Borgarstjórn - 24.6.2004

Borgarstjórn

BORGARSTJÓRN

Ár 2004, fimmtudaginn 24. júní, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Helgi Hjörvar, Anna Kristinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Gísli Marteinn Baldursson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að styðja kjör borgarfulltrúa Árna Þórs Sigurðssonar sem forseta borgarstjórnar. Borgarfulltrúi Árni Þór Sigurðsson hefur í störfum sínum sýnt lipurð, sanngirni og góðan samstarfsvilja og hefur auk þess haft forystu um breytingar á samþykktum borgarstjórnar, sem mun tvímælalaust gera störfin og umræðuna á fundum borgarstjórnar markvissari og aðgengilegri fyrir okkur borgarfulltrúana. Ekki síður munu útsendingar frá fundum borgarstjórnar verða áheyrilegri fyrir þá sem kjósa að hlýða á umræður frá borgarstjórnarfundum. Auk þess fela hinar nýju samþykktir í sér náið samráð meiri- og minnihluta við undirbúning borgarstjórnarfunda.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Forseti borgarstjórnar, Árni Þór Sigurðsson, hefur haft forgöngu um væntanlegar breytingar á stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar sem munu styrkja lýðræðið og efla lýðræðislega umræðu í Borgarstjórn Reykjavíkur. Þess vegna hef ég ákveðið að styðja að þessu sinni kjör Árna Þórs sem forseta borgarstjórnar.

Forseti var kosinn Árni Þór Sigurðsson með 15 samhljóða atkvæðum.

1. varaforseti var kosinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir með 8 atkvæðum, en 7 seðlar voru auðir.

2. varaforseti var kosinn Alfreð Þorsteinsson með 8 atkvæðum, en 7 seðlar voru auðir.

2. Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara

Kosnir voru:

Af R lista: Björk Vilhelmsdóttir

Af D lista: Guðlaugur Þór Þórðarson Varaskrifarar voru kosnir:

Af R lista: Anna Kristinsdóttir

Af D lista: Kjartan Magnússon

3. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara.

Í borgarráð voru kosin af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R-lista: Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir Stefán Jón Hafstein

Af D-lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir

Varamenn voru kosnir með sama hætti:

Af R lista: Anna Kristinsdóttir Dagur B. Eggertsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Af D lista: Guðlaugur Þór Þórðarson Kjartan Magnússon Björn Bjarnason

4. Kosning þriggja manna í innkauparáð til eins árs og þriggja til vara. Formannskjör.

Í innkauparáð voru kosnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R lista: Hrólfur Ölvisson Jóhannes T. Sigursveinsson

Af D lista: Haukur Leósson

Varamenn voru kosnir með sama hætti:

Af R lista: Guðmundur Lúther Loftsson Steinar Harðarson

Af D lista: Benedikt Geirsson

Formaður innkauparáðs var kjörinn án atkvæðagreiðslu Hrólfur Ölvisson.

5. Kosning eins fulltrúa í stjórn Sorpu bs. til loka kjörtímabilsins og eins til vara, auk eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara.

Í stjórn Sorpu bs. var kosinn án atkvæðagreiðslu Alfreð Þorsteinsson, til vara Anna Kristinsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi í stjórn Sorpu bs. var kosinn með sama hætti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, til vara Kjartan Magnússon.

6. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 8. júní. 12. liður fundargerðarinnar, lántaka Orkuveitu Reykjavíkur, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 15. liður fundargerðarinnar, kosning varamanns í jafnréttisnefnd til næstu áramóta, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 19. liður fundargerðarinnar, skipun kjörstjórna o.fl. vegna forsetakosninga 26. júní n.k., samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

7. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 22. júní. Forseti tilkynnti að 36. og 38. liður fundargerðarinnar, stofnun símavers og stofnun þjónustumiðstöðva, yrðu ræddir saman sem sérstakur dagskrárliður að loknum 7. dagskrárlið. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta 40. lið fundargerðarinnar, viðaukatillögu við tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, þar til kemur að 20. lið útsendrar dagskrár. - Kl. 15.00 vék Helgi Hjörvar af fundi og Sigrún Elsa Smáradóttir tók þar sæti.

Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi tillögu undir 37. lið fundargerðarinnar:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar í borgarráði frá 22. júní sl. varðandi hugmyndir átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð um að setja Hringbraut í opinn stokk á 600 metra kafla milli Njarðargötu og Snorrabrautar til umsagnar borgarverkfræðings. Jafnframt samþykkir borgarstjórn að fela borgarverkfræðingi að kanna á sama hátt tillögur sama átakshóps um mislæg gatnamót með hringtorgi á mótum Bústaðavegar og Miklubrautar. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir kostnaðarútreikningum og mati á því hvernig tillögurnar falli að öðru skipulagi, ekki síst umferðarskipulagi og umferðartengingum. Ennfremur skuli metið hvernig fella megi þessar tillögur að yfirstandandi framkvæmdum við lagingu nýrrar Hringbrautar.

Samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum að taka tillöguna á dagskrá. Samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7 að vísa tillögunni til borgarráðs. 12. liður fundargerðarinnar, umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 18. liður fundargerðarinnar, auglýsing deiliskipulags Halla og Hamrahlíðarlanda, samþykktur með 9 atkvæðum gegn 6. 32. liður fundargerðarinnar, kosning fulltrúa í stjórn Fasteignastofu og varamanns í íþrótta- og tómstundaráð, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 43. liður fundargerðarinnar, umboð til borgarráðs vegna forsetakosninga 26. júní n.k., samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 45. liður fundargerðarinnar, gjaldskrá Reykjavíkurhafnar, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

8. Lagður fram 36. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. júní, stofnun símavers Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagður fram 38. liður fundargerðarinnar, tillaga borgarstjóra um stofnun þjónustumiðstöðva og tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um frestun atkvæðagreiðslu um tillögu borgarstjóra.

- Kl. 16.15 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum og Stefán Jóhann Stefánsson vék af fundi. Jafnfram vék Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Margrét Einarsdóttir tók þar sæti. - Kl. 16.40 tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sæti á fundinum og Sigrún Elsa Smáradóttir vék af fundi. - Kl. 17.10 vék Björn Bjarnason af fundi og Jórunn Frímannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 18.40 vék Stefán Jón Hafstein af fundi og Katrín Jakobsdóttir tók þar sæti. Jafnframt vék borgarstjóri af fundi og borgarritari tók þar sæti.

Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um frestun atkvæðagreiðslu um tillögu borgarstjóra varðandi stofnun þjónustumiðstöðva, felld með 8 atkvæðum gegn 7.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fresta atkvæðagreiðslu um stofnun þjónustumiðstöðva þar til að borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman á ný að loknu sumarleyfi eru færð skýr rök fyrir þeirri afgreiðslu málsins. Málið þarfnast nánara samráðs við starfsfólk borgarinnar og þörf er á umsögn nefnda og ráða auk starfsfólks um fyrirliggjandi tillögu Reykjavíkurlistans um stofnun þjónustumiðstöðva. Auk þess eru núverandi tillögur Reykjavíkurlistans ekki í samræmi við þær hugmyndir um þjónustumiðstöðvar sem kynntar voru í upphafi. Ég styð því tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Tillaga borgarstjóra um stofnun þjónustumiðstöðva samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7. 9. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 9. júní.

10. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 8. júní.

11. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15. júní. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

12. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 2. júní.

13. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 9. júní.

14. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 7. júní.

15. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 1. júní.

16. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 16. júní.

17. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

18. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. júní. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa 58. lið afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 8. júní, sbr. 13. lið b-hluta fundargerðarinnar, til byggingarfulltrúa á ný. B-hluti fundargerðarinnar að öðru leyti samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

19. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. júní. 20. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

21. Lagður fram að nýju 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. júní, tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar; síðari umræða. Jafnframt lagður fram 40. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. júní, viðaukatillaga við tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, frestað fyrr á fundinum. Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Viðaukatillaga við tillöguna samþykkt 15 með samhljóða atkvæðum. Tillagan þannig breytt samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 18.45.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Björk Vilhelmsdóttir Kjartan Magnússon