Borgarstjórn - 28.9.2021

Borgarstjórn

BORGARSTJÓRN

Ár 2021, þriðjudaginn 28. september, var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og öldungaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal, Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 14:02. Voru þá komnir til fundar eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Alexandra Briem, Björn Gíslason, Ellen Jacqueline Calmon, Eyþór Laxdal Arnalds, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Sabine Leskopf, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Sigurðardóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þórdís Pálsdóttir. Ásamt fulltrúum í öldungaráði; Berglind Eyjólfsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Geir Guðsteinsson, Baldur Magnússon, Jóhann Birgisson, Rannveig Ernudóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir borgarfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 849/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Katrín Atladóttir, Hjálmar Sveinsson, Elín Jónsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Berglind Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi öldungaráðs. Einnig tóku sæti á fundinum eftirfarandi gestir: Elma Klara Þórðardóttir, Árni Guðmundsson, Margrét Ágústsdóttir, Runólfur Ágústsson og Margrét S. Pálsdóttir.

Fundarritari var Elísabet Pétursdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Berglind Eyjólfsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar setur fundinn og heldur ávarp; Húsnæðismál eldra fólks í Reykjavík. R21090252

2.    Elma Klara Þórðardóttir arkitekt heldur ávarp; Marglaga öldrun – Lífsgæði eldri borgara í blandaðri byggð. R21090252

3.    Árni Guðmundsson aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands heldur ávarp; Gaman saman? R21090252

-    Kl. 14.45 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum. 

4.    Margrét Ágústsdóttir fulltrúi Félags eldri femínista heldur ávarp; Baba Yaga systrahús. R21090252

5.    Runólfur Ágústsson verkefna- og þróunarstjóri Þorpið vistfélag heldur ávarp; Nýjar þarfir, nýjar hugmyndir, ný búsetuúrræði. R21090252

6.    Margrét S. Pálsdóttir heldur ávarp; Efri árin í sambýli. R21090252

7.    Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur ávarp.

8.    Fram fara umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta. Til máls taka eftirfarandi borgarfulltrúar: Dagur B. Eggertsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir.   

9.    Berglind Eyjólfsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar, dregur saman umræður og slítur fundi. 

Fundi slitið kl. 16.10

Forseti borgarstjórnar og formaður öldungaráðs gengu frá fundargerðinni.

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 28.9.2021 - prentvæn útgáfa