Borgarstjórn - 3.11.2015

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2015, þriðjudaginn 3. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, S. Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Greta Björg Egilsdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2016; fyrri umræða.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. Jafnframt lagðar fram tillögur borgarstjóra undir eftirtöldum liðum í fundargerð borgarráðs frá 31. október sl.: 4. liður; gjaldskrár, 5. liður; lántökur vegna framkvæmda á árinu 2016, 6. liður; álagningarhlutfall útsvars, 7. liður; álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu, 8. liður; gjalddagi fasteignaskatts, 9. liður; viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega.

- Kl. 14.05 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum. 

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa tillögu borgarstjóra um gjaldskrár, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar þann 2. desember nk. 

Tillaga borgarstjóra um lántökur vegna framkvæmda á árinu 2016, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall útsvars, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa  Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum borgarfulltrúa  Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Tillaga borgarstjóra um gjalddaga og eindaga fasteignaskatta, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október, samþykkt. 

Tillaga borgarstjóra um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl., samþykkt.

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt greinargerð og starfsáætlunum til síðari umræðu.

2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2016-2020; fyrri umræða. 

Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2016-2020 ásamt greinargerð, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. 

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa frumvarpi að fimm ára áætlun fyrir árin 2016-2020 til síðari umræðu.  

3. Lagt er til að Eva Einarsdóttir taki sæti Ragnars Hanssonar í skóla- og frístundaráði.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

4. Lagt er til að Diljá Ámundadóttir taki sæti Ragnars Hanssonar í mannréttindaráði og að Kristján Freyr Halldórsson taki sæti Diljár sem varamaður í ráðinu.

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

5. Lagt er til að Sigurður Ingi Jónsson taki sæti Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur í umhverfis- og skipulagsráði og að Guðfinna taki sæti Sigurðar sem varamaður í ráðinu. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

6. Lagt er til að Hafrún Kristjánsdóttir taki sæti Láru Óskarsdóttur sem varamaður í íþrótta- og tómstundaráði. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

7. Lagt er til að Grazyna Maria Okuniewska taki sæti Björns Jóns Bragasonar í fjölmenningarráði 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

8. Lagt er til að Elín Engilbertsdóttir taki sæti Björns Jóns Bragasonar í hverfisráði Laugardals og að Einar Sörli Einarsson taki sæti Láru Óskarsdóttur sem varamaður í ráðinu. 

Samþykkt.

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

9. Lagt er til að Elísabet Ólöf Helgadóttir taki sæti Jórunnar Pálu Jónasdóttur í hverfisráði Breiðholts. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. október 2015, þar sem lagt er til að borgarstjórn samþykki lausnarbeiðni Hreiðars Eiríkssonar. 

Samþykkt. 

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. nóvember 2015, þar sem lagt er til að borgarstjórn samþykki lausnarbeiðni formanns barnaverndarnefndar, Þóris Hrafns Gunnarssonar.

Samþykkt.

12. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 22., 29., 30., og 31. október. 

- 14. liður fundargerðarinnar frá 22. október, deiliskipulag Örfiriseyjar, samþykktur með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Við viljum að horft verði til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem liggja í nýtingu Örfiriseyjar en teljum að tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem fulltrúar meirihlutans sameinast um sé að mestu staðfesting á úreltum skipulagsáætlunum. Löngu er orðið tímabært að færa þær áætlanir til nútímalegra horfs. Meirihlutann skortir hugmyndaauðgi og frjóar tillögur sem miða að því að gera svæðið áhugavert og styðja við nærliggjandi íbúðabyggð í Vesturbænum ásamt því að tengja það við miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og listamenn sem fóru að starfa í gömlu verbúðunum fyrir sex árum hafa opnað augu þeirra sem stunda annan atvinnurekstur í Örfirisey fyrir því að hafnsækin starfsemi og iðandi mannlíf borgarbúa og aðkomufólks fer vel saman. Því til staðfestingar hefur eitt útgerðarfyrirtæki horft til þess að listasafn muni starfa í hluta starfsstöðvar þess en þar er einnig stefnt að veitingarekstri. Í aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var á síðasta ári er skautað yfir Örfirisey. Sem dæmi má nefna að þar er sett fram sú stefna að útiloka landfyllingar næstu áratugina. Að baki slíkri stefnu liggur engin vinna, engar samanburðaráætlanir eða umhverfismat, ekkert samráð eða hugmyndaleit að fjölbreytilegri nýtingu sem svæðið býður upp á. Með þessari gamaldags tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar er verið að glata tækifæri til að glæða hafnarsvæði lífi og samtvinna þá starfsemi atvinnu- og íbúðabyggð með spennandi hætti. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Tillagan að deiliskipulagi Örfiriseyjar er í samræmi við þá stefnu borgarinnar að gamla hafnarsvæðið í Reykjavík dafni sem vettvangur fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Við Örfirisey er ein stærsta sjávarútvegshöfn landsins. Deiliskipulagið verndar þá starfsemi. Stór hluti hafnarsvæðisins við Austurhöfn, Suðurhöfn og Vesturbugt er nú helguð menningarstarfsemi, íbúðauppbyggingu, hótelstarfsemi, verslunum og veitingastöðum. Fyrir vikið hefur skapast skemmtilegt mannlíf og einstakt sambýli ólíkra atvinnugreina á hafnarsvæðinu. Öflug sjávarútvegsstarfsemi er lykilatriði í þessu samspili og mikilvægt að halda opnum möguleikum á eflingu hennar á svæðinu.

13. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 30. október, íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. október, mannréttindaráðs frá 27. október, menningar- og ferðamálaráðs frá 12. og 26. október, skóla- og frístundaráðs frá 28. október, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 19. október, umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. og 28. október og velferðarráðs frá 28. október. 

Fundi slitið kl. 17.41

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Sóley Tómasdóttir

Skúli Helgason Halldór Halldórsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 3.11.2015 - prentvæn útgáfa