Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2017, þriðjudaginn 21. febrúar, var haldinn fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.03. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, S. Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um samgöngur og malbikunarframkvæmdir í Reykjavík.
2. Fram fer umræða um afgreiðslutíma á tillögum og fyrirspurnum.
3. Lagt er til að Ragnar Hansson taki sæti varamanns í skóla- og frístundaráði í stað Nichole Leigh Mosty.
Samþykkt.
Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.
4. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 9. febrúar.
5. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 17. febrúar, menningar- og ferðamálaráðs frá 13. febrúar, íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. febrúar, skóla- og frístundaráðs frá 8. febrúar, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 6. febrúar, umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. og 15. febrúar og velferðarráðs frá 2. febrúar.
Fundi slitið kl. 16.48
Líf Magneudóttir
Halldór Halldórsson Magnús Már Guðmundsson
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 21.2.2107 - prentvæn útgáfa