Borgarstjórn - 25.03.2014

Borgarstjórn

Fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna

Ár 2014, þriðjudaginn 25. mars, var haldinn fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.04. Voru þá komnir til fundar, auk staðgengils borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, eftirtaldir borgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Páll Hjalti Hjaltason, Oddný Sturludóttir, S. Björn Blöndal, Diljá Ámundadóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Þorsteinn Davíð Stefánsson, Jessý Jónsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Sindri Már Fannarsson, Kári Arnarsson, Elín María Árnadóttir, Sara Þöll Finnbogadóttir og Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

Í upphafi fundar bauð Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, fulltrúa úr Reykjavíkurráði ungmenna velkomna til fundar við borgarfulltrúa.      

1. Lögð fram tillaga Þorsteins Davíðs Stefánssonar frá ungmennaráði Miðborgar og Hlíða um einstaklingsmiðaðra nám í grunnskólanum.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

2. Lögð fram tillaga Jessýjar Jónsdóttur frá ungmennaráði Grafarvogs um samræmda einkunnagjöf við lok grunnskóla.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

3. Lögð fram tillaga Margrétar Sæmundsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta um aukið starf fyrir 16 ára og eldri.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.

4. Lögð fram tillaga Sindra Más Fannarssonar frá ungmennaráði Árbæjar og Holta um samkomusvæði fyrir ungt fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.

5. Lögð fram tillaga Kára Arnarssonar frá ungmennaráði Laugardals og Háaleitis um að Reykjavíkurborg borgi lýsingu á grunnskólalóðum.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

6. Lögð fram tillaga Elínar Maríu Árnadóttur frá ungmennaráði Vesturbæjar um verklag um meðferð á tillögum Reykjavíkurráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar forsætisnefndar.

7. Lögð fram tillaga Söru Þallar Finnbogadóttur frá ungmennaráði Breiðholts um aukið símat í grunnskólum.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.  

8. Lögð fram tillaga Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur frá ungmennaráði Vesturbæjar um battavöll í Vesturbæinn.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.

-     Kl. 17.20 víkur Oddný Sturludóttir af fundi og Hjálmar Sveinsson tekur þar sæti.

Fundi slitið kl. 17.45

Forseti gekk frá fundargerð

Elsa Hrafnhildur Yeoman

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 25.03.2014 - prentvæn útgáfa