Borgarstjórn - 3.3.2017

Borgarstjórn

Fundur borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar

Ár 2017, föstudaginn 3. mars, var haldinn sameiginlegur fundur borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 14.35. Voru þá komnir til fundar, auk Dags B Eggertssonar borgarstjóra og Eriks B. Björgvinssonar bæjarstjóra, eftirtaldir borgar- og bæjarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Matthías Rögnvaldsson, Sigurður Björn Blöndal, Dóra Magnúsdóttir, Baldvin Valdemarsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dagbjört Pálsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Eva Hrund Einarsdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Kjartan Magnússon, Gunnar Gíslason, Áslaug María Friðriksdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Ólína Freysteinsdóttir, Björn Gíslason, Preben Jón Pétursson, Skúli Helgason, Silja Dögg Baldursdóttir, Sabine Leskopf, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um lýðræðismál.

- Kl. 15.15 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um umhverfis- og loftslagsmál.

- Kl. 16.40 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundinum og Gréta Björg Egilsdóttir tekur sæti.

Fundi slitið kl. 16.30

Forseti borgarstjórnar og forseti bæjarstjórnar gengu frá fundargerðinni.

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og bæjarstjórn Akureyrar 3.3.2017 - prentvæn útgáfa