Borgarstjórn - 21.11.2002

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2002, fimmtudaginn 21. nóvember, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 9. nóvember.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 12. nóvember.

- kl. 14.05 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Þorlákur Björnsson tók þar sæti. Jafnframt tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

12. liður fundargerðarinnar, byggingarréttur á Grafarholti, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 6.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 15. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 19. nóvember.

- kl. 15.23 vék Anna Kristinsdóttir af fundi og Kolbeinn Óttarsson Proppé tók þar sæti. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi tillögu undir 26. lið:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fallið verði frá fyrirhuguðum niðurskurði á félagsstarfi aldraðra. Borgarstjórn leggur jafnframt áherslu á öflugan stuðning við félagsstarf aldraðra og öryrkja til að koma í veg fyrir einangrun þessarra hópa.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að taka tillöguna á dagskrá.

- kl. 16.43 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti á fundinum og Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi. Jafnframt vék Kjartan Magnússon af fundi og Marta Guðjónsdóttir tók þar sæti.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

24. liður fundargerðarinnar, álagningarstuðull útsvars, samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 6. nóvember.

6. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 11. nóvember.

- kl. 17.42 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Anna Kristinsdóttir tók þar sæti.

7. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 1. nóvember.

8. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 5. nóvember.

9. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 14. nóvember.

10. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 4. nóvember.

11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 13. nóvember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

- kl. 17.56 var gert hlé á fundi. - kl. 18.30 var fundi fram haldið.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skiptingu borgarinnar í skólahverfi:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að efla samstarf skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda með því að skipta borginni í skólahverfi. Í því skyni skal hafinn undirbúningur að því að skipa 4 – 5 skólaráð með fulltrúum þessara aðila í stað fræðslu- og leikskólaráða. Við það verði miðað að tryggja öflugt, sjálfstætt eftirlit með starfi leik- og grunnskóla. Rekstrarskrifstofur leik- og grunnskóla verði sameinaðar og fagleg ráðgjöf tryggð, meðal annars í samvinnu við háskóla- og vísindastofnanir og með heimsóknum fremstu sérfræðinga á alþjóðamælikvarða. Stjórnkerfisnefnd er falið að vinna að útfærslu á þessari tillögu í samráði við fræðsluráð og leikskólaráð og leggja hana síðan að nýju fyrir borgarstjórn.

Greinargerð fylgir tillögunni.

- kl. 19.00 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Marta Guðjónsdóttir vék af fundi.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til stjórnkerfisnefndar.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fíkniefnavarnir:

Borgarstjórn samþykkir að skipa samráðshóp í þeim tilgangi að vinna tillögur um hvernig koma megi í veg fyrir neyslu og sölu fíkniefna í grunnskólum og til hvaða aðgerða skólarnir skulu grípa komi til þess þrátt fyrir forvarnir. Borgarstjórn setji starfshópnum erindisbréf og miða skal við að tillögur hópsins verði lagðar fyrir borgarstjórn eigi síðar en á síðasta fundi hennar fyrir áramót. Fræðsluráði verði falið að stýra starfinu og óska eftir tilnefningum frá hlutaðeigandi aðilum.

Greinargerð fylgir tillögunni.

- kl. 19.50 tók Steinunn Birna Ragnarsdóttir sæti á fundinum og Þorlákur Björnsson vék af fundi.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til fræðsluráðs.

Fundi slitið kl. 20.10.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon