Borgarstjórn - 21.5.2013

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2013, þriðjudaginn 21. maí, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Óttarr Ólafur Proppé, Eva Einarsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Dagur B. Eggertsson, Oddný Sturludóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Jafnframt eru lagðar fram breytingartillögur forsætisnefndar, dags. 21. maí sl.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 13. maí sl., sbr. samþykkt velferðarráðs, dags. 13. maí sl., um breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur og breytingu á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða og breytingar á tekjuviðmiðum á matsblaði, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. maí sl.

Samþykkt með níu atkvæðum gegn einu.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram svohljóðandi bókun:

Þau tekjumörk sem hér um ræðir eru langt undir útreikningum velferðarráðuneytisins á því sem talist gætu eðlileg viðmið. Rök meirihlutans, um að tæp 70#PR borgarbúa myndu þannig uppfylla skilyrði til umsóknar um félagslegt húsnæði, eru í besta falli hæpin. Viðmið um slíkt eiga ekki að miðast við fjölda heldur aðstæður einstaklinga og það er sjálfsögð skylda borgarinnar að mæta þörfum þeirra. Borgarfulltrúi Vinstri grænna greiðir því atkvæði gegn tillögunni.

Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:

Reykjavíkurborg er með samþykkt sinni að hækka tekju- og eignaviðmið vegna félagslegra leiguíbúða. Síðastliðinn áratug höfum við fengið formlegt leyfi frá velferðarráðuneytinu til þess að hafa lægri viðmið en ráðuneytið kveður á um. Ástæður þess eru málefnalegar, en viðmið ráðuneytisins voru á sínum tíma sett vegna þeirra íbúa sem gátu fengið lán til kaupa á félagslegu húsnæði og lán til þeirra sem byggðu leiguíbúðir á almennum markaði. 68#PR Reykvíkinga eru undir þessum tekjumörkum og það er engin ástæða til þess að styðjast við viðmið sem flestir borgarbúar falla undir þegar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði eru metnar. Það er einungis ætlað þeim sem eru allra verst settir á húsnæðismarkaði. Rétt er að taka fram að 56#PR Reykvíkinga eru undir þeim tekjumörkum sem hér eru samþykkt. Nýleg gögn sýna að þörf er á ódýrara og minna húsnæði í Reykjavík í samræmi við tekjur borgarbúa.

3. Fram fer umræða um nýjar leiðir í velferðarþjónustu.

4. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 8. og 16. maí.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að taka svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks á dagskrá undir 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. maí:

Á hluta Sléttuvegar eru gangstéttir hvorugu megin götunnar. Það skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur sem ekki hafa um annað að velja en að ganga á götunni. Af þessum ástæðum er lagt til að gangstéttir við Sléttuveg verði settar í forgang og þeim bætt inn á framkvæmdaáætlun ef undirbúningur klárast á þessu ári. Borgarráði er falið að útfæra tillöguna nánar í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs.

5. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. maí, mannréttindaráðs frá 23. apríl og 14. maí, menningar- og ferðamálaráðs frá 22. apríl og 13. maí, skóla- og frístundaráðs frá 15. maí, umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. og 15. maí og velferðarráðs frá 13. maí.

Fundi slitið kl. 16.15

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Áslaug Friðriksdóttir Karl Sigurðsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 21.05.13