Borgarstjórn - 31.3.2015

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2015, þriðjudaginn 31. mars, var haldinn hátíðarfundur kvenna í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk staðgengils borgarstjóra, Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Eva Baldursdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Einarsdóttir, Þórlaug Ágústsdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Elísabet Gísladóttir og Íris Anna Skúladóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist: 

Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, setur hátíðarfund kvenna í borgarstjórn, sem er einn af 100 viðburðum Reykjavíkurborgar í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Staðgengill borgarstjóra, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, mælir fyrir framlögðum tillögum. 

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga: 

Hátíðarfundur kvenna í borgarstjórn samþykkir að standa fyrir afrekasýningu kvenna á Íslandi í Tjarnarsal í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við undirbúning verði leitað eftir ábendingum og efni frá íslenskum konum um áfanga og réttindi þeirra, bæði persónuleg og opinber.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.  

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga: 

Konur voru í forystu fyrir byggingu spítala fyrir 100 árum til að efla heilbrigði þjóðarinnar. Stærsta heilbrigðisvandamál nútímans er ofbeldisógnin. Hátíðafundur kvenna í borgarstjórn samþykkir því að fela forsætisnefnd að hefja undirbúning að stofnun ofbeldisvarnefndar á vegum mannréttindaráðs. Tillaga að fyrirkomulagi liggi fyrir þann 1. nóvember 2015.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.  

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga: 

Hátíðarfundur kvenna í borgarstjórn samþykkir að halda málþing um þátttöku og áhrif kvenna í stjórnmálum 14. desember 2015 á afmælisdegi Ingibjargar H. Bjarnason. Leitað verði eftir samstarfi og þátttöku stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í málþinginu.

Samþykkt. 

Fundi slitið kl. 15.59

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Elísabet Gísladóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 31.3.2015 - prentvæn útgáfa