Borgarstjórn - 30.1.2003

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2003, fimmtudaginn 30. janúar, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Helgi Hjörvar, Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 21. janúar.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 28. janúar. Svofelld leiðrétting var gerð við 3. lið fundargerðarinnar, fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 28. janúar, 2. tölulið; fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Upphaf orðist svo: Hversu mikil viðskipti hafa verið við endurskoðunarfyrirtæki hjá borgarsjóði….

- Kl. 15.00 vék Anna Kristinsdóttir af fundi og Marsibil Sæmundsdóttir tók þar sæti.

Forseti ákvað að fresta 19. lið fundargerðarinnar, tilboð vegna ytri endurskoðunar, þar til kemur að 12. lið útsendrar dagskrár.

7. liður fundargerðarinnar, kosning í Innkauparáð, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

8. liður fundargerðarinnar, kosning í stjórn Fasteignastofu, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. Síðari hluti 8. liðar, samþykkt fyrir stjórn Fasteignastofu, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 22. janúar.

4. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 20. janúar.

5. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27. janúar. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 16.20 vék Marsibil Sæmundsdóttir af fundi og Þorlákur Björnsson tók þar sæti.

6. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. janúar.

7. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 10. janúar.

8. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 23. janúar. Sú leiðrétting var gerð við 2. og 4. lið að þar greind erindi voru lögð fram til kynningar.

9. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 20. janúar.

10. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta 31. lið B-hluta fundargerðarinnar. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23. janúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

12. Lagðu fram 17. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. desember, Borgarendurskoðun, sbr. einnig 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar; frestað á fundi borgarstjórnar 16. janúar s.l. Jafnframt lagður fram 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar tilboð vegna ytri endurskoðunar; frestað fyrr á fundinum. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta 19. lið fundargerðarinnar.

Forseti borgarstjórnar og borgarstjóri lögðu fram svohljóðandi tillögu sem komi í stað tillögu sömu aðila frá 17. desember s.l.

Lagt er til að Borgarendurskoðun verði lögð niður frá 30. júní 2003 að telja. Jafnhliða taki til starfa ný deild, innri endurskoðunardeild, sem í skipuriti verði beint undir borgarstjóra. Núverandi starfsmönnum Borgarendurskoðunar öðrum en borgarendurskoðanda verði sagt upp með umsömdum uppsagnarfresti miðað við starfslok 30. júní 2003. Starf borgarendurskoðanda verði endurskilgreint og heyri beint undir forseta borgarstjórnar. Meginstarfssvið hans verði að bera af hálfu borgarstjórnar ábyrgð á samskiptum við ytri endurskoðendur og skoðunarmenn ársreikninga Reykjavíkurborgar og vera þeim til aðstoðar við öflun upplýsinga og gagna.

Störf í hinni nýju innri endurskoðunardeild verði auglýst laus til umsóknar miðað við að starfsemi hefjist 1. júlí 2003.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks drógu til baka tillögu sína um verkefni Borgarendurskoðunar, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. desember.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu við framlagða tillögu forseta borgarstjórnar og borgarstjóra:

Lagt er til að 2. málsliður tillögunnar hljóði þannig: Jafnhliða taki til starfa ný deild, innri endurskoðunardeild, sem í skipuriti verði beint undir borgarráði.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 8 atkv. gegn 7. Tillaga forseta borgarstjórnar og borgarstjóra samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.

Í lok fundar færði forseti borgarstjórnar borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þakkir fyrir störf hennar sem borgarstjóra frá árinu 1994, en hún lætur af störfum frá og með 1. ferúar n.k. Jafnframt tóku til máls Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björn Bjarnason, Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Að lokum tók borgarstjóri til máls og þakkaði borgarfulltrúum og öðrum samstarfsmönnum.

Fundi slitið kl. 18.30.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson