Borgarstjórn - 3.12.2019

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2019, þriðjudaginn 3. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:02. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Pawel Bartoszek, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir, Sabine Leskopf, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Skúli Helgason, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Björn Gíslason, Örn Þórðarson og Katrín Atladóttir, 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. nóvember 2019. Einnig er lagður fram 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2019.; breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna merktar SCPV1-SCPV38. Einnig eru lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D1-D10, breytingartillögur borgarfulltrúa Miðflokksins merktar M1-3 og breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F1-F5. 

-    Kl. 10:08 tekur Egill Þór Jónsson sæti á fundinum. 

-    Kl. 10:14 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmdóttir sæti á fundinum. 

-    Kl. 12.10 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og Elín Oddný Sigurðardóttir víkur.

 

Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2020 sem fyrir liggja: 

Athugið: Skyringarmyndir og töflur vegna breytingartillagna má finna í prentvænni útgáfu fundargerðarinnar

SCPV-01 Breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna innri leigu fasteigna, áhalda og tækja. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða í aðalsjóði verði lækkaðar um 303.487 þ.kr vegna lægri innri leigu fasteigna, áhalda og búnaðar í samræmi við breyttar verðlagsforsendur skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. nóv. 2019. Jafnframt er lagt til að fjárheimildir skrifstofu eigna verði lækkaðar um 303.487 þ.kr vegna lækkunar á tekjum af innri leigu. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi: 

Breytingin hefur sambærileg áhrif til hækkunar á milliviðskiptum A-hluta, sbr. tillaga 35.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-02 Breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna samgöngusamninga. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða verði hækkaðar um 183.507 þ.kr vegna samgöngusamninga. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-03 Breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna launahækkana kjaranefndarraðaðra stjórnenda. Lagt er til að fjárheimildir fag- og kjarnasviða verði hækkaðar um 65.847 þ.kr vegna launahækkana kjaranefndarraðaðra stjórnenda. 

Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum laun og starfsmannakostnaður.

Tillagan er dregin tilbaka og kemur því ekki til atkvæðagreiðslu. 

SCPV-04 Breytingar á fjárheimildum SFS og VEL vegna skólastjórasamnings.

Lagt er til að hluti af fjárheimildum vegna skólastjórasamnings eða sem nemur 2.995 þ.kr. verði fluttar frá skóla- og frístundasviði til velferðarsviðs til samræmis við ráðningarsamninga viðkomandi. Breytingar á fjárheimildum verði eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-05 Breytingar á fjárheimildum FÁST vegna græns bókhalds Reykjavíkurborgar.

Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs verði hækkaðar um 4.800 þ.kr vegna áskriftar af kerfi Klappa um grænt bókhald Reykjavíkurborgar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-06 Breytingar á fjárheimildum FÁST vegna innkaupaskrifstofu.

Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs verði hækkaðar um 13.500 þ.kr vegna nýs stöðugildis innkaupafulltrúa. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-07 Breytingar á fjárheimildum ÍTR vegna rekstrarsamnings Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 5.933 þ.kr.  vegna aukins rekstrarkostnaðar á Skíðasvæðunum.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-08 Breytingar á fjárheimildum ÍTR vegna frístundar fatlaðra. Lagt er til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaðar um 6.700 þ.kr.  vegna viðbótarkostnaðar við frístund fatlaðra vegna lagabreytinga hjá ríkinu. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-9 Breytingar á fjárheimildum MOF vegna Borgarsögusafns. Lagt er til að tekjuáætlun menningar- og ferðamálasviðs verði lækkuð um 10.500 þ.kr.  vegna minnkandi aðsóknar að sýningum Borgarsögusafns sem mætt verður með sparnaði í rekstrarkostnaði.  Áhrif á áætlun sviðsins eru eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-10 Breytingar á fjárheimildum MOF vegna viðburða. Lagt er til að útgjaldaheimildir menningar- og ferðamálasviðs verði hækkaðar um 10.664 þ.kr.  vegna þátttöku í BIG BANG festival fyrir milligöngu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík og á móti verði tekjur sviðsins hækkaðar um sömu fjárhæð. Styrkur hefur fengist frá Creative Europe fyrir verkefninu sem er fullfjármagnað 2020 til og með 2022. Áhrif á áætlun sviðsins eru eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-11 Breytingar á fjárheimildum RHS vegna Hinsegin félagsmiðstöðva. Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 2.000 þ.kr.  vegna aukinnar styrkveitingar til rekstrar Hinsegin félagsmiðstöðva. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og  Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-12 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna endurmats á hópaúthlutun grunnskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 72.000 þ.kr.  vegna endurmats á hópaúthlutun grunnskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og  Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-13 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna búnaðarleigu grunnskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 52.749 þ.kr.  vegna hækkunar á búnaðarleigu vegna fjölgunar tölva í grunnskólum til samræmis við samþykkt borgarstjórnar þann 5. desember 2017. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og  Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-14 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna skólaaksturs. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 71.924 þ.kr. vegna hækkunar á skólaakstri hjá grunnskólum í Reykjavík.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og  Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-15 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna tónlistarskóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 40.102 þ.kr. vegna kjarasamningsbundanna launahækkana Félags íslenskra hljómlistarmanna og Félags tónlistarskólakennara frá árinu 2018 vegna einkarekinna tónlistarskóla.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum laun og starfsmannakostnaður.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-16 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna innritunarkerfisins Völu

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 12.467 þ.kr.  vegna innritunarkerfisins Völu.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-17 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna stækkunar húsnæðis fjögurra skóla. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um samtals 29.700 þ.kr.  vegna aukins rekstrarkostnaðar Dalskóla, Klettaskóla, Vesturbæjarskóla og Norðlingaskóla vegna stækkun húsnæðis. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-18 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna leiðsagnarkennara. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 45.989 þ.kr.  vegna viðbótarkostnaðar vegna leiðsagnarkennara.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum laun og starfsmannakostnaður.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-19 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna verkefnastjóra í Fellaskóla.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 15.000 þ.kr.  vegna kostnaðar við ráðningu verkefnastjóra til starfa við Fellaskóla.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-20 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna búnaðarátaks. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 100.000 þ.kr.  vegna búnaðarátaks í grunnskólum, leikskólum og frístund.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-21 Breytingar á fjárheimildum SFS vegna spár um barnafjölda.

Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði lækkaðar um 114.515 þ.kr.  vegna nýrrar spár um barnafjölda í grunnskólum, leikskólum og frístund.  Lækkun útgjalda verði ráðstafað á liðinn ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-22 Breytingar á fjárheimildum USK vegna Heilbrigðiseftirlits

Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um samtals 20.000 þ.kr.  vegna tveggja nýrra stöðugilda við matvælaeftirlit og umhverfiseftirlit. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-23 Breytingar á fjárheimildum USK vegna reksturs umferðarljósa.

Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs verði hækkaðar um 10.000 þ.kr.  vegna nýs stöðugildis rafeindavirkja á skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins til að sinna eftirliti, umsjón, tæknimálum og viðhaldsmálum umferðarljósa auk þess að mæta auknum kröfum um sólarhringsvaktir.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-24 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna reksturs neyðarskýlis að Grandavegi. 

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 138.736 þ.kr.  vegna reksturs neyðarskýlis að Grandavegi 1a. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-25 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna endurmats á störfum

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 28.479 þ.kr.  vegna endurmats á störfum m.a. félagsráðgjafa í Barnavernd og annarra félagsráðgjafa sem starfa á velferðarsviði. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum laun og starfsmannakostnaður.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-26 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna framlags til Félagsbústaða

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs vegna framlags til Félagsbústaða verði lækkaðar um 78.320 þ.kr., úr 160.000 þ.kr. í 81.680 þ.kr.  Er sú fjárheimild til að standa straum af leigu vegna sameiginlegra rýma í þjónustuhúsum aldraðra og fatlaðra. Lækkun útgjalda verði ráðstafað á liðinn ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-27 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna PMTO foreldraþjálfun. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 17.500 þ.kr. vegna PMTO foreldrafærninámskeiða þar sem kennt er að nota styðjandi uppeldisaðferðir þar sem unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-28 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna þriggja nýrra stöðugilda í Barnavernd

Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 33.000 þ.kr. vegna þriggja nýrra stöðugilda í Barnavernd. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-29 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna verkefnisins Tinnu. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 25.000 þ.kr. vegna verkefnisins Tinnu sem er tilraunaverkefni með það að markmiði að styðja unga einstæða foreldra, sem hafa notið fjárhagsaðstoð til framfærslu, til að auka lífsgæði foreldra og barna þeirra. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-30 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna verkefnisins ELLA. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 22.000 þ.kr. vegna verkefnisins Ellu. Fjárheimildina skal nýta til að standa straum af launum tveggja fagaðila sem verða til aðstoðar einstæðum foreldrum í tímabundinni leigu að Elliðabraut þar sem sérstök áhersla verði lögð á að aðstoða íbúa til að koma undir sig fótunum í sjálfstæðri búsetu. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-31 Breytingar á fjárheimildum VEL vegna Bataskólans. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 15.000 þ.kr. vegna Bataskólans sem hefur að að markmiðið að auka hæfni fólks með geðröskun til að ná stjórn á verkefnum daglegs lífs, samlagast samfélaginu og ná tökum á eigin tilveru. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-32 Breytingar á fjárheimildum ÞON vegna Gagnsjár. Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði hækkaðar um 13.200 þ.kr.  vegna Gagnsjár.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-33 Breytingar á fjárheimildum ÞON vegna þýðingar heimasíðu borgarinnar

Lagt er til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsviðs verði hækkaðar um 14.000 þ.kr.  vegna vinnu við þýðingar heimasíðu Reykjavíkurborgar yfir á ensku og pólsku.  Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-34 Breytingar á fjárheimildum Framlaga til B- hluta fyrirtækja vegna Strætó. Lagt er til að fjárheimildir framlaga til B- hluta fyrirtækja verði hækkaðar um samtals 36.991 þ.kr.  vegna hækkunar framlags til Strætó. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-35 Flutningur á milli liða hjá ÍTR. Lagt er til að fjárheimildir verði fluttar á milli liða í fjárhagsáætlun ÍTR. Tilfærslan er eftirfarandi: 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-36 Breytingar á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar. Lagt er til að eftirfarandi breytingar/tilfærslur verði gerðar á fjárfestingaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar. Tillagan felur í sér að heildarfjárhæð fjárfestinga verður óbreytt en breytingar eru gerðar á eftirfarandi liðum. Stofnkostnaður fasteigna: 1. Breytingar vegna verkefna þar sem lögð er til hækkun á áætlun 2020. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Árbæjarsafn ný geymslubygging (20 m.kr.), Seljaskóli (56 m.kr.), Fjölskyldu og húsdýragarður (20 m.kr.), Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal (1.450 m.kr.), Skíðalyftur í hverfum (10 mkr.), Hjúkrunarheimili við Sléttuveg (48,45 m.kr.), Lindargata 48, gistiskýli (35 m.kr.), samtals 1.639,45 m.kr. 2. Breytingar vegna verkefna þar sem lögð er til lækkun á áætlun 2020. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Laugardalsvöllur (30 m.kr.), Sundlaug Íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal (1.450 m.kr.), Framtíðarverkefni v/skammtíma- og dagvistunar  (48,45 m.kr.), Hverfisbækistöð Örfirisey (111 m.kr.), samtals 1.639,45 m.kr. Samtals breyting stofnkostnaðar fasteigna að fjárhæð 0 þ.kr. Sjá nánar í sundurliðun í töflu.

Stofnkostnaður gatna: 1. Breytingar vegna verkefna þar sem lögð er til hækkun á áætlun 2020. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Umferðarljós (100 m.kr), Hraunbær 103 (55 m.kr.), Samgönguúrbætur Grafarvogur norður (70 m.kr. ) samtals 225 m.kr. 2. Breytingar vegna verkefna þar sem lögð er til lækkun á áætlun 2020. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Miðlæg umferðarstýring (30 m.kr.), Gangbrautarljós (20 m.kr.),  Vogabyggð (55 m.kr.), Umferðarljós (50 m.kr.), Umferðaröryggisáætlun (20 m.kr.), Göngu- og hjólastígar, hjólreiðaáætlun o.fl. (50 m.kr.), samtals 225 m.kr. Samtals breyting á stofnkostnaði gatna að fjárhæð 0 kr. Sjá nánar í sundurliðun í töflu.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

SCPV-37 Breytingar á milliviðskiptum A-hluta. Lagt er til að milliviðskiptum samstæðu A-hluta verði breytt eins og lýst er í meðfylgjandi töflu:

Breytingin skýrist af afleiddum áhrifum af breyttum verðlagsforsendum.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

SCPV-38 Framkvæmd. Lagt er til að sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á í samráði við hlutaðeigandi svið.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-1 Tillaga Sjálfstæðisflokks um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2020 verði eftirfarandi: Viðmiðunartekjur: I. 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 5.000.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 6.540.000 kr. II. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.000.000 til 5.600.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.540.000 til 7.700.000 kr. III. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 5.600.000 til 6.200.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 7.700.000 til 8.640.000 kr.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan var felld á fundi borgarstjórnar 5. nóvember 2019 og kemur þar af leiðandi ekki til afgreiðslu á fundinum. 

D-2 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60%. Borgarstjórn samþykkir að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% þegar á árinu 2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-3 Tillaga Sjálfstæðisflokks um að arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana: Lagt er til að arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði að fullu ráðstafað til útsvarslækkana í Reykjavík. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með aðhaldi í innkaupum, útboðum og hagræðingu í miðlægri stjórnsýslu.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

D-4 Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að lækka kostnað í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar um 5% á árinu 2020. Borgarstjórn samþykkir að lækka kostnað í miðlægri stjórnsýslu um 5% á árinu  2020. Hér er átt við miðlæga stjórnsýslu eins og hún var skilgreind árið 2019, sjá nánari sundurliðun í greinargerð.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

D-5 Tillaga Sjálfstæðisflokksins að Malbikunarstöðin Höfði verði seld. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að Malbikunarstöðin Höfði sem er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar verði sett í söluferli. Eignarhald borgarinnar á Malbikunarstöðinni  skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja á sama markaði og samræmist ekki sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

D-6 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Borgarstjórn samþykkir að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Reksturinn verði boðin út eigi síðar en 1. febrúar 2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn 8 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.

Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-7 Tillaga Sjálfstæðisflokks um að rekstur sorphirðu í borginni verði boðin út. Borgarstjórn samþykkir að  kannað verði hvort hægt sé að ná hagkvæmni í rekstri sorphirðu í borginni með því að bjóða framkvæmd hennar út.  Miðað skuli við að breytingin yrði gerð í áföngum, að byrjað væri í völdum hverfum, og reynslan metin áður en lengra yrði haldið.  Skilyrða þyrfti að núverandi starfsfólk héldi störfum sínum og starfstengd réttindi þeirra fylgdu með.  Með könnuninni mætti áætla sparnað og í framhaldinu kanna hvort draga mætti úr gjaldtöku í málaflokknum, og/eða draga úr umhverfisáhrifum sorphirðu í borginni.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins. 

D-8  Tillaga Sjálfstæðisflokks  um að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. verði seld. Lagt er til að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. verði seld. Sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað í samstæðu Reykjavíkurborgar.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks Íslands gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins. 

D-9 Tillaga Sjálfstæðisflokks um jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með börnum í grunnskóla, óháð rekstrarformi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 289.001.000 kr. svo unnt verði að veita jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með hverjum nemanda sem lögheimili á í Reykjavík, og sækir þar grunnskóla. Þannig fylgi sama upphæð opinbers fjár hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi viðkomandi grunnskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, og Miðflokksins.

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og  Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

D-10 Tillaga Sjálfstæðisflokks um jöfn framlög úr borgarsjóði með börnum í leikskóla, óháð rekstrarformi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 107.664.861 kr. svo unnt verði að veita jöfn rekstrarframlög úr borgarsjóði með hverju barni sem lögheimili á í Reykjavík og sækir þar leikskóla. Þannig fylgi sama upphæð opinbers fjár hverju barni inn í leikskóla, óháð rekstrarformi viðkomandi skóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, og Miðflokksins.

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og  Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun vegna breytingartillagna Sjálfstæðisflokksins: 

Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutans og samþykkta fimm ára áætlun er fyrirhugað að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði niður í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Sú áætlun stendur.  Þegar kemur að samningum við sjálfstæða skóla og fjármögnun frístundar hefur talsverður árangur náðst á kjörtímabilinu, áfram verður stutt við sjálfstætt starfandi skóla í borginni í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutans. Í samstarfssáttmála meirihlutans segir einnig: "Við ætlum að leggja malbikunarstöðinni Höfða til nýja lóð og kanna í kjölfarið kosti og galla þess að selja fyrirtækið." Unnið verður í samræmi við það. Bílastæðamálin eru í heild sinni í skoðun. Vel kann að vera að skoða megi rekstrarumhverfi bílastæða til framtíðar en ekki þykir rétt að samþykkja slíkar breytingar á þessu stigi, áður en heildarskoðun er lokið.

M-1 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins, aðstaða fyrir matvæli til að minnka matarsóun. Borgarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að kom upp aðstöðu/matartorgi miðsvæðis í Reykjavík fyrir fyrirtæki sem eiga matvæli í lok dags og vilja koma þeim áfram ókeypis í neyslu til að minnka matarsóun. Fyrirhugaður opnunartími yrði í s.l. 1. febrúar 2020. Áætlaður kostnaður er 5 milljónir króna. Fjármögnun verði af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

M-2 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um hækkun á frístundastyrk. Borgarstjórn samþykkir að hækka upphæð frístundastyrks sem veittur er með frístundakorti Reykjavíkurborgar miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2017 eða um 8,2% og verði 54.000 á barn á ári. Tillagan felur í sér að fjárheimildir íþrótta- og tómstundssviðs verði hækkaðar um 60 m.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

M-3 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Tillagan felur í sér að útsvarstekjur lækki um sem nemur 237,3 m.kr. Tekjulækkun verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja skattalækkanir almennt og eru með tillögur þess efnis sem liggja fyrir þessum fundi. Sjálfstæðismenn eru með aðra tillögu á þessum fundi þar sem komið er til móts við eldri borgara og öryrkja með skýrum og löglegum hætti.

F-1 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins, biðlistar vegna þjónustu við börn. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 40,5 m.kr. til þess að vinna niður biðlista í þjónustu við börn. Lagt er til að sú leið verði farin að ráða inn hóp fagfólks tímabundið til að taka niður biðlistann. Ráðnir verði 2 sálfræðingar til viðbótar og einn talmeinafræðingur til eins árs til að byrja með fyrir leik- og grunnskóla. Gert er ráð fyrir að kostnaður fyrir þessi þrjú stöðugildi nemi 40,5 m.kr. sem fjármagnað verði með tilfærslu af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

F-2 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um fríar skólamáltíðir fyrir börn í leik- og grunnskólum. Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að öll börn í leik- og grunnskóla fái fríar skólamáltíðir. Tillagan felur í sér að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 1.605 m.kr. vegna tekjulækkunar. Lagt er til að tekjulækkun sviðsins sem áætlað er að nemi um 1.606 m.kr. á ári og þeim kostnaði sviðsins sem tillagan útheimtir verði fjármögnuð af handbæru fé þar sem ljóst þykir að liðurinn ófyrirséður ræður ekki við útgjaldaaukningu af þessar stærðargráðu. Jafnframt er lagt til að fjárfestingar ársins 2020 verði lækkaðar um sömu fjárhæð eða 1.605 m.kr. og sem felur í sér að sjóðsstaða borgarinnar helst í jafnvægi. Í þeirri áætlun sem nú er verið að leggja fram til síðari umræðu er áætlað að 19,5 milljarðar króna fari í fjárfestingar en nái tillagan fram að ganga lækki þær í 17,9 milljarða króna. Lagt er til að eignaskrifstofunni verði falið að forgangsraða fjárfestingum upp á nýtt í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið með þetta í huga. 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

F-3 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um styrki til dagforeldra. Flokkur fólksins leggur til að styrkir til dagforeldra verði hækkaðir um 15%. Um er að ræða leigustyrk, styrk vegna ákveðins fjölda barna og aðstöðustyrk. Tillagan felur í sér að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 61,4 m.kr. Viðbótarútgjöld verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum til menningar- og ferðamálasviðs um sömu fjárhæð, nánar tiltekið verði fjárheimildir til annarrar menningarstarfsemi kostn.st. 03550 lækkaðar um 25 m.kr., til landnámssýningar kostn.st. 03710 lækkaðar um 25 m.kr. og fjárheimildir til listaverka á opnum svæðum kostn.st. 03350 lækkaðar um 12,1 m.kr.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

F-4 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um opnun á göngugötum í miðbænum. Flokkur fólksins leggur til að opna aftur göngugötur fyrir umferð a.m.k. þar til að framkvæmdir hefjast og nota tímann sem framundan er til að ræða við rekstraraðila á svæðinu.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna, Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 8 atkvæðum Eyþórs Laxdals Arnalds, Valgerðar Sigurðardóttur, Björns Gíslasonar, Arnar Þórðarsonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

F-5 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um ráðstöfun innri leigu í viðhaldskostnað. Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að tryggja að þeim hluta innri leigu sem innheimtur er vegna áætlaðs viðhaldskostnaðar verði varið til raunverulegs viðhalds og að á hverju þriggja ára tímabili fari fram uppgjör sem sýni fram á að allt innheimt viðhald hafi verið fært út til greiðslu á raunverulegu viðhaldi.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Allar tillögur Flokks fólksins til breytinga hafa verið felldar. Hvernig á að túlka slíkt? Hér er barist fyrir því að ná niður biðlistum, hvernig getur það ekki hugnast meirihlutanum? Af hverju verða börn, fatlaðir og eldir borgarar að bíða eftir þjónustu, af hverju eru þessir hópar látnir mæta afgangi þegar þeir þurfa sérstaka aðstoð? Stórt er spurt en fátt um svör. Tillögur um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og styrkir til dagforeldra var sömuleiðis hent. Hér er aðeins verið að tala um að ráða tvo sálfræðinga til tímabundinna starfa til að stytta biðtíma barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Dagforeldrar segja meirihlutann vera að ganga að stéttinni dauðri. Eru það þakkir borgarinnar til þessarar stéttar? Með þessari afgreiðslu finnst Flokki fólksins meirihlutinn í borginni sýna fólki vanvirðingu. Skilaboðin eru, þið getið beðið. Fram kom í botnlausum hrósræðum meirihlutans um sjálfa sig skilaboðin „við vitum betur en þið hvernig gera á þessa borg góða“. Þessi skilaboð kjarnast vel í samskiptum meirihlutans við foreldra og íbúa Staðarhverfis, Miðbæjarfélagið, hagsmunaaðila og vina Elliðarárdalsins, rekstraraðila Hverfisgötu svo fátt sé upp talið. Fram undan er nýtt ár, þriðja ár þessa kjörtímabilsins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vænti þess að fá hlustun á mál sín sem lögð eru fram með fjölda manns að baki sem vonaði að þeim yrði tekið vel en varð ekki kápan úr því klæði.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Meirihlutinn lagði fram ýmsar breytingartillögur sem voru margar ekki nánar útskýrðar og erfitt að átta sig á innihaldi þeirra við lestur. Gott er að fjölgað sé í stöðugildum hjá Heilbrigðiseftirliti en mikilvægt er að vera í samtali við þau til að tryggja að þörfum þeirra sé að fullu mætt. Jákvætt er að sjá tillögu Miðflokks um aðstöðu til að minnka matarsóun, sem væri mögulega hægt að útfæra í samstarfi við félagasamtök. Varðandi tillögu um hækkun frístundastyrksins telur Sósíalistaflokkurinn nauðsynlegt að endurskoða frístundastarfsemi í heild sinni varðandi gjaldtöku svo tryggja megi að fjármagnið fari til þeirra sem þurfa mest á því. Sósíalistar eru á móti hagræðingu sem bitnar á þjónustu við borgarbúa en sumstaðar gæti það mögulega gengið upp t.d. þar sem kerfi þjónar ekki þörfum borgarbúa. Sósíalistaflokkurinn áréttar að hann hafnar allri einkavæðingu innviða og vill reka fyrirtæki í eigu borgarinnar á samfélagslegum grunni. Sósíalistar styðja jöfn framlög úr borgarsjóði í leik- og grunnskóla borgarinnar sem rekin eru af t.d. félagasamtökum og mikilvægt þá að skólagjöld verði afnumin til að tryggja að allir geti setið við sama borð. Sósíalistar styðja gjaldfrjálsa grunnskóla en ekki á kostnað fjárfestinga í innviðum. Sömuleiðis styðjum við allar tillögur sem létta skattbyrði af hinum tekjulægstu. 

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 með áorðnum breytingum.

Atkvæðagreiðsluskrá má finna í í prentvænni útgáfu

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 með áorðnum breytingum er samþykkt. R19010204

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 endurspeglar öðru fremur ábyrga fjármálastjórn. Samdrætti í efnahagslífinu er mætt með hagræðingarkröfu en líka metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja. Breytingartillögur sem samþykktar voru í kvöld voru meðal annars um aukin framlög vegna samgöngusamninga, græns bókhalds, hinsegin félagsmiðstöðvar, endurnýjun búnaðar til náms og kennslu í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi, aukið framlag til tónlistarnáms, fjölgunar fartölva og tæknibúnaðar í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Þá eru framlög aukin til velferðarmála vegna neyðarskýlis við Grandaveg, vegna foreldraþjálfunar og nýrra stöðugilda í barnavernd. Þá var samþykkt að halda áfram verkefninu Tinnu sem hefur það markmið að styðja unga einstæða foreldra og framlög samþykkt vegna Bataskólans. Í breytingartillögu við fjárfestingaráætlun eru breytingar sem lúta að umferðaröryggismálum í norðanverðum Grafarvogi. Stóra myndin í fjárhagsáætlun næsta árs og næstu fimm ára eru að fjármögnun Borgarlínu er tryggð, fullkönnun á Hvassahrauni sem flugvallakosti verður framkvæmd á næstu tveimur árum. Laugavegur verður gerður að varanlegri göngugötu og Hlemm-torg verður endurgert á næstu árum. Ný jarð- og gasgerðarstöð tekur til starfa og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum verður innleidd í áföngum. Þá verður farið í alþjóðlega skipulagssamkeppni um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur við BSÍ. Grænar áherslur eru gegnumgangandi og loftslagsmál ávallt í forgrunni hjá þessum meirihluta – hér eftir sem hingað til.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Sjálfstæðismenn lögðu fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun fyrir þennan fund. Lagðar voru til skattalækkanir og hagræðing í stjórnkerfinu, auknir afslættir fasteignagjalda fyrir eldri borgarara og öryrkja, sala eigna í samkeppnisrekstri og bætt jafnræði rekstraraðila í skólakerfinu. Þeim var öllum hafnað. Sú fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið á þessum fundi er í raun skipbrot meirihlutasáttmálans sem gerður var eftir síðustu kosningar. Engin hagræðing er enda hækkar rekstrarkostnaður um 16% á aðeins tveimur árum. Skuldir vaxa hratt og verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabils en fram kom í fimm ára fjárhagsáætlun sem lögð var fram fyrir kosningar. Áætlun út kjörtímabilið liggur nú fyrir og er ljóst að þessi mikla skuldasöfnun er langt umfram það sem reksturinn gefur af sér. Gæfulegra væri fyrir meirihlutann að hlusta á viðvörunarorð og tillögur þeirra sem sitja í minnihluta, frekar en að horfast ekki í augu við vaxandi undirliggjandi rekstrarvanda. 

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Mikilvægt er að líta til heildarsamhengisins við vinnslu á útdeilingu fjármagns til ólíkra málaflokka borgarinnar. Fjárhagsáætlunargerð byggir að stórum hluta á rammaúthlutun, þar sem ætlast er til þess að allir útgjaldaliðir rúmist innan ákveðins ramma. Sósíalistar líta svo á að ekki sé hægt að skammta fjármagni á ólíka liði án þess að ræða hvar fjárframlög hinna ríkustu séu. Sósíalistar telja mikilvægt að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að mynda samstöðu um að koma útsvari á fjármagnstekjur. Slíkt er mikilvægt til að styrkja borgarsjóð svo hægt sé að vinna að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem eru á ábyrgð borgarinnar. Þó að borgarstjórn geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá er mikilvægt að vinna að endurreisn skattkerfisins, þar sem hinir ríku greiða eðlilegan hlut í sameiginlegan sjóð okkar. Mikilvægt er að breyta kerfinu sem fjárhagsáætlun byggir á, í stað þess að vinna innan um takmarkaðan ramma þar sem það vantar fjárframlag hinna auðugustu. Eðlilegt er að svið borgarinnar endurskoði reglulega hvað megi bæta og útfæra betur en hagræðingarkröfu má ekki útfæra þannig að það sé erfitt að útfæra og komi sér illa fyrir borgarbúa og þá sem sinna mikilvægum störfum fyrir borgarbúa.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Meirihlutinn felldi allar breytingatillögur borgarfulltrúa Miðflokksins. Það er döpur niðurstaða en sýnir það að ekkert er að marka málflutning þeirra. Mesta kjarabót fyrir eldri borgara í Reykjavík sem ekki hafa úr digrum sjóðum að spila er að fella niður útsvarið á þann hóp. Sú tillaga er alveg samkynja niðurfellingu fasteignagjalda á þennan sama hóp. Eins samþykkti meirihlutinn ekki þá tillögu og sjálfsögðu kröfu að frístundastyrkur sem veittur er með frístundakorti taki hækkunum samkvæmt vísitölu neysluverðs eins og allar almennar gjaldskrár hjá borginni. Eftir hækkun nú yrði frístundastyrkurinn 54.000 kr. á ári. Að samhæfa matarsóun og að gefa fólki mat í dagslok á matartorgi var líka fellt. Sú tillaga er má segja án kostnaðar en fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans. Tillögur Miðflokksins um að gera betur fyrir eldri borgara, börn og þá sem ekki eiga fyrir mat voru allar felldar. Þessu fólki sem stjórnar borginni er ekki sjálfrátt og ekkert að marka hvað það segir í þessum málaflokkum. 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram ýmsar tillögur sem snúa að því að bæta þjónustu og liðka fyrir aðgengi að borginni svo allir geta notið hennar. Það hugnast þessum meirihluta ekki. Þessi meirihluti sýnir ákveðna fordóma gagnvart fjölskyldufólki í úthverfum sem þarf að nota bíl í sínu daglega lífi. Í þessari fjárhagsáætlun er aftur ítrekað að ekki er tekið nægjanlega tillit þeirra hópa sem minnst mega sín. Það tekur á að svo margir, sem raun ber vitni, eiga um sárt að binda í svo ríkri borg sem Reykjavík er. Flokkur fólksins vill sjá næstu fimm árin í borginni með öðrum hætti en meirihlutinn leggur upp með. Flokkur fólksins vill að börn, öryrkjar og eldri borgarar fái fullan forgang. Minnt er á að nýlega er búið að skrifa undir samning um stuðning félagsmálaráðuneytisins við innleiðingu á verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Ekki hefur verið farið vel með útsvarsfé borgarbúa.  Nærtækast er bruðlið með kostnað við borgarstjórnarfundi. Borgin státar af góðu gengi þótt skuldastaða hafi versnað. Þjónustu er víða ábótavant. Væri betur haldið á spilunum fjárhagslega væri hægt að draga úr lántöku og vinna á biðlistum. Vandi skóla- og frístundasviðs er augljós og hvernig óskir skóla hafa verið hunsaðar er óásættanlegt.

2.    Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2020-2024; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2020-2024, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 5. nóvember. 

Samþykkt. R19010204

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Fjárhagsáætlun 2020 og fimm ára áætlun til 2024 endurspeglar öðru fremur ábyrga fjármálastjórn. Samdrætti í efnahagslífinu er mætt með hagræðingarkröfu en líka metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja. Breytingartillögur sem samþykktar voru í kvöld voru meðal annars um aukin framlög vegna samgöngusamninga, græns bókhalds, hinsegin félagsmiðstöðvar, endurnýjun búnaðar til náms og kennslu í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi, aukið framlag til tónlistarnáms, fjölgunar fartölva og tæknibúnaðar í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Þá eru framlög aukin til velferðarmála vegna neyðarskýlis við Grandaveg, vegna foreldraþjálfunar og nýrra stöðugilda í barnavernd. Þá var samþykkt að halda áfram verkefninu Tinnu sem hefur það markmið að styðja unga einstæða foreldra og framlög samþykkt vegna Bataskólans. Í breytingartillögu við fjárfestingaráætlun eru breytingar sem lúta að umferðaröryggismálum í norðanverðum Grafarvogi. Stóra myndin í fjárhagsáætlun næsta árs og næstu fimm ára eru að fjármögnun Borgarlínu er tryggð, fullkönnun á Hvassahrauni sem flugvallakosti verður framkvæmd á næstu tveimur árum. Laugavegur verður gerður að varanlegri göngugötu og Hlemmtorg verður endurgert á næstu árum. Ný jarð- og gasgerðarstöð tekur til starfa og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum verður innleidd í áföngum. Þá verður farið í alþjóðlega skipulagssamkeppni um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur við BSÍ. Grænar áherslur eru gegnumgangandi og loftslagsmál ávallt í forgrunni hjá þessum meirihluta – hér eftir sem hingað til.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Mikilvægt er að líta til heildarsamhengisins við vinnslu á útdeilingu fjármagns til ólíkra málaflokka borgarinnar. Fjárhagsáætlunargerð byggir að stórum hluta á rammaúthlutun, þar sem ætlast er til þess að allir útgjaldaliðir rúmist innan ákveðins ramma. Sósíalistar líta svo á að ekki sé hægt að skammta fjármagni á ólíka liði án þess að ræða hvar fjárframlög hinna ríkustu séu. Sósíalistar telja mikilvægt að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að mynda samstöðu um að koma útsvari á fjármagnstekjur. Slíkt er mikilvægt til að styrkja borgarsjóð svo hægt sé að vinna að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem eru á ábyrgð borgarinnar. Þó að borgarstjórn geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá er mikilvægt að vinna að endurreisn skattkerfisins, þar sem hinir ríku greiða eðlilegan hlut í sameiginlegan sjóð okkar. Mikilvægt er að breyta kerfinu sem fjárhagsáætlun byggir á, í stað þess að vinna innan um takmarkaðan ramma þar sem það vantar fjárframlag hinna auðugustu. Eðlilegt er að svið borgarinnar endurskoði reglulega hvað megi bæta og útfæra betur en hagræðingarkröfu má ekki útfæra þannig að það sé erfitt að útfæra og komi sér illa fyrir borgarbúa og þá sem sinna mikilvægum störfum fyrir borgarbúa.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Meirihlutinn felldi allar breytingatillögur borgarfulltrúa Miðflokksins. Það er döpur niðurstaða en sýnir það að ekkert er að marka málflutning þeirra. Mesta kjarabót fyrir eldri borgara í Reykjavík sem ekki hafa úr digrum sjóðum að spila er að fella niður útsvarið á þann hóp. Sú tillaga er alveg samkynja niðurfellingu fasteingnagjalda á þennan sama hóp. Eins samþykkti meirihlutinn ekki þá tillögu og sjálfsögðu kröfu að frístundastyrkur sem veittur er með frístundakorti taki hækkunum samkvæmt vísitölu neysluverðs eins og allar almennar gjaldskrár hjá borginni. Eftir hækkun nú yrði frístundastyrkurinn 54.000 kr. á ári. Að samhæfa matarsóun og að gefa fólki mat í dagslok á matartorgi var líka fellt. Sú tillaga er má segja án kostnaðar en fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans. Tillögur Miðflokksins um að gera betur fyrir eldri borgara, börn og þá sem ekki eiga fyrir mat voru allar felldar. Þessu fólki sem stjórnar borginni er ekki sjálfrátt og ekkert að marka hvað það segir í þessum málaflokkum.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúar meirihlutans hafa tjáð sig um skoðanir sínar. Það er dapurt að hlusta á lýsingu á aðferðarfræði sem felur í sér að útiloka einn þjóðfélagshóp, þann sem þarf að nota bíl. Talað er eins og borgarlína sé komin og að almenningssamgöngur séu fullnægjandi. Sagt er að enginn eigi að þurfa bíl til að sækja sér opinbera þjónustu. Allt skuli rafrænt. Flokki fólksins blöskrar þessi rörsýn, meinloka og hvernig farið er í að loka leiðum og möguleikum áður en aðrir valmöguleikar liggja fyrir. Eru börnin send og sótt rafrænt í leikskólann? Hvernig eiga fjölskyldur að koma börnum sínum í og úr leikskóla/skóla/tómstundum, koma sér í og úr vinnu og sinna ýmsum erindum þegar þær geta ekki lengur nota bíl sinn nema á afmörkuðum svæðum. Enn eru mörg ár í borgarlínu og strætókerfið er ófullnægjandi. Þessu fólki er gert ómögulegt að búa í úthverfum, eiga börn og sækja vinnu miðsvæðis sem bráðum verður lokað bílum. Áhersla meirihlutans í þessum málum er röng. Nær væri að setja orku, tíma og fé í beina þjónustu við fólkið í borginni. Tímabært er að setja niður og ræða við fólk sem telur að meirihlutinn hafi brugðist sér, jafnvel svikið sig. Miklu var fórnað hjá sumum flokkum fyrir völdin. Loforð um fögur fyrirheit eru mörg fyrir bí.

3.    Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 21. og 28. nóvember. R19010002

- 31. liður fundargerðarinnar frá 21. nóvember; tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 er samþykktur. R19010200

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- 23. liður fundargerðarinnar frá 28. nóvember; tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019 er samþykktur. R19010200

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember: 

Ekki hafa fengist viðhlítandi skýringar á að ráðstafa 565 m.kr. vegna framlags Reykjavíkurborgar til samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þar af eru 365 m.kr. til viðbótar við þær 200 m.kr. sem áætlað hafði verið að verja til borgarlínu á árinu en flytjast nú á milli kostnaðarstaða og borgarlína núlluð út. Borgarstjóri harðneitar því að þessi upphæð eigi að fara í nýjan ljósastýringarbúnað.  Það útboð sem var auglýst daginn fyrir undirritun við ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið kært til kærunefndar útboðsmála. Hvað er þetta fjármagn að fara í svo seint á árinu? Svo seint að leggja þarf fram viðauka við fjárhagsáætlun fyrir 2019. Hvað er það í samgöngusáttmálanum sem krefst þessara upphæða núna? Til að bæta gráu ofan á svart þá á að taka 100 milljón króna framlag til enn einnar skoðunarnefndarinnar um flugvöll í Hvassahrauni inn á borgarráðsfund á fimmtudaginn. Hvað er að? Hvers vegna liggur ekki fyrir breytingartillaga í dag sem samþykkt verður inn í fjárhagsáætlun 2020?

4.    Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 28. nóvember, skipulags- og samgönguráðs frá 20. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 26. nóvember, umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 27. nóvember  og velferðarráðs frá 20. nóvember. R19010073

-    2. liður fundargerðarinnar frá 28. nóvember; breytingar á samþykkt fyrir aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks er samþykktur. R19020099

Borgarfulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs: 

Ekki er gott að átta sig á þankagangi meirihlutans í skóla- og frístundarráði þegar tillaga eins og þessi er felld. Hér er um að ræða tillögu sem leiða myndi til þess að hjálpa þeim foreldrum sem verst eru staddir. Öll vitum við að þegar hækka á laun, eða draga úr skerðingum kemur það oft þeim sem eru verst settir minnst til góða. Fólk sem er í góðum efnum vill einnig oft borga meira. Þess vegna er nauðsynlegt að tekjutengja hluti stundum eins og þessi tillaga fjallar um en lagt var til að  tekjur foreldra/forsjármanna hafi bein áhrif á gjaldskrá frístundaheimila. Hér er um frístundarheimili að ræða, dvöl sem er börnum nauðsynleg til að foreldrar geti unnið úti. Kostir við að tekjutengja eru að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fá hana en hinir ekki. Séraðgerða er þörf til að hjálpa þeim verst settu. Almenna reglan ætti að vera sú þeir sem eru fátækir eiga ekki að borga eins mikið og þeir efnaðri. Núna er hópur að störfum sem skoðar sárafátækt og mættu tillögur sem lúta að leiðum til að jafna kjör borgarbúa gjarnan vera vísað í hópinn til frekari útfærslu í stað þess að vera felldar.

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðar forsætisnefndar: 

 

Lagt var fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. nóvember 2019, við fyrirspurn forseta borgarstjórnar um kostnað vegna starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram svohljóðandi bókun: Kostnaðurinn er svimandi hár. Hálfur milljarður fer í húsnæðiskostnað við skrifstofur í Tjarnargötu og í ráðhúsi. Skrifstofukosnaður er 32,2 milljónir fyrir kjörna fulltrúa sem er mjög há upphæð. Það er ósk borgarfulltrúa Miðflokksins að borgarfulltrúar fái frelsi til að velja sér skrifstofur til sinna starfa og húsnæðinu í Tjarnargötu verði lokað.  Það er ekki boðlegt að fulltrúar 8 flokka deili skrifstofurými.

Fundi slitið kl. 19:52

Pawel Bartoszek

Sanna Magdalena Mörtudóttir    Hjálmar Sveinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 3.12.2019 - Prentvæn útgáfa