Borgarstjórn - 23.2.2016

Borgarstjórn

Fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna

Ár 2016, þriðjudaginn 23. febrúar, var haldinn fundur borgarstjórnar og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Ilmur Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir. Kjartan Magnússon, Halldór Auðar Svansson og Jóna Björg Sætran. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Sindri Smárason, Karitas Bjarkadóttir. Snorri Freyr Vignisson, Ágúst Beinteinn Árnason, Eyrún Magnúsdóttir, Jóhanna Líf Sigurþórsdóttir, Kári Arnarsson og Embla Ýr Indriðadóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga Sindra Smárasonar frá ungmennaráði Árbæjar og Holta: 

Reykjavíkurborg myndi starfshóp til að skoða möguleika á afþreyingarmiðstöð við Rauðavatn fyrir íbúa í aðliggjandi hverfum. Starfshópurinn skili niðurstöðum til skóla- og frístundaráðs og Reykjavíkurráðs ungmenna fyrir árslok 2016.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs og skóla- og frístundaráðs. 

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga Karitas Bjarkadóttur frá ungmennaráði Grafarvogs. 

Að skóla- og frístundaráð sjái til þess að innan árs verði kynþroskafræðsla í grunnskólum betri og hún kennd fyrr en nú er, ásamt því að dömubindi, túrtappar og smokkar verði aðgengilegri fyrir ungmenni.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs og til kostnaðargreiningar hjá innkauparáði 

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga Snorra Freys Vignissonar frá ungmennaráði Breiðholts: 

Skóla- og frístundasvið tryggi að í grunnskólum Reykjavíkur verði stuðningsnet jafnaldra, fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna, hluti af móttökuteymi skólanna. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs sem leita skal umsagna velferðarráðs og mannréttindaráðs. 

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ágústs Beinteins Árnasonar Waage frá ungmennaráði Vesturbæjar: 

Ungmennaráð Vesturbæjar leggur til að Reykjavíkurborg haldi regluleg málþing ungmenna um málefni sem snerta þau, þar sem fyrsta málþing verði haldið ekki síðar en að vori árið 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs sem leita skal umsagna stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og forsætisnáðsefndar.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga Eyrúnar Magnúsdóttur frá ungmennaráði Laugardals og Háaleitis:

Skóla- og frístundaráð beiti sér fyrir því að grunnskólar í Reykjavík bæti kynfræðslu (ekki kynhræðslu) frá því í 6. bekk og til loka grunnskólans og fjölgi kynfræðslutímum. 

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga Jóhönnu Lífar Sigurþórsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness:

Tillaga til ÍTR um að lækka aðgangseyri í sundlaugar Reykjavíkur og þá sérstaklega aðgangseyri fyrir fullorðna svo að börn og foreldrar geti leyft sér að nota sínar samverustundir í sundlaugum borgarinnar.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga Kára Arnarssonar frá ungmennaráði Laugardals og Háaleitis:

Skóla- og frístundasvið fari í tilraunaverkefni á vorönn 2017 í sex grunnskólum í samstarfi við velferðarsvið um að bjóða unglingum upp á bætt aðgengi að sálfræðiaðstoð.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs sem leita skal umsagnar skóla- og frístundaráðs. 

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Ýrar Indriðadóttur frá ungmennaráði Miðborgar og Hlíða:

Að skóla- og frístundasvið tryggi framtíð ungmennahúsa í Reykjavík. Fjármagn til reksturs þeirra verði tryggt í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. 

Fundi slitið kl. 16.20

Forseti gekk frá fundargerð.

PDF útgáfa fundargerðar
Reykjavíkurráð ungmenna og Borgarstjórn Reykjavíkur 23.2.2016 - prentvæn útgáfa