Borgarstjórn - 31.5.16

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2016, þriðjudaginn 31. maí, var haldinn fyrsti opni fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 16.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, S. Björn Blöndal, Ilmur Kristjánsdóttir, Skúli Helgason, Halldór Auðar Svansson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Börkur Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóna Björg Sætran ásamt fulltrúum í ofbeldisvarnarnefnd; Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Jenný Ingudóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jenný Ingudóttir frá embætti Landlæknis ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formanni ofbeldisvarnarnefndar, fjalla í framsögu sinni um þau skref sem þeim finnst mikilvægast að taka í baráttunni gegn ofbeldi.

2. Fram fara umræður borgarfulltrúa og fundargesta. Til máls taka Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Kjartan Magnússon, Skúli Helgason, Sóley Tómasdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, S. Björn Blöndal og Jóna Björg Sætran.

Borgarstjórn og ofbeldisvarnarnefnd leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarstjórn og ofbeldisvarnarnefnd fagna því samstarfi sem nú hefur verið komið á fót með stofnun ofbeldisvarnarnefndar. Nefndin er svar við ákalli samfélagsins á byltingarárinu 2015 þegar fjöldi fólks steig fram og reisti kröfu um samfélag án ofbeldis. Samstarfsverkefni sem þegar hafa verið sett á laggirnar hafa skilað miklum árangri. Þar má nefna verkefnið Saman gegn ofbeldi, þar sem lögregla, Kvennaathvarf og Reykjavíkurborg hafa samhæft viðbrögð við heimilisofbeldi. Fleiri verkefni eru í farvatninu enda nauðsynlegt að vinna gegn og bregðast við ofbeldi í hvaða mynd sem er. Má þar nefna aðgerðir gegn ofbeldi gegn börnum og jaðarsettu fólki, fræðslu og aðgerðir gegn mansali, vinnu að skipulagi og mótun umhverfis og fleira í þeim dúr. Hugmyndir um samhæfða þjónustu á einum stað fyrir þolendur ofbeldis eru góðar og það er einbeittur vilji fundarins að skoða þær til hlítar ásamt öllum öðrum aðgerðum í þágu friðsælla samfélags þar sem við getum öll verið örugg fyrir hvers kyns ofbeldi með bættum forvörnum og betri þjónustu við þolendur.

Fundi slitið kl. 17.43

Forseti borgarstjórnar og formaður ofbeldisvarnarnefndar gengu frá fundargerðinni.

Sóley Tómasdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 31.5.2016 - prentvæn útgáfa