Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2017, þriðjudaginn 21. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Sigurður Björn Blöndal, Eva Einarsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf forsætisnefndar, dags. 17. nóvember sl., til borgarstjórnar vegna kjörgengis Kristínar Soffíu Jónsdóttur, sbr. 1. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 17. nóvember 2017. Einnig er lagt fram minnisblað Trausta Fannars Valssonar, dósents í lögfræði við Háskóla Íslands, dags. 2. nóvember 2017, og minnisblað LOGOS, dags. 15. nóvember 2017. R17030180
Samþykkt að Kristín Soffía Jónsdóttir hafi ekki misst kjörgengi.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að Reykjavíkurborg hefði átt að fá úrskurð ráðuneytis sveitarstjórnarmála vegna vafa um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Slík afgreiðsla er faglegri og eðlilegri því þrátt fyrir lögfræðiálit um að borgarfulltrúinn hafi líklega ekki misst kjörgengi eru ákvæði sveitarstjórnarlaga svo skýr um missi kjörgengis að mikilvægt er að formlegur úrskurður verði kveðinn upp af ráðuneytinu.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur fram í 98. gr. að það er sveitarstjórn sem úrskurðar um hvort sveitarstjórnarmaður hafi misst kjörgengi. Í þeim kemur einnig fram að skjóta má slíkum úrskurði sveitarstjórnarinnar til ráðuneytisins og að úrskurði þess má svo skjóta til dómstóla. Lögin eru þannig afdráttarlaus um að það er borgarstjórn sem ber að úrskurða um kjörgengi borgarfulltrúans en síðan má skjóta þeim úrskurði til æðra stjórnsýslustigs. Ljóst má vera að málsmeðferð borgarstjórnar er að öllu leyti í samræmi við ákvæði laganna og er hún undirbyggð af lögfræðiálitum.
2. Fram fer umræða um annan áfanga tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. nóvember 2017. R14050127
- Kl. 14.55 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum og Magnús Már Guðmundsson víkur.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að stofna stýrihóp sem kannar möguleika og grundvöll á því að úthluta lóðum í Reykjavík sem ætluð eru fyrir deilihúsnæði (house-sharing).
Greinargerð fylgir tillögunni. R17110125
Samþykkt.
Vísað til frekari vinnslu í starfshóp um ódýrari íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur.
4. Lagt er til að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti Ilmar Kristjánsdóttur sem formaður velferðarráðs. R14060167
Samþykkt.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, situr hjá við afgreiðslu málsins.
5. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 27. og 28. október og 9. og 16. nóvember. R17010001
6. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 17. nóvember, íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. nóvember, mannréttindaráðs frá 14. nóvember, menningar- og ferðamálaráðs frá 13. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 8. nóvember, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 13. nóvember, velferðarráðs frá 2. nóvember og umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. og 15. nóvember. R17010084
Fundi slitið kl. 16.08
Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 21.11.2017 - Prentvæn útgáfa