Borgarstjórn - 29.10.2013

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2013, þriðjudaginn 29. október, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Margrét Kristín Blöndal, Eva Einarsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Oddný Sturludóttir, Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2014; fyrri umræða.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl. Jafnframt lagðar fram tillögur borgarstjóra undir eftirtöldum liðum í fundargerð borgarráðs frá 26. október sl.: 2. liður, álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðaleigu, 3. liður, viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega, 4. liður, álagningarhlutfall útsvars, 6. liður, lántökur vegna framkvæmda á árinu 2014 og 8. liður, gjaldskrár. Einnig er lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu um framsetningu talnalegra gagna í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2014. 

- Kl. 15.25 tekur Páll Hjalti Hjaltason sæti á fundinum og Margrét Kristín Blöndal víkur sæti. 

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðaleigu, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Tillaga borgarstjóra um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl., samþykkt með 15 atkvæðum.

Tillaga borgarstjóra um álagningarhlutfall útsvars, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl., samþykkt með 10 atkvæðum.

Tillaga borgarstjóra um lántökur vegna framkvæmda á árinu 2014, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Samþykkt með 15 atkvæðum að vísa tillögu borgarstjóra um gjaldskrár, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl., til afgreiðslu á reglulegum fundi borgarstjórnar þann 19. nóvember nk. 

Samþykkt með 11 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, til síðari umræðu.

2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2014-2018; fyrri umræða. 

Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2014-2018, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október sl.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fimm ára áætlun fyrir árin 2014-2018 til síðari umræðu.  

3. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 24., 25. og 26. október. 

4. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. september og 11. október, menningar- og ferðamálaráðs frá 23. september og 14. október, skóla- og frístundaráðs frá 16. október, umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. og 23. október og velferðarráðs frá 17. október.

Fundi slitið kl. 16.55

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Eva Einarsdóttir    Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 29.10.2013 - prentvæn útgáfa