

11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 19. maí. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. maí. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

13. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13. maí.

14. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 27. maí.

Fundi slitið kl. 16.10.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson
Anna Kristinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson