Borgarstjórn
Fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna
Ár 2015, þriðjudaginn 24. mars, var haldinn fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Eva Einarsdóttir, Kjartan Magnússon, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Kári Arnarson, Arnar Haukur Rúnarsson, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Steindór Gestur Guðmundarson Waage, Jessý Jónsdóttir, Sindri Smárason, Sara Þöll Finnbogadóttir og Margrét Sæmundsdóttir .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram svohljóðandi tillaga Kára Arnarsonar frá ungmennaráði Laugardals og Háaleitis:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að fela skóla- og frístundaráði að útfæra aukna jafnréttis-, kynja- og fordómafræðslu í grunnskólum Reykjavíkur á haustönn 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Skóla- og frístundaráði er falið að vinna með tillöguna í þeirri þróun sem nú er að eiga sér stað á lífsleiknikennslu og á vegum jafnréttisskólans.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga Arnars Hauks Rúnarssonar frá ungmennaráði Kringluhverfis:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að fela skóla- og frístundaráði að útfæra kennslu í fjármálalæsi og réttindum á vinnumarkaði í grunnskólum Reykjavíkur á haustönn 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Skóla- og frístundaráði er falið að vinna með tillöguna í þeirri þróun sem nú er að eiga sér stað á lífsleiknikennslu og á vegum jafnréttisskólans.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur frá ungmennaráði Miðborgar og Hlíða
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að fela
skóla- og frístundaráði að útfæra aukna kynfræðslu (ekki kynhræðslu) frá 6. bekk og til
loka grunnskólans og fjölda kynfræðslutíma í grunnskólum Reykjavíkur. Vinnsla tillögunnar verði hafin fyrir næsta stöðufund Reykjavíkurráðs ungmenna með forsætisnefnd.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Skóla- og frístundaráði er falið að vinna með tillöguna í þeirri þróun sem nú er að eiga sér stað á lífsleiknikennslu og á vegum jafnréttisskólans.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Steindórs Gests Guðmundarsonar Waage frá ungmennaráði Breiðholts:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að beina því til stjórnar Strætó bs. að strætóferðum frá Kjalarnesi verði fjölgað og bætt við ferðum kl. 7:20 og kl. 14:39 frá Kjalarnesi strax.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan kemur ekki til atkvæða, en verður send stjórn Strætó bs. með samþykktri tillögu Kristínar Soffíu Jónsdóttur.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga Jessýjar Jónsdóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að beina því til stjórnar Strætó bs. að strætóferðum í Grafarvogi verði breytt þannig að leið 6 gangi aftur fram hjá Kelduskóla Vík og að leið 31 gangi oftar og lengur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan kemur ekki til atkvæða, en verður send stjórn Strætó bs. með samþykktri tillögu Kristínar Soffíu Jónsdóttur.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga Sindra Smárasonar frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að hefja
athugun á því hvort Reykjavíkurborg geti á ný boðið upp á sumarvinnu fyrir nemendur í 8. bekk grunnskólans.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar borgarráðs. Borgarráði er falið að hefja vinnu við mótun stefnu um atvinnumál ungs fólks.
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga Söru Þallar Finnbogadóttur frá ungmennaráði Breiðholts:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að beina því til skóla- og frístundasviðs að það beiti sér fyrir því að frístundamiðstöðvar í Reykjavík ráði til starfa ungt fólk á aldrinum 16-20 ára sem ungliða frá og með hausti 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar borgarráðs. Borgarráði er falið að hefja vinnu við mótun stefnu um atvinnumál ungs fólks.
8. Lögð fram svohljóðandi tillaga Margrétar Sæmundsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að Reykjavíkurborg og Vinnuskóli Reykjavíkur bjóði upp á fjölbreyttari sumarstörf fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára, helst sumarið 2015 en annars fyrir sumarið 2016.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar borgarráðs. Borgarráði er falið að hefja vinnu við mótun stefnu um atvinnumál ungs fólks.
9. Samþykkt með 16 atkvæðum að taka svohljóðandi tillögu Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa á dagskrá:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna samþykkir að fela Strætó að vinna kostnaðarmetnar tillögur sem lagðar verði fyrir borgarráð um hvernig væri hægt að bæta Strætótengingar í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Tillögurnar verði sendar Reykjavíkurráði ungmenna til umsagnar áður en næstu skref verði ákveðin.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.08
Forseti gekk frá fundargerð
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 24.3.2015