Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2018, þriðjudaginn 30. janúar, var haldinn opinn fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og fjölmenningarráðs Reykjavíkur undir yfirskriftinni: Skipti ég máli? Kemur mér þetta við? Kosningaþátttaka innflytjenda. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 14.07. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sigurður Björn Blöndal, Skúli Helgason, Sabine Leskopf, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir; ásamt fulltrúum í fjölmenningarráði: Tomasz Chrapek, Herianty Novita Seiler og Maciej Tadeusz Chmielewski. Einnig tóku sæti á fundinum eftirtaldir gestir: Guðrún Magnúsdóttir, Joanna Marcinkowska og Pawel Bartoszek.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur fundinn og heldur ávarp um yfirskrift fundarins: Kosningaþátttaka innflytjenda.
2. Guðrún Magnúsdóttir, MA í hnattrænum tengslum, heldur erindi um borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2014, innsýn í reynslu fólks af erlendum uppruna af þeim.
3. Joanna Marcinkowska, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, heldur erindi um niðurstöður starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum 2018.
4. Pawel Bartoszek, fyrrverandi alþingismaður og varaþingmaður, heldur erindi um innflytjendur: Pólitík, löggjöf og áhrif.
5. Fram fara umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta. Til máls taka eftirtaldir borgarfulltrúar: Sabine Leskopf, Sigurður Björn Blöndal, Skúli Helgason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Auðar Svansson, Kjartan Magnússon, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir auk þess sem Kristján Gunnarsson og Maria Sastre, gestir á fundinum, taka til máls.
6. Tomasz Chrapek, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, dregur saman umræður.
7. Borgarstjórn og fjölmenningarráð leggja fram svohljóðandi sameiginlega bókun:
Skýrsla starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018 leiðir í ljós að þó að innflytjendum á kjörskrá hafi fjölgað á undanförnum árum þá hafi kosningaþátttaka þeirra dregist verulega saman. Samkvæmt skýrslunni felst stærsta hindrunin á vegi þátttöku þeirra í skorti á skýrum, einföldum og aðgengilegum upplýsingum um allt er varðar kosningar. Margir vita til að mynda ekki einu sinni af því að þeir hafa kosningarétt. Í skýrslunni eru lagðar fram ýmsar tillögur til að bæta úr upplýsingagjöfinni. Fjölmenningarráð óskar einnig eftir því að Borgarstjórn Reykjavíkur hvetji hverfisráðin til að koma með áætlun fyrir hvert og eitt hverfi um hvernig þau geti náð til Reykvíkinga af erlendum uppruna, upplýsa þá um kosningarétt sinn og málefni hverfisins.
Fundi slitið kl. 15.46
Forseti borgarstjórnar og formaður fjölmenningarráðs gengu frá fundargerðinni.
Líf Magneudóttir Tomasz Chrapek
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og fjölmenningarráð 30.01.2018