Borgarstjórn - 26.3.2019

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2019, þriðjudaginn 26. mars, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 15:07. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Pawel Bartoszek, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Skúli Helgason, Jórunn Pála Jónasdóttir, Egill Þór Jónsson og Þór Elís Pálsson. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Tinna Kjartansdóttir, Ingvar Steinn Ingólfsson, Embla Nótt Pétursdóttir, Freyja Dögg Skjaldberg, Gabríel Smári Hermannsson, Ásdís María Hrafnsdóttir, Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir, Aldís Lóa Benediktsdóttir og Bára Katrín Jóhannsdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Tinnu Kjartansdóttur frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði að setja upp flokkunartunnur á almenningssvæðum í Reykjavík og fjölga þeim á helstu svæðum borgarinnar fyrir árslok 2019.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030291

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

2.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Ingvars Steins Ingólfssonar frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að fela mannréttindaskrifstofu að gera áætlun um að tryggja samráð Reykjavíkurborgar við börn og ungmenni um öll mál sem þau varða fyrir skólabyrjun haustið 2019.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030292

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisráðs.

3.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Nóttar Pétursdóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar eigi síðar en skólaárið 2019-2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030295

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs.

4.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Freyju Daggar Skjaldberg frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að tryggja fjármagn til skóla- og frístundasviðs svo hver félagsmiðstöð geti veitt ungmennum á aldrinum 16-20 ára frítímaþjónustu á skólaárinu 2019-2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030293

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Gabríels Smára Hermannssonar frá ungmennaráði Kjalarness:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að veita grenndarstöðvum aukna athygli, gera úttekt á umhverfi og staðsetningu, skipuleggja svæði þeirra betur og auki tíðni sorphirðu. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030294

Samþykkt.

6.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Ásdísar Maríu Hrafnsdóttur og Bryndísar Ýrar Sigurþórsdóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði, í samstarfi við mannréttinda- og lýðræðisráð, að auka nemendalýðræði í grunnskólum Reykjavíkur með því að gefa nemendum möguleika á því að ráðstafa hluta af fjármagni skólans.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030296

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

7.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Aldísar Lóu Benediktsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að innleiða táknmálskennslu í alla grunnskóla Reykjavíkurborgar eigi síðar en vorönn 2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030297

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Báru Katrínar Jóhannsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að setja flokkunartunnur á alla vinnustaði Reykjavíkurborgar fyrir árslok 2019 og taka upp skyldu að flokka sorp. Jafnframt er lagt til að fela umhverfis- og skipulagssviði að standa fyrir aukinni fræðslu um umhverfismál fyrir árslok 2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R19030299

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

Fundi slitið kl. 17:13

Forseti borgarstjórnar gekk frá fundargerðinni.

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 26.3.2019 - Prentvæn útgáfa