Borgarstjórn - 21.10.2008

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2008, þriðjudaginn 21. október, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Óskar Bergsson og Jórunn Frímannsdóttir.

Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um hvernig staðinn verði vörður um grunnþjónustu Reykjavíkurborgar við erfiðar efnahagsaðstæður.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Forgangsröðun í þágu velferðarþjónustu og starfsemi borgarinnar, frestun ýmissa framkvæmda ásamt styrkri og aðhaldssamri fjármálastjórn hefur verið boðuð af undirrituðum frá upphafi þessa árs. Sú forgangsröðun hefur mætt litlum skilningi hjá borgarfulltrúum annarra flokka þar til nú, þegar afleiðingar einkavinavæðingar og fjármálaóstjórnar gömlu ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, blasa við. Sú aðgerðaáætlun sem nú hefur verið samþykkt í borgarstjórn er í raun staðfesting á því sem lagt var upp með í tíð síðasta meirihluta, þ.e. forgangsröðun í þágu velferðarþjónustu og starfsemi Reykjavíkurborgar og fólksins í borginni. Aðstæður eru hins vegar orðnar þannig að áður áformuð fjárfestingaævintýri ýmissa borgarfulltrúa í nýjum meirihluta geta ekki orðið að veruleika. Helstu embættismenn sem vinna að fjármálum borgarinnar bentu á það þegar í upphafi árs að af slíkum fjárfestingaævintýrum gæti ekki orðið og þörf væri á ítrasta aðhaldi í fjármálastjórn borgarinnar. Jafnframt hefur undirritaður beitt sér fyrir því að dregið væri úr yfirbyggingu í stjórnkerfi borgarinnar og að dregið væri úr ferða-, dagpeninga-, risnu- og veislukostnaði en mikið hefur vantað á að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru tilbúnir í þá vegferð. Loks skal bent á að núverandi meirihluti hóf sitt samstarf með því að fresta borgarráðsfundi vegna ferðalaga helstu lykilmanna í borgarráði. Nú fyrst er verið að snúa við blaðinu og því ber að fagna. Ég segi því loksins, loksins.

2. Fram fer umræða um sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavíkurborg.

3. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 9. og 16. október.

- Kl. 15.42 víkur Jórunn Frímannsdóttir af fundi og Ragnar Sær Ragnarsson tekur þar sæti.

- Kl. 15.55 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

12. liður fundargerðar borgarráðs frá 16. október, lántaka Orkuveitu Reykjavíkur, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

20. liður fundargerðar borgarráðs frá 16. október, kosning fulltrúa og varafulltrúa í hverfisráð Hlíða, samþykktur með 14 samhljóða atkvæðum.

4. Lagðar fram fundargerðir framkvæmda- og eignaráðs frá 13. október, íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. september og 10. október, menningar- og ferðamálaráðs frá 10. október, menntaráðs frá 8. október, skipulagsráðs frá 8. og 15. október, og velferðarráðs frá 8. október.

Fundi slitið kl. 16.05

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Sigrún Elsa Smáradóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir