Borgarstjórn - 30.4.2003

Borgarstjórn

B OR G A R S T J Ó R N

Ár 2003, miðvikudaginn 30. apríl, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Helgi Hjörvar, Ólafur F. Magnússon, Kristján Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 8. apríl.

Áður en tekinn var fyrir 2. liður útsendrar dagskrár kvaddi borgarstjóri sér hljóðs og tilkynnti að borgarverkfræðingur, Stefán Hermannsson, ætli láta af störfum innan skamms þar sem til standi að hann taki að sér framkvæmdastjórn Austurhafnar TR ehf., sem annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 11. apríl. 25. liður fundargerðarinnar, tillaga starfshóps um barnavernd, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 6.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 29. apríl. 10. liður fundargerðarinnar, gjaldskrá fyrir bílastæðagjöld, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 6. 19. liður fundargerðarinnar, lántaka Landsvirkjunar, samþykktur með 14 samhljóða atkvæðum. 20. liður fundargerðarinnar; lántaka Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkt að því að varðar Reykjavíkurborg með 14 samhljóða atkvæðum. 28. lið fundargerðarinnar, endurskoðunarskýrslu með ársreikningi Reykjavíkurborgar, frestað þar til kemur að 15. lið útsendrar dagskrár.

4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 26. mars.

5. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 2. apríl.

6. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 23. apríl.

7. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 14. apríl.

8. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. apríl.

9. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 23. apríl.

10. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 10. apríl.

11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. apríl. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. apríl. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

13. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. apríl. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

14. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. apríl. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

15. Lagður fram ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002; fyrri umræða. Jafnframt lagður fram 28. liður fundargerðar borgarráðs frá 29. apríl, endurskoðunarskýrsla með ársreikningi Reykjavíkurborgar, frestað fyrr á fundinum.

- Kl. 16.25 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Kristján Guðmundsson vék af fundi. - Kl. 16.40 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson af fundi og Þorbjörg Vigfúsdóttir tók þar sæti. - Kl. 17.51 tók Margrét Einarsdóttir sæti á fundinum og Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Reykjavíkurborgar ásamt endurskoðunarskýrslu til síðari umræðu.

Fundi slitið kl. 18.14.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson