Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2013, þriðjudaginn 2. apríl, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk staðgengils borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Óttarr Ólafur Proppé, Eva Einarsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Oddný Sturludóttir, Margrét Sverrisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að grípa til aðgerða í því skyni að auka lóðaframboð fyrir þjónustuíbúðir í þágu eldri borgara í Reykjavík. Í þessu skyni verði efnt til formlegra viðræðna við eftirtalin byggingarfélög eldri borgara og e.t.v. fleiri: Búmenn hsf., Félag eldri borgara í Reykjavík, Samtök aldraðra, Hrafnistu/Sjómannadagsráð.
Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til meðferðar starfshóps um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að borgarstjórn hefði átt að samþykkja fyrirliggjandi tillögu um aukið lóðaframboð vegna þjónustuíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í stað þess að vísa henni til skoðunar í borgarkerfinu enda allsendis óvíst hvenær þeirri skoðun lýkur. Þeir samþykkja hins vegar málsmeðferðartillöguna í trausti þess að unnið verði að málinu án tafar og niðurstaða fáist fljótlega, sem leiði til jákvæðrar niðurstöðu í þágu húsnæðismála eldri borgara í Reykjavík.
2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 21. mars.
- 14. liður fundargerðarinnar, tillaga borgarstjóra um breytingu á a-hluta fjárfestingaáætlunar samþykktur með 10 atkvæðum gegn 5.
- 22. liður fundargerðarinnar, tillaga borgarstjóra að endurskoðaðri fjárhagsáætlun vegna umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar samþykktur með 9 atkvæðum.
- 24. liður fundargerðarinnar, tilfærslur innan fjárhagsáætlunar skóla- og frístundasviðs samþykktur með 9 atkvæðum.
- 26. liður fundargerðarinnar, flutningur fjárheimilda vegna atvinnutorgs samþykktur með 9 atkvæðum.
- 27. liður fundargerðarinnar, tillaga um sumarátaksstörf fyrir námsmenn milli anna samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
4. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. og 22. mars, mannréttindaráðs frá 12. mars, menningar- og ferðamálaráðs frá 11. mars, skóla- og frístundaráðs frá 20. mars, umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. mars og velferðarráðs frá 21. mars.
Fundi slitið kl. 14.47
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Gísli Marteinn Baldursson Karl Sigurðsson
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 02.04.13